Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989
Kvikmyndir:
Helgi í aðalhlut-
verki vestan hafe
HELGI Skúlason, leikari, mun fara með eitt af tveimur aðalhlutverkum
í bandarískri kvikmynd, sem kvikmynduð verður síðla árs í Maine-fylki
í Bandaríkjunum við landamæri Kanada. Kvikmyndin er byggð á sögu
rithöfúndarins Howard Mosher, „Disappearances“, sem út kom árið
1977. Sagan er byggð á sannsögulegum atburðum og gerist á bannárun-
um svokölluðu, 1916-1933, þegar bannað var að flytja áfengi til Banda-
ríkjanna. Kvikmyndin heitir á frummálinu „Lifting Spirits“ og er höf-
undur kvikmyndahandrits og leiksfjóri myndarinnar Andrew Silver,
sem búsettur er í Boston. Sony-fyrirtækið ætlar að Qármagna hluta
af kostnaði við gerð kvikmyndarinnar og er áætlað að frumsýna hana
haustið 1990.
Eg var í heimsókn hjá vini
mínum Ragnari Grippe í
Stokkhólmi í vetur, en hann hefur
samið mikið af kvikmyndatónlist og
mun m.a. semja tónlist við nýju
myndina. Okkur datt í hug að fara
í bíó, en höfðum enga sérstaka mynd
í huga. Eftir að hafa velt svolítið
fyrir okkur bíóauglýsingum dag-
blaðanna, ákváðum við að fara á
norsku kvikmyndina „Leiðsögumað-
urinn“ þar sem Helgi Skúlason fór
með eitt aðalhlutverkið. Ég þekkti
ekkert til hans áður en ég sá mynd-
ina, en ég var gjörsamlega dolfallinn
eftir að hafa horft á hana,“ sagði
Andrew Silver í samtali við Morgun-
blaðið.
Helgi sagðist hafa lesið kvik-
myndahandritið yfir fyrr í sumar.
„Eg hreifst strax af handritinu. Hlut-
verkið er mjög áhugavert og spenn-
andi. Ég leik auðvitað ljóta karlinn
eins og alltaf, en ég hrífst af þeim
tengslum og þeirri dulúð, sem búa
með aðalpersónum myndarinnar. Það
er ekki nóg að kvikmyndir búi yfir
drápum og ofbeldi, heldur er sam-
band persónanna afar mikilvægur
hluti hverrar myndar. Það sem skilur
á milli feigs og ófeigs er það hvað
hægt er að lesa á milli línanna,"
sagði Helgi.
Myndin verður nánast öll kvik-
mynduð við stöðuvatnið Memphrem-
agog, sem er um 40 km langt og
líkir Silver landslaginu í kring við
umhverfi í Finnlandi, þar sem fjöllin,
trén og vötnin eru stór.
Síðasta kvikmynd Silvers heitir
„Retum“ og er hún væntanleg á
myndbandamarkaðinn hérlendis von
bráðar. Eftir að Silver lýkur við kvik-
myndina „Lifting Spirits" hyggst
hann ráðast í gerð kvikmyndar, sem
ber heitið „Just“ og er sönn ástar-
saga um þýskan heimspeking og
svartan bandarískan vísindamann. I
þeirri mynd mun Billy Dee Williams
leika aðalhlutverkið, en hann gengur
gjarnan undir nafninu „hinn svarti
Clark Gable“. Sú mynd verður kvik-
mynduð í Berlín og Frakklandi.
Morgunblaðið/Einar Falur
Köfúnarnámskeiði, sem staðið hefúr hjá Björgunarskóla Landssambands Hjálparsveita skáta, lauk í gær
méð prófí í Hainarfjarðarhöfn. Þá var þessum bíl steypt í höfnina og æfðu kafararnir leit að honum
og björgun fólks.
Köfunarnámskeið: ^
Æfa björgun úr höfhinni
BJÖRGUNARSKÓLI Landssambands hjálparsveita skáta hefúr undan-
fama viku verið með köfunamámskeið. Þátttakendur vom tíu, frá slysa-
vamarfélögum, flugbjörgunarsveitum og hjálparsveitum skáta í
Reykjavík og Halnarfirði. Námskeiðinu lauk í gær með prófi í Hafiiar-
fjarðarhöfn, þar sem kafaramir æfðu björgun úr bifreið, sem farið
hafði fram af bryggjunni.
Fyrir prófið var bifreið ekið út í
Ilafnarfjarðarhöfn á 30 kíló-
metra hraða. Síðan voru kafararnir
kallaðir út og fengu þeir það verk-
efni að bjarga tveimur mönnum úr
bílnum og leita þess þriðja. Tveir
leiðbeinendur voru á námskeiðinu,
þeir Stefán Axelsson frá Hjálpar-
sveit skáta í Hafnarfirði og Kjartan
Hauksson frá Hjálparsveitinni á
ísafirði. Þeir eru með kennararétt-
indi frá alþjóðlegu samtökunum Dive
Rescue. Stefán sagði, að námskeiðið
tæki 814 dag og þyrftu menn að
leggja mikið á sig, því kennt er 12-16
tíma á dag. „Kafaramir voru í vatni
í um 1200 mínútur þessa daga,“
sagði hann.
Skipakaupin frá Spáni:
Getur lagt fram
Erlent fjármagn í útgerð og fiskvinnslu:
Er hvíslið kvittur einn á kaj-
anum eða býr meira undir?
HVÍSLAÐ var um erlent fjármagn að bakhjarli, þegar Stálskip hf.
keypti Sigurey BA frá Patreksfirði á nauðungamppboði í vikunni.
Þetta var haft eftir sjálfum forsætisráðherranum, þannig að halda
mætti að fótur sé fyrir hvíslinu. Víst er að sitt sýnist hverjum um
aðild erlendra fyrirtækja að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum,
jafiivel svo að lög em ekki túlkuð alls staðar með sama-hætti hvað
það varðar. Hins ber að geta hér í upphafi, að við eftirgrennslan
fannst ekkert sem bendir til að Stálskip hf. hafi þegið erlent fé með
einum eða öðmm hætti við umrædd skipakaup.
egar minnst er á erlent fjár-
magn í íslenskum sjávarútvegi
vekur það hörð viðbrögð. Er þá til
þess vitnað að útlend stórfyrirtæki
geti með því móti keypt sér aðgang
að íslenskum fískimiðum og í krafti
peningaveldis náð tangarhaldi á
útgerðinni.
Kristján Ragn-
arsson fram-
kvæmdastjóri
LÍÚ: „Ég er
hræddur við
það, mér fínnst
að við glötum svo miklu sjálfstæði
með því að þeir gerist aðilar að
útgefð,' sem er sem betur fer bann-
að að öllu leyti með lögunum frá
1922. Mér fínnst að menn eigi að
vera á varðbergi fyrir og ekki leyfa
það vegna þess að við erum svo
litlir þegar við lítum á okkur í sam-
anburði við fyrirtæki eins og Unile-
ver sem á Nordsee í Þýskalandi
og öll þessi stóru sjávarútvegsfyrir-
tæki. Þegar litið er á hringinn í
einu lagi erum við eins og dropi í
hafínu. Það er hægt að gera okkur
gylliboð, sem standa svo bara á
meðan við erum að taka öngulinn."
Þama vísar Kristján til eignarað-
ildar að íslenskum fyrirtækjum.
Lögin eru ekki túlkuð á einkvæman
hátt að því leyti. í lögunum segir
annars vegar að einungis íslensk-
um ríkisborgurum sé heimilt að
stunda fískveiðar í íslenskri land-
helgi. Hins vegar að meira en helm-
ingur hlutaflár í hlutafélögum sem
reka útgerð skuli vera í eigu
íslenskra ríkisborgara, félagið skuli
eiga lögheimili á íslandi, stjóm
þess skipuð íslenskum ríkisborgur-
um og sé að minnsta kosti helming-
ur þeirra búsettur á landinu. Þá
segja lög um
skráningu
skipa, að séu
skip skráð á ís-
landi skuli
meirihluti
(60%) vera í
eigu íslendinga. Þrátt fyrir að lög
séu ekki ótvíræð varðandi físk-
vinnsluna, hafa þau verið túlkuð
þannig að erlendir aðilar megi eiga
hlut í fyrirtækjum, sem eingöngu
eru í vinnslu, en ekki í útgerð.
Erlent fjármagn getur komið
með margvíslegum hætti inn í sjáv-
arútveginn. í fyrsta iagi erlend lán,
til dæmis í gegn um Fiskveiðasjóð
eða aðrar lánastofnanir. Stjómvöld
takmarka hins vegar lántökur er-
lendis með reglum þar um, til dæm-
is mega erlend lán til nýsmíða skipa
ekki í heild fara yfir 60% af skips-
verðinu. Þá getur komið til eignar-
aðild erlendra aðila að íslenskum
fyrirtækjum. í þriðja lagi fyrir-
greiðsla í formi fyrirframgreiðslu,
til útgerðar eða vinnslu, fyrir afurð-
ir sem seldar em erlendis. Loks
kemur erlent fjármagn að sjálf-
sögðu sem umsamin greiðsla fyrir
seldar afurðir.
Ekki fundust við eftirgrennslan
nein útgerðarfyrirtæki, sem sann-
anlega hefur verið lagt erlent eign-
arfé í. Hins vegar er vitað, að ein-
hveijir útlendingar sælast eftir því.
Til dæmis vora skoskir menn á
ferð á Vesturlandi fyrr í sumar og
vildu kaupa hluta í hvers kyns sjáv-
arútvegsfyrirtækjum og buðu fram
fjármuni, sem skoska stjórnin hafði
útvegað til þess. Öðra máli gegnir
um vinnsluna, þar er að minnsta
kosti eitt fyrirtæki að hluta í eigu
Belga, íslenskur gæðafískur hf. í
Keflavík.
Framkvæmdastjóri þess fyrir-
tækis segir samstarfíð hafa gengið
mjög vel og sé báðum aðilum í
hag, Belgar fái fískinn sem þeir
sækjast eftir og íslendingar hafí
komist inn á nýjan markað með
áður vannýttar físktegundir.
Eitthvað er um að útgerðarfyrir-
tæki hér fái fyrirgreiðslu erlendis
í formi fyrirframgreiðslna. Einn
útgerðarmaður segir: „Það kemur
fyrir að við fáum 10 til 20 þúsund
pund (1 til 2 milljónir króna) út á
næsta túr til að kaupa vélar, veiðar-
færi eða eitthvað annað. Menn vilja
allt til vinna til að fá fiskinn út til
Bretlands og ef þetta eru tryggir
bátar stendur ekkert á því að fá
lán.“
Menn hafa ekki miklar áhyggjur
af smáfyrirgreiðslum á borð við
framangreint. Það eru skuldbind-
ingar til lengri tíma, sem fela í sér
einhvers konar framsal á aflanum,
sem áhyggjum valda. Er það fyrir
hendi?
Eftir að hafa grennslast fyrir
um erlenda fjármagnið í sjávarút-
veginum sýnist annað af tvennu
vera uppi á teningnum: Annars
vegar að sáralítil og meinlaus fyrir-
greiðsla kemur erlendis frá til út-
gerðar og að minnsta kosti eitt
vinnslufyrirtæki er að hluta í eigu
útlendinga. Hinn möguleikinn er,
að ef erlent fjármagn er að baki
íslenskum útvegsfyrirtækjum, þá
er það svo vel falið að mjög ná-
kvæma rannsókn þyrfti til að fínna
það.
Hvers vegna er þá hvíslað eins
og nú síðast um Stálskip hf.? Sverr-
ir Hermannsson bankastjóri og
fyrrverandi alþingismaður er gagn-
kunnugur þessum málum. Hann
segir um Stálskip hf.: „Það var
hávaðaumræða á kajanum í gamla
daga. Þannig var að Ágúst Sig-
urðsson, maður Guðrúnar Láras-
dóttur, kaupir skip sem strandaði
held ég í Arnamesinu, Boston
Wellvale, norður á ísafírði. Það
reyndist bara skínandi skip sem
hann gerði upp fyrir lítið verð og
gerði út og þénaði peninga. Svo
skeður það næst að þau kaupa
gamalt skip frá Bretlandi. Og, kerf-
ið, sem vill nú vita af öllu, varð
afskaplega stromphissa og allir á
kajanum, því að enginn vissi af til-
vist þessa skips eða að það væri
yfirleitt væntanlegt fyrr en það
kallaði á lóðs í mynni Hafnarfjarð-
ar. Þess vegna sögðu menn: Noh!
Nú er einhver frá Boston Deep Sea
eða Helleyers að senda hingað inn
á miðin okkar! Ég held að þetta
útgerðarfólk hafí alltaf klárað sig
afbragðsvel, eins og dæmin sanna
núna, verið mjög sniðug og séð og
gengið vel. Hann rótfiskaði þessi
Boston Wellvale og allt hefur geng-
ið ljómandi vel á lágmarkskostnaði
og í miklum kyrrþey hjá þessari
stórséðu bissnesskonu. Ég minnist
aldrei annars en orðrómsins, kvitts
sem gekk á kajanum, og svo frá
þessum kerfísmönnum, sem helst
vilja halda að ekki sé allt með felldu
ef það gengur ekki í gegn um
þeirra náðarsamlegustu lúkur.“
BflKSVID
eftir Þórhall Jósepsson
áskilið eigið fé
- segirJónSig-
urðsson við-
skiptaráðherra
„ÞETTA fyrirtæki getur lagt
fram það eigið fé sem áskilið er
í hinum almennu reglum um
Fiskveiðasjóð," sagði Jón Sig-
urðsson, viðskiptaráðherra, í
samtali við Morgunblaðið. Aðal-
steinn Valdimarsson, útgerðar-
maður á Eskifirði, fékk fyrir
nokkrum vikum heimild hjá við-
skiptaráðuneytinu til erlendrar
lántöku vegna smíða á skipi á
Spáni. Fiskveiðasjóður hafði neit-
að Aðalsteini um lán þar sem
hann taldi að ekki væri rekstrar-
grundvöllur fyrir hið nýja skip.
Það er ekki hægt að segja
að ríkisstjómin hafi heimil-
að þetta. Það var viðskiptaráðu-
neytið sem gerði það,“ sagði Jón
Sigurðsson. Hann sagði það ekki
vera einsdæmi að veitt hafí verið
heimild til erlendrar lántöku eftir
að Fiskveiðasjóður hefði neitað
mönnum um lán. „Það era allmö'rg
dæmi um það á undanförnum árum
að Fiskveiðasjóður hafi ekki viljað
lána strax. Það hefur oft staðið
þannig á við gerð samninga eða
endumýjun á skipum," sagði Jón
Sigurðsson.
Athugasemd
Ifrétt á baksíðu Morgun-
blaðsins í gær er fjallað um
áform ríkisstjórnarinnar um
allt að 800 milljón króna niður-
skurð ríkisútgjalda og fleiri
aðgerðir ríkisstjómar í ríkis-
fjármálum. Þess skal getið, að
þær upplýsingar, sem fram
komu í fréttinni höfðu áður
birzt hér í blaðinu hinn 21. júlí
sl. í framhaldi af blaðamanna-
fundi, sem Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra
efndi'til daginn áður. Allt sem
er í fréttinni er rétt, en endur-
tekning byggðist á misskiln-
ingi- Ritstj.