Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 11 Geir Jón Baldvin Friðrik Benedikt Hallgrímsson Hannibalsson Pálsson Gröndal í „ É fyrrverandi ut- utanríkisráð- forstjóri Sölu- iSÉÉ^BIL fll sendiherra, um w * • * H anríkisráðherra ' heira, um stjóm- miðstöðvar iSsljBiké'IS breytingar á ut- um utanríkis- jÁjr v'.. jgjl'' málasamband Is- Hraði'rystihús- anríkisþjón- V-. A þjónustuna lands við hin anna. um við- t- \fMSE fl ustunni lHII Norðurlöndin - i * skiptalegt gildi sendiráða Ingjaldur Hannibalsson framkvæmda- stjóri Útflutn- ingsráðs, um við- skiptaskrifstofu í Tokyo GEIR I JÓN BALDVIN 1 FRIÐRIK I BENEDIKT 1 INGJALDUR „Utanríkisþjónustan hef- ur í gegnum tíðina þjónað sínu hlutverki afskap- lega vel. Það nægir að benda á landhelgismálið þvítil stuðnings." „Stjórnmálasamband við Norðurlöndin fer að mestu framhjá skipu- lögðu starfi utanríkis- þjónustunnar og sendi- ráða. Það fer fram á milli stjórnmálamanna, milli þingmanna, milli ráð- herra og ekki síst á milli ríkisstjórna." þar með fyrsti kvensendiherra íslands. Þórður Einarsson núverandi sendi- herra í Stokkhólmi mun samkvæmt sömu heimildum verða kallaður heim. í tengslum við heimkvaðningu sendimanna til starfa í ráðuneytinu nefnir Jón Baldvin sérstaklega að í skoðun væri fækkun starfsmanna í sendiráð- um á Norðurlöndunum, ogjafnvel í New York. Því til stuðnings bendir hann á, að stjórnmálalegt samstarf Norðurlandanna fari nú orðið að mestu framhjá skipulögðu starfi utanríkisþjónustunnar og sendiráða. „Þjónusta við íslendinga búsetta á Norðurlöndum er hins vegar mjög veigamikill þáttur í starfsemi sendiráðanna, og sú þjónusta myndi einna helst líða fyrir fækkun starfsmanna. Efling kjörræðismannaþjónustunnar er ein þeirra leiða sem fara mætti til að tryggja áframhaldandi trausta þjónustu. Þannig mætti hugsa sér að sendiráðsstarfsmaður númer tvö eða þijú yrði kallaður heim, og sendiráðunum gert að halda úti sínum verkefnum með minni mannafla." Viðbrögðin við tillögunum margvísleg En hvernig hefur þessum tillögum utanríkisráðherra verið tekið? Það er skemmst frá því að segja að flestir þeir starfsmenn utanríkisþjónustunn- ar sem Morgunblaðið ræddi við hafa fátt við naflaskoðun ráðunejtisins sjálfs að athuga, enda mætti sjálfsagt margt betur fara þar innanhúss. Þá hefur auknum sparnaði og sterkari ijármálastjórn víða verið fagnað. Sá þátturtillagnanna er snýr að fækkun starfsmanna sendiráðanna hefur á hinn bóginn valdið gremju meðal ýmissa núverandi og fyrrverandi starfs- manna þeirra. Til dæmis segja sendiherrar íslands á Norðurlöndunum að erfitt sé að sjá möguleika á fækkun starfsfólks hjá sér, enda séu sendi- menn íslands í hveiju sendiráði aðeins tveir til þrír, og alls sjö á Norður- löndunum öllum. Þetta skal þó ekki skilið á þann hátt að ráðherra sé einn um þá skoðun að sendiráð íslands megi við niðurskurði, því slíkt hefur margsinnis verið til umræðu í gegnum tíðina. Hefur verið bent á, að starf þeirra almennu ritara, eins eða fleiri, sem starfa í sendiráðunum sé meira en margur gerir sér grein fyrir. Ritarar í fullu starfi við sendiráðin á Norðurlöndunum eru nú sex talsins, og einn er í hálfu starfi. Benedikt Gröndal, sem gegnt hefur stöðu sendiherra í Stokkhólmi, er þeirrar skoðunar að alls ekki sé fært að draga úr starfsmannaijölda sendi- ráða á Norðurlöndum, og ef eitthvað sé standi upp á okkur að opna sendiráð í Finnlandi. Hann bendir á að sendiherrann í Stokkhólmi mætti kallast UTANRÍKISÞJÓNUSTAN: KOSTNAÐUR Skv. Fjárlögum 1989 Millj.kr. % SENDIRÁÐ 250 29,5 AÐALSKRIFSTOFAN 189 22,2 LÖGREGLUSTJ. á Keflavfkurflugvelli 157 18,5 ÞRÓUNARMÁL 93 10,9 FRAMLÖG til alþjóðastofnana 81 9,5 ANNAÐ 80 9,4 SAMTALS 850 100,0 sýslumaður 3500 íslendinga, auk þess að vera sendiherra íslands í Finn- landi. Hann varar einnig við fljótfærni í breytingum á utanríkisþjón- ustunni, og tekur undir með þeim sem benda á að það fyrirkomulag sem verið hefur á utanríkisþjónustunni hafi í gegnum tíðina reynst skilvirkt og þjónað sínu hlutverki vel. Því væri varhugavert að renna blint í sjóinn með framkvæmd svo gagngerra breytinga sem aðgerðir ráðherrans miða að. Geir Hallgrímsson fyrrverandi utanríkisráðherra tekur undir.það, að utanríkisþjónustan hafi reynst afar vel þegar á hefur reynt, og nefnir land- helgismálið því til stuðnings. Hann telurtiilögur ráðherrans hins vegar vera almenns eðlis, en varar við þeim lausu endum sem í þeim er að finna. Kaup og kjör sendimanna — kostnaður við þjónustuna Sú kjaraskerðing sem blasir við sendimönnum erlendis eigi að kalla þá heim í stórum stíl gæti átt þátt í óánægju þeirra í garð tiliagnanna. Grunn- Iaun sendiráðsstarfsmanna annarra en sendiherra eru samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins svipuð grunnlaunum starfsmanna ráðuneytisins. Allir sendimenn fá í launaauka greidda svonefnda staðaruppbót, sem tekur að nokkru leyti mið af verðlagi í hveiju landi fyrir sig, og með þeim hætti er leitast við að ná fram jöfnum kjörum sendiráðsstarfsmanna, óháð stað- setningu þeirra. Þá er sendiherrunum sjálfum gert að ráða þjónustufólk að heimilum sínum, og greiða þeim kaup af staðaruppbót sinni. I því sam- bandi hefur komið upp gagnrýni í garð ýmissa sendiherra fyrir að ráða ólöglega innflytjendur í viðkomandi löndum til þjónustustarfa, í því augna- miði að spara launagreiðslur. Föst laun sendiherra eru rúmlega 170 þús- und krónur á mánuði, og staðaruppbótin er á bilinu 200-250 þúsund á mánuði. Hún lækkar þó ef sendiherrann er ókvæntur, eða ef eiginkona „Með stofnun Útflutn- ingsráðs var stigið það skref, að á þess borði væri að ákveða hvar við- skiptafulltrúum skuli komið upp og hvar ekki, svo framarlega sem við- skiptahættir í viðkom- andi landi eru þesshátt- ar, að ríkisvaldið blandi sér ekki í viðskipti með beinum eða óbeinum hætti.“ Dýrasta sendiráð íslands er fastanefhd okkar hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York. Myndin sýnir aðalstöðvar SÞ. SMARIKI I EVROPU: FJÖLDI SENDIRÁÐA KYPUR 18 LÚXEMBORG 17 MALTA 12 ÍSLAND 12 „Auðvelt er að valda truflun á stjórnmálasam- bandi ríkja. Kúnstin er ekki sú, að gera krafta- verk, heldur að forðast það að búa til vandamál og valda slysum á slíku sambandi." „Kannanir okkar hafa sýnt, að rekstur skrif- stofu viðskiptafulltrúa í Tokyo myndi kosta um 15 milljónir á ári. Vissu- lega myndi það breyta okkar áætlunum verði ákveðið að koma sendi- ráði á fót í Japan.“ STÖRFUM FJÖLGAÐ í RÁÐUNEYTINU — FÆKKAÐ í SENDIRÁÐUM, MEÐALANN- ARS Á NORÐ- URLÖNDUM SENDIHERRAR HAFAVERIÐ GAGNRÝNDIR FYRIR AÐ RÁÐA ÓLÖGLEGA INNFLYTJEND- URTILÞJÓN- USTUSTARFA hans hefur launaða atvinnu. Auk þess miðast hún við ótakmarkaða yfir- vinnu og viðveruskyldu á starfsstað. Þá hafa sendiherrar risnu, 60-90 þúsund krónur á mánuði. Þeir þurfa að búa í embættisbústað á viðkom- andi stað, og eru þeir hlutar hans sem nýttir eru undir opinberar móttök- ur búnir húsgögnum hins opinbera. Að auki hafa sendiherrar bifreið og bílstjóratil afnota. Heildarlaun þeirra eru samkvæmt þessu á bilinu 430-510 þúsund krónur á mánuði, séu launagreiðsiur til þjónustufólks ekki frádregn- ar, og skal þess getið að sendiherrar greiða aðeins skatta af grunnlaunum sínum. Á fjárlögum er gert ráð fyrir að utanríkisráðuneytið í heild verði rekið fyrir 850 milljónir á árinu, sem telst vera um 1% af heildarútgjöldum þjóð- arbúsins. Fram hefur komið að umtalsverður árangur náðist í sparnaði og aðhaldi í rekstri utanríkisráðuneytisins á fyrri hluta þessa árs. Meðal annars iækkaði launakostnaður ráðuneytisins, yfirvinnugreiðslur minnkuðu um 14%, og stöðugildum fækkaði um 9%. Heildarútgjöld ráðuneytisins voru innan fjárlagaheimilda á þessu tímabiíi. Tólf sendiráð eru rekin á vegum íslenska ríkisins víða um heim, og eins og fram kemur í meðfylgj- andi upplýsingum var tæplega 250 miiljónum króna veitt til reksturs þeirra á þessu ári, sem er um þijátíu af hundraði af áætluðum rekstrarkostnaði utanríkisráðuneytisins í heild sinni. Dýrasti rekstrarþáttur íslensku utanrík- isþjónustunnar erlendis er fastanefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og aðalræðismaður okkar í New York, en til þessaraþátta er áætlað að veija rúmum 28 milljónum króna á árinu. Hins vegar gætir kostnaðar við sendi- ráðið Brussel minnst, því ætlað er að rekstur þess muni kosta 14 milljón- irþettaárið. Hvernig' verður verkeínum heimasendiherra sinnt? Árið 1976 lagði Pétur Thorsteinsson, sem þá var að láta af embætti sendiherra, fram tiliögu á þá leið að skipaður yrði sendiherra í fjarlægum löndum með búsetu á Islandi, og var hugmynd hans hrint í framkvæmd. Hann var síðan heimasendiherra í ellefu ár, en fyrir nokkru var bætt við öðni siíku embætti. Menn hefur hins vegar greint á um hvort heimasendi- herrarnir hafi verið nauðsynlegur þáttur í utanríkisþjónustunni, og í breyt- ingartillögum ráðherra kemur fram, að embættin skuli lögð niður. Þeir þættir sem ætlað er að koma í stað heimasendiherra eru annars vegar koma eldri sendiherra með mikla starfsreynslu til starfa í alþjóðaskrifstofu og hins vegar væntanlegt sendiráð i Japan, sem tæki við yfirumsjón með stjórmálasambandi við Japan ogjafnvel Kóreu. í grein sem Pétur skrifaði í Morgunblaðið fyrir skemmstu segir m.a. um tilefni þess að embættunum var komið á fót: „Árið 1976 höfðu 14 ríki i Asíu skipað sendiherra á íslandi ... Allir sendiherrar íslands höfðu þá a.m.k. 3-6 ríki og milliríkjastofnanir í umdæmi sínu, og ekki var æskilegt að bæta við þá fleiri löndum. Það er grundvallarregla í öllum samskiptum ríkja að gagnkvæmni sé viðhöfð, einnig við sendiherraskipanir." Starf þessara sendiherra hefur að mestu farið fram hér heima, en einu sinni til tvisvar á ári hafa þeir heimsótt þau lönd sem þeir eru sendiherrar fyrir. Kostnaður við rekstur heimasendiráða er flokkaður undir yfirstjórn utanríkisráðuneytis, en ráðherra hefur upp- lýst, að ferðakostnaður vegna heimasendiherraembættanna hafi verið um 5 milljónir króna á síðasta ári. í fyrrnefndri grein Péturs lýsir hann van- trú sinni á þeirri hugmynd að alþjóðaskrifstofa sinni verkefnum heimasendi- ráða og segir hana „broslega." Sendiráð í Japan? í ljósi aukinna viðskipta íslands Og Japan og bættra samgangna á milli landanna hefur mikið verið rætt um hvort koma skuii upp sendiráði þar í landi. Slíkt hefur þó verið talið mjög dýrt, og er leigukostnaður í Tokyo metinn um tuttugufalt hærri en í Reykjavík. Einnig telja ýmsir að sendiráð í Tokyo myndi ekki þjóna beinum viðskiptaiegum hagsmunum, en ráð- herra hefur gefið í skyn að slík þjónusta verði aðalverkefni sendiráðs í Japan. „Verið er að kanna alvarlega hvort koma beri upp sendiráði í Aust- urlöndum fjær, ogþá hvernigþað megi gera án óheyrilegs kostnaðar," segir ráðherra, „sérstaklega til að þjóna þeim markaðssvæðum sem hafa eflst mjög á undanförnum árum, Japan og Kóreu. Við erum til að mynda annað landið í Evrópu sem hefur hagstæðan greiðslujöfnuð við Japan, og ég geri ráð fyrir því að viðskipti okkar við þetta annað voldugasta efna- hagsstórveldi heims færist áfram í aukana,“ segir Jón Baldvin. „Það má kannski segja að sendiráð íslands í Japan myndi gegna líku hlutverki og sendiráðið í Moskvu, sem er afar mikilvægt í viðskiptalegu samhengi, þar sem viðskiptakerfi Japan á það sameiginlegt með því sovéska að vera afar ólíkt því viðskiptakerfi sem tíðkast víðast hvar á Vesturlöndum, og íslensk fyrirtæki eiga einna helst að venjast." Hvað framtíðiu ber í skauti sér... Sem dæmi um hitann sem mál þetta hefur vakið víða innan utanríkis- þjónustunnar og utan, má nefna að einungis fáir þeirra sem leitað var til varðandi grein þessa treystu ser til að segja eitthvað um málið á opin- ■ berum vettvangi. Ýmsir hafa talið tiilögurnar geta orðið til þess allt það uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið í utanríkisþjónustunni verði brot- ið niður, aðrir segja þær vera til góðs eins, og að þær muni færa starf utanríkisþjónustunnar í nútímalegt horf, og svo eru þeir sem hafa talið þær valda því að ekki sé lengur vinnufært innan vébanda þjónustunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.