Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 21
MÖRGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA áUNNUDAGUR-3.r SEPTEMBER -1989
21
ATVINNUA UGL YSINGAR
Afgreiðslustarf
hálfan daginn
Heildsölu vantar starfskraft til afgreiðslu-
starfa í viðgerðaþjónustu frá kl. 13-17.
Skrifleg umsókn sendist auglýsingadeild
Mbl. merkt: „A - 14290“.
RIKISSPITALAR
Sérfræðingur
í blóðmeinafræði eða ónæmisfræði óskast
í Blóðbankann. Ráðningartími er eitt ár.
í starfinu felst m.a. almenn blóðbankastörf,
samskipti við sjúkradeildir og rannsókna-
störf.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna,
ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfs-
feril og meðmælum, skal senda stjórnar-
nefnd ríkisspítala fyrir 1. október nk.
Upplýsingar gefur Ólafur Jensson, yfirlæknir,
í síma 60 2030.
Reykjavík, 3. september 1989.
Gula bókin
óskar eftir söiufólki.
Starfið felst í því að kynna fyrirtækjum og
stofnunum kosti Gulu. bókarinnar og afla
skráninga í hana.
Gula bókin er viðskipta- og þjónustuskrá, ásamt fullkomnum götu-
kortum og götuskrám af öllum kaupstöðum á landinu. Gula bókin
kemur út árlega í 105.000 eintökum og er dreift inná hvert heimili
og öll fyrirtæki í landinu. Gula bókin kemur einnig út á ensku og
verður dreift í helstu viðskiptalöndum íslendinga. Jafnfrarmútgáfu
Gulu bókarinnar er rekin símaþjónusta, sem er hvort tvegg/a ókeyp-
is fyrir skráð fyrirtæki og þá, sem leita upplýsinga.
Við leitum að duglegu, heiðarlegu og vandvirku
fólki. Góð laun í boði fyrir hæfan starfskraft.
Upplýsingar í síma 674798 á mánudag.
SÍMAÞIONUSTA
62 42 42
Störf með
unglingum
í vímuefnavanda
Á næstunni hefst á vegum Unglingaheimilis
ríkisins starfræksla meðferðarheimilis fyrir
unglinga í vímuefnavanda.
Staðsetning: Verið er að skoða nokkra staði
í næsta nágrenni Reykjavíkur.
Mannaráðningar: Sem fyrst þarf að ráða
þriggja til fjögurra manna kjarna sem sendur
verður erlendis í starfsþjálfun og verður
síðan virkur í lokaundirbúningi fyrir opnun
heimilisins. Þegar nær dregur opnun verða
fleiri starfsmenn ráðnir.
Hvers konar fólk?: Við leitum að deildar-
stjóra með háskólamenntun í sálarfræði,
félagsráðggjöf eða með hliðstæða menntun
og reynslu af meðferðarstarfi.
Við leitum líka að öðru starfsfólki og kemur
ýmis konar menntun og starfsreynsla til
greina: Sálarfræði, félagsráðgjöf, kennara-
menntun, uppeldisfræði, hjúkrunarfræði,
iðjuþjálfun, iðnnám o.fl.
Loks leggjum við áherslu á að hluti starfs-
hópsins hafi persónulega reynslu af vímu-
efnavandanum og hvernig sigrast megi á
honum.
Hafir þú áhuga á að taka þátt í því brautryðj-
endastarfi sem framundan er, þá hafðu sam-
band við skrifstofu Unglingaheimilis ríkisins,
Grófinni 1, sími 19980. Þar færðu nánari
upplýsingar og umsóknareyðublöð.
Umsóknafrestur er til 1. október nk.
Forstjóri Ungiingaheimilis ríkisins.
Frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð
Viljum ráða til starfa fólk til að aðstoða fatl-
aða nemendur skólans. Aðeins kemur til
greina að ráða nemendur í dagskóla eða
öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð.
Allar upplýsingar veitir Sölvína Konráðs.
Forstöðumaður
Laust er til umsóknar starf forstöðumanns
félagsmiðstöðvar í Grunnskólanum á ísafirði,
sem jafnframt veitir forstöðu vinnuskóla
bæjarins.
Laun samkvæmt 71. Ifl. F.O.S. Vest.
Nánari upplýsingar veita Guðríður í síma
94-3035 og Björn í síma 94-3722.
Umsóknarfresturertil 15. september 1989.
íþrótta- og æskulýðsfulltrúinn ísafirði.
RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR
Rafmagnsiðn-
fræðingur
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða
rafmangsiðnfræðing til eftirlitsstarfa (veitueft-
irlit) á orkuveitusvæði Rafmagnsveitunnar.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
í síma 686222.
Umsóknarfrestur er til 15. september nk.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.
RAÐGJÖF OG RADNINGAR
Gjaldkeri
Við leitum nú að útborgunargjaldkera fyrir
framleiðslufyrirtæki. Viðkomandi þarf að hafa
reynslu af gjaldkera- og/eða bókhaldsstörf-
um, vera góður í afstemningum og geta tek-
ið þátt í áætlanagerð. I boði eru góð laun
hjá traustu fyrirtæki. Æskilegur aldur 25-45
ára. Þarf að geta byrjað 15. sept.
Upplýsingar veitir Einar Páll Svavarsson
hjá ráðningarþjónustu Ábendis.
Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099.
Opið frá kl. 9-15.
LANDSPITALINN
Aðstoðarlæknir
óskast á röntgendeild. Ráðning er eitt ár frá
1. október nk.
Upplýsingar gefur prófessor Ásmundur
Brekkan í síma 60 1070.
Umsóknir á umsóknareyðublaði lækna,
ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfsferil
og meðmælum, sendist Ásmundi Brekkan.
Reykjavík, 3. september 1989.
RÍKISSPÍTALAR
BORGARSPÍTALINM
Lausar stödur
Góður hópur fóstra og starfsmanna á dag-
heimilinu Birkiborg bráðvantar starfsmann á
1-3 ára deild.
Starfið er laust frá og með 1. september.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 696702.
Býtibýr og ræstingar
Starfsfólk óskast í býtibúr og ræstingar á
ýmsar deildir spítalans.
Nánari upplýsingar veitir ræstingastjóri í
síma 696516 milli kl. 10 og 12 daglega.
RÍKISSPÍTALAR
Dagheimilið
Stubbasel
Deildarfóstra óskast í fullt starf sem fyrst
við Stubbasel, Kópavogsbraut 19. Stubbasel
er dagheimili með 14 rýmum.
Upplýsingar gefur Ásdís Reynisdóttir í síma
44024.
Reykjavík 3. september 1989.
Lögfræðingur
Öflugt fjármálafyrirtæki í borginni vill ráða
lögfræðing til starfa. Ráðning fer fram fljót-
lega, en starfið hefst innan þriggja mánaða.
Viðkomandi þarf að hafa 3-5 ára starfs-
reynslu í lögfræðistörfum.
Góð launakjör eru í boði. Starfsaðstaða og
allur aðbúnaður er góður.
Farið verður með allar umsóknir í fyllsta trún-
aði. Umsóknir, er tilgreini aldur og fyrri störf,
sendist skrifstofu okkar.
Umsóknarfrestur er til 13. sept. nk.
GlIÐNI IÓNSSON
RAÐCIOF ú RAÐN l N CARhlON LISTA
TJARNARGÖTU 14, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Hjúkrunarforstjóri
Óskum að ráða hjúkrunarforstjóra til starfa
hjá sjúkrastofnun í Reykjavík.
Starfssvið hjúkrunarforstjóra: Stjórn og
ábyrgð á þeirri hjúkrun, sem fer fram á stofn-
uninni. Mannaráðningar og starfsmanna-
hald. Lyfjapantanir og ábyrgð á að nægilegt
sé til af hjúkrunargögnum á stofnuninni.
Hann ber faglega ábyrgð á störfum sinna
undirmanna. Önnur verkefni er tengjast fag-
legri og læknisfræðilegri umönnun sjúklinga
í samráði við yfirlækni.
Við leitum að hjúkrunarfræðingi í sjálfstætt
ábyrgðar- og stjórnunarstarf. Viðkomandi
þarf að geta unnið sjálfstætt og stjórnað
fólki. Starfsreynsla í hjúkrunarstörfum nauð-
synleg.
Nánari upplýsingarveitir Katrín S. Óladóttir.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hágvangs hf., merktar:
„Hjúkrunaríorstjóri 305“, fyrir 9. september nk.
Hagva neurhf , ^
Grensásvegi 13 Reykjavík | Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir