Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 ATVINNUA UGL YSINGAR Verkamenn Viljum ráða nokkra vana byggingarverka- menn til starfa á Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í síma 622700 á skrifstofutíma. ÍSTAK Framreiðslunemar óskast Framreiðslunemar óskast strax í Hallargarð- inn. Upplýsingar hjá yfirþjóni milli kl. 15-17 mánudag og þriðjudag. Ekki í síma. Veitingahöllin, Húsi verslunarinnar. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar óska eftir stórri 2ja-3ja her- bergja íbúð í Hafnarfirði eða Kópavogi fyrir erlendan sjúkraþjálfara. Upplýsingar veitir Pétur J. Jónasson, fram- kvæmdastjóri, í síma 60 2700. Reykjavík, 3. september 1989. Skrifstofustarf Fagfélag óskar að ráða starfskraft í u.þ.b. hálft starf sem fólgið er í vinnu við tölvur. Leitað er eftir góðri þekkingu á forritum, bók- haldi (vélbókhald Stólpi), ensku og einu'Norð- urlandamáli. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir 7. sept. merkt: „M - 7113“. Bifvélavirkjar - vélvirkjar Óskum að ráða bifvélavirkja eða vélvirkja vana viðgerðum á stórum bifreiðum eða vinnuvélum. Upplýsingar á verkstæði eða skrifstofu í Skógarhlíð 10, Rvík., einnig í síma 20720. ísarn hf., Landleiðirhf, Aðstoðarmaður - bakarí Bakarí vill ráða reglusaman og heiðarlegan starfsmann, sem á gott með að vakna snemma á morgnana, til aðstoðarstarfa. Aldur 22/23 ára. Vinnutími frá kl. 05 á morgnana til hádegis. Laun samningsatriði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merktar: „Bakarí - 7730“. Framkvæmdastjóri Meistari í byggingariðn og/eða byggingar- tæknifræðingur óskast til að hafa umsjón með rekstrareiningu sem tengist sérhæfðum verkefnum í byggingariðnaði. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „C - 7201“. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. |S| DAGVIST BARIVA Matráðskona Ægisborg, Ægisíðu 104, óskar að ráða mat- ráðskonu nú þegar. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 14810. Ritari Óskum eftir ritara í hálfsdagsstarf með tölvu- (Machintosh), bókhalds- og enskukunnáttu. Stúdentsmenntun æskileg. Þarf að geta starfað sjálfstætt. í umsókn komi fram aldur, starfsferill og menntun. Umsókn sé skilað á auglýsinga- deild Mbl. eigi síðar en 6. september merkt: „R - 960“. Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra við Kristnesspítala er laus til umsóknar. íbúðarhúsnæði og barnaheimili til staðar. Umsóknir sendist stjórnarnefnd ríkisspítal- ana, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Kristnesspítala í síma 96-31100. Kristnesspítalai. Álfheimabakaríið Afgreiðslustörf íbakarí Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í brauð- búðum okkar, á Hagamel 67 og íÁlfheimum 6. Upplýsingar á viðkomandi stöðum kl. 16-18 mánudag og þriðjudag. Brauð hf. Næturvörður Stórt hótel í borginni vill ráða næturvörð til starfa fljótlega. Reglusemi og snyrti- mennska, ásamt góðri tungumálakunnáttu (enska/eitt norðurlandamál), er algjört .skil- yrði. Aldurstakmark 23ja-40 ára. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Næturvörður - 7728", fyrir fimmtudagskvöld. Viðhald fasteigna - framtíðarstörf Laghentir menn með reynslu af viðgerðum og viðhaldi fasteigna óskast til starfa. Laun samkvæmt samkomulagi. Næg vinna framundan. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „J - 7202“. Matreiðslumaður óskast til starfa sem fyrst. Skriflegar umsóknir sendist í Veitingaghöl- lina, Húsi verslunarinnar, fyrir föstudaginn 9. september. Rafmagnsiðnfræð- ingur eða rafmagns- tæknifræðingur óskast til þjónustu- og innflutningsfyrirtækis í Reykjavík. Starfið felst í ráðgjöf og aðstoð við innflutning og sölu á rafmagnsvörum. Enskukunnátta áskilin. Eiginhandar umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. fyrir 9. sept nk., merktar: „V - 7729“. BORCARSPÍTALINN Lausar stödur Geðdeildir Okkur vantar nú þegar áhugasama hjúkr- unarfræðinga, sem hafa faglegan metnað að leiðarljósi. Boðið er upp á skipulagðan aðlögunartíma, þátttöku í fjölbreyttri starfsemi og aðgang að fagbókasafni Borgarspítalans, svo eitt- hvað sé nefnt. Við auglýsum eftir: K-1 hjúkrunarfræðingi á A-2, sem er mót- tökudeild með 31 legurými. Starfið felst í sérverkefnum, s.s. sjúklingafræðslu, starfs- fólksfræðslu eða faglegri umsjón með skrán- ingu hjúkrunar, auk almennra hjúkrunar- starfa. K-2 hjúkrunarfræðingi, sem hefur yfirumsjón með stærri verkefnum á fleiri en einni deild. Vinnutími og fyrirkomulag samnjngsatriði. K-1 hjúkrunarfræðingi á Arnarholti, Kjalar- nesi, sem er hluti geðdeildar Borgarspítala. Þar eru 2 legudeildir og húsnæði í boði fyrir hjúkrunarfræðing. Unnið er á 12 tíma vöktum og ferðir greiddar fyrir þá, sem ekki búa á staðnum. Starfið felst í sérverkefnum af ýmsu tagi. Verið velkomin að kynna ykkur málin. Guðný Anna Arnþórsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri geðdeilda, sími 696355. Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri starfsmannaþjónustu, sími 696356. Skurðdeild Starf við fræðslu og aðlögun hjúkr- unarfræðinga við skurðhjúkrun Staða verkefnastjóra 1/deildarhjúkrunar- fræðings er laus til umsóknar. í boði er áhugavert starf, sem meðal annars felst í því að: - Fylgja eftir nýendurskipulögðu aðlögun- artímabili á skurðdeild. - Byggja upp faglega þekkingu innan skurð- hjúkrunar og taka þátt í skipulagsbreyting- um á deildinni. - Taka á móti nemendum og kynna þeim starfsemi deildarinnar. Hjúkrun á skurðdeild Borgarspítala mótast mjög af því hlutverki spítalans að vera slysa- og bráðasjúkrahús landsins og verkefnin því fjölbreytt, áhugaverð og krefjandi. Á bóka- safni spítalans er úrval fagtímarita og bóka um skurðhjúkrun. Umsóknarfrestur er til 10. september nk. Starf aðstoðardeildarstjóra HNE Staða aðstoðardeildarstjóra við sérsvið skurðhjúkrunar í háls-, nef- og eyrnalækning- um er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Verið velkomin að kynna ykkur málin. Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri á skurðdeild, í síma 696357, Erna Ein- arsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri starfs- mannaþjónustu, í síma 696356. Auk þess að minna aftur á fagbókasafn spítalans, bendum við á líkamsræktar- og sundaðstöðu þá, er Borgarspítalinn býður starfsfólki sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.