Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989
19 .
18
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Ríkisstjórn
á villigötum
Heimildir manna til að nýta
sér hinar hefðbundnu auð-
lindir okkar, landið og hafið, hafa
nú verið takmarkaðar með þeim
hætti, að bæði úr sjávarútvegi og
landbúnaði heyrast raddir um að
of naumt sé skammtað og með
ranglátum hætti. Æ fleiri lýsa
efasemdum um að þessi hafta-
og skömmtunarstefna samtímans
sé nokkru betri en sú stefna sem
rekin var um miðbik aldarinnar
og þar til fyrir þrjátíu árum og
takmarkaði rétt manna til að
kaupa vörur. Enn eru hér í gildi
leifar gjaldeyrishafta sem eiga
rætur að rekja til sama tímabils
í íslandssögunni. Lítum við nú á
það sem skeið ofstjórnar og
skammsýni, þar sem athafnaþrá
og framkvæmdagleði einstakling-
anna hafi verið hneppt í of mikla
fjötra. Frjálsræðisins hafa menn
einkum notið í þéttbýli og ekki
síst í Reykjavík eftir að hætt var
að úthluta þar lóðum á pólitískum
forsendum. Frá þeirri skömmtun-
arstefnu var ekki horfið fyrr en
fyrir tæpum átta árum. Á því
tímabili sem síðan er liðið hefur
staða höfuðborgarinnar, ekki síst
fjárhagsleg, styrkst verulega, svo
mjög að mörgum vex það í augum.
Eftir að skömmtunarstefnan
leið undir lok í innflutningi og
verslun og þegar verðlagshöftum
hafði einnig verið ýtt til hliðar
varð mikil breyting á verslumnm.
Með Hagkaup í broddi fylkingar
hófst stóriðja í verslun, ef þannig
mætti taka til orða. Samkeppni
leiðir að lokum til þeirrar hag-
kvæmni sem skilar neytendum
vöru og þjónustu á lægsta verði.
Þessari staðreynd hefur ekki verið
hnekkt, þrátt fyrir margvíslegar
tilraunir til þess. Efnahagur þeirra
þjóða stendur með mestum blóma,
sem hafa forðast ofstjórn sósíal-
ismans.
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar starfar í þeim anda,
að ríkið eigi að hlutast til um sem
flest mál og ráðherrar að hafa
afskipti af stóru og smáu. Líður
varla dagur án þess að einhver
ráðherrann birtist fyrir framan
alþjóð til að undirstrika hvað hann
hafi gert fyrir þennan eða hinn.
Merki þessarar „góðmennsku"
sjást á ríkissjóði sem berst í bökk-
um og umræðunum sem orðið
hafa um aukafjárveitingar og
nauðsyn þess að setja þeim skorð-
ur, svo að ráðherrar geti ekki út-
deilt almannafé að eigin geðþótta.
Fremstur í flokki þeirra ráð-
herra sem vilja nota hvert mál til
að „slá sér upp“ með einhverjum
hætti er sjálfur forsætisráðherr-
ann. Hefur þetta gefist Steingrími
Hermannssyni vel til þessa ef
marka má kannanir á vinsældum
stjórnmálamanna. Á hinn bóginn
er ekki unnt að lofa öilum öllu
alltaf og nú er jafnvel svo komið,
að varaformanni Steingríms í
Framsóknarflokknum, Halldóri
Ásgrímssyni, sem keppir auk þess
við Steingrím um vinsældir, er nóg
boðið. Tilefnið: forsætisráðherra
lét eins og það væri auðvelt að
koma til móts við óskir Patreks-
firðinga um nýjan kvóta, það ætti
bara að gefa út bráðabirgðalög.
„Ég tel að breytingar á fiskveiði-
löggjöfinni með bráðabirgðalög-
um komi ekki til greina. Hér er
um viðkvæmt mál að ræða og
erfitt að ná samstöðu um það,“
sagði Halldór Ásgrímsson í Morg-
unblaðssamtali á föstudaginn.
Stjórnarhættir sem byggjast á
því að mál séu lögð þannig fyrir,
að einstakir ráðherrar geti komist
í sviðsljósið vegna þeirra, kalla á
ástand eins og nú ríkir í íslensku
þjóðfélagi. íbúar einstakra byggð-
arlaga telja sig eiga það undir
duttlungum ráðherra, hvort þeir
fá að draga fisk úr sjó. Bændur
vita ekki hvort innan ríkisstjórnar-
innar sé samkomulag um stefnu,
er geri þeim kleift að stunda bú-
skap sinn. Forystumenn launþega
lýsa yfir því að ríkisvaldið standi
ekki við loforð sem forsætisráð-
herra hafi gefið, þegar samið var
um kaup og kjör fyrir fáeinum
mánuðum og hóta skæruhernaði
til að knýja á um efndir.
Við þessar aðstæður er forsæt-
isráðherra önnum kafinn við að
setja saman eitthvert plagg um
úrlausn þjóðmála, sem á að vera
þannig úr garði gert, að Borgara-
flokknum verði kleift að hefja
formlegan stuðning við ríkis-
stjórnina og fá tvo ráðherra í
henni, þótt annar verði án ráðu-
neytis. Af öllu að dæma er efni
þessara skjala og viðræðna
víðsfjarri viðfangsefnunum sem
nú eru brýnust í íslenskum þjóð-
málum. Fleiri stoðir undir stjórn-
inni sýnist auk þess þurfa að
treysta en þá sem Borgaraflokk-
urinn myndar. Forsætisráðherra
ætti að gefa sér tóm til að lesa
það sem um stjórn hans er ritað
í málgögn samaðila hans að
stjórninni, Alþýðublaðið og Þjóð-
viljann. Þá sæi hann, að þar eru
menn farnir að ókyrrast mjög
vegna ófarnaðar stjórnarinnar og
óvinsælda. Ríkisstjórn á villigöt-
um fær engu skynsamlegu til leið-
ar komið, hins vegar getur hún
setið á meðan hún nýtur til þess
þingstyrks.
HUME
• minnir okkur
á að maðurinn sé
mesti óvinur manns-
ins og rás náttúrunn-
ar stefni ekki að far-
sæld hans. Þannig
ríkir enginn miskunnsamur jöfnuð-
ur í ríki náttúrunnar. Náttúran beit-
ir jafnvel brögðum til að gera hverri
lifandi veru lífið leitt. „Þær sterk-
ari herja á hinar, sem minni máttar
eru, og halda þeim sí og æ í greip-
um ótta og kvíða. Þær vanmáttugri
heija oft líka, hver að sínu leyti, á
þær sterkari og hrella þær og hrjá
án afláts.“ Samt býr versta skeif-
ingin innra með okkur og stafar
af sálrænni veiklun. Draumar
leggja jafnvel til nýjan efnivið í ugg
og böl. í skipulegu og ræktuðu sam-
félagi tekst okkur betur en ella að
bægja frá okkur ógnun náttúr-
unnar; við getum jafnvel sigrazt á
óargadýrum sem Locke nefnir í rit-
um sínum. En óargadýrin innra
með okkur eru sýnu skeinuhættari.
Þau eru einnig hluti af ríki nátt-
úrunnar því að þau hafa tekið sér
bólstað í blóði okkar; fylgja okkur
einsog skuggi. En það er einmitt
þessí skuggi sem minnir okkur á
að sólin er einhvers staðar nálæg
í andstæðufullu eðli okkar.
Svo ófullkomin erum við í raun
og veru, svo berskjölduð í ríki nátt-
úrunnar. Ein af þverstæðunum í
lífi okkar er sú að þangað getum
við sótt jöfnuð; jafnvel frelsi. í ríki
náttúrunnar eru mennirnir „full-
komlega fijálsir að haga athöfnum
sínum og ráðstafa sjálfum sér og
eigum sínum á þann
hátt sem þeim þykir
henta innan þeirra
marka sem náttúru-
réttur — eða lög þau
sem rekja má til
náttúrunnar — setur
þeim, án þess að spyija nokkurn
mann Ieyfis eða vera settir undir
vilja hans“, segir Locke í Ritgerð
um ríkisvald. Og ennfremur, Nátt-
úrlegt frelsi mannsins er að vera
fijáls undan öllum jarðneskum yfír-
völdum og að vera ekki settur und-
ir vilja eða lögsögu annarra manna
né neina aðra stjórn en fyrirmæli
náttúruréttar. Og Locke fullyrðir
að ríki náttúrunnar sé miklu betra
en geðþótti og duttlungar stjómar-
herra í alræðisríkjum. Þar þurfi
menn að minnsta kosti ekki að lúta
ranglátum vilja annars manns.
í 17. GREIN FYRR-
• greinds rits síns afgreiðir
Locke einveldi og alræðishyggju
með þessum orðum: „Hver sá sem
reynir að ná algjöru valdi yfir öðrum
segir honum þar með stríð á hend-
ur. Því slík tilraun hlýtur að skilj-
ast sem fjörráð við hann. Enda hef
ég ástæðu til að ætla að hver sá
sem reynir að ná algjöru valdi yfir
mér án míns samþykkis, muni nota
mig að vild sinni ef hann fær sitt
fram og tortíma mér ef honum
býður svo við að horfa; því enginn
getur viljað hafa algert vald yfir
mér utan það sé til að beita mig
þvingunum sem brjóta gegn rétti
mínum til frelsis, þ.e. til að gera
mig að þræli. Því aðeins er öryggi
mitt tryggt að ég sé fijáls undan
slíkum þvingunum. Og skynsemin
segir mér að telja hvern þann ógna
lífi mínu sem reynir að taka frá
mér það frelsi sem er þess helsta
vörn; sá sem reynir að hneppa mig
í ánauð lýsir því þar með stríði á
hendur mér. í ríki náttúrunnar má
því ætla að sá sem reynir að svipta
menn því frelsi sem tilheyrir þeim,
hljóti einnig að teljast hafa þann
ásetning að svipta þá öllu öðru þar
sem það er grundvallað á frelsinu;
rétt eins og ætla má í samfélagi
að sá sem reynir að svipta borgara
þess frelsi sínu þar hljóti að teljast
hafa þann ásetning að svipta þá
öllu öðru. Þess vegna hljóta menn
að líta svo á að slíkur maður sé
utan vébanda friðarins
Það er með ólíkindum að þessi
orð skuli vera skrifuð á 17. öld, svo
nákvæm lýsing sem þau eru á al-
ræðisþjóðfélögum samtímans. En
svo er ómetanlegri útgáfu Bók-
menntafélagsins á Lærdómsritum
fyrir að þakka að unnt er að vitna
í íslenzka þýðingu þeirra rita sem
ég hef einatt sótt efni til í þessum
pistlum. Þorsteinn Gylfason hefur
annazt ritstjórn þeirra af alkunnri
alúð og þar hefur hvert rúm verið
skipað svo hæfum mönnum að ekki
verður á betra kosið. Þýðingarnar
eru til marks um það hve ágætlega
enn er að verki staðið þótt tíðarand-
inn kalli ekki beinlínis á svo vönduð
vinnubrögð sem raun ber vitni.
M.
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
MORGÚNBLAÐIÐ SUNNÚDAGUR 3. SÉPTFAÍBEÍt iWa
VIÐ ÍSLENDINGAR
gleymum því stundum
hversu mikið samhengi
er á milli þess, sem
gerist hér hjá okkur og
framvindu mála í öðr-
um löndum. í liðinni
viku voru hér á fundi ritstjórar og aðrir
yfirmenn fjölmiðla á Norðurlöndum. í
máli þeirra og einkasamtölum kom fram,
að mikill samdráttur ríkir í efnahagslífi
bæði Norðmanna og Dana, ekki síður en
hér. Raunar eru lýsingar Norðmanna með
þeim hætti, að þær geta eins átt við um
Island.
Samdráttur í efnahags- og atvinnulífi
Norðmanna hefur verið mikill á undanförn-
um árum. Ástæður hans hafa verið marg-
víslegar en þeir Norðmenn, sem rætt var
við á fyrrnefndum fundi, voru sammála
um, að ein þeirra væri sú, að á velmegun-
arárum hefðu Norðmenn ekki gætt að sér
og ekki hirt um að búa í haginn fyrir erfið-
ari ár. Þeir hefðu eytt peningum í gríð og
erg og skyndilega staðið frammi fyrir því,
að þeir lifðu langt um efni fram. Þegar
samdráttarskeið hófst hafi þeir því orðið
að ganga í gegnum sársaukafulla aðlögún
að breyttum aðstæðum, sem standi enn
yfir. Því hafi fylgt veruleg kjaraskerðing
og atvinnuleysi. Nú sé það almenn skoðun
í Noregi, að hinu fyrra lífskjarastigi verði
ekki náð í fyrirsjáanlegri framtíð. Einka-
fyrirtæki í Noregi hafa brugðizt við með
nákvæmlega sama hætti og Iiér. Þau hafa
dregið saman seglin og hafið niðurskurð
útgjalda. Þau hafa dregið úr ferðakostnaði
starfsmanna, skorið niður risnu, selt bíla,
sem starfsmenn hafa haft afnot af, hætt
ráðningum og fækkað fólki með þeim
hætti og jafnvel tekið upp viðræður við
verkalýðsfélög um breytingar á sérsamn-
ingum starfsmanna, sem hafi leitt til
launalækkunar.
Samdrátturinn í Danmörku er ekki jafn
mikill og í Noregi en þó verulegur og fyrir-
tæki þar hafa gripið til mjög svipaðra ráð-
stafana og norsku fyrirtækin hafa gert.
Hins vegar er mikill uppgangur í sænsku
atvinnulífi og segja Norðmenn og Danir,
að ástæðan sé sú, að Svíar hafi fyrir all-
mörgum áram framkvæmt þá aðlögun að
breyttum aðstæðum, sem nú standi yfir í
Noregi og Danmörku. Þess vegna standi
Svíar betur að vígi í dag. Danir eiga við
að stríða mörg sömu vandamál og við.
Skuldir þeirra erlendis eru gífurlegar og
vandi ríkisfjármálanna er mikill. Á næsta
ári er gert ráð fyrir að frysta ríkisútgjöld-
in í Danmörku en það þýðir, að um veraleg-
an niðurskurð er að ræða. Stærsti út-
gjaldaliður danska ríkisins eru vaxta-
greiðslur af erlendum lánum, sem nema á
næsta ári rúmlega 50 milljörðum danskra
króna enda skuldar ekkert aðildarríki
OECD jafn mikið á hvern þjóðfélagsþegn
eins og Danir gera.
Allt _ hljómar þetta kunnuglega fyrir
okkur íslendinga. Munurinn er hins vegar
sá, að í Noregi hafa t.d. staðið yfir í nokk-
ur ár markvissar aðgerðir til þess að taka
á vandamálunum þar og árangur er byijað-
ur að koma í ljós. Norðmenn hafa því von
um betra ástand. Það er kannski of mikið
sagt, að svo sé um Dani en hins vegar
alveg ljóst, að hér á íslandi hefur ekki enn
verið hafizt handa um raunverulegar að-
gerðir til þess að taka á þeim djúpstæða
vanda, sem hrjáir efnahags- og atvinnulíf
okkar.
Hættan af
ódýru
fjármagni
ÞAÐ MA FINNA
fleiri hliðstæður
- með því, sem gerist
hjá öðram þjóðum
og okkur sjálfum í
efnahags- og at-
vinnumálum, hliðstæður, sem sýna
kannski, að framvindan hér endurspeglar
að mörgu leyti það, sem gerist annars stað-
ar, þótt það sé stundum í töluvert ýktri
mynd. Hér hafa á undanförnum árum far-
ið fram miklar umræður um jákvæða og
neikvæða raunvexti og yfirleitt hefur verið
talað á þann veg, að ísland sé eina ríkið
í okkar heimshluta a.m.k., þar sem raun-
vextir hafi verið neikvæðir árum saman.
Þegar betur er að gáð kemur í ljós, að svo
er ekki.
Oft hefur verið á það minnt, að á síðasta
áratug vora raunvextir mjög neikvæðir
hér á landi og að það er fyrst á þessum
áratug, sem þeir hafa orðið jákvæðir.
Vaxtaþróunin á alþjóðlegum lánamörkuð-
um var svipuð í megindráttum. Á árabilinu
1974-1978 voru hinir svonefndu Libor-
vextir af dollaralánum að meðaltali 8,3%
en á sama tíma var verðbólgan í Banda-
ríkjunum að jafnaði 8% þannig, að á þess-
um tíma voru jákvæðir raunvextir á doll-
aralánum á alþjóðlegum lánamörkuðum
aðeins 0,3%. Á árinu 1979 urðu þeir svo
neikvæðir um 1,1%. Á árinu 1980 byijar
þessi þróun svo að snúast við en það ár
urðu raunvextir af þessum lánum jákvæð-
ir um 1,9% og hækkuðu svo mjög á árinu
1981 eða upp i 8,3% og ári síðar vora
þeir orðnir jákvæðir um 7%. Þessar tölur
sýna, að meginstefnan er sú sama og hér,
þótt tölumar hafi yfirleitt verið stærri hjá
okkur. Því má svo bæta við í þessu sam-
bandi, að þessir lágu raunvextir á fyrra
tímabilinu eru taldir vera skýringin á því,
að þróunarríkin komust i gegnum fyrri
olíukreppuna án nokkurra umtalsverðra
erfiðleika. Þess vegna voru bankar á Vest-
urlöndum reiðubúnir til að lána þeim mikla
fjármuni í siðari olíukreppunni en þá urðu
hinir háu raunvextir til þess, að ríkin kom-
ust í greiðsluþrot eins og kunnugt er.
Umræður um háa vexti og lága hafa
líka farið fram með öðram hætti á al-
þjóðavettvangi. Hinn 10. júlí sl. birtist í
brezka blaðinu Financial Times athyglis-
verð grein, sem bar fyrirsögnina: Odýrir
peningar era böl. í grein þessari segir, að
tilraunir til þess að auka hagvöxt með því
að greiða niður vexti séu dæmdar til að
mistakast. Sagt er frá því, að Alþjóðabank-
inn hafi kannað frammistöðu 33 ríkja í
heiminum á árabilinu 1974 til 1985. Kom-
ið hafí í ljós, að lágir vextir hafi verið
Þrándur í Götu framfara. Hagvöxtur
þeirra ríkja, sem bjuggu við háa raun-
vexti hafi að meðaltali verið mun meiri
en annarra ríkja. Spurt er hvað valdi.
Svarið er, að jákvæðir raunvextir ýti und-
ir sparnað og leiði til þess, að ijármagn
skapist í landinu sjálfu. Það sé engin til-
viljun; að fátækustu ríkin séu einmitt þau
ríki, þar sem sparnaður sé lægsta hlutfall
af landsframleiðslu. Ef fjármagnsmarkað-
ur starfi með eðlilegum hætti, stjórnendur
fjármagnsins velji rétta fjárfestingarkosti
og stjórnendur fyrirtækja kunni sitt starf,
eigi niðurstaðan að verða sú, að sparnaður-
inn gangi til að fjármagna lífvænleg at-
vinnufyrirtæki.
Þá segir í grein Financial Times, að
þessi athugun Alþjóðabankans hafi leitt í
ljós, að jákvæðir raunvextir ýti undir hag-
vöxt vegna þess, að þeir stuðli að betri
íjárfestingu fremur en meiri fjárfestingu.
Þótt fjárfestingar hafi aðeins verið 17%
hærri í þeim ríkjum, sem bjuggu við háa
raunvexti, hafi afraksturinn af Ijárfesting-
um þeirra verið fjórfaldur á við hin ríkin.
Ástæðan sé ei'nfaldlega sú, að ef menn
verði að borga markaðsverð fyrir peninga
leggi þeir sig fram um að fá nægilegan
arð af fjárfestingunni. Þá segir, að yfir-
leitt hafi almennur stöðugleiki verið meiri
í þeim löndum, þar sem raunvextir voru
háir. Hins vegar sé reynslan sú, að ríki,
sem reyni að halda fjármálakerfinu niðri
með því að halda raunvöxtum óeðlilega-
lágum eða neikvæðum standi frammi fyrir
alls konar vandamálum og skekkju á öðr-
um sviðum efnahags- og atvinnulífs. Grein
Financial Times lýkur með þeim orðum,
að þetta þýði ekki endilega, að háir raun-
vextir séu alltaf af hinu góða. En það
sýnist hins vegar Ijóst, að óeðlilega lágir
raunvextir geti eitrað efnahagslífið.
Eins og sjá má af þessu erum við ekki
einir í heiminum og víðar fara fram um-
ræður um háa vexti og lága en hér á ís-
landi. En óneitanlega er gagnlegt fyrir
okkur að kynnast sjónarmiðum af þessu
tagi og vissulega vakna spumingar um
það, hvort núverandi ríkisstjóm hafi t.d.
gengið of langt í því að þrýsta vöxtum
niður með stjórnvaldsaðgerðum. Er
kannski með því verið að sporna gegn
reykjavTkurbréf
Laugardagur 2. september
Morgunblaðið/Rúnar Þór
raunveralegum framföram í landinu? Er
með því haldið lífi í atvinnurekstri, sem á
sér ekki framtíð við eðlileg rekstrarskil-
yrði? Og ekki mun það ýta undir sparnað
heldur spákaupmennsku.
Patreks-
Qörður
í ÞESSU SAM-
bandi er ekki úr
vegi að minnast á
Patreksfjörð. Auð-
vitað hefur athygli
fólks fyrst og
fremst beinzt að þeirri staðreynd, að þetta
byggðarlag stendur nú uppi nánast fisk-
laust. Kvótakerfið þýðir, að þegar þijú
helztu fiskiskip staðarins hafa verið seld
á nauðungaruppboði er kvóti þorpsins að
mestu horfinn. Hin eðlilega leið Patreks-
firðinga til að ná í kvóta á ný er að kaupa
skip með kvóta. Til þess þurfa þeir fjár-
magn og jafnvel þótt þeir hefðu fjármagn
eru skip með kvóta ekki til sölu hvar sem
er. Það eru blindir menn, sem neita að
horfast í augu við þessar afleiðingar kvóta-
kerfisins.
Hins vegar mega umræður um kvótann
og Patreksfjörð ekki verða til þess að beina
athyglinni frá því hver er ástæðan fyrir
því, að Patreksfirðingar hafa misst skip
sín. Þar kemur auðvitað allt annað til sög-
unnar en kvótinn. Patreksfirðingar réðust
í byggingu frystihúss, sem var náttúrlega
alltof stórt fyrir staðinn. Afkastageta
þessa frystihúss er margfallt meiri en nem-
ur þeim kvóta, sem Patreksfirðingar hafa
haft. Þess ber þó að geta að uppbygging
þessa fyrirtækis hófst áður en kvótinn kom
til sögunnar. Kvótakerfið er að þessu leyti
dæmi um, að öllum forsendum fyrir fjár-
hagslegum ráðstöfunum manna er breytt
í einu vetfangi með stjórnvaldsákvörðun-
um.
En jafnvel þótt ekkert kvótakerfi hefði
komið til sögunnar er Ijóst, að ráðizt var
í alltof mikla framkvæmd. Þrátt fyrir það,
var haldið áfram að lána þessu fyrirtæki
peninga úr opinberum sjóðum — að sjálf-
sögðu með milligöngu stjórnmálamanna.
Patreksfirðingar geta ekki kvartað undan
því, að þeir hafi fengið of litla fjárhags-
lega fyrirgreiðslu. Þeir geta miklu fremur
velt því fyrir sér, hvort vandamálin nú
stafi af því, að þeir hafi fengið of mikla
fyrirgreiðslu. Þess vegna eru vandamál
Patreksfirðinga ekki aðeins áfellisdómur
yfir þeim undirbúningi, sem fram fór á
staðnum sjálfum, heldur og ekki síður yfir
þeim lánastofnunum og stjórnmálamönn-
um, sem stóðu að því að dæla peningum
í Patreksfjörð án fyrirhyggju. Þessu má
ekki gleyma.
Og því má heldur ekki gleyma, að Pat-
reksfjörður er ekki eini staðurinn á ís-
landi, sem hefur þessa sögu að segja. Um
land allt hafa menn í fámennum byggðar-
lögum lagt út í fjárfestingu með opinberri
fyrirgreiðslu, sem ekki hafa í raun verið
forsendur fyrir. Og þessu er haldið áfram.
Þrátt fyrir i'trekaðar yfirlýsingar stjóm-
valda um að stöðva smíði fiskiskipa og
koma í veg fyrir stækkun flotans er enn
haldið áfram á sömu braut. í Morgun-
blaðinu í dag, laugardag, er frá því sagt,
að Fiskveiðasjóður hafi hafnað lánsumsókn
útgerðarmanns, sem vill kaupa loðnuskip
erlendis fyrir stórfé. Hvað gerist, þegar
Fiskveiðasjóður hefur komizt að þeirri nið-
urstöðu, að fjárfestingin standi ekki undir
lánskostnaði? Ríkisstjórn íslands hefur
veitt þessum útgerðarmanni heimild til að
taka erlendis lánið, sem Fiskveiðasjóður
neitaði að veita! Er þeim mönnum ekki
sjálfrátt, sem fara með völdin á íslandi?
Hlutafjársjóður sá, sem núverandi ríkis-
stjórn setti á stofn, er sjóður, sem á
beinlínis að stuðla að því að halda við vit-
lausri fjárfestingu. Glöggt dæmi um það
er sú ákvörðun stjórnar Hlutafjársjóðs að
setja peninga í Meitilinn í Þorlákshöfn.
Það fyrirtæki hefur fengið margsinnis fyr-
irgreiðslu opinberra aðila með sama hætti
og frystihúsið á Patreksfirði. Á Árborgar-
svæðinu gerist nákvæmlega ekkert annað,
ef Meitlinum verður lokað heldur en að
aðrar fiskvinnslustöðvar á svæðinu fá
meiri fisk, þær veita starfsfólki Meitilsins
atvinnu og afkoma þeirra verður betri.
Þess vegna mundi lokun Meitilsins stuðla
að hagkvæmari rekstri fiskvinnslustöðva
á þessu svæði en með stjórnvaldsákvörðun-
um er unnið gegn því, nákvæmlega eins
og með þeirri stjórnvaldsákvörðun að
heimila erlenda lántöku til kaupa á loðnu-
skipi til landsins, þótt við eigum meira en
nóg af slíkum skipum. Er hægt að fara
fram á það að ráðherrar horfist í augu
við þennan veruleika?
„Sagt er frá því,
að Alþjóðabank-
inn hafi kannað
frammistöðu 33
ríkja í heiminum
á árabilinu 1974
til 1985. Komið
hafi í ljós, að lágir
vextir hafi verið
Þrándur í Götu
framfara. Hag-
vöxtur þeirra
ríkja, sem bjuggu
við háa raunvexti
hafi að meðaltali
verið mun meiri
en annarra ríkja.“