Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 3. SBPTEMBER 1989 T r\ *persunnudagur3. september. 15. sd. eftirTrínit- A UAu atis. 246. dagur ársins 1989. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 7.57 og síðdegisflóð kl. 20.09. Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.15 og sólariag kl. 20.37. Myrkur kl. 21.29. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.27 og tunglið er í suðri kl. 15.40. (Almanak Háskóla íslands.) Drottinn er konungur að eilífu, er Guð þinn, Síon frá kyni til kyns. Halelúja. (Sálm. 146,10.) ÁRNAÐ HEILLA____________ ára afmæli. Á morgun, mánudaginn 4. sept- ember, er 75 ára frú Ingi- björg Jósepsdóttir, Álfa- skeiði 45 í Hafiiarfirði. Eig- inmaður hennar var Ragnar Magnússon sjómaður. Hann er látinn fyrir allmörgum árum. Ingibjörg ætlar að taka á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn. frú Ester Sigmundsdóttir, Fannarfelli 10 í Breiðholts- hverfí. Hún starfar hjá Sjálfs- björg í Hátúni 12. Eiginmaður hennar er Jón Reynir Hilm- arsson. Þau eru stödd erlend- is um þessar mundir. FRÉTTIR/ MANNAMÓT 36. VIÐSKIPTAVIKA yfirstandandi árs hefst á morgun, mánudag. ÞENNAN dag árið 1919 var í fyrsta skipti flogið hérlendis. ALÞINGISHÚSIÐ. Fyrir helgina var slegið upp vinnu- pöllum meðfram framhlið Al- þingishússins. Það mun vera hugmyndin að nú verði lokið við nauðsynlega endurnýjun og viðhald glugganna. Enn sem komið er er ekki sett tvöfalt gler í þinghúsbygging- una. Slíkt mun ekki samræm- ast skoðunum húsfriðunar- nefndar. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Byijað er að prenta skömmtunarseðlana vegna þeirrar matvæla- skömmtunar sem fyrir- huguð er vegna styijald- arástandsins. Verður þeim fyrst dreift hér í Reykjavík en verða send- ir út á land með fyrstu póstum. ★ Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður er farinn norður í land til að hafa umsjón með viðgerð á gamla bænum i Glaumbæ í Skagafirði. Hann hefúr Þjóðminjasafiiið fengið til umráða og varðveislu. Hefúr safiiið nú fengið þijá gamla bæi nyrðra. Allir voru þeir forðum prestssetur. Auk Glaum- bæjar eru hinir Grenjað- arstaður og Laufás. Leggur Matthías áherslu á að þessum gömlu bæj- arhúsum verði vel við haldið. ★ Ríkisstjórnin hefiir ákveðið að setja nokkrar hömlur við sölu á bensíni. Hefúr verið gefin út bráðabirgðareglugerð þetta varðandi. Heyrst hafa raddir um að tak- marka ætti bensínnotkun með því að skammta þeim bensín sem eigi hafa brýna þörf á því vegna bílaksturs. Mun þetta verða athugað nánar. INNANLANDS flugleiðir. í nýlegu Lögbirtingablaði er tilk. frá samgönguráðuneyt- inu, sem tilkynnir að um næstu áramót, 31. des., renni út öll sérleyfi til áætlunar- flugs með farþega, póst og vörur á flugleiðunum hér inn- anlands. Næst mun sam- gönguráðherra veita leyfi til áætlunarflugs tímabilið 1. janúar 1990 til 31. desember 1994. Ráðuneytið setur um- sóknarfrestinn til 1. október næstkomandi. í þessari augl. KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 í uppnámi, 5 gráu hárin, 8 gerð tilraun til, 9 birgðir, 11 leika illa, 14 spil, 15 skáru, 16 ritað plagg, 17 kveikur, 19 innyfli, 21 var eigandi að, 22 umhyggju- samt, 25 dugnað, 26 málmur, 27 svelgur. LÓÐRÉTT: — 2 þannig, 3 hagnað, 4 beð, 5 slæm með- ferð, 6 borðandi, 7 nóa, 9 hégómaskapur, 10 sjávardýr, 12 böggull, 13 mjög slæma, 18 illgresi, 20 rugga, 21 snemma, 23 einkennisstafir, 24 kind. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 askan, 5 báran, 8 rokan, 9 bætir, 11 raska, 14 puð, 15 rekka, 16 afræð, 17 rýr, 19 váld, 21 smán, 22 lónunum, 25 lóa, 26 ýra, 27 aum. LÓÐRÉTT: — 2 snæ, 3 Ari, 4 norpar, 5 barðar, 6 ána, 7 auk, 9 búrhval, 10 túkalla, 12 stramma, 13 arðinum, 18 ýsur, 20 dó, 21 SU, 23 ný, 24 Na. Texaco oröið hluthafi í Olís og málaferli úr sögunni: Fylla, takk ... er þess getið sem taka skal fram í sjálfri umsókninni. JC-Nes heldur fyrsta félags- fund hins nýja starfsárs ann- að kvöld, mánudag, á Lauga- vegi 178 kl. 20.30. Gestur fundarins verður Ólafúr Tómasson póst- og síma- málastjóri. Fundurinn er öll- um opinn. SÉRFRÆÐIN GAR. Heil- brigðismálaráðuneytið tilk. í Lögbirtingi að það hafi veitt þessum læknum leyfi til að starfa sem sérfræðingar hér- lendis. Ingibjörg Georgs- dóttir læknir hefur fengið leyfi til að bæta við barna- lækninorar. sem eru sérgrein ERLENDIS: 1497: Manúel Spánarkonung- ur kvænist Isabellu af Spáni. 1591: Kristján II af Saxlandi, 8 ára, tekur við völdum við lát föður síns, Kristjáns I. 1603: Hinrik IV af Frakk- landi leyfir jesúítum að koma aftur til Frakklands þrátt fyr- ir andstöðu. 1650: Orrustan við Dunbar (sigur Englendinga á Skot- um). 1651: Orrustan við Worcester (sigur Cromwellsinna á kon- ungssinnum). 1658: Oliver Cromwell, her- maður og stjórnmálaleiðtogi, látinn. 1759: Brottvísun kaþólskra Jesúíta hefst í Portúgal. 1789: Parísar-sáttmáli Bret- lands, Frakklands, Spánar og Bandaríkjanna undirritaður og frelsisstríði lýkur. 1873: Afganskir hermenn myrða brezka sendiráðsmenn. 1913: Kínverskir byltingar- menn undir forystuy Yuan- Shih-Kai taka borgina Nan- king. 1916: Fyrsta Zeppelin-loft- skipið ferst á Englandi. 1923: Bandaríkin viðurkenna stjórn Mexíkó. 1925: Bandaríska loftfarið „Shenandoah“ brotnar í spón hennar, svonefndrar nýbura- lækningum sem undirgrein. Georg A. Bjarnason læknir sem er lyflæknir hefur hlotið starfsleyfi með krabbameins- lækningar sem undirgrein. Þá hefur Hilmar Þór Hálf- dánarson læknir hlotið leyfi til að starfa sem sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum. SAMTOK um sorg og sorg- arviðbrögð hafa opið hús nk. þriðjudagskvöld, 5. þ.m., í safnaðarheimili Kársnessókn- ar í Kastalagerði 7, Kópa- vogi, kl. 20. A sama tíma eru veittar uppl. og leiðbeiningar í síma 46820. REYKVÍSKA útvarpsfélag- ið heitir hlutafélag sem stofn- í Cardwell, Ohio. 1939: Bretar og Frakkar segja Þjóðveijum stríð á hendur. 1943: Innrás bandamanna í Ítalíu hefst. 1945: Singapore fer aftur undir stjórn Breta eftir hernám Japana. 1962: Stjórnin í Katanga samþykkir áætlun U-Thants um sameiningu Kongó. 1965: Borgarastríð brýzt út í Dóminikanska lýðveldinu. 1977: Zulfikar Ali Bhutto, fv. forsætisráðherra Pakistans, handtekinn fyrir samsæri um að myrða pólitískan andstæð- ing 1974. HÉRLENDIS: 1537: Kirkjuskipun Kristjáns III lögfest. 1582: Gísli biskup Jónsson látinn. 1714: Jón Vídalín stefnir Oddi Sigurðssyni. 1723: Sigurður Björnsson lögmaður látinn, 1804: Bjarni frá Sjöundá strýkur úr fangahúsinu í Reykjavík. 1878: Fæddur Sigurður Guð- mundsson skólameistari. 1919: Fyrst flogið á íslandi. 1968: Viðræður um lausn efnahagsvanda. að hefur verið hér í bænum, samkv. hlutafélagatilk. í nýju Lögbirtingablaði. Tilgangur þess, segir í blaðinu, er út- varpsrekstur (að sjálfsögðu). Hlutafé félagsins er kr. 500.000 og stofnendur þess einstaklingar. Stjórnarfor- maður er Birgir H. Birgis- son, Brekkubæ 31, og fram- kvæmdastjóri félagsins er Konráð Ölavsson, Njörva- sundi 20. FÉLAG eldri borgara. Haust- og vetrarstarfið er hafið á ný. í dag, sunnudag, kl. 14 er opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3. Verður þá spilað og teflt. Dansað verður kl. 20. BAHÁI-samfélagið hefur opið hús annað kvöld, mánu- dag að Álfabakka 12 kl. 20.30. JC-Reykjavík heldur fyrsta fund sinn á haustinu nk. þriðjudagskvöld, 5. sept., kl. 20 á Laugavegi 178. Gestur fundarins verður Jóna Ingi- björg Jónsdóttir kynfiæð- ingur. Fundurinn er öllum opinn. SKIPIIM RE YK J A VÍ KURHÖFN: í gær fór Urriðafoss, eftir að hafa legið bundinn við bryggju í einar fjórar vikur. Fór hann á ströndina og held- ur þaðan beint út. Á morgun, mánudag, er Grundarfoss væntanlegur að utan og tog- arinn Jón Baldvinsson er væntanlegur inn til löndunar. HAFNARFJARÐARHÖFN: Ljósafoss, sem kom fyrir helgina, fer í dág á ströndina. Á morgun koma að utan Lag- arfoss, sem fer að bryggju í Straumsvík, og Mánafoss sem fer að bryggju í Hafnar- fírði. Þá er súrálsskip vænt- anlegt á morgun til Álverk- smiðjunnar. ORÐABOKIN Heiti fyrirtækja og stofnana Enginn mun vera í vafa um það, að stór stafur sé í heiti fyrirtækis, svo sem er venja um sérnöfn. Hins vegar virðist stundum einhver óvissa ríkja, þegar í heitinu eru fleiri en eitt nafn. Eng- inn velkist í vafa um rithátt eins og Árvakur hf. eða Skorri hf. Eins á að vera vandalaust að rita rétt nöfn, þar sem í heitinu kemur fram annar orðflokkur en nafnorð. Má þar minna á heiti eins og Svart á hvítu og Byggt og búið. Ef í heit- inu eru tvö nafnorð og hið síðara svokallað samnafn, skal samkv. reglum rita það með litlum staf. Þannig á að skrifa Ljós & orka, Blikk & stál, Kjöt &■ álegg, Máln- ing & járnvörur, íslenskur markaður, svo dæmi séu nefnd. Sé litið í Símaskrána kemur víða ósamræmi í ljós. Mjög oft eru tvínefnd fyrir- tæki rituð með stórum stöf- um í báðum nöfnum og svo er um flest ofangreind fyrir- tæki. Hins vegar má einnig sjá önnur heiti, þar sem far- ið er eftir gildandi reglum, svo sem Glerslípun og speglagerð, Áklæði og gluggatjöld, Mál og menn- ing o.fl. Sé seinna nafnið hins vegar sérnafn skal að sjálfsögðu rita það með stórum staf. Þar má taka heiti eins og Örn og Örlygur hf. - JAJ. ÞETTA GERÐIST 3. september

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.