Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 Teikning/Pétur Halldórsson Leiðin til að sameina Á mánudaginn hófst ráðstefna um málrækt í Kennaraháskóla íslands. Þegar ráðsteftian átti að hefjast var orðið svo þröngt að setja varð upp sjónvarpsskerma og hátalara í nærliggjandi stof- um. Og ráðstefnan stóð í þrjá daga; þar geislaði áhugi og starfs- gleði af hveiju andliti. Eins og kunnugt er þurfa vísindamenn oft að bora lengi og oft í iður jarðar eftir heitu eða köldu vatni. Og loksins kemur árangurinn f ljós. Eins er það með stjómmálamenn. Þeir reyna oft að finna æðina og það er iðulega tímafrekt og stund- um dálítið vanþakklátt verkefni. En svo finnst æðin. Og þá streym- ir áhuginn fram. Og fátt er stór- kostlegra en verða vitni að því að hreyfing verður til. Þá minna stjornmálin á listsköpun: Að skapa hreyfingu sem skilar já- kvæðum árangri. Þá gefa stjórn- málin líf, neista sem endist til þess að takast á við öll hin verk- efnin sem eru misjafnlega skemmtileg eins og gengur. Átak sem sameinar Og þannig er það einmitt með málræktarátakið. Þar er hreyfing sem sameinar fólk hvar sem það er á landinu í öllum stjórnmála- flokkum á öllum aldri. Sérstak- lega er mikilvægt einmitt að áhuginn nær þvert á kynslóðimar eins og sást á ráðstefnunni í Kennaraháskólanum í síðustu viku. Og þar vora saman komnir uppalendur, kennarar af öllum stigum: Leikskólastigi, grann- skólastigi, framhaldsskólastigi, háskólastigi og hygg ég að aldrei áður hafi öll skólastigin hist með þessum hætti til þess að ræða um eina grein, að vísu undirstöðu- greinina, í skólastarfinu. Ég hef reyndar heyrt að einn maður hafi í fjölmiðli látið í ljós efasemdir að rétt sé að efna til málræktarátaks. Þjóðin tali alveg nógu gott mál. Og þjóðin talar gott mál, en samt þarf að efna til málræktarátaks. Það sýnir áhuginn sem alls staðar hefur birst. Margfvísleg verkefiii Minna má á að í menningaríkj- um Vestur-Evrópu setja slíkir fjöl- miðlar sér ævinlega markmið og meginviðfangsefni í þessu sambandi. Sums staðar er beinlínis kveðið á um það í reglugerð- um að innlent efni verði að vera tiltekið hlutfall af fluttu tónlistarefni. Von- andi þarf ekki að setja reglugerðir um slíkt hér á landi. Vonandi verður unnt í framhaldi af þeirri umræðu sem nú stendur yfir um íslenskt mál og menningu að merkja breytingar á ljós- vakamiðlum í þess- um efnum. Ég er þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða einn áhrifamesta þátt samfélags- ins um þróun máls og menningar; hvergi era unglingarnir eins áber- andi meirihluti. Menningaram- ræða sem er svo „háfleyg" að ekki má ræða um þennan þátt mála, hún snertir ekki lengur að- alatriðið: Unga fólki og uppeldi þess og aftur viðhorf þess til barn- anna þegar þar að kemur. Dægur- tónlist er einn fyrirferðarmesti þáttur menningarneyslu á landinu. Hana má ekki afgreiða með hroka sem garg. Hún er sá áhrifaþáttur hversdagslífsins sem næst fjölmiðlunum og skólunum og heimilunum ber að huga að þegar fjallað er um þróun íslenskrar menningar. Einnig þar eiga menn því að setja sér mark- mið og viðmiðanir. Allar menningarstofiianir setji sér ný markmið Ljósvakamiðlar og raunar allar menningarstofnanir eiga að setja sér markmið og þær eiga að laga skipu- lag sitt og st,arfsemi að þessum mark- miðum. Þær eiga líka að huga að inni- haldinu. Er stofnun- in að gera gagn eða ógagn? Hver stofn- un eða fyrirtæki þarf að eiga sjálf- virkt innra athugun- arkerfi þar sem mál- in era endurmetin á hverjum einasta degi svo að segja. Og skipulag þessara stofnana þarf að verða þannig að niðurstöð- ur endurmatsins eyðileggist ekki af einhveijum ástæðum. Mennta- málaráðuneytið og starfslið þess fer nú einmitt yfir alla þætti starf- semi sinnar og unnið er að endur- skipulagningu ráðuneytisins. Vonandi verður málræktarátakið til þess að allar stofnanir íslenskr- ar menningar endurmeti hlutverk sitt, verkefni og innhald starfs síns. Þá lifir íslensk menning. Dægurtónlist eru einn fyrirferðarmesti þáttur menningarneyslu á landinu. Hana má ekki afgreiða með hroka sem garg. HUGSAÐ UPPHÁTT / dag skrifar Svavar Gestsson, mennlamálaráöherra ogþingmaöur Alþýöubandalagsins. Skiparadíó meb sýningarbíl SKIPARADIO hf. verður a ferðinni um landið með sýningarbíl frá Danmörku, hlaðinn nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum frá FURUNO, SKAINITI og fl. 30.08.1989 31.08.1989f.h. 31.08.1989 e.h. 01.09.1989 02.09.1989 03.09.1989 e.h. 04.09.1989 05.09.1989 06.09.1989 07.09.1989 08.09.1989 09.09.1989 10.09.1989 11.09.1989 12.09.1989 f.h. 12.09.1989 e.h. 13.09.1989 14.09.1989 15.09.1989 f.h. 15.09.1989 e.h. 16.09.1989 17.09.1989 f.h. 17.09.1989 e.h. 18.09.1989 e.h. GrandagarðuríRvk. Þorlákshöfn Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Grindavík Sandgerði Höfn, Hornafirði Fáskrúðsfjörður Eskifjörður Neskaupstaður Neskaupstaður Seyðisfjörður Húsavík Dalvík Ólafsfjörður Siglufjörður Akureyri Skagaströnd Hvammstangi ísafjörður ísafjörður Bolungarvík Grandagarður í Rvk. HEFST Á MORGUN 1F AAO/ afsláttur af OnÁV /O ellum verun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.