Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 14 Minning: Jóhanna Jóhanns- dóttir - frá Þórshöfh Fædd 29. maí 1921 Dáin 30. ágúst 1989 Sú er göfgust ætlun glaður að leggja auðnu sína og þrek við annars heill. (B.B. frá Hofteigi) Jóhanna Jóhannsdóttir, til heim- iiis að Seljavegi 21, Reykjavík, lést hinn 30. ágúst sl. á Landakotsspít- ala. Jarðsetning hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhanna fæddist 29. maí 1921 á Þórshöfn. Hún var dóttir hjónanna Jónínu Kristjánsdóttur og Jóhanns Tryggvasonar, kaupmanns og út- gerðarmanns. Jónína var dóttir Kristjáns Jónssonar útgerðarmanns á Seyðisfirði og síðar í Gunnólfsvík. Hún missti móður sína í frum- bernsku og ólst upp hjá systur sinni Jóhönnu á Seyðisfirði. Jóhann Tryggvason, f. 17. júlí 1885, Jónssonar bónda á Ytra-Lóni og konu hans Maríu Gunnlaugs- dóttúr. Tryggvi var sonur Jóns Benjamínssonar oddvita á Syðra- Lóni. Gunnlaugur Þorsteinsson, móð- urafi Jóhanns, bóndi á Stokkastöð- um í Eyjafirði, var Gíslason og bróð- ir Dómhildar konu Ólafs Briem timburmeistara og bónda á Grund. Þeirra sonur var Valdimar Briem. Jóhanna var því af 2. og 4. ætt- Iið að frændsemi við hið afkasta- mikla og vinsæla sálmaskáld séra Valdimar Briem. Jóhann Tryggvason var hinn fág- aði heiðursmaður — sannur dreng- skaparmaður til orðs og æðis — minnisstæður persónuleiki. Hann bar í sér svipmót aidamótamannsins og hóf atvinnurekstur sinn í hans anda með eljusemi, sjálfsábyrgð og drenglyndi að kjölfestu. Þá var hann einnig hreppstjóri Þórshafnar- hrepps frá 1929—1943. Jóhann var hinn sístarfandi eljumaður og öll hans störf fólu í sér handbragð hins grandvara manns, þar sem orð stóðu og drengskaparheitið hans jafngilti landslögum. Jóhanna ólst upp á hinu glæsta heimili foreldranna ásamt einka- systurinni Rósu, f. 13. mars 1920 og var ávallt mjög kært með þeim systrum þó ólíkar væru. Jóhanna virtist því lifa öryggi og fögnuð æskuáranna svo sem feg- urst mátti gerast. Þó mun hún hafa átt sínar tregastundir. Heimilið var eitt fárra þessa tíma og þessa byggðarlags þar sem arm- ur hinnar hörðustu lífsbaráttu kreppuáranna náði ekki til. Ekki var þó um auðsöfnun að ræða, en heimilinu lagt allt sem aflað var því gestkvæmt var þar mjög og gestrisni húsráðenda einstök. Heimilishald allt bar glæsilegt yfir- bragð og átti hin mikla húsmóðir Jónína Kristjánsdóttir þar stóra hlutinn. En æskuheimili var ekki aðeins glæsileikinn á ytra byrði, heldur var sú voð öll slegin þráðum hinna hald- bænj eðliskosta, sem ekki falla í verði. Þar ríkti vinarhugur, mann- helgi og samhygð ölium til handa sem byggðu þetta litla samfélag sem Þórshöfn þeirra tíma var. Jóhanna settist í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og var ein af fyrstu námsmeyjum skólans. Þar naut hún handleiðslu hins merka skólastjóra Huldu A. Stefánsdóttur. Þar fann Jóhanna sitt kjörsvið og mun námið ekki hafa fallið í grýttan jarðveg svo frábærlega sem hún stóð að heimilishaldi öllu er þar að kom. Jóhanna lagði hornsteininn að sinni framtíðarhamingju þegar hún hinn 16. nóvember 1946 gekk að eiga Ragnar Kristjánsson, tollvörð. Glæsilegt ungmenni og góðan dreng. Þau eignuðust sex mann- vænleg börn, sem þau unnu heitt, önnuðust í eindrægni og samheldni og færðu til þroska og manndóms. Þau eru: Jóhann Kristján, Nína Björg, Gunnar, Auður, Ragnar og Jón. Ragnar mat konu sína mikils og varð sambúðin einkar kær. Hann var börnunum ástkær faðir og frá- bær heimilisfaðir. Því mættust þau í sameiginlegum viðhorfum og reyndist hann henni hinn sanni vin- ur og drenglundaði lífsförunautur. Ragnar lést eftir langa og harða sjúkdómsbaráttu 13. mars 1988. Jóhanna var fríðleikskona og sér- lega glæsileg á velli. Hún var há og grönn og hafði fallegar hreyfing- ar. Viðmótið glaðlegt og hispurs- laust. Framkoman öll fáguð. Auk þess hafði hún til að bera mikla persónutöfra. Jóhanna var mikill persónuleiki, gædd hinum ijölmörgu eðliskostum — guðsgjöfum — miklum verðleik- um. Gjöfum sem ekki var á glæ kastað, en sem hún lagði rækt við með iífi sínu og starfi. Þess vegna kynntumst við þeim — og þess vegna fundum við þær í persónu- leikanum Jóhönnu Jóhannsdóttur. Hún var hin kyrrláta sem ekki gerði fyrstu kröfur sér til handa og hætti við að gleyma „sjálfinu". Eg minnist ungu stúlkunnar sem á barnsaldri kom á heimili Jóhönnu, henni til hjálpar við barnahópinn. Að vísu góður efniviður, en Jóhanna reyndist henni líka sem besta móð- ir. Sendi hún hana til náms í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur þrátt fyrir annir á barnmörgu heimili hennar, en unga stúlkan yfirgaf heldur ekki heimili Jóhönnu fyrr en hún stofn- aði sitt eigið. Gagnkvæmur kærleik- ur hefur bundið þessar tvær konur sterkum böndum. Því sér unga kon- an, Ólöf, nú á bak kærum vini. Ég sendi henni mína samúðarkveðju. Tengdaföður sinn annaðist Jó- hanna til hárrar elli á heimilinu og mátti ekki tl þess hugsa að senda hann frá sér á stofnun aldraðra. Slík var umhyggja Jóhönnu fyrir velferð annarra. Það var hennar aðalsmerki. Því finnum við lífi hennar hljómgrunn í ljóðlínum skáldsins: Sú er göfgust ætlun glaður að leggja auðnu sína og þrek við annars heill. Heimilið var Jóhönnu ákaflega kært. Þar var hennar vettvangur alfarið frá fyrstu tíð — hamingja hennar öll með ijölskyldunni sinni stóru. Hún var fagurkeri og óþreyt- andi við að fegra heimili sitt. Stilla saman formi, ljósi og litum svo úr varð list og skóp því þann andblæ sem aðeins næst með næmu fegurð- arskyni og einstakri umhirðu. Það var hlutskipti hjónanna beggja að falla í helgreipar þess miskunnarlausa sjúkdóms sem í flestum tilfellum fer með sigur af hólmi. Engum, sem til þekktu, kom andlát Jóhönnu á óvart svo langt og strangt var hennar sjúk- dómsstríð orðið og í hennar eigin vitund fyrir löngu orðið helstríð. Heilbrigð viðhorf hennar, æðruleysi og viljastyrkur héldu velli að hinstu stund. Jóhanna var mjög viljasterk kona — en hún var einnig hin vitra kona sem kunni þá lífslist að sætta sig við það sem ekki varð breytt og mun hún snemma á barnsaldri hafa tamið sér þá list. Hins vegar var hún óþreytandi við að hafa áhrif á það, sem hún sá að hægt var að breyta. Þannig samhæfði Jóhanna viljastyrkinn hinum vitrænu lífsvið- horfum sínum. Minningin um góða menn og vin- áttu þeirra er mikill ijársjóður. Ævarandi eign þeirra sem njóta og dýrmæt gjöf hinna, sem veita. Þar var Jóhanna Jóhannsdóttir hinn veituli samferðamaður. Minningin um hana mun bera hátt í hugum allra þeirra, er áttu vináttu hennar. Mæt kona er gengin. Kær vinur kvaddur. Við þökkum henni sam- ferðina. Fyrir hreinskipta viðmótið og birtuna og ylinn, sem af henni bar hvar sem leiðir lágu saman um langan veg. Við jafnaldrar og skólasystkin þökkum henni ljúfar stundir frá morgni þeirrar æsku, sem við áttum sameiginlegar í leik og námi og biðjum henni ljóss og yls á hinni nýju vegferð. Konunni sem lagði „auðnu sína og þrek við annars heill“. Ég sendi börnunum hennar öll- um, barnabörnunum, einkasystur- inni Rósu og frændgarði öllum mínar hugheilu samúðarkveðjur, Blessuð sé minning Jóhönnu Jó- hannsdóttur. Aðalheiður Jónsdóttir Fimmtudaginn 7. september sl. fylgdum við tengdamóður minni frú Jóhönnu Jóhannsdóttur til hinstu hvílu, en hún lést á Landakotsspít- ala aðfaranótt 30. ágúst eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk, en einmitt það var táknrænt' fyrir Jóhönnu^hún vildi sem minnst láta fyrir sér Jiafa. Jóhanna var glæsileg kona og myndarleg húsmóðir, sem bar heill og hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir bijósti. Éftir að þau Ragnar Krist- jánsson (d. 13. mars 1987) stofnuðu til heimilis á Seljavegi 21 var starfs- vettvangur hennar aðeins einn þ.e. heimilið. Húsmóðurstarfið er því miður eitt af fáum störfum, sem lítið er hampað og ekki veittar orð- ur fyrir, en ef svo væri hefði hún átt tilnefningu skilið. Jóhanna gaf sig óskipta að hús- móðurstarfinu, var góð eiginkona og 6 börnum þeirra var hún trygg móðir og góður uppaiandi auk þess að sinna tengdaforeldrum sínum af kostgæfni frá fyrstu kynnum og allt til æviloka þeirra. Hún naut þess í uppeldi barna sinna að missa aldrei traust þeirra, því þau leituðu fyrst og síðast til móður sinnar með öll sín vandamál stór og smá. Sömu- leiðis fundu vinir, tengdabörn og barnabörn til gæsku hennar og þráðu nærveru hennar enda var oft glatt á hjalla á Seljaveginum og eru þar jólaboðin eftirminnilegust þegar öll íjölskyldan kom saman til að kætast og þiggja kræsingar hús- ráðenda, þá skiptu sjúkdómar henn- ar og sorgir síðustu árin ekki máli, fjölskyldan skyldi hittast hjá henni að gömlum sið. Jóhanna var mörgum kostum búin, sem prýða góðan mann, hún var myndarleg til allra verka og rausnarleg heim að sækja. Mesta gleði hennar var að gefa og gleðja aðra jafnframt sem hún samgladd- ist öðrum af öllu hjarta, Hún var góður mannþekkjari og mikill sátta- semjari, sem leysti oft hin erfiðustu mál og þá gjarnan á eigin kostnað. Hún var hreinskiptin við alla og sagði skoðanir sínar tæpitungulaust og átti ekki til fals eða undan- brögð, aldrei heyrðum við hana leggja öðrum illt til. Ósérhlífin var hún og unni sér ekki hvíldar við að hlúa að öðrum og tryggja hag sinna nánustu sem bestan. Orlögum sínum tók hún með æðruleysi og hugrekki og barðist hetjulega í fimm ár við þann sjúkdóm, sem hún að lokum varð að játa sig sigraða fyrir. Á þessari skilnaðarstundu er mér efst í huga þakklæti fyrir allt, sem Jóhanna var mér og fjölskyldu minni. Barnabörnin sakna góðrar ömmu, sem hafði frá mörgu skemmtilegu að segja og í huganum hljómar setning, sem oft heyrðist koma úr litlum hálsi: „Segðu sög- una aftur amma Bíbí.“ Halldór Jóhannsson Jóhanna Jóhannsdóttir frá Þórs- höfn á Langanesi lést á Landakots- spítala 30. ágúst s.l. sextíu og átta ára að aldri. Síðustu fimm ár ævi sinnar gekk hún ekki heil til skógar en háði erfiða glímu við óvæginn sjúkdóm af einstakri þrautseigju, hugdirfsku og æðruleysi til hinstu stundar. Jóhanna var borin og barnfædd á Þórshöfn. Foreldrar hennar voru Jóhann Tryggvason verslunarstjóri og hreppstjóri þar og kona hans Jónína Kristjánsdóttir. Jóhann var sonur Tryggva Jónssonar bónda á Ytra-Lóni á Langanesi og konu hans Maríu Gunnlaugsdóttur. Jónína var fædd á Seyðisfirði, dóttir Kristjáns Jónssonar hótel- haldara þar og síðar útvegsbónda í Gunnólfsvík á Langanesströnd og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. For- eldrar Jóhönnu kynntust í Gunn- ólfsvík og gengu í hjónaband árið 1917 en settu síðar saman bú á Þórshöfn þar sem Jóhann fékkst við verslun, útgerð og skipaaf- greiðslu í félagi við Jón Björnsson verslunarstjóra. Árið 1929 var Jó- hann skipaður hreppstjóri í Sauða- neshreppi og síðar í Þórshafnar- hreppi og gegndi hann því trúnaðar- starfi í hálfan annan áratug. Foreldrar Jóhönnu höfðu því mik- ið umleikis. Heimilið var Iöngum mannmargt og oft bar gesti að garði enda gestrisni mikil. Nærri má því geta að húSmóðir og ungar heimasætur, Jóhanna og Rósa syst- ir hennar, urðu oft að taka til hend- inni á heimilinu. Og ekki var farið í manngreinarálit. Þar var öllum tekið sem aufúsugestum. Það eru engar ýkjur þótt sagt sé að þau hjón og dætur þeirra hafi verið orðlagðar ágætismann- eskjur. Þótt ekki væri fjölmennt á Þórshöfn á uppvaxtarárum Jó- hönnu og lífið gæti virst fábreytt á ytra borði á veturna í augum gest- komandi manna var félagslíf þar engu að síður í blóma, tónlistarlíf töluvert og leiklistarstarfsemi og jafnvel haldnir grímudansleikir. Foreldrar hennar lögðu þar mikið af mörkum. Það lýsir þeim hjónum betur en nokkur orð undirritaðs hvernig Þórshafnarbúar kvöddu þau við brottförina 1944 er þau brugðu búi og fluttu suður. Hrepps- búar héldu þeim að skilnaði mikið og veglegt kveðjusamsæti og þökk- uðu af alhug störf þeirra og liðnar samverustundir bæði í bundnu máli og óbundnu. Jóhann dó í Reykjavík 1963 en Jónína lifði mann sinn og lést í janúar 1981. Milli tektar og tvítugs hleypti Jóhanna heimdraganum, hélt til Reykjavíkur og lærði þar skrifstofu- störf í kvöldskóla en árið 1942 fór hún alfarin suður og gekk fyrst í Húsmæðraskólann í Reykjavík en hóf síðan skrifstofustörf hjá Sölu- nefnd setuliðseigna og síðar hjá Brunabótafélagi íslands. Árið 1943 urðu þáttaskil í lífi hennar er hún kynntist manni sínum Ragnari Kristjánssyni, toll- verði frá Miðseli í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband 16. nóvember 1946. Foreldrar Ragnars gáfu þeim í brúðargjöf lóð úr landi Miðsels, Seljaveg 21, og þar byggðu þau sér þriggja hæða reisulegt hús af mikl- um dugnaði og þrautseigju því ekki voru efni mikil. Ragnar var dugnaðar- og dreng- skaparmaður. Hann lést í marsmán- uði 1988. Börn þeirra Jóhönnu og Ragnars, sex að tölu, eru öll hið mannvænlegasta fólk: Jóhann Kristján, deildarstjóri hjá Eimskip, kvæntur Guðnýju S. Þorleifsdóttur, Nína Björg, hárgreiðslumeistari, gift Halldóri Jóhannssyni verk- fræðingi, Gunnar, skrifstofumaður hjá Eimskip, kvæntur Margréti Ingvarsdóttur, Auður, hjúkrunar- fræðingur, Ragnar, starfsmaður hjá Eimskip, sem býr með Ragnheiði H. Jónsdóttur, og Jón, verslunar- stjóri hjá Hans Petersen, sem er heitbundinn Guðrúnu Guðmunds- dóttur. Fimm af sex börnum þeirra hjóna fæddust á sjö ára tímabili svo ekki gátu þau hjón bæði unnið utan heimilis. Nærri má geta að það útheimti mikla atorku og ómælda þolinmæði að ala upp svo mörg börn og koma til manns. Ragnar vann við tollgæsluna að segja mátti nótt sem nýtan dag og byggði meira að segja sumarbústað í Mosfells- sveit og má það ótrúlegt heita við þessar aðstæður. En meginþunginn af uppeldi barnanna og miklum og marg- þættum heimilisstörfum hvíldi á herðum húsmóðurinnar. Nú kom henni að haldi veganestið úr föður- garði ásamt meðfæddri atorku og viljastyrk. Jóhanna var forkur dug- legur og hafði ætíð hinar bestu for- sagnir um heimilishaldið. Hun hafði bæði vit og vilja til að aga börn sín snemma en slíkt gera ailar mikil- hæfar mæður ekki síður en feður, þótt Salómon eigni feðrum einum þennan eiginleika í Orðskviðum Heilagrar ritningar. Börn hennar ljúka öll upp einum munni um það að hún hafi verið þeim einstakur uppalandi, hin styrka stoð og stytta, leiðbeinandi og hjálparhella sem aldrei brást. Hún var ætíð gefand- inn í orðsins fyllstu mei'kingu, óþreytandi í umhyggju sinni fyrir velferð og vellíðan barna og eigin- manns. Þrátt fyrir miklar annir lét Jóhanna sig ekki muna um það að taka Kristján tengdaföður sinn á gamals aldri inn á heimilið og hlúa þar að honum þar til hann lést. Hún var sannkölluð „mater familias", hin mikla fjölskyldumóðir. Heimilið að Seljavegi 21 var ekki einungis fallegt heimili eins og sagt er sem ber góðum smekk húsmóð- urinnar fagurt vitni heldur líka og umfram allt gott heimili — athvarf börnum og heimilisföður — orðlagt fyrir einstaka gestrisni og myndar- skap. Það var sannarlega ekki í kot vísað að koma til þeirra hjóna, Jó- hönnu og Ragnars, á Seljaveginn. Það segir og sína sögu um þetta heimili að börnin frestuðu því að fara alfarin úr föðurgarði þótt upp- komin væru og voru tíðir gestir á heimili foreldra sinna eftir að þau höfðu fest ráð sitt. Þau sýndu móð- ur sinni mikla umhyggju meðan á veikindum hennar stóð og viku varla frá dánarbeði hennar síðustu sólarhringana sem hún lifði. Það orð lá á hve fríðar konur væru á Þórshöfn. Fremstar í þeim flokki voru taldar Jóhannsdætur og Ingimarsdætur. Jóhanna var glæsileg kona, há- vaxin, grannvaxin, björt yfirlitum og tíguleg. Það var reisn yfir henni hvar sem hún fór. Hún er ógleyman- leg ölium sem kynntust henni. Hún skilaði miklu lífsstarfi og kvaddi þennan heim södd lífdaga. Vinir og kunningjar hugsa nú til hennar með þakklæti og virðingu en sárastur er söknuður eftirlifandi barna, barnabarna og tengdafólks, en ljúfar minningar um látinn ást- vin munu verða þeim huggun harmi gegn. Ég og fjölskylda mín sendum þeim samúðarkveðjur. Á góðum stundum minntist Jó- hanna einstakrar náttúrufegurðar í átthögum sínum norður á Þórs- höfn. Hvergi birtist henni tign sköp- unarverksins með eftinninnilegri hætti en í tindrandi geislúm mið- nætursólarinnar — þar sem „nótt- laus voraldar veröld“ ríkir við ysta haf. Nú er hún horfin í ljós annars heims til eiginmanns síns og for- eldra og nýtur þar næðisstunda hjá því almætti sem öllu ræður. Ingólfur A. Þorkelsson í gærdag, fimmtudag 7. þ.m., var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför frú Jóhönnu Jó- hannsdóttur að Seljavegi 21 hér í bæ. Fór sú athöfn fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu, aðeins að við- stöddum börnum hennar og öðrum nánustu vandamönnum og vinum. Engu að síður skal hennar hér minnzt nokkrum orðurn, svo ágæt var hún í lífi sínu, allt til hinztu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.