Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 Fjármagnstekjur; Nýir flokkar spari- skírteina skattlagðir VAXTATEKJUR af nýjum flokkum spariskírteina ríkissjóðs verða skattlagðir með sama hætti og aðrar vaxtatekjur, verði tillögnr fjárrnagnsskattanefndar að veruleika. Nefhdin teíur hins vegar ekki réttlætanlegt að skattleggja vaxtatekjur af þegar útgefhum spariskírteinaflokkum. I áfangaskýrslu nefndarinnar segir að hafa verði í huga að stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau spariskírteini sem þegar hafa verið seld séu skattfijáls. „Það mundu sjálfsagt teljast brigð, ef vaxta- tekjur af þeim yrðu nú skattlagð- ar, þótt það væri í samræmi við lög,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Því leggur nefndin til að þegar útgefin skírteini verði skattfijáls. Hins vegar er lagt til að nýir flokkar spariskírteina verði skatt- lagðir. í skýrslunni segir: „Vextir og önnur kjör á þessum flokkum hafa ekki verið ákveðin og munu taka tillit til þess hvort um skatt- lagningu eða ekki verður að ræða. Það getur einnig beinlínis verið ríkinu í hag sem seljanda spari- skírteina að vaxtatekjur af þeim verði skattlagðar vegna skattfrels- is sumra fjármag-nseigenda. Því vill nefndin leggja það til að vaxta- tekjur á nýjum spariskírteina- flokkum verði skattlagðar með sama hætti og aðrar vaxtatekjur. Sama á við um húsbréf." Samhliða skattlagningu vaxta- tekna leggur nefndin til að formi vaxtabóta verði breytt til sam- ræmis. Þannig verði aðeins raun- vextir, það er vextir og verðbætur á þá, frádráttarbærir. Sama kerfi verði notað við ákvörðun þeirra og notað verði til að ákvarða vaxtatekjur. í skýrslunni segir: „Nefndin vill að lokum benda á í þessu sambandi, að bráðnauðsyn- legt er að breyta því að aðilar geti stóraukið frádráttarbæra vexti vegna húsnæðisnota með því einu að borga upp lán ogtaka ný.“ Heildartekjur ríkissjóðs vegna skattlagningar fjármagnstekna einstaklinga og lífeyrissjóða eru áætlaðar munu nema 3,2 milljörð- um króna, en á móti þeim eiga að koma endurgreiðslur og lækkun eignaskatts, þótt ekki sé á þessu stigi ljóst um hvaða upphæðir er þar að ræða. 60 flótta- menn koma frá Asíu RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið, að tillögu utanríkis- ráðherra, að taka við 60 flóttamönnum frá Suðaust- ur-Asíu á næstu 3 árum. Flóttamenn þessir verða úr flóttamannabúðum þar sem neyðin er hvað sárust, flestir frá Víetnam. Bjöm Friðfinnsson formað- ur flóttamannanefndar Rauða krossins segir að upphaf þessa máls megi rekja til heimsóknar Ole Wolfings forstöðumanns Norðurlandadeildar Flótta- mannahjálpar SÞ hingað til lands fyrir skömmu. Hann átti fundi með bæði dómsmálaráð- herra og utanríkisráðherra og fór þess á leit að íslendingar tækju þátt í, að taka við tölu- verðum fjölda flóttamanna frá búðum þar sem ástandið er nú skelfilegt. Fyrsti leikur ínýju íþróttahúsi Morgunblaðið/Júlíus Fyrsti leikurinn í nýju glæsilegu íþróttahúsi í Garðabæ var háður í gærkvöldi. íslenzka handknattleikslands- liðið lék gegn því austur-þýzka og tapaði 29:26. Heiðursgestur leiksins var þýzki handknattleiksmaðurinn Joachim Deckarm, sem slasaðist alvarlega í leik fyrir fjölda ára og hefur verið fatlaður síðan. Hann var sæmdur heiðursmerki HSÍ. Hér sést hann heilsa íslenzku landsliðsmönnunum. Ný ríkisstjórn á sunnudag: Framsókn samþykkir inngöngu Borgaraflokks Bæjarstjórn Eskifiarðar: Hörpu RE-342 fagnað * Atelur vinnubrögð Fiskveiðasjóðs og blaðamanna Morgunblaðsins Júlíus Sólnes verður hagstofuráðherra RÍKISRÁÐ, það er ríkisstjóm ásamt forseta, hefúr verið boðað til tveggja fúnda næstkomandi sunnudag. Á fyrri fúndinum mun Steingrímur Hermannsson biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt, en á þeim síðari kynnir hann nýtt ráðuneyti, sem mun inni- halda, auk gömlu ráðherranna, Óla Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra og Júlíus Sólnes, sem fara mun með uppstokkun sljóm- arráðsins, mótun atvinnustefinu og samstarfsmál Norðurlanda. Hefúr yerið ákveðið að Júlíus verði tengdur formlega við Hag- stofú Islands. Miðstjóm Framsóknarflokksins kom saman til fúndar í gærkvöldi og samþykkti þá að Borgaraflokkurinn kæmi inn í ríkisstjórnina. Bæjarstjórn EskiQarðar hef- ur ályktað um málefni Eskfirð- ings hf. Bæjarstjórain fagnar komu nótaveiðiskipsins Hörpu RE-342, en átelur jafiiframt vinnubrögð Fiskveiðasjóðs og blaðamanna Morgunblaðsins í þessu máli. Það var Hrafnkell A. Jónsson forseti bæjarstjómar sem flutti tillöguna og var hún samþykkt samhljóma. Orðrétt hljóðar ályktunin svo: „Bæjarstjóm Eskiíjarðar fagnar því að nýtt nótaveiðiskip, Harpa RE-342, hefur bæst í flota Esk- firðinga og lýsir yfir ánægju með það framtak og þá bjartsýni sem lýsir sér í áformum forráðamanna Eskfirðings hf. um smíði á nýju skipi, sem koma á í stað Eskfirð- ings SU-9, Hörpu RE-342 og fjög- urra smærri báta sem keyptir hafa verið til úreldingar. Bæjarstjóm Eskiijarðar lýsir yfir undmn og vanþóknun á vinnu- brögðum stjómar Fiskveiðasjóðs sem einkennst hafa af annarlegum sjónarmiðum í garð Eskfirðings hf. Bæjarstjóm Eskifjarðar telur ámælisvert að jafn víðlesið blað og Morgunblaðið skuli skrifa af jafnmiklu þekkingarleysi um mik- ilvæg atvinnumál ■ einstakra byggðarlaga og birst hafa í blað- inu að undanfömu. Jafnframt skorar bæjarstjórn Eskiijarðar á blaðamenn Morgunblaðsins að kynna sér betur en þeir virðast hafa gert málefni fyrirtækja á landsbyggðinni eins og Eskfirð- ings hf. á Eskifírði." Forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að bráðabirgðalog þyrfti að setja til þess að ráðherra án ráðuneytis gæti setið í stjóm- inni. Nú hefur hins vegar verið, ákveðið að sleppa slíkri lagasetn- ingu, en gera Júlíus Sólnes þess í stað ráðherra Hagstofunnar, sem samkvæmt stjórnarráðslögunum telst sérstakt ráðuneyti, en heyrir undir forsætisráðherra. Júlíus mun því fara með Hagstofuna fram að áramótum, auk sérverkefna sinna, en þá á hann að verða umhverfis- málaráðherra og forsætisráðherra fær Hagstofuna aftur. í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að til stæði að Borgara- flokkur hlyti embætti forseta neðri deildar. Óli Þ. Guðbjartsson segir svo ekki vera. Þetta embætti hafi ekki verið samningsatriði og um það aldrei neitt samið. Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins mun ijalla um stjórn- arsamstarfið í dag og á morgun. Flokksstjórn Alþýðuflokksins hitt- ist í fyrramálið. Búizt er við að á þessum fundum verði ráðahagur ríkisstjómar og Borgaraflokks samþykktur, þrátt fyrir óánægju einstakra þingmanna. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að málefna- samningur hinnar nýju ríkisstjóm- ar væri frágenginn en hann yrði ekki birtur fyrr en að afloknum miðstjómarfundum flokkanna. Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri Stálskips: Ætla að færa Patreksfirð- ingnm lí fsbj örgina að nýju GUÐRÚN Lámsdóttir, framkvæmdastjóri Stálskips hf., segir megin- ástæðuna fyrir því að fyrirtækið féll frá tilboði sínu í togarann Sig- urey vera að aðstandendur Stálskips töldu sig vera að fóma of miklu fyrir of lítið. „Við höfúm þurft að liggja undir þeim ásökunum að vera að eyðileggja byggðastefiiuna, kvótakerfið og taka lifsbjörgina frá Patreksfirðingum. Mér var bara ekki ljóst að svo væri,“ sagði Guðrún. „Nú er hins vegar búið að upplýsa mig rækilega um það á síðustu dögum og því færi ég Patreksfirðingum lífsbjörgina á ný í þorpið." Sigurey var slegin Stálskipi hf. á 257,5 m.kr. á nauðungaruppboði á eignum Hraðfrystihúss Patreksíjarð- ar þann 30. ágúst sl. Næst hæsta boð í Sigurey, 257 m.kr., átti fyrir- tækið Stapar hf. sem helstu aðilar í sjávarútvegi á Patreksfirði og Pat- rekshreppur stofnuðu í þeim tilgangi að halda togaranum á staðnum. Guðrún Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Stálskips, sendi Stefáni Skarphéðinssyni, sýslumanni á Patreksfirði, símskeyti á miðviku- dag, þar sem fyrirtækið féll frá til- boði sínu í Sigurey. Kemur fram í skeytinu að vanskil áhvílandi lána á skipinu hafi verið meiri en eigendur Stálskips gerðu sér grein fyrir í byij- un og að ekki hafi tekist að semja við veðhafa um greiðslur á þessum lánum. Guðrún Lárusdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samskipti Stálskips við Landsbanka og Fisk- veiðasjóð hefðu ávallt verið mjög góð og hefði hún ekkert út á þau að setja. Þetta væru viðskiptastofnanir sem þyrftu að vernda sína hags- muni. Hins vegar hefði framkoma Byggðastofnunar í málinu verið mjög ruddaleg og óréttlát. Hefði nánast legið fyrir af hálfu stofnunarinnar að enginn annar mætti bjóða í skipið en Patreksfirðingar. „Ég hef ekkert heyrt frá Stálskipi eftir kaup þeirra á Sigurey enda ekkert að semja um við fyrirtækið," sagði Guðmundur Malmqvist, for- stjóri Byggðastofnunar. „A uppboð- inu kom skýrt fram, áður en boðin hófust, að 40 milljóna króna lán okk- ar yrði gjaldfellt ef togarinn færi frá Patreksfirði. Fari Sigurey aftur til Patreksfjarðar munum við veita nýj- um eignaraðilum þar þessar 40 millj- ónir sem Ián.“ Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbanka, sagði ekki hafa staðið á þeim í Landsbankanum í þessu máli. „Við ætluðum ekki að segja upp lánum okkar en eins og jafnan er þegar eigendaskipti af þessu tagi fara fram þá gerðum við kröfu um að vanskil væru gerð upp.“ Sverrir sagði vanskil á lánum hafa verið um 28 m.kr. og um 90 m.kr. til viðbótar væru áhvílandi með góðum veðum. Alls væri því um að ræða 120 m.kr. Svavar Ármannsson, aðstoðarfor- stjóri Fiskveiðasjóðs, sagði Fisk- veiðasjóð eiga veð fyrir 40-50 m.kr. í Sigurey. Overulegur hluti þeirrar upphæðar, u.þ.b. 1,5 m.kr., væri í vanskilum. „Fulltrúar Stálskips ræddu við okkur strax eftir uppboðið um það hvort lánin mættu standa að öðru leyti en því að vanskilin yrðu greidd. Þau fengu að vísu ekki fulln- aðarsvar, en við gerðum enga kröfu, umfram það, að vanskilin yrðu greidd,“ sagði Svavar. Málið er nú höndum uppboðs- haldara, Stefáns Skarphéðinssonar, sýslumanns á Patreksfirði, sem sker úr um það hvort gengið verði að næsta tilboði, tilboði Stapa, eða hald- ið nýtt uppboð. Á mánudag verður haldinn fundur með helstu veðhöfum og rætt um framhald málsins. Mun sýslumaður taka ákvörðun sína í framhaldi af því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.