Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 Símar 35408 og 83033 MIÐBÆR Lindargata frá 39-63 o.fl. KOPAVOGUR Sunnubraut Mánabraut 0DEXION MAXI-plastskúffur varðveita smáhluti Margar stœrðir og litir fyrirliggjandi. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 fClK f fréttum RIFRILDI Demi og Bruce Leikarahjónin Demi Moore og Bruce Willis búa í húsi sínu í Malibu í Kaliforníu. Flest- ir myndu telja að íjölskyldulíf þeirra væri mjög gott en þegar nágrannakona heyrði öskur og morðhótanir koma frá húsi þeirra þorði hún ekki annað en að hringja á lögregluna. Þegar lögreglumennirnir komu á stað- inn sáu þeir hins vegar Bruce og Demi standa með handrit í hönd og æfa hjónarifrildi. Þeir gátu því farið á brott en út- skýrðu misskilninginn fyrst fyrir nágrannanum. Konugreyið varð miður sín og sendi Bruce og Demi nýbakaðar smákökur og •afsökunarbeiðni. SAMSTARF Bylgja.il og Sljarnan undir sama þaki Utvarpsstöðin Bylgjan er þriggja ára um þessar mundir og í síðustu viku flutti Öll starfsemi hennar í Sigtún 7, þar sem Stjarnan er einnig til húsa. Hljóðver útvarps- stöðvanna eru nú hlið við hlið í kjall- ara hússins en fréttastofa og yfir- stjórn er á hæðinni fyrir ofan. Dag- inn sem Bylgjan flutti var efnt til móttöku fyrir ýmsa velunnara stöðvanna og þá voru þessar mynd- ir teknar. Sigurður Gísli Pálmason, Steinar Berg og Jón Sigurðsson. Morgunblaðið/BAR Hjörtur Hjartarson og Kristján G. Kjartansson ræðast við. Jón Ólafsson les upp kveðju frá starfsfólki. Til hliðar við hann eru Valdís Gunnarsdóttir og Bjarni Ólafur Guðmundsson. Þrír plötusnúðar, þeir Leopold Sveinsson, Jónatan Garðarson og Kjartan „Daddi“ Guðbergsson. 'm&MFI I Morgunblaðið/Einar Falur SKEMMTISTAÐUR Kaos við Austurvöll Pakkhús postulanna er hópur myndlistar- manna, plötusnúða, hönnuða og kvik- myndagerðarmanna sem staðið hefur fyrir ýmsum uppákomum og skemmtunum í seinni tíð. Skemmtanirnar hafa verið haldnar á ýmsum stöðum; líkamsræktarstöð, hlöðu í Ólfusi og fundasal stjórnmálaflokks. Nú hafa postularnir fengið til umráða staðinn Gull við Austurvöll og hyggjast standa þar fyrir uppá- komum næstu daga. Opnunarhátíð verður næstkomandi laugardagskvöld og eftir það mun staðurinn heita Kaos. í' stuttu spjalli sagði einn postulanna að bryddað yrði upp á ýmsum nýjungum og reynt að fella saman danstónlist, lýsingu, hreyfimyndir og mynd- list til að skapa nýtt andrúmsloft á staðnum. Á myndinni má sjá hvar myndlistarpostu- lar leggja síðustu hönd á myndskreytingar. ^Artline «59^ K Y N N I N G við Hlemm GEFUR LÍNUNNI LIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.