Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGÚR 8. SEPTEMBER 1989 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag er það umfjöllun um hið dæmigerða fyrir Vatns- berann (21. janúar — 19. febrúar) og Fiskamerkið (19. febrúar — 19. mars) í ást og samstarfi. YJirvegun Vatnsberinn er tilfinninga- lega sjálfstæður og yfirvegað- ur. Hann leggur áherslu á að skynsemi stjórni tilfinningum og er illá við að missa stjóm á sér eða sýna einhver kjána- læti og afkáraskap. Sjálfsagj er honum því mikilvægur. I ’ daglegri umgengni er hann yfirleitt vingjarnlegur og þægilegur. Hiti og kuldi Framangreint þýðir að Vatns- berinn er hinn skynsami elsk- hugi, maður sem heldur aftur af tilfínningum sínum og sýn- ir þær einungis við sérstök tækifæri. Hann getur verið heitur, en er einnig kaldur þess á milli. Sérstakt fólk Vatnsberinn laðast að hug- myndaríkum og sérstökum mönnum, þeim sem eru öðru- vísi og hafa eitthvað sérstakt fram að færa og eru því for- vitnilegir í viðkynningu. Hann gerir þá kröfu að vinir hans séu ekki of nærgöngulir við hann sjálfan eða ætli sér að gleypa hann með húð og hári. Þegar hann á annað borð hef- ur gefið sig er hann trygg- lyndur í ást. Vinátta og hug- myndalegur samhljómur, að hægt sé að tala við ástvininn, er forsenda ástar þegar Vatnsberinn er annars vegar. Nœmleiki Fiskurinn hefur næmar og sterkar tilfinningar. Hann er viðkvæmur o'g verður fyrir miklum áhrifum af því sem er að gerast í umhverfinu. Hann er skiiningsríkur og umburðarlyndur og oftast þægilegur í daglegri um- gengni, þó hann geti verið mislyndur og misjafn. Fórn Algengt er að Fiskurinn fórni sér fyrir ástvin sinn, þegar hann á annað borð verður ástfanginn. Það þýðir að hann á til að hugsa ekki um eigin þarfir og gefa allt sem hann á til ástvinarins. Svo langt gengur hann ekki alltaf og því má einnig segja að hann sé oft á tíðum næmur og til- litssamur elskhugi. Samúö Fiskurinn vorkennir fólki sem á bágt. Hann lendir því oft í hlutverki sálusorgara og verð- ur fyrir því að vinir hans trúa honum fyrir öllum möguleg- um og ómögulegum málum. Fiskurinn hænist oft að fólki sem er á einhvem hátt dular- fullt, sem hefur áhuga á and- Iegum og sálrænum málum, er listrænt og menningarlega sinnað. í ástum er hann oft rómantískur. Það sem hins vegar skiptir máli þegar Fisk- urinn er annars vegar er að tákn hans eru tveir Fiskar sem synda hvor í sína áttina. Annar Fiskurinn er næmur og hlustar á þarfir ástvinar síns. Hinn á til að slá sporðin- um snögglega í vatnið og synda í burt. Fiskurinn er því oft óútreiknanlegur í ást. Mörg merki Þessi umfjöllun um merkin í ást miðast við hið dæmígerða merki. Staða Sólarinnar, eða grunneðli okkar, • hefur tölu- .vert að segja í sambandi við • ástina. Staða Tunglsins segir einnfg töluvert, eða það hverj- ar daglegar tilfinningaþarfir okkar eru. Venus og Mars hafa síðan töluvert með róm- antík og kyniíf að gera. Það þarf því að tengja saman, ef við viljum fá heilsteypta mynd af ákveðnum einstaklingum. GARPUR GRETTIR 7-18 BRENDA STARR LJÓSKA SMÁFÓLK YES, MA'AM, IT U)A5 VERV UIIMPH' THI5 M0RNIN6.. Já, kennari, það var mjög hvasst í morgun. WHEN U/E U/ERE UIALKIN6 (6UT U)E PIPN'T LET IT \ TO 5CH00L/ LEAVE5, ANP V 5T0P US, MA'AMÍ ) PAPER ANP BRANCHE5 U)ERE , < 3LOUOING ALL OVEK... L ^ /júíf n\ i/x J ^ Bf Ji ■ Þegar við vorum að labba í skólann voru lauf, pappír og greinar að Ijúka um allt... En við létum það ekki aftra okkur, kennari! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Heldur uppburðarlitill blindur og þægilegt útspil makkers svæfðu austur í vörnina gegn spaðageimi suðurs. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 1084 V 842 ♦ 964 ♦ DG93 Austur ♦ K63 V ÁK95 ♦ 1075 + K84 Suður ♦ ÁDG95 V 106 ♦ ÁK85 ♦ Á6 Vestur Norður Austur Suður — Pass 1 grand Dobl Pass 2 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspii: hjartadrottning. Austur kallaði og vestur spil- aði áfram hjarta. Ef við setjum okkur í spor austurs virðist fátt sjálfsagðara en spila þriðja hjartanu. Sem hann gerði. Suður trompaði og spilaði þrisvar tígli! Það hafði ótrúleg áhrif, því hvetju sem vestur spil- ar, kemst blindur inn. Sagnhafi getur svo dundað sér við að svíða svörtu kóngana af austri. Sjái austur þessa stöðu fyrir getur hann varist með því að skipta yfir í tígul í þriðja slag og halda þannig opinni útgöngu- leið á hjarta. Vestur ♦ 72 ▼ DG73 ♦ DG2 ♦ 10752 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Marseille í Frakklandi í sumar kom þessi staða upp í skák júgóslavneska stórmeistarans Todorcevic og Mikhails Tal, fyrrum heimsmeist- ara, sem hafði svart og átti leik. 18. - Rdbí!, 19. cxb4 - Rxb4, 20. Dc3 - Dxd3, (Lakara var hins vegar 20. - Rxd3, 21. Rfxe5!) 21. Ra3 - e4, 22. Dxd3 - Rxd3, 23. Hxe4 - Rxcl, 24. Hxcl - Bxb2, 25. Hxc7 - Hdl+, 26. Hel - Hxel+, 27. Rxel - Bxa3 og svartur hefur léttunnið enda- tafl. Úrslit á mótinu urðu þau að stórmeistararnir Kozul og Tod- orcevic, Júgóslavíu og Dorfman, Sovétríkjunum, sigruðu með 5 v. af 8 mögulegum, en Tal og Kanadamaðurinn Spraggett komu næstir með 414 v. Þetta var fyrsta mót Tal eftir langa sjúkrahúslegu í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.