Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 40
SJÓVÁOIdÁLMENNAR
FELAG FOLKSINS
EINKAREIKNINGUR Þ/NN
í LANDSBANKANUM
_________________MA
FOSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Fimist kaup-
verðið vera
jnjög hátt
- segirbanka-
stjóri Samvinnu-
banka Islands
„EF Landsbankinn greiðir
700-1000 milljónir króna fyrir 52%
hlut í Samvinnubankanum finnst
mér það mjög hátt verð,“ sagði
Geir Magnússon, bankastjóri Sam-
vinnubankans, í samtali við Morg-
unblaðið. Ríkisendurskoðun hefur
óskað eftir því við Landsbankann
að hann láti í té gögn um kaupin.
- Geir Magnússon sagði að útibú
' Í5amvinnubankans væru 19 talsins,
þar af 3 í Reykjavík, og um síðastlið-
in áramót hefðu starfsmenn Sam-
vinnubankans verið 244 talsins í 224
stöðugildum’. „Samvinnubankinn var
stofnaður með sérstökum lögum á
sínum tíma þar sem honum var gert
að þjóna samvinnufélögum sérstak-
lega. Þau eru með um 17% af útlán-
um bankans og hafa milligöngu um
10% til viðbótar, sem fara til land-
búnaðar," sagði Geir.
m* Ríkisendurskoðun hefur óskað eft-
ir því við Landsbankann að hann láti
í té gögn um kaup bankans á Sam-
vinnubankanum. Því neita banka-
stjórar Landsbankans, nema banka-
ráð hans samþykki kaupin á fundi
sínum á sunnudag.
Ekki náðist í Halldór V. Sigurðs-
son ríkisendurskoðanda í gærkvöldi,
en í fréttum útvarps var haft eftir
honum að Ríkisendurskoðun hefði
haft frumkvæði að endurskoðun á
kaupunum, enda sé henni skylt að
hafa eftirlit með Landsbankanum.
Útsýnish úsið glerjað
Morgunblaöið/Julius
Að undanförnu hefúr verið unnið við að glerja útsýnishúsið á
hitaveitutönkunum í Oskjuhlíð og er verkið rúmlega hálfnað að
sögn Jóhannesar Zoega verkeftiissljóra. Grindin í hvolfþakinu er
hol að innan og verður hún fyllt með vatni ýmist heitu eða köldu
allt eftir veðri. Efst má sjá útloftun úr loftræstikerfínu en á miðju
þakinu verður flugvallarvitinn, sem er á gömlu tönkunum, settur
upp strax í haust. Þá er til öryggis gert ráð fyrir opnanlegum
fögum í efstu gluggaröð til að hleypa út reyk ef svo slysalega vill
til að eldur komi upp.
^Svona munu hinar nýju Boeing 757-200 þotur, sem afhentar
verða í mars á næsta ári, líta út í einkennislitum Flugleiða.
Flugleiðir:
Ákveðið að fljúga
til Baltimore á ný
STJÓRN Flugleiða samþykkti í gær að helja flug til Baltimore
í Bandaríkjunum á ný og verður flogið fjórum sinnum í viku.
Er gert ráð fyrir að fyrsta ferðin verði í apríl á næsta ári. Flugi
til Baltimore var hætt tímabundið þegar rekstur á Norður-
Atlantshafsleiðum Flugleiða var dreginn saman.
Tvær Boeing 757-200 vélar, aðsmálum opni möguleikann á því
sem Flugleiðir hafa fest kaup á
til flugs á Norður-Atlantshafsleið-
unum koma til landsins í byijun
næsta árs. Telur fyrirtækið að ný
tæki og breyttar áherslur í mark-
að reka flug til Baltimore með
hagnaði. Áfram verður flogið til
núverandi áfangastaða Flugleiða
í Bandaríkjunum, Orlando og New
York.
Deilur á vinnumarkaði harðna:
Mj ólkurfræðingar liafa
boðað yfirvinnubann
Samninganeftidir ÍS AL fimda i dag
MJÓLKURFRÆÐINGAR boðuðu í gær yfirvinnubann, sem taka á gildi
á fóstudag eftir viku. Samningafundur um deilu þeirra og viðsemjenda
verður væntanlega boðaður í næstu viku. Þá hefúr fúndur verið ákveð-
inn með samninganefnd tíu verkalýðsfélaga starfsmanna Islenska álfé-
lagsins og forsvarsmanna þess og Vinnuveitendasambands íslands í
dag klukkan 10. Á fundum starfsmanna í fyrradag var ákveðið að afla
verkfallsheimilda hjá viðkomandi verkalýðsfélögum. Þá hafa rafvirkjar
og rafeindavirkjar í ríkisþjónustu, sem eru um 200, einnig óskað verk-
fallsheimildar.
Innan Félags mjólkurfræðinga eru
um 100 manns. Félagið hefur þegar
aflað sér heimildar til verkfallsboð-
unar, en Kristján Larsen, formaður
félagsins, sagði að ekki hefði verið
tekin nein ákvörðun um að boða til
þess. Kristján sagði að viðsemjendur
mjólkurfræðinga, VSÍ og Vinnu-
málasamband samvinnufélaganna,
hefðu ekki fengist til að ræða kröfur
um ýmis sérmál og því ekkert miðað
í samkomulagsátt.
Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna ÍSAL, sagði að
ekkert hefði ennþágengið í viðræð-
um starfsmanna ISAL, þar sem
ágreiningur væri um viðmiðanir. Þá
hefðu starfsmenn viljað ræða samn-
ing til lengri tíma, en áhugi á því
hefði ekki reynst fyrir hendi hjá við-
semjendum. Nú væri verið að ræða
samning til 5-6 mánaða. Hann sagð-
ist eiga von á leitað yrði allra leiða
um helgina til að leysa málið, en
hann væri hóflega bjartsýnn.
Magnús Geirsson, formaður Raf-
iðnaðarsambands íslands, sagði að
trúnaðarráð félaga innan sambands-
ins, Félags rafeindavirkja og Félags
íslenskra rafvirkja, funduðu væntan-
lega á mánudag og tækju þar af-
stöðu til beiðnar félagsmanna, sem
starfa hjá ÍSAL og ríkisstofnunum,
um verkfallsheimild. „Vi_ð vonum að
á samningafundi með ÍSAL í dag
náist samkomulag, svo til verkfalls-
boðunar þurfi ekki að koma. Hins
vegar höfum við fundað þrisvar með
samninganefnd ríkisins, en nú hefur
samninganefndin óskað eftir hléi á
viðræðunum, án þess að nokkur
árangur hafi náðst.“
Auk samninga við ÍSAL og ríkið
eru samningar rafvirkja og rafeinda-
virkja við Reykjavíkurborg lausir.
„Viðræður eru í gangi og ekki talin
ástæða til að þrýsta þar á nú,“ sagði
Magnús. Sama sagði hann gilda um
samninga rafvirkja og rafeindavirkja
við Rafmagnsveitur ríkisins, á al-
mennum verkstæðum, hjá rafverk-
tökum og rafeindavirkjaverktökum.
Sáttafundur var í gær um kjara-
deilu flugvirkja hjá Landhelgisgæsl-
unni og ríkisvaldsins. Flugvirkjar
lögðu fram gagntilboð, en samninga-
nefnd ríkisins tók sér frest fram yfir
helgi til að taka afstöðu til þess.
Fundur verður á mánudag klukkan 9.
Hj ólastólaferðin:
Ferðalok á
Lækjartorgi
„VIÐ ætlum að ljúka ferðinni á
Lækjartorgi í dag klukkan
15-15.30. Þar tekur meðal annarra
á móti okkur heiðursgestur Sjálfs-
bjargar, Joachim Deckarm, sem
varð heimsmeistari í handbolta
með Vestur-Þjóðverjum árið
1978,“ sagði Jóhann Pétur Sveins-
son, formaður Sjálfsbjargar.
Fjórir félagar í Sjálfsbjörg hafa
frá því á sunnudag ferðast í hjólastól-
um frá Akureyri til Reykjavíkur.
Jóhann sagði að fjársöfnun Sjálfs-
bjargar gengi vonum framar. I dag
er aðaldagur í söfnunarátakinu. Flutt
verður dagskrá á Rás 2, frá klukkan
8.30-18, og í ríkissjónvarpinu verður
sýndur þáttur að loknum fréttum.