Morgunblaðið - 29.09.1989, Síða 24

Morgunblaðið - 29.09.1989, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAQUR 29, SEPTEMBER 1989 Undirverktakastarf- semi hefur feerst í vöxt Alþýðusamband Norðurlands varar við slíkri starfsemi Undirverktakastarfsemi hefur aukist nokkuð að undanfornu, að sögn Björns Snæbjörnssonar vara- formanns Verkalýðsfélagsins Ein- ingar. Á þingi Alþýðusambands Norðurlands sem haldið var á 111- ugastöðum i Fnjóskadal um síðustu helgi var samþykkt álykt- un þar sem þingið varaði mjög við hverskonar undirverktakastarf- semi einstaklinga, „sem eru fyrst og fremst fólgin í því að skerða rétt verkafólks, t.d. til veikinda- daga, ellilífeyris, örorkulífeyris og fleiri félagslegra rétlinda", eins og segir í ályktuninni. Björn Snæbjörnsson varaformaður Einingar sagði að undirverktaka- starfsemi hefði aukist nokkuð að undanförnu og því hefði full ástæða þótt til að álykta um málið. Hann sagði að einkum væri um slíka starf- semi að ræða í tengslum við mann- virkjagerð ýmiskonar. Fólki væri þá boðin ákveðin íjárhæð fyrir að inna af hendi ákveðin verkefni, en iðulega gerði fólk sér ekki grein fyrir hvað nákvæmlega fælist f þessum tilboð- um. „Þess eru dæmi að fólk vakni síðan upp við vondan draum þegar það gerir sér grein fyrir að það hefur engin félagsleg réttindi, eins og til dæmis varðandi bætur vegna slysa Matthías Johannessen skáld og Pétur Jónasson gítarleikari flytja dagskrá sem byggist á samspili ljóðs og gítars á Sal Menntaskólans á Akureyri í kvöld klukkan 9. Ljóðalestur og gít- arleikur á Sal MA Matthías og Pétur - ljóð og gítar LJÓÐAKLÚBBUR Almenna bókafélagsins efnir til bók- mennta- og tónlistardagskrár á Sal Menntaskólans á Akureyri, í kvöld, föstudagskvöldið 29. sept- ember klukkan níu. Þar munu þeir Matthías Johannessen skáld og Pétur Jónasson gítarleikari flytja dagskrá sem byggist á sam- spili ljóðs og gítars. Á efnisskránni verður meðal ann- ars verk eftir Atla Heimi: Veglaust haf, nfu hugleiðingar um samnefnt ljóð eftir Matthías, auk þess sem leiknir verða þættir úr verkinu Til- Laugardagur: Dansleikur Hliómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi. Hótel KEA KA: og fleira þess háttar," sagði Björn. Hann sagði einnig að oft væri fólki boðin upphæð fyrir ákveðin verk sem virtist í fyrstu vera þokkalega há, en þá gleymdist að reikna orlof og fleira þess háttar með. , „Það er fyllsta ástæða fyrir fólk að vera á verði gagnvart undir- verktakastarfsemi, þar sem hún skerðir réttindi verkafólks verulega og þegar í óefni er komið er ekkert hægþ að gera í málinu," sagði Björn. brigði við jómfrú eftir Kjartan Ólafsson. Matthías Johannessen er eitt af ágætustu skáldum okkar íslendinga og hefur sent frá sér á annan tug ljóðabóka sem allar hafa hlotið verðskuldaða athygli. Pétur Jónasson er meðal bestu hljóðfæraleikara okkar. Hann kem- ur reglulega fram sem einleikari, kennir á námskeiðum og leikur í útvarp og sjónvarp, hér heima og erlendis. Það má því fullyrða að samleikur þeirra Matthíasar og Péturs verður athyglisverður og spennandi listviðburður. Dagskráin vei'ður hljóðrituð. (Fréttatilk. frá Almenna bókafél.aginu) A Arskógsströnd: Vinnslu á 70 tonnum af norskri rækju að ljúka LOKIÐ verður við að vinna uin 70 tonn af rækju hjá Árveri hf. á Árskógsströnd nú á næstunni, en rækjan var keypt fyrir um mánuði frá Noregi. Þunglcga horfir með hráefnisöflun á inn- anlandsmarkaði og horfa menn einkum til Noregs varðandi kaup á hráefni. Pétur Geir Helgason fram- kvæmdastjóri Árvers segir að menn hafi allar klær úti varðandi útvegun hráefnis, en þeir bátar sem veitt hafa fyrir verksmiðjuna eru búnir að veiða þann kvóta sem þeim var úthlutað. Pétur segir að um 100-150 tonn af rækju þurfi til verksmiðjunnar á mánuði til að unnt verði að halda uppi fullri dag- vinnu. Um tuttugu manns vinna hjá verksmiðjunni nú, sem er eitt- hvað færra en var í sumar. Pétur segir að menn horfi eink- um til Noregs varðandi kaup á hráefni, en samkeppnin sé afar hörð, bæði þurfi að keppa við rækjuvinnslur þar í landi og einnig hér. „Þetta er afskaplega þungur markaður, en við erum tilbúnir að kaupa hráefni og greiða sanngjarnt verð fyrir,“ sagði Pétur. Mo.rgunblaðið/Rúnar Þór Magnús Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Alfred Taufel brugg- meistari Sanitas með Viking-bjórinn sem settur var á inarkað í gær. Einnig hafa þeir Sanitasmenn hafið framleiðslu á bjór í ein- nota glerflöskum, sem gert er að óskum kaupenda. Sanitas hf. Akureyri: Ný bjórtegnnd sett á markað 1 gær Framleiðsla hafin á bjór 1 flöskum SANITAS á Akureyri setti nýjan bjór á markaðinn í gær, en þar er um að ræða gamlan kunningja þeirra Sanitasmanna sem er Viking. Þá hefur verksmiðjan einnig fjárfest í tækjum til að fram- leiða bjór í einnota flöskum og í gær var fyrsta sendingin af Löwen- brau send í útsölur ÁTVR í slíkum umbúðum. Magnús Þorsteinsson fram- um að ræða bjórtegund sem áður kvæmdastjóri Sanitas hf. á Akur- eyri sagði að verið væri að mæta óskum fjölmargra kaupenda með því að bjóða upp á bjór í flöskum. „Það eru margir sem heldur kjósa að kaupa bjór á flöskum og okkur þótti sjálfsagt að verða við þessum óskum,“ sagði Magnús. Sanitas hefur leitað tilboða í tæki svo unnt verði að bjóða kaupendum upp á bjór í flöskum og svara jafnframt kröfum þeim sem gerðar eru af áfengisversluninni um sex flöskur í kippu. í gær dreifði Sanitas nýrri bjór- tegund í útsölur ÁTVR, en þar er var framleidd hjá verksmiðjunni fyrir Fríhöfnina. Þar er um að ræða Viking-bjór og verður hann seldur jafnt á flöskum og í dósum. „Við erum afar stoltir af þessum bjór,“ sagði Magnús. Þá er á döfinni hjá Sanitas að framleiða Lageröl í einnota flöskum og einnig er verið að þróa nýja bjór- tegund hjá verksmiðjunni, sem yrði sú fimmta sem framleidd er hjá Sanitas. Síðustu tvo mánuði hefur þýskur bruggmeistari, Alfred Tauf- el, starfað hjá verksmiðjunni, en hann hefur yfir þijátíu ára starfs- reynslu af bruggun bjórs. Hóf fyrir þá yngstu Knattspyrnudeild KA efnir til hófs fyrir yngstu KA-börnin í Sjallanum næstkomandi sunnu- dag, 1. oklóber, og hefst það kl. 14.00. Jafnframt verður þetta lokahóf með viðeigandi verðlaunaveitingum og fyrir drengi 12 ára og yngri og stúlkur að 14 ára aldri. Fyrir eldri þátttakendur verður haldið hóf í Sjallanum fimmtudaginn 5. október næstkomandi og hefst það kl. 21. Sífellt fleiri sækja í full- orðinsfræðslu hjá VMA Hátt á fimmta hundrað manns á námskeiðum og í öldungadeild ALLT stefnir í að um vel á fimmta hundrað manns stundi nám við öldungadeild Verkmenntaskólans á Akureyri eða á hátt í fjör- utíu námskeiðum sem skólinn býður upp á í haust. Um tvö hundr- uð manns eru skráðir til náms í öldungadeild skólans, sem er 20-25% aukning miðað við síðasta ár. Þá býður skólinn upp á fjölmörg námskeið sem ýmist eru þegar hafin eða eru að hefjast á næstunni og heíur þátttaka í þau verið mjög góð. Hálfdán Örnólfsson kennslu- að leggja öldungadeild Mennta- stjóri öldungadeildar og fullorð- insfræðslu sagði að aukningin í öldungadeildinni styrkti deildina mjög og gerði kleift að bjóða upp á fjölbreyttara nám. Hann sagði að um tvö hundruð manns stun- duðu nám í öldungadeildinni, sem væri töluverð fjölgun frá síðasta ári. Fjölgunina sagði hann vera 20-25%. Ýmist væri um að ræða fólk sem stefndi að stúdentsprófi eða að almennu verslunarprófi, þ.e. tveggja ára námi. Skýringu á þeirri miklu fjölgun sem orðið hefur í öldungadeildinni sagði hann m.a. þá að verið er skólans á Akureyri niður í áföng- um og því hefðu fleiri bæst í hóp VMA-nema. Þá sagði hann að almennt atvinnuástand hefði einn- ig sín áhrif. „Þegar dregur úr þenslu á vinnumarkaði gefst fólki meira svigrúm til að stunda nám, en ég býst svo aftur við að ef verulega harðnaði á dalnum þá myndi ásóknin aftur minnka, því vissulega hefur það nokkurn kostnað í för með sér að sækja námskeiðin," sagði Hálfdán. Við Verkmenntaskólann er boðið upp á hátt í Ijörutíu nám- skeið af ýmsu tagi og flest þeirra að fara af stað þessa dagana, en sum eru þegar hafin. Hluti nám- skeiðanna er haldinn á vegum Akureyrarbæjar og greiðir bærínn ýmist hluta af kostnaði við þau eða ber allan kostnað, t.d. við námskeið fyrir ófaglært starfsfólk samkvæmt kjarasamningum. Hálfdán sagði að undirtektir al- mennings vegna námskeiðanna hefðu verið góðar og væri búið að fylla mörg þeirra. Nú þegar hafa hátt á annað hundrað manns skráð sig á hin ýmsu námskeið, en skráningu er ekki lokið á þau öll og sagði Hálfdán að ef þátt- taka yrði jafnmikil í þeim nám- skeiðum sem enn hafa ekki farið í gang og þeim sem hafin eru mætti gera ráð fyrir að heildar- fjöldi á námskeiðum skólans að viðbættri öldungadeildinni yrði hátt á fimmta hundrað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.