Morgunblaðið - 29.10.1989, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGINIIR
SUNNUDAGUR 29. OKTOBER 1989»
llliiliir ffélags-
lega húsnæð-
ísins mandí
Almenn húsnæðlslán 35%
minni en á sama tíma í fyrra
Útlán úr Byggingasjóði ríkisins námu 4.141 millj. kr.
fram til 1. október sl., þar af 1.333 millj. kr. til nýbygg-
inga og 1.806 millj. kr. til eldra húsnæðis. Á sama
tíma námu lán úr Byggingasjóði verkamanna 1.863
millj. kr. og virðist ljóst, að hlutur lána til byggingar
félagsleg húsnæðis muni aukast venilega á þessu
ári. Almenn húsnæðislán eru hins vegar tæpl. 35%
minni að raungildi en í fyrra. Kemur þetta íram í
upplýsingum frá Húsnæðisstofnun ríkisins.
Ífyrra var lokið við 1604
íbúðir á landinu öllu sam-
kvæmt bráðabirgðaupplýs-
ingum frá Þjóðhagsstofnun.
Það er 2,5% aukning frá
árinu á undan, en þá var
lokið við smíði 1565 íbúða.
Fjöldi fullgerðra íbúða í fyrra
var mjög svipaður og meðal-
tal áranna 1981-1988, sem
er 1635 íbúðir á ári. Mun
meira var samt smíðað af
nýjum íbúðum á árunum
1971-1980 eða 2081 ný íbúð
á ári að meðaltali. Er frá
þessu skýrt í nýútkomnu
fréttabréfi Húsnæðisstofn-
unarinnar.
í fyrra var lokið við smíði
849 nýrra íbúða í fjölbýli,
sem er hæsta hlutfall fjölbýl-
isíbúða frá upphafi og í
fyrsta sinn síðan 1972, sem
fleiri íbúðir eru byggðar í
fjölbýli en í sérbýli. A árun-
um 1985-1987 var þetta
hlutfall um 40% af heildinni.
í fyrra var meðalstærð
fullgerðra íbúða á landinu
462 rúmmetrar, sem er svip-
uð tala og árið á undan,
þegar hún var 451,8 rúm-
metrar. Þegar árin 1985-
1988 eru borin saman við.
næstu ijögur ár þar á und-
an, kemur ennfremur í ljós,
að meðalíbúðin hefur minnk-
að úr 490 rúmmetrum í 460.
Sérbýlishúsnæði fer samt
enn stækkandi, þannig að
minni meðalstærð nýrra
íbúða í heild stafar fyrst og
fremst af auknu hlutfalli
fjölbýlisíbúða í nýbygging-
um.
Líkleg skýring á aukningu
meðalstærðar sérbýlis á
síðasta ári er talin hin mikla
aukning kaupmáttar ráð-
stöfunartekna, sem varð árin
1985, 1986 og 1987, en hún
varð samkvæmt ársskýrslu
Seðlabankans 1988 48% að
raunvirði á þessu þriggja ára
tímabili. Minnkandi meðal-
stærð fjölbýiisíbúða er í
fyrsta lagi talin geta stafað
af mikilli aukningu í bygg-
ingu íbúða fyrir aldraða, en
þær eru yfirleitt litlar og í
öðru lagi af fleiri nýjum fjöl-
býlisíbúðum á félagslegum
grundvelli, en þær eru yfir-
leitt einnig litlar.
íbúðirnar í raðhúsinu við Grenihlíð eru á tveimur hæðum, en húsinu er skipt upp í fjórar
einingar.
Verkamannabústaðir:
Atta ny jar íbuólr aff-
hentar á Sauóárlcróki
í síðastliðinni viku afhenti stjórn verkamannabústaða á Sauðár-
króki átta nýjar íbúðir í raðhúsi við götuna Grenihlíð þar í bæ.
Bygging ibúðanna hófst á miðju síðasta ári og gekk samkvæmt
áætlun. Raðhúsið er í enda götunnar í framhaldi aftveggja hæða
húsum, sem þar eru. Sljórn verkamannabústaða, fékk einnig út-
hlutað lóð á götunni fyrir ofan og þar er nú nýlega hafin bygging
þriggja parhúsa.
Ibúðirnar í raðhúsinu við
Grenihlíð eru á tveimur hæðum,
en húsinu er skipt upp í fjórar
einingar. Á jarðhæð hverrar ein-
ingar er tveggja herbergja íbúð
en á efri hæð er þriggja herbergja
íbúð. íbúðirnar eru með sér inn-
gang og eru sjálfstæðar að öllu
leyti.
Bygging íbúðanna var boðin út
og var lægstbjóðanda, verktaka-
fyrirtækinu Friðrik Jónssyni sf.,
falið að sjá um framkvæmd þess.
Friðrik Jónsson og synir hafa á
undanförnum áium verið lægst-
bjóðendur í verk, sem hafa verið
boðin út á vegum stjórnar verka-
mannabústaða á Sauðárkróki, og
reyndar fleiri aðila.
Tæknideild Húsnæðisstofnunar,
sá um gerð deiliskipulags og hönn-
un mannvirkja á lóð stjórnar
verkamannabústaða, auk gerð út-
boðsgagna og verksamningá.
Hönnun Grenihlíðar 26-32 var í
höndum Sigurbergs Árnasonar,
arkitekts og tæknifræðinganna
Guðna F. Guðjónssonar og Gísla
Gíslasonar, en þeir em starfsmenn
á tæknideild Húsnæðisstofnunar.
Magnús Siguroddsson rafmagns-
tæknifræðingur sá um hönnun
raflagna, en Guðmundur Ragnare-
son sá um eftirlit með byggingu
húsanna af hálfu Sauðárkróks-
bæjar.
Eins og þetta síðasta verk ber
vitni um, þá er vel staðið að upp-
byggingu húsnæðis á félagslegum
gnindvelli á Sauðárkróki. Auk
þeirra íbúða, sem þegar er hafín
bygging á, er stjóm verkamanna-
bústaða þegar farin að huga að
framkvæmdum, sem hún hyggst
ráðast í á næstu árum.
SMIÐJAIM
FJnangnin
-raki-mygla
Á SÍÐUSTU árum hefúr þó nokk-
uð verið rætt og ritað um að
þörfsé áað við einangrum hús
okkar betur. Húsnæðismálastofn-
un hefur veitt húseigendum lán
til viðgerða á húsum sínum, m.a.
í þessu skyni.
Vegna erfiðs veðurfars á landi
okkar og ásóknar raka inn í
steinsteyptu húsin hallast nú æ
fieiri að því að skynsamlegast sé
að klæða hús að utan með
regnkápu. Því
verki fylgir oftast
að útveggirnir eru
einangraðir að ut-
anverðu, undir
regnkápunni.
Margir sem
reynt hafa þessar
úrbætur eru
hæstánægðir með
góðan árangur.
Ég ætla að fjalla um nokkur at-
riði þessara viðgerða í smiðjunni í
dag. Styðst ég þar við lítinn bækl-
ing sem sænska húsnæðisstjórnin
gaf út fyrir tveimur árum. Ég gríp
glefsur úr bæklingnum hérna með.
Við þurfum að gera okkur grein
fyrir því hvað skynsamlegast er að
gera til úrbóta á hveiju húsi fyrir
sig.
Enginn vafi er á því að í fjölmörg-
um tilvikum er besta viðgerð til
einangrunar að einangra útveggina
að utanverðu, með því losnum við
við flestar kuldabrýr í gegnum ein-
angrunina. Sjá 1. myncj.
A þessari mynd hefí ég dregið
upp þverskurð veggjar á gömlu ein-
lyftu húsi sem búið er að klæða að
utan. Eftir þessa viðgerð er mun
meiri hætta á rakamyndun innan-
húss við vissar kuldabrýr, einkum
við loft og gólf, gluggakarma og
dyrakarma, jafnvel rafmagnsdósir,
loftræstiop o.fl.
Þetta getur haft þau áhrif á raka-
stigið að plastdúkur losni af gólfi á
vissum stöðum, og flísalögn af eld-
húsi eða baði.
Hér er auðvitað náttúrulegt eðlis-
lögmál að verki. Eins og við sjáum
oft eftir heitan sumardag, þegar
loftið kólnar með kvöldinu, þá þétt-
ist rakinn í loftinu, því heita loftið
heldur í sér raka, sem kaldara loft
getur ekki haldið.
Sem dæmi nefni ég að ef loft er
t.d. 20°C heitt getur það haldið í
sér raka sem svarar 17 g vatns í
rúmmetra. Falli hitinni niður í 0°C
getur loftið ekki haldið nema 5 g
vatns í rúmmetra.
Það liggur því ljóst fyrir að við
kuldabrýr myndast raki og er nauð-
synlegt að komast yfir slíka kulda-
leiðni. Nefni ég aftur 1. mynd til
skýringar. Þar þarf að einangra
niður á sökklana og á milli sperr-
anna uppi á loftinu, a.m.k. 50 sm
breiða rönd inn á loftplötu. Bak við
húsgögn og skápa getur myndast
raka-mygla.
Háaloft eru víða óeinangruð svo
að þar verður mikið hitatap og oft
slagi og myglulykt.
2. mynd sýnir þverskurð útveggs
á timburhúsi. Gamalt timburhús
kann að vera óeinangrað, en gömul
einangrun inni í grindinni getur líka
hafa sigið saman, svo að hún sé
aðeins samþjöppuð í botninum á
hveiju hólfi grindarinnar.
Á skýringarmyndinni hefi ég
gert ráð. fyrir að útveggirnir verði
einangi’aðir að utanverðu, eins og
á steinhúsinu. Á slíku húsi er um
að velja einangrun innan á veggi
eða utan á veggi, en þriðji valkost-
urinn er að fylla inn í grindina með
einangrun.
Einhver mesti vandi við einangr-
un timburhúsa er að gæta þess að
ekki séu staðir sem leka heitu lofti
innanfrá inn í einangrun eða tré-
verkið, þar sem heita loftið kólnar
og rakinn þéttist, því þá er skammt
í myglu og fúa inni í veggjunum.
Ástæða er til að þétta vandlega
fyrir útilokun loftstraums við raf-
magnsdósir, rofa, tengla og Ijós,
við samskeyti lofts eða gólfs og
veggja og við dyrakarma, glugga
eða önnur op.
Bæði á steinhúsum og timbur-
húsum þarf að hafa góða loftræst-
ingu á milli ystu kápu og einangr-
unar, 40-50 mm bil.
Þegar hús eru einangruð innan
á veggi þarf að hafa í huga t.d. að
útloftun og þurkun innanfrá hindr-
ist ekki af of þéttum klæðningum.
Það getur t.d. átt sér stað ef vegg-
urinn hefur verið veggfóðraður með
vinyl-veggfóðri, þá verður að fletta
því af áður en einangrað er.
Heita loftið leitar alltaf út í kald-
ara loft. Innan við einangrun þarf
því að klæða með þéttri þynnu,
annaðhvort plastþynnu eða álpappa
eða öðru álíka efni.
Á liðnum öidum lærðu bygginga-
menn að byggja þannig að eðlileg
rotnun náttúrunnar tefðist og
hvernig hús varðist best vatni og
raka.
Þurrt timbur fúnar ekki. Þurr
járnplata ryðgar ekki. Sú bygging
sem varin er gegn raka stenst um
aldir.
Jafnvel þótt byggingar nútíma-
manna séu flóknari en áður var er
viska gömlu meistaranna enn í fullu
gildi. Ef við glötum þeirri þekkingu
mun hin náttúrlega rotnun byija í
húsinu, það er einfalt en satt. Slík
hrörnun gengur hratt fyrir sig.
eftir B|omo
Olafsson