Morgunblaðið - 07.11.1989, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989
snúa við stefnunni, aftur til jafnrétt-
is og framtíðar.
Hvað kostar eitt kvótakerfi?
Fimm ára kvótakerfi virðist hafa
tafið þá uppbyggingu sem var á
tímum skrapdaganna um a.m.k.
áratug. E.t.v. miklu meir því við
upphaf kvótakerfisins voru skilyrðin
hagstæð til áframhaldandi upp-
byggingar. Risaklakið 1973 og
stóru klökin 1983 og 1984 sáu til
þess, og búast mátti við fleirum.
Nu er öldin önnur og verri. Það
hefur ekkert gott klak komið síðan
1984 og varla við neinu að búast á
þessari öld, því eldri hluti hrygning-
arstofnsins er að hverfa. Framund-
an er því í besta falli hægfara upp-
bygging, þ.e. ef við ætlum okkur
nokkuð að byggja upp stofninn.
Tapið af kvótakerfinu, í þorski ein-
um talið, er töfin sinnum mismunur
aflaverðmætis þess sem gæti verið
og þess sem er. Varla undir 100
milljörðum króna. Þar að auki hefur
útgerðin tapað milljarðatugum.
Hefiid hafsins
Finnist okkur bankavextirnir háir
í dag, þá nálgast þeir ekki þá ægi-
legu okurvexti sem þorskurinn mun
nú taka af okkur á skuldadögunum.
Fyrir hvern aukaþorsk sem tekinn
var þá úr höfuðstólnum þarf nú að
neita sér um marga. Ódýrast verður
að alfriða nú allan þorsk a.m.k. lan-
gleiðina til aldamóta. Þá mundum
við samt ekki standa eins vei og cf
við hefðum bara haldið skrapinu
áfram og ekki farið fram úr ráðlegg-
ingum fiskifræðinga. Harður starfi
er að skrapa skip, en hagkvæmasta
veiðiaðferðin er það ekki. Hefðum
við tekið upp auðlindaskatt í staðinn
á sínum tíma þá gætum við sjálf-
sagt fyrir löngu verið búnir að
byggja þorskstofninn upp í topp og
borga allar okkar erlendu skuldir.
Þá þyrfti enga byggðastefnu.
Útgerðargróði?
Ekki hefur kvótakerfið heldur
safnað neinum höfuðstól hjá útgerð-
inni. Hún hefur safnað verðlausum
en veðsettum skipum. Kvótakerfið
hefur hækkað sýndarverð skipaflot-
ans og táldregið útgerðina út í
skuldafenið, marga miklu lengra en
svo að þeir eigi þaðan afturkvæmt.
Hún hélt að hún ætti einhver verð-
mæti í kvóta, sem hún átti aldrei,
heldur þú og ég. Hún mætti hlusta
á Pétur Bjarnason (Morgunblaðið
19. september). Að éta frá sínum
börnum og barnabörnum er vond
stefna og frá henni verður að hverfa.
Útgerðin hefur barist hatrammlega
gegn skynsamiegri stjórnun og allir
hafa tapað.
Svík þú aldrei
í upphafi skyldi endinn skoða.
Friðrik Eysteinsson
„Þeim hefiir verið
treyst fyrir því sem fag-
stétt að móta þessar
reglur og samræma
þær þannig að sann-
gjarnt og réttlátt væri.
En hætt er við að ráðin
verði tekin af þeim ef
hentistefnan víkur
ekki.“
tekin af þeim ef hentistefnan víkur
ekki. Þá yrði löggjafarvaldið að
grípa inn í með mun nákvæmari
lagasetningu og reglugerðarsetn-
ingu sem tæki af öll tvímæli þannig
að ekki væri unnt að bjóða upp á
þau vinnubrögð sem dæmin sanna.
Nú er umræðan á leið inn í sali
Alþingis og ber að fagna fram kom-
inni þingsályktunartillögu um að
ríkisstjórninni verði falið að láta fara
fram könnun á vinnubrögðum lögg-
iltra endurskoðenda í landinu með
það fyrir augum að þau verði sam-
ræmd á þann hátt að viðunandi verði
fyrir viðskiptalífið, bankastofnanir
og allan almenning. Þetta bendir til
þess að löggjafinn sé farinn að hafa
áhyggjur af því ástandi sem gert
hefur verið að umtalsefni.
Félag löggiltra endurskoðenda
hefði auðvitað sjálft átt að hafa
frumkvæði að því að gera átak í að
samræma vinnubrögð sín varðandi
íslensk reikningsskil. Það er auðvit-
að vandræðalegt fyrir stéttina að
þessi umræða sé komin af stað
vegna frumkvæðis aðila sem þörf
að veija hendur sínar vegna ákæru
sem í meginatriðum er reist á tilvitn-
unum í „góða reikningsskilavenju"
sem reynist svo alls ekki hafa fasta
merkingu í framkvæmd og því sé
af og frá að grundvalla ákæru á
henni.
En aðalatriðið er það að umræðan
er farin af stað og full ástæða er
til að hvetja menn til að leggja gott
til mála. Þannig þurfa samtök eins
og VSÍ, ASÍ, Verslunarráðið, Félag
íslenskra iðnrekenda, Verkamanna-
sambandið og fleiri að leggja orð í
belg. Sama er að segja um Við-
skiptadeild Háskóla íslands og ein-
hveija notendur reikningsskila, t.d.
stjórnendur einhverra stærri fyrir-
tækja.
Ég hef hugmyndir um ýmislegt
sem betur mætti fara en Iæt bíða
að fjalla um það að svo stöddu.
Hvað eru vítur?
Félagi endurskoðenda þykir
ástæða til að gera að umtalsefni í
athugasemd sinni að talað var um
að endurskoðanda togaraútgerðar á
Skagaströnd sem hækkaði bókfært
verð skipa fyrirtækisins um 140
milljónir króna hafi fengið vítur hjá
félaginu. í athugasemd sinni tala
þeir um að hér hafi verið um að
ræða „eðlileg skoðanaskipti á fag-
legum grundvelli..Staðreyndin
er sú að löggiltur endurskoðandi
kærði þessi vinnubrögð til fagnefnd-
ar félagsins sem komst að þeirri
niðurstöðu að umrædd vinnubrögð
„hefðu ekki hlotið almenna viður-
kenningu félagsmanna" og að þau
„verði ekki talin samrýmast viður-
kenndum reikningsskilavenjum hér
á landi.“ Er hægt að velkjast í vafa?
Hér skeikar heilum 140 milljónum
króna og endurskoðandi togarafé-
En framtíðin er þoku hulin, og það
er ekki alltaf auðvelt að sjá fyrir
afleiðingar gerða sinna. Þá er gott
að hafa litla reglu sér við hönd til
að leiða okkur gegnum myrkviðina.
Gjör rétt Þá litlu reglu ættu stjórn-
málamenn að hafa í heiðri, því hún
leiðir til góðs. Hið rétta eða sann-
leikurinn er það sem að lokum brýst
gegnum blekkingai'vefinn. Það er
gott að hafa hann að vopni og leiðar-
ljósi á veginum til framtíðarinriar.
Þeir sem komu kvótakerfinu á hafa
sjálfsagt ekki séð fyrir að það gæti
leitt til hruns þorskstofnsins og
gjaldþrots íslensku þjóðarinnar. En
það þurfti aldrei að sjá neitt fyrir.
Það þurfti aðeins að vera trúr orðun-
um tveim. Kvótakerfið byggir á
misrétti, á rangindum, og því endur-
tek ég enn: Það á engan rétt á sér,
og það skiptir meginmáli.
Sjálfstæðissteftia
Hörmulegt er að Sjálfstæðis-
flokkurinn skuli einn .allra flokka
hafa tvisvar sinnum kosið þetta
misréttiskerfi. Furðulegt hvernig
slík svartnættisblinda getur heltekið
menn. Þetta er álitshnekkir, en af
seinni kosningunni er þó enginn
skaði skeður enn, og ef menn læra
af slíkum mistökum eru þau aðeins
til góðs. Sjálfstæðisflokkurinn er
ekki í stjórn, svo stefna hans í
nútíðinni skiptir ekki meginmáli.
Sjálfstæðismenn allra flokka geta
enn sameinastgegn þessari forhertu
framsóknarpólitík. Allii' sem trúa á
orðin tvö geta mótmælt kvótakerf-
inu, það þarf engan annan rökstuðn-
ing. Flokkapólitíkin er furðulegur
frumskógur, en framtíðinni er enn
ekki stakkur skorinn.
Veganesti
. Kvótasinnar hafi unnið stundar-
sigur í Sjálfstæðisflokknum, en ég
vara þá sem aðra við undanlátssemi
við kröfum útgerðar t.d. um 400
þús. tonna þorskveiðar og aðrar
veiðar í samræmi við fjárþörf flot-
ans. Þess bera menn sár.
Höfimdur er eðlisfræðingur.
lagsins Iét sér ekki segjast og heldur
enn þeirri aðferð sem hafnað var.
Smáa letrið
í svari sínu leggur Félag endut'-
skoðenda mikla áherslu á að gerð
sé sú krafa til lesenda reikningsskila
að þeir kynni sér allar skýringar og
viðbótarupplýsingar með ársreikn-
ingnum. Svo virðist sem þeir telji
að afsakanlegt sé að nota mismun-
andi vinnubrögð hjá einstökum fyrir-
tækjum, og jafnvel innan sömu fyrir-
tækja á mismunandi tímum, ef grein
er gerð fyrir frávikum í skýringum
og viðbótarupplýsingum. Þessu er
ég ósammála því, ítarlegar skýringar
afsaka ekki samræmislaus vinnu-
brögð. Á bak við það er ekki hægt
að skjóta sér. Tryggingafélög eru
stundum gagnrýnd fyrir smáa letrið
á váti-yggingarskírteinum sem
tryggingartökum þykir stundum að-
ferð til að koma aftan að fólki. End-
urskoðendur geta ekki skýlt sér á
bak við skýringar eins og smáa let-
rið í tryggingarskírteinum. Mér er
Ijóst að í skýringum koma fram þýð-
ingarmiklar upplýsingar en niður-
stöður varðandi rekstur og efnahag
verða að vera réttar og eðlilegar —
hvað sem segir í skýringum.
Almenningur spyr t.d. ekki hvort
Landsvirkjun notaði gengi 31.12.
1988 í ársreikningi 1988 eða gengi
3. 1. 1989. En það munar heilum
milljarði á þessum tveimur aðferð-
um. Um það er ekki getið í fréttum
Ijölmiðla af ársfundi Landsvirkjunar,
aðeins getið um sýndan hagnað þeg-
ar um stórfellt tap var að ræða í
raun. Og almenningur er skilinn eft-
ir ráðþrota þó svo þetta sé skýrt í
smáa letrinu, en það nægir ekki.
Hér læt ég staðar numið í bili og
legg áherslu á það að menn taki
höndum saman um að gera nú þeg-
ar stórátak í að bæta íslensk reikn-
ingsskil og gera þau aðgengileg,
samræmd og traust.
Grein þessi var send Morgun-
blaðinu til birtingar áður en grein
Stefáns Svavarssonar birtist.
Höfundur er
rekstrnrhagfræðingur.
SINGER
SAUMAVÉLAR
SPARA ÞÉR SPORIN
SAMBA EXCLUSIVE
Saumavél me611 mismunandi
nytja-, skraut- og teygjusaumum.
☆ Beinn saumur
☆ Zig-zag
☆ Styrktur zig-zag
☆ Blindfalds saumur
Opinn loksaumur
☆ Þriggjaspora
zig-zag
■fr Tíglasaumur
lír M-saumur
-A Loksaumur
Einnig hefur vélin sjálfvirkan
hnappagatasaum, frjálsan arm
og þægilega yfirbreiðslu.
\m
kr. 21.649 stgr.
LADY STAR
Saumavél með 6
mismunandi saumum.
f: Beinn saumur
☆ Zig-zag
•{> Blindfalds saumur
ig Þriggjaspora
zig-zag
☆ M-saumur
Vélin er með frjálsum armi og
sjálfvirkum hnappagatasaum.
Það er auðvelt að þræða hana og
létt að spóla.
kr. 19.277 stgr.
Við kaup á einni af neðangreindum saumavélum fylgir Magic
Taylor tölufestingavél eða viðgerðavél í bónus.
SINGER tölvuvél mód. 6268 kr. 56.555 stgr.
SINGER Serenade 30 mód. 6235 kr. 46.164 stgr.
SINGER Serenade 10 mód. 6233 kr. 34.100 stgr.
Tölufestingavél
MAGIC
Viðgerðavél
íflfoÍS
GREIÐSLUKORT
OG GÓÐIR
GREIÐSLU-
SKILMÁLAR.
SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VID MIKLAGARÐ
OG KAUPFÉLÖGIN
p