Morgunblaðið - 07.11.1989, Page 27

Morgunblaðið - 07.11.1989, Page 27
IIŒAJaMUOHOi :ar aaaMavoM .t irroAauuHíM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989 27 Hljómsveitin Islandica. Fræðslu- fundur um jarðskjálfta KYNNINGARNEFND Verk- fræðingafélags íslands efiiir til fræðslufundar um jarðskjálfta í Norræna húsinu í dag og hefst iundurinn klukkan 20. Frummælendur verða Björn Ingi Sveinsson j arðskj álftafræðingur, sem starfað hefur í San Francisco undanfarin 10 ár, Ragnar Sig- björnsson forstöðumaður Verk- fræðistofnunar Háskóla íslands og Páll Halldórsson jarðskjálftafræð- ingur á Veðurstofu Islands en þeir eru nýkomnir úr kynningarferð til San Franciseo. Fyrirlestur um umhverfismál ÞORVALDUR Örn Árnason, námsstjóri í náttúrufræði, flytur í dag fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofnunar uppeldis- og menntamála er nefiiist: Hvernig kennum við börnum að taka ábyrgð á umhverfinu? Þetta er íjórði fyrirlesturinn á vegum RUM um náttúrufræði- kennslu í grunn- og framhaldsskól- um. Þoi-valdur Örn mun í erindi sínu víkja að áhyggjum manna af umhverfismálum, auknum áhuga á umhverfisvernd og hlutverki skóla og félagssamtaka á þessu sviði. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Námskeið í ung- barnanuddi ELÍNBORG Lárusdóttir félags- ráðgjafí verður á næstunni með kennslu í ungbarnanuddi fyrir verðandi og nýbakaða foreldra. „Ungbarnanudd er aldagömul aðferð ti! að yiðhalda heilsu og velferð barnsins, bæði líkamlega, tilfinningalega og andlega. Nuddið styrkir ónæmiskerfi líkamans, blóðrás og öndun. Það hjálpar barninu að slaka á, losar um spennu og streitu og stuðlar að betri svefni. Það hefur reynst ómet- anlegt börnum, sem þjást af maga- kveisu og þeim börnum sem hafa gengið í gegnum erfiða fæðingu. En umfram allt er nuddið börnun- um og foreldrum þeirra tilfinninga- leg næring og gleði,“ segir í frétta- tilkynning:u. * Utskiptaregla Kvennalistans VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 31. október sl. um fulltrúaskipti á Alþingi vill Kvennalistinn taka fram eftirfarandi: „í upphafi fréttarinnar segir orð- rétt: „Samkvæmt reglu sem Sam- tök um kvennalista hafa sett sér, þá á engin kona sem gegnir trúnað- arstarfi fyrir samtökin að gegna því lengur en sex ár samfleytt." Þetta er misskilningur, sem reynd- ar hefur áður komið fram í fjölmiðl- um, og gæti því virst sem kvenna- listakonur tækju lítið mark á eigin starfsreglum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að samkvæmt samþykkt landsfundar Kvennalistans árið 1986 er viðmiðunarreglan sú, að engin kona gegni lengur fulltrúa- störfum á Alþingi en að hámarki 6—8 ár í senn og sú regla hefur sannarlega ekki verið brotin." Sýning Jónínu framlengd ÁKVEÐIÐ hefur verið, vegna mikillar aðsóknar, að framlengja sýningu Jónínu Magnúsdóttur í Gallerí List ft'am til fostudagsins 11. nóvember næstkomandi. Á sýningunni eru verk unnin með postulínslitum á flísar, olíu á striga og krít á pappír. Tónleikar í Lyngbrekku NÆSTU tónleikar tónlistarfé- lags Borgarfjarðar verða á dag- skrá sunnudaginn 12. nóvember klukkan 16 í Lyngbrekku á Mýr- um. Það er þjóðlagahljómsveitin Islandica scm þá mun skemmta Borgfirðingum með söng og spili. I fréttatilkynningu segir: „Hljómsveitin Islandica hefur sérhæft sig í flutningi íslenskra þjóðlaga og leitast við að fara ekki troðnar slóðir í útsetningum, í þeim tilgangi að færa lögin í nýjan og ferskan búning.“ Hljómsveitina Is- landica skipa þau Gísli Helgason, flautuleikari, Ingi Gunnar Gunnar Jóhannsson, söngvari og gítarleik- ari, Herdís Hallvarðsdóttir, söngv- ari og bassaleikari og Guðmundur Benediktsson, söngvari, gítar- og hljómborðsleikari. Fræðslufundur um plútón í TILEFNI af alþjóðlegri friðar- viku vísindamanna lialda Sam- tök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, almennan fræðslu- fund á morgun. Fundurinn verð- ur haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst klukkan 20.30. Á fundinum inun Ingvar Árnason efnafræðingur Ijalla um plútón, efnafræðilega eiginleika og skaðleg áhrif. Alþjóðleg friðarvika vísinda- manna var haldin í fyrsta sinn 1986 með þátttöku vísindamanna frá 20 löndum, þar á meðal ís- landi. Síðan hefur hún verið haldin árlega og hefur þátttaka farið vax- andi. í fyrra samþykkti Allsheijar- þing Sameinuðu þjóðanna að beina þeim tilmælum til allra aðildarþjóða samtakanna að ein vika í upphafi nóvember ár hvert yrði helguð fræðslu og umræðum um þýðingu vísindarannsókna fyrir friðar- og öryggismál. Kynningarfimd- ur um jarðgöng JARÐGANGAFÉLAG íslands og Mannvirkjafræðafélag íslands gangast fyrir kynningarfundi í dag í samvinnu við Sænska sendiráðið um styrkingar í jarð- göngum. Kynningin verður á ensku og nefnist „Swedish Technology in Reinforcement of Tunnels." Ulf Svenér frá Sænska sendiráðinu setur fundinn og Berne Sehlberg frá Swedengineers Minetech AB flytur erindi um styrkingar í jarð- göngum. Að því loknu eru fyrir- spurnir og umræður. Þá mun Birg- ir Jónsson frá Orkustofnun flytja örstutta kynningu á mögulegum jarðgöngum á íslandi í náinni framtíð. Fundurinn verður haldinn í fund- arsal Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 3. hæð og hefst klukkan 17.00. Leiðrétting í þættinum Markaðurinn á bls. 2 í Fasteignablaði Morgunblaðsins sl. sunnudag misritaðist nafn höf- undar undir mynd með greininni. Þar átti að standa Sigurður Jóns- son, en ekki Sigurgeir Jónasson. Eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Bók um skerp- ingu sjónarinnar SKERPIÐ sjónina nefnist bók eftir Harry Benjamin sem Is- lenska heilunarfélagið hefur gef- ið út. í frétt frá íslenska heilunarfé- laginu segir að þarna sé á ferð heildstætt og einstakt kerfi til sjálfshjálpar í baráttunni við ýmsa sjón- og augngalla. Bókin er nú komin út í 5. útg- áfu. Hún fæst víða í bókaverslun- um. „Lífogljör“ á Flateyri Flat«yri. ÆSKULÝÐSRÁÐ á Flateyri stóð fyrir skemmtuninni „Líf og íjör“ á Flatyeri fyrir skömmu og bauð heim unglingum frá Bolungarvík, Isafirði, Súðavík, Suðureyri, Þingeyri og 9. bekk Héraðsskólans á Núpi. Um 230 ungiingar voru saman- komnir á Flateyri. Þorpið iðaði af lífi, enda varð um helmings fjölgun á eyrinni þetta kvöld. Dagskráin hófst með því að unglingasveit Björgunarsveitarinn- ar sýndi æfingar á fótboltavellin- um, síðan voru skemmtiatriði og leikir í sundlauginni. Settur var upp skyndibitastaður í skólanum og um kvöldið var svo dansleikur og ýmis- legt fleira í félagsheimilinu. Rokk- bændurnir léku fyrir dansi við góð- ar undirtektir viðstaddra. - Magnea Fræðslumyndir um vetrarumferð Bifreiðatryggingafélögin, Umferðarráð og Þjóðarátaks- nefnd í umferðarmálum hafa lát- ið gera fjórar fræðslumyndir fyr- ir sjónvarp um vetrarumferð. Myndirnar eru stuttar, 2-5 mínútur hver. Auk sýninga í sjón- varpi er gert ráð fyrir að þær verði sýndar í ökuskóíum, framhalds- skólum og víðar. Myndirnar heita Bíllinn og veturinn, Gangandi í vetrarfærð, Vetrarakstur og Ökum betur í vetur. Saga film annaðist gerð þáttanna undir stjórn Egils Eðvarðssonar, handrit skrifaði Olafur Pétursson og Kristín Á. Ólafsdóttir og Jónas R. Jónsson sjá um kynningar. Frumsýning á Hótel Höfii ' Höfn. LEIKFELAG Hornafjarðar frumsýndi á Hótel Höfn tvo ein- þáttunga í lok októbermánaðar og var þeim vel tekið af frumsýn- ingargestum. Verkin eru Já frú forstjóri eftir Danann Finn Methling og Afleið- ingar eftir enska höfundinn Gra- ham Swannell. Leikendur eru 3 í hvorum þætti og eru flestir af yngri kynslóð leikara félagsins. Leikstjóri er Oktavía Stefánsdóttir, en hún starfaði áður með félagsmönnum 1987 við uppfærslu á 19. júní. Þetta er í fyrsta sinn að leik- félagið setur upp verk á hótelinu en þar eru sæti fyrir um 90 leikhús- gesti. Verkin verða sýnd áfram næstu vikur. Formaður Leikfélags Hornafjarðar er Þorsteinn G. Sig- urbergsson. Tíu verk tilneftid til T ónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs EFTIRTALIN verk liafa verið lögð fram og tilnefnd til Tónskálda- verðlauna Norðurlandaráðs: Frá íslandi: Nágon har jeg sett eftir Karólínu Eiríksdóttur og Styr eftir Leif Þórarinsson. Frá Svíþjóð: Sinfonia eftir Daniel Börtz og Un coup de dés jamais n’abolira la liazard eftir Lars Ekström. Frá Danmörku: Ekliptiske Instr- inkter, Sinfónía nr. 7 eftir Ib Nor- holm og Aura eftir Palle Mikkel- borg. Frá Finnlandi: Silkkirumpu op. 45 eftir Paavo Heininen og Tokko eftir Jukka Tiensu. Frá Noregi: Magma eftir Arne Nordheim og Gjennom prisme eftir Olav Anton Thommessen. Niðurstaða dómnefndar verður kunngjörð um miðjan nóvember nk. og verðlaunin verða síðan afhent á fundi Norðurlandaráðs sem haldinn* verður í Reykjavík í febrúar/mars á næsta ári. (F réttat i 1 ky nning) Byggingamefhd Þjóðar- bókhlöðu mótmælir Byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu ákvað á fundi sínum 31. október að skrifa menntamálaráðherra bréf, þar sem því yrði mótmælt, hversu bæði lögin um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu 1986 og lögin um Þjóðarbóklilöðu og endurbætur menningarbygginga 1989 liafa ver- ið þverbrotin. Þótt lagðar hafi verið á 684 m.kr. samkvæmt fyrri lögunum hefur ein- ungis 249 m.kr. enn verið ráðstafað til bókhlöðunnar. I seinni lögunum frá í vor er tvívegis tekið fram, að veija skuli sjóðnum, sem myndaður skal, í upp- hafi til að ljúka byggingu Þjóðarbók- hlöðunnar. Þ.e. „þar til byggingu Þjóðarbókhlöðu er lokið, skal sér- stakur eignarskattur samkvæmt lög- um þessum renna til þeirra fram- kvæmda eftir því sem þörf krefur", eins og segir að lokum í ákvæði til bráðabirgða. I 8. grein laganna segir svo: „Sjóðsstjórn ákveður framlög úr sjóðnum í byijun hvers árs, þegar. fjárlög hafa verið samþykkt." Þrátt fyrir þetta ákvæði og hin fyrrnefndu um forgang Þjóðarbókhlöðu eru fjár- lagasmiðir þegar búnir að ráðstafa sjóðnum fyrirfram, ei'ns og Ijárlaga- frumvarpið fyrir árið 1990 sýnir, og skeyta þar í engu um ákvæði lag- anna. ^ Til framkvæmda við Þjóðarbók- hlöðu 1990 eru einungis ætlaðar 60 m.kr. úr hinum nýja sjóði, þótt ráð- gert sé að leggja á 270 m.kr. Er Háskóla íslands síðan ætlað að leggja byggingarsjóði bókhlöðunnar til 60 m.kr. af happdrættisfé sínu. Þessu hafa forráðámenn háskólans og margir fleiri mótmælt harðlega, eins og kunnugt er. Skorað er á menntamálaráðherra og Alþingi að sjá til þess, að fyrr- nefndum lögum verði fylgt og bók-t hlöðunni tryggt það fé, sem henni ber samkvæmt þeim. Jafnframt, að ríkisstjórnin standi við þau fyrirheit, er hún gaf í stefnuyfirlýsingu sinni haustið 1988, að lokið verði byggingu Þjóðarbókhlöðu innan fjögurra ára, þ.e. á árinu 1992. (Frétt frá byggjing’arnefiid Þjóðarbókhlöðu) Fiskverð á uppboðsmörkuðum 6. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 78,00 56,00 72,60 36,739 2.667.134 Þorskur(ósk) 70,00 70,00 70,00 2,595 181.650 Ýsa 90,00 51,00 84,12 11,050 929.537 Ýsa(ósL) 85,00 85,00 85,00 1,590 135.150 Karfi 37,00 34,00 35,62 68,340 2.434.255 Ufsi 45,00 30,00 38,62 1,473 56.864 Samtals 52,97 130,300 6.901.745 i dag verður meðal annars selt óákveðið magn úr Stakkavik ÁR. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 72,00 30,00 63,86 18,565 1.185.490 Ýsa 94,00 50,00 81,61 20,883 1.704.223 Ufsi 21,00 15,00 16,76 0,136 2.280 Samtals 70,68 43,903 3.103.228 í dag verður selt úr línu- og netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur(óst) .75,50 41,50 65,65 10,101 663.108 Ýsa(ósl.j 69,00 35,00 83,12 3,895 323.769 Karfi 35,00 28,00 34,77 0,811 28.198 Ufsi 26,00 20,00 25,93 2,433 63.090 Samtals 54,87 21,051 1.155.029 Selt var meðal annars úr Búrfelli KE og Nirði EA. i dag verður selt óákveðið magn úr línu- og netabátum. SKIPASÖLUR í Bretlandi 30. október til 3. nóvember. 125,34 244,301 30.621.433 143,26 26,015 3.726.805 32,285 2,555 0,100 22,220 59,41 66,89 171,73 116,60 1.917.893 170.905 17.173 '2.590.871 39.678.849 Þorskur Ýsa Ufsi Karli Koli Grálúða Samtals 119,27 332,681 Selt var úr Stapavík Sl í Grimsby 30. okt., Gjafari VE i Hull 2, nóv., Gullveri NS í Grimsby 3. nóv. og Hafnarey SU í Hull 3. nóv. GÁMASÖLUR í Bretlandi 30. október til 3. nóvember. Þorskur 141,11 287,346 40.548.398 Ýsa 141,23 198,900 28.090.776 Ufsi 62,83 27,984 Karfi 63,07 17,801 Koli 125,88 37,861 Samtals 131,86 645,571 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 30. okt. til 3. nóv Þorskur 134,80 21,401 2.884.807 Ýsa 91,83 0,857 Ufsi 77,18 28,412 Karfi 64,29 352,238 Grálúða 127,36 3,894 Samtals 66,11 451,798 1.758.168 1.122.659 4.765.959 85.125.966 78.695 2.192.974 22.646.213 495.945 29.866.418 Selt var úr Ögra RE 31. okt., Stokknesi SF 1. nóv. og Jóni Bald- vinssyni RE 3. nóv. Selt var úr öllum skipunum í Bremerhaven.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.