Morgunblaðið - 07.11.1989, Side 46
46
MQRG.UNBLAÍHÐ ÞRIÐJUDAQUR 7. NOVEMBER 1989
Tvö í einu!
Rétta rafsuðu-
tækið
fyrir bændur
og minni
verkstæði
Magma 150 er.ekki einungis afar
öflugt jafnstraums-rafsuöutæki
fyrir pinnasuðu heldur einnig
kröftugt mig/mag suðutæki með
rafknúinni þráðstýringu (EFC).
Hafðu samband við sölumenn
okkar sem veita þér faglega
ráðgjöf.
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2,SlMI 624260
í Lóninu Hótel Loftleiðum
Um næstu helgi, dagana 10. og 11. nóvember, verðum við með okkar vinsæla
villibráðarhlaðborð í Lóninu á Hótel Loftleiðum. Við stöndumst ekki freistinguna
og birtum matseðilinn í allri sinni mynd:
Þar sem búast má við mikilli aðsókn borgar sig að panta borð
síma 2 23 21. Verið velkomin.
FORRÉTTUR:
Heilsteiktur hreindýravöðvi
Ofnsteikt villigæs
Smjörsteikt rjúpubringa
Pönnusteikt lundabringa
Ofnsteikt önd
Hreindýrapottréttur
Borið fram með waldorfsalati, villisósu o.fl.
EFTIRRÉTTUR:
Heit eplabaka
Ferskt ávaxtasalat
Villibráðarseyði
Hreindýrapaté
Sjávarréttapaté
Grafinn silungur
Reyktur lax
AÐALRÉTTUR:
Morgunblaðið/Sigurgeir
Sjöstjarnan sekkur norðan við
Stóra Örn. Á innfelldu myndinni
sést að sjálfvirki sleppibúnaður-
inn skilaði öðrum gúmbáturinn
strax upp.
Y estmannaeyjar:
Tilraumr gerðar með
sjálíVirkan sleppibúnað
Vestmannaeyjum.
TILRAUNIR með sjálfvirkan sleppibúnað voru gerðar í Eyjum
fyrir skömmu. Áhugamannafélag um öryggismál sjómanna, stóð
fyrir tilraununum sem gerðar voru um leið og mb Þorsteini Árna-
sym VE var sökkt við Eyjar.
Til stóð að farga Þorsteini Árna-
syni, sem áður bar nafnið Sjöstjarn-
an, með því að sökkva honum 85
mílur út frá Eyjum. Félag áhuga-
manna um öryggismál sjómanna
fékk leyfi Siglingamálastofnunar til
að sökkva bátnum norðan við Stóra
Örn, utan við Eiðið í 'Eyjum og
gera þá um leið prófanir á sjálf-
virkum sleppibúnaði. Farið var fram
á leyfi að sökkva bátnum svo nærri
Eyjum til að auðveldara yrði að
framkvæma tilraunina.
í bátinn voru settir tveir Sig-
mundsgálgar. Annar svonefndur
hliðargálgi en hinn dekkgálgi. í
gálgunum voru gúmmíbátar og
voru gálgarnir tengdir sjálfvirkum
sleppibúnaði sem á að sjá um að
losa bátana og blása þá upp.
í áætlun tilraunanna var gert ráð
fyrir að reyna að hvolfa Þorsteini
þannig að kjölurinn sneri upp og
kanna með því hvort gúmmíbátarn-
ir skiluðu sér upp á yfirborðið.
Langur undirbúningur átti sér stað
vegna tilraunanna og var búið að
ballesta bátinn þannig að vonast
var til hægt yrði að hvolfa honum.
Ekki tókst þó að hvolfa bátnum
eins og til stóð heldur lagðist hann
aðeins á hliðina og sökk síðan.
Einungis annar gúmmíbáturinn
skilaði sér upp á yfirborðið, þannig
að annar gálginn virkaði eðlilega.
Ekki er enn vitað hvað olli því að
hinn báturinn skilaði sér ekki upp,
en ýmsar vangaveltur eru í því sam-
bandi. Kafa á niður að skipsflakinu
um leið og veður leyfir til þess að
reyna að komast að raun um hvers
vegna báturinn kom ekki^upp.
Endanlegar niðurstöður tilraun-
anna liggja því ekki fyrir og verða
ekki gefnar út fyrr en að köfuninni
lokinni.
Tilgangur tilraunanna var ein-
ungis að prófa sjálfvirkan sleppi-
búnað. Tveir bátar sem búnir hafa
verið sleppibúnaði Sigmunds hafa
sokkið. Sæljón EA og Ástþór. Í
bæði skiptin virkaði sjálfvirki
sleppibúnaðurinn. Tilraun þessi var
því gerð til þess að kanna hvort
hugsanlega mætti finna einhveija
hluti sem betur mættu fara.
Eins og áður sagði stóð áhuga-
mannafélag um öryggismál sjó-
manna fyrir þessari tilraun og sáu
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, stýri-
maður, Friðrik Ásmundsson, skóla-
stjóri Stýrimannaskólans og Gísli
Eiríksson, vélfræðingur um allan
undirbúning. Félagar úr Hjálpar-
sveit Skáta og Björgunarfélagi
Vestmannaeyja aðstoðuðu við þetta
og Slysavarnadeildin Eykyndill og
Kiwanisklúbburinn Helgafell veittu
fé til tilraunarinnar.
Ekki vildu forsvarsmenn tilraun-
anna tjá sig mikið um hana að svo
stöddu en sögðúst fyrst vilja sjá
hvað kæmi í ljós er kafað yrði nið-
ur að flakinu. Þá ætti að skýrast
hvers vegna einungis annar bátur-
inn skilaði sér upp á yfirborðið er
Þorsteinn sökk.
Grímur
Nýr flugþjálfi í notkun
við blindflug’skennslu
FLUGSKÓLINN óg leiguflugfélagið Höldur sf. — Flugtak tók fyr-
ir skömmu í notkun nýjan flugþjálfa til notkunar við blindflugs-
kennslu og þjálfún flugmanna tveggja hreyfla flugvéla. Flugþjálf-
inn, sem er af gerðinni AST-300, er framleiddur af fyrirtækinu
Aviation Simulation Technology í Bandaríkjunum og er með því
fúllkomnasta sem býðst á markaðnum í sínum flokki.
í flugþjálfanum er hægt að kenna
flugmönnum undirstöðuatriði blind-
flugs áður en þeir stíga um borð í
flugvél og er sú kennsla metin við
útgáfu blindflugsáritunar flug-
manna. Einnig kemur flugþjálfinn
að notum við endurþjálfun atvinnu-
flugmanna og við breytingar á flug-
leiðsögukerfinu. Þar sem flugþjálf-
inn sem Höldur sf. — Flugtak hefur
tekið í notkun er útfærður til að
líkja eftir tveggja hreyfla flugvél
af algengri gerð kemur hanaeinnig
að notum við kennslu og þjálfun
flugmanna sem eru að taka sín
fyrstu fjölhreyflaréttindi.
Flugþjálfinn er búinn litaskjá
sem gefur flugmanninum mynd af
viðkomandi flugvelli og umhverfi
hans þegar komið er niður úr skýj-
um líkt því sem gerist í stjórnklefa
raunverulegrar flugvélar. Tölvu-
kerfi flugþjálfans er þannig útbúið
að hægt er að líkja eftir ölium að-
flugskerfum flugvalla og flugleið-
um á Islandi og í nágrannalöndun-
um. Ennfremur er hægt að fá fram
hvaða flugvöll sem er í heiminum.
Umsjónarmaður flugþjálfans, eða
kennarinn, situr við stjórnborð aft-
an við flugmanninn og fylgist með
öllum aðgerðum hans meðan á
„flugi“ stendur. Kennarinn getur
kallað fram hvaða bilun sem er,
hvort sem er í „flugvélinni“ sjálfri
eða flugleiðsögutækjum, en með
þessu er hægt að kenna flugmann-
inum rétt viðbrögð þegar eitthvað
1