Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989
C 5
vegna haldið kjafti allan daginn.
Mörgum finnst föndursalurinn
skemmtilegasti staðurinn í húsinu.
Hér vefa menn, sauma og hródera,
og í einu horninu spila nokkrir brids,
vist og lomber. Hér er presturinn
með bænastund vikulega, og hér eni
hinar ýmsu „uppákomur“. Fyrir
stuttu var pönnukökudagur, en þá
tóku vistmenn sig til og bökuðu
pönnukökur á mörgum hellum —
hver með sína leyniuppskrift að sjálf-
sögðu. Síðan var slegið upp veislu
og öllum boðið sem vildu.
Ættingjar
Andrúmsloftið undir súðinni er
algjörlega laust við skarkala heims-
ins fyrir utan og því dvelst manni
lengur en ella þar inni. Eg rabba við
vistmenn um vinnuna þeirra, fjöl-
skylduna, börnin og barnabörnin, og
finn og skil að það eru ættingjarnir
sem skipta þetta fólk mestu máli.
Öll eru þau að keppast við að ljúka
ákveðnu verki sem þau ætla að færa
börnum sínum og tengdabörnum.
„Heldurðu að hún Anna verði
ánægð með þessar diskamottur?"
spyr ein efins á svipinn.
„Já,“ segi ég öfundsjúk út í Önnu,
og býð hénni síðan gull og græna
skóga fyrir motturnar. En ég er ekki
ættingi.
Þau virðast hugsa lítið um fram-
tíðina, dagurinn í dag er mikilvæg-
ari og það hvernig börnunum og
barnabörnunum vegnar. En það er
alltaf nóg um að vera hjá þeim, segja
þau. Tvisvar í viku fara þau í sund
suður í Fjörð, vikulega sitja þau fundi
með húsmóðurinni þar sem þau
„ræða málin“, en þessa dagana vinna
þau baki brotnu fyrir basarinn sem
verður í bytjun nóvember.
Stundum eru haldin dansiböll á
Hrafnistu og svo fara þau annað
slagið í dagsferðalög fyrir ágóðann
sem kemur inn fyrir verslunina - sem
þau sjálf reka.
Og það eru líka nokkrir sem skella
sér til Búlgaríu og Spánar á eigin
vegum.
Auður gangur
Komið er kvöld og búið að ganga
frá öllu á deiidunum. Kvöldvaktin er
að dedúa eitthvað við fólkið inni á
herbergjunum, einn er eitthvað
óánægður með koddann sinn og ann-
ar á í vandræðum með ísskápinn
sinn, en ég skipti mér ekkert af
þessu, er dauðuppgefin eftir hlaupin
á dagvaktinni. Þrír menn sitja í setu-
stofunni og fylgjast með kvöldfrétt-
um sjónvarpsins, en annars er ekki
hræðu að sjá.
Þegar ég geng inn eftir auðum
ganginum heyri ég órninn frá frétta-
þulum sjónvarpsins úr flestum her-
bergjum. Ef herbergin væru ekki
svona lítil, þá væri þetta ekkert
öðruvísi en að ganga um í fjölbýlis-
húsi þar sem hver hefur sitt heimili.
í þessu stóra húsi, sem gjarnan
mætti vera minna, eru margir sem
ef til vili eru komnir að leiðarlokum
- eða halda að þeir séu það. En það
eru líka aðrir sem eru að byija nýtt
líf, eins og hjónin nýgiftu sem ég
hitti við lyftuna einn daginn. Hér
gildir það sama og úti í þjóðfélaginu,
hver er sinnar gæfu smiður. Þeir sem
er hennar áhugamál og „om-
vendt“.“
„Við förum mikið út,“ segir
Guðrún, „förum í bæinn í heim-
sóknir, og höfum bæði áhuga á
leikhúsi og bókmenntum. Ég fer
líka oft í sund, en það er ekki lif-
andi leið að fá hann með.“
Jón: „Hún er að skvampa þetta,
en ég fer ekki ofan í laug fulla af
bakteríum og óþverra. Hins vegar
ástunda ég að þvo mér.“
Ég spyr þau um heilsufarið, sýn-
ist þau bæði vera stálsiegin og þau
segjast vera mjög heilsuhraust.
„Mér hefur ekki orðið mis-
dægurt síðan ég var sex ára,“ seg-
ir Jón.
— Samt reykirðu?
Guðrún: „Hann er að hætta því.“
Jón móðgaður: „Ég ætla nú ekk-
ert að fara að hætta því til að
missa heilsuna."
Guðrún segir að Jón lesi mikið,
en hann segist einkum vera í því
að rífa niður ljóðskap. „Annars get
ég ekkert lesið því hún Guðrún
talar svo mikið.“
Guðrún hristir bara höfuðið og
hlær.
Pau vita eiginlega hvorugt hvern-
ig þetta gerðist allt saman. Jón
horfir hugsi á konu sína: „Ég sá
hana og hún mig svona „forbi-
gáende". Við vorum alltaf að góna
hvort á annað.“
„Já,“ segir Guðrún, „þetta var
svo undarlegt, það var eins og okk-
ur hefði alltaf verið ætlað að vera
saman.“
Guðrún er 74 ára og Jón 77 og
bæði voru þau gift áður. Á Jón
eitt barn og Guðrún sex. Guðrún
var reykvísk húsmóðir áður en hún
kom inn á Hrafnistu, og hafði dval-
ið þar í fjögur ár, en Jón sex mán-
uði þegar þau kynntust. Lengi
horfðu þau bara hvort á annað eins
og þau segja, en fóru svo að spjalla
saman, fara út í gönguferðir, og
eitt kvöldið þegar þau sitja í setu-
stofunni segir Jón með krosslagðar
hendur rétt sisona: „Eigum við
ekki að gifta okkur?“
Og Guðrún sagði já eins og ekk-
ert væri sjálfsagðara.
Þau skmppu til Stykkishólms,
þaðan sem Jón er ættaður, og þar
gaf sýslumaðurinn þau saman.
„Við héldum upp á þetta bara tvö
ein, borðuðum á hóteiinu þar sem
við gistum, og fengum fallegar
rósir og kort frá fólki.“
Þegar þau komu til baka á
mánudeginum beið þeirra ijóma-
terta á Hrafnistu.
„Ég var yfir mig ánægður að
vera giftur Guðrúnu," segir Jón.
„Hugsaðu þér ef ég hefði nú gifst
einhverri Margréti eða Sigríði."
— En hvers vegna voruð þið að
gifta ykkur, nú eru svo margir sem
láta sér nægja að vera í sambúð?
„Við erum svo heiðarlegar
manneskjur," segir Jón. „Vildum
ekki valda neinu hneyksli. Gróur á
Leiti eru margar til með fantasíur
„Það var ekkert hlægilegt áður en við kynntumst," segja nýgiftu
hjónin Guðrún og Jón. Innfellda myndin er brúðarmyndin.
margskonar. Ef fólk fer að laðast
hvort að öðru og fara til skiptis inn
-á herbergin, þá verður umtalið
óþolandi. Með hjónabandi er bitinn
tekjnn af því.
Ég er líka eldri og fastheldnari
en Guðrún. Ég er kaþólikki sjáðu
til, hún er prótestant. Ég hélt að
hún yrði nú að taka mína trú þeg-
ar við giftum okkur, en hún sagði
bara kalt nei! Svo nú er trúarstríð
i hjónabandi okkar.“
Guðrún: „Nei Jón, það er nú
ekki rétt hjá þér.“
Jón: „Jæja, en Marteinn Lúther
reis upp gegn kristnum siðum og
rýmkaði um siðareglur kaþólikka.
Gerði það auðveldara fyrir menn
að kalla sig kristna. En það vantar
alla reisn yfir lútherska trú. Kaþ-
ólska trúin er fágaðri."
Ég spyr hvernig dagurinn líði
hjá þeim, hvert sé þeirra áhuga-
mál, og Jón svarar að bragði: „Ég
— Ég sé að þið skemmtið ykkur
vei saman, segi ég.
„Það var ekkert hlægilegt áður
en við kynntumst," segir Jón. „Ég
get sagt þér, að ég er bara ekki
með sjálfum mér þegar Guðrún er
ekki hjá mér.“
„Ég segi það sama,“ segir Guð-
rún, „hann var að spila hér eitt
kvcldið og mikið ósköp fannst mér
tíminn lengi að líða á meðan.“
Þau segjast ætla að vera áfram
á Hrafnistu og segir Jón að þetta
sé merkilegt heimili með miklum
menningarbrag. „Hvergi nokkurs
staðar á byggðu bóli fyrirfinnst
annað eins heimili. Okkur líður
ákaflega vel hérna.“
Þau fengu hjónaherbergið fyrir
þremur dögum og eru næstum
búin að koma sér fyrir, eiga eftir
að losa sig við nokkrar mublur, „og
þá getum við dansað hérna,“ segir
Jón spekingslega.
ÁSTIN Á sér engan aldur og
gefur æskudýrkun langt nef
þegar henni sýnist svo. I einu
hjónaherbergjanna á Hrafiiistu
eru nýgift hjón að koma sér
fyrir, þau Guðrún Karlsdóttir „
og Jón Sigurðsson, en þann 7. !H
september sl. létu þau pússa sig =
saman eftir tveggja mánaða J3
kynni. Jón er ef til vill þekktari J
undir nafninu „kadett", og
skrifaði Jónas Ámason bók um -f
hann á sínum tíma sem ber s
heitið „Syndin er lævís og lip- §
ur“.
JETLDfl
HVORT ÖBRU
Sungið undir súð Presturinn var með bænastund í föndurstofunni og þau kunnu svo sannarlega sálmana sína.
ætla sér að njóta lífsins allt til ævi-
loka, og hafa heilsu til, gera það
hvort sem þeir eru staddir á dvalar-
heimili aldraðra eða annars staðar.
En þótt húsið sé stórt og herberg-
in lítil þá verður ekki annað sagt en
að hér ríki heimilislegur og hlýlegur
andi og það skiptir öilu máli. Hvort
sem það er áhuga húsráðenda að
þakka, starfsfólkinu sem margt hef-
ur verið hér árum saman, eða ein-
hveijum búálfum, veit ég ekki.
„Það er svo mikið öryggi að vera
hérna,“ sagði ein. „Ef maður veikist
er hjúkrunardeildin við næstu dyr,
nú og svo eru stjórnendur og starfs-
fólkið elskulegt, maður gengur eins
og drottning niður í „dinner", fer í
hárgreiðslu þegar manni hentar, her-
bergin eru ræstuð, spjarirnar þvegn-
ar og maður þarf ekki einu sinni að
vaska upp!“
Eldra fólkið finnur öiyggi hjá
yngra fólkinu sem er fært í flestan
sjó, en það er nú svo skrýtið, að
yngra fólkið finnur ekki síður til
notalegs öryggis að vera samvistum
við eldra fólkið. Kannski þess vegna
sem gangastúlkurnar eru hér árum
saman, sumar hveijar.
Árni var á leiðinni í bæinn til að
útrétta eitt og annað.
Leiddist
uppvaskiö
SJÓMAÐURINN OG húsasmiður-
inn Árni Kr. Hansson er einn af
þeim sem alltaf er finn í tauinu.
Hann kom á Hrafnistu fyrir tveim-
ur árum ásamt konu sinni og
bjuggu þau fyrsta árið í þjónustu-
íbúð við Jökulgrunn. En svo fór
kona hans á hjúkrunardeildina og
hann flutti í einstaklingsherbergi
á dvalarheimilinu sjálfu.
Við höfðum búið á Digranesvegin-
um frá því 1947 en svo var kon-
an mín orðin heilsulaus og þegar ég
veiktist líka, fékk blóðtappa, þá fór
þetta að verða erfitt. Dæturnar okk-
ar þijár voru farnar að sofa heima
hjá okkur til skiptis, þannig að þetta
gekk ekki lengur. Við sóttum um á
Hrafnistu í Hafnarfirði en biðtíminn
getur verið mörg ár þar, svo við
reyndum hérna og vorum svo heppin
að fá þjónustuíbúð sem þá var laus.“
Árni segist sjá eftir þjónustuíbúð-
inni sem var rúmgóð, 50 fermetrar
að stærð með góðu geymslurými.
„Ég var þarna í tvo mánuði eftir að
konan mín fór yfir á hjúkrunardeild-
ina, en var nú orðinn nokkuð leiður
á að vera einn. Það er nú líka svo
hundleiðinlegt að þvo upp,“ segir
hann og hlær. '
Hann segist vera ánægður með
lífið þarna, „hvað má annað vera,
maður fær ailt upp í hendurnar, þarf
bara að nefna það. Það mætti að
vísu gjarnan vera rýmra um mann,
en það er alltaf verið að lagfæra eitt-
hvað hérna, það er gaman að horfa
á karlana þegar þeir eru að vinna,“
segir hann og á við iðnaðarmennina
sem eru að setja nýja lyftu í húsið.
Árni segist oft vera uppi í föndur-
stofu að vinna, og sýnir mér bæði
púða sem hann hefur saumað og
klukku sem hann hefur nýlokið við
að smíða, og reyndar aðra sem hann
er með í takinu. Hann fer í sund
tvisvar í viku, ef hann er í standi til
þess eins og hann segir, og segist
þekkja hér marga vistmenn frá fyrri
tíð.
„Ég les nú ekki mikið,“ segir hann
þegar ég spyr hann um önnur áhuga-
mál, „fletti stundum Mogganum. En
í spil tek ég aldrei, ég bara þoli ekki
að spila. Nú, svo hlustar maður á
allar fréttir, byijar á sjöfréttum í
útvarpinu, síðan fréttum á Stöð 2
og loks sjónvarpsfréttum klukkan
átta, maður má ekki missa af neinu!“
segir hann og hlær.
En nu er Árni á leiðinni yfir í
hjúkrunardeildina til konu sinnar, en
ætlar svo á bílnum sínum niður í bæ
til, að ná í myndbandsspólur fyrir
hana og útrétta eitt og annað.
- Þú ert þá bara ánægður með
tilvenina?
„Ég sé enga ókosti við dvölina
hérna, ef eitthvað skyggir á þá eru
það veikindi konu minnar.“