Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 9

Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ IUIANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGCR 12. NÓVEMBER 1989 C 9 SÁLARFRÆDl/JLrnwrk ab draumumf Isvefhi sem vöku ÐRAUMAR hafa löngum verið taldir með dularfyllri fyrirbær- um sálarlífsins. Um fá fyrirbæri hafa verið hafðar uppi fleiri skoðanir eða settar fram fleiri kenningar. Sumir hafa litið á þá sem helbera vitleysu og rugl, aðrir jafnvel litið á þá sem boð- skap frá æðri verum á öðrum stjörnum. Sundurleitar eru margar þessara kenninga svo sannarlega og stangast einatt á. Sigmund Freud gerði draum- um hátt undir höfði, ritaði um þá eina af sínum merkustu bók- um og í kenningum hans um sálarlífið skipuðu draumarnir veglegt rúm. Hann nefiidi drauminn konungsveginn til dulvitundarinnar. Ekki treysti ég mér til að taka afstöðu til þessara kenninga og skoðana nema að litlu leyti. Það má vel vera að í sumum draumum felist forspá, sýn inn í ókomna tíð eða fjarlæga heima. Þá er því oft hald- ið fram um sumt fólk að það sé berdreymið eða dreymi fyrir dag- látum. Óneitan- lega er erfitt að afneita allri slíkri draumspeki, svo margar nákvæm- ar frásagnir sem styðja tilvist hennar. En hitt er þó jafnljóst að hún gengur illilega í bág við alla vísindahefð og þá sálarfræði sem höfð er í heiðri við menntastofnan- ir. Þyrfti því að endurskoða æði margt, ef hún er staðreynd. Eng- inn vísindamaður hefur enn sem komið er treyst sér til þess, svo ég viti. Allur þorri drauma er hins veg- ar bersýnilega öllu jarðneskari og að öllum líkindum ekkl annað en framhald þeirrar sálarstarfsemi sem fram fer í vöku. En þó með nokkuð öðrum hætti. Hugsun manns í draumi er mun frjálsari en í vöku, því að í svefninum er siðferðislegum og vitrænum höml- um að verulegu leyti aflétt. Hún er einnig frumstæðari að því leyti að hún er ekki lengur bundin af þéim rökfræðireglum sem við temjum okkur í daglegu lífi. Og allmiklu hlutstæðari er hún einnig, sem lýsir sér m.a. í því að draum- urinn notar fremur myndmál en hugtök. Af þessum sökum getur oft verið erfitt að ráða í merkingu draums og hann getur við fljóta sýn verið tóm vitleysa. En ómaks- ins vert er engu að síður að leggja sig eftir því vilji menn kynnast sjálfum sér betur. Þeir sem gera sér far um að skoða sjálfa sig, íhuga orsakir gerða sinna og breytni, vilja þekkja langanir sínar og þarfir, ættu því að fylgjast vel með draumum sínum. Ekki er víst að ávallt takist að ráða merkingu eins einstaks draums, en þegar fleiri koma saman, rennur oft smám saman upp fyrir manni skilnings- Ijós sem betra er að hafa en ekki. eftir Sigurjón Björnsson HURÐIR - Hurðir fyrir iðnaðarhúsnæði, með eða án glugga og gönguhuröa. Surpkassar fyrir po og hringir á veggi. VSTÁLHURÐIR S/F Dalshrauni 20, Hafnarfirði, Sími 653150. Auglýst eftir frambodum til kjörnefndar fulltrúaaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Samkvæmt ákvörðun stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, er hér með auglýst eftir framboðum til kjörnefndar full- trúaráðsins. Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 20. nóvember kl. 17.00. Samkvæmt 11.gr. reglugerðar fyrir fulltrúar- áð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefnd- armenn kosnir skriflegri kosningu af fulltrúa ráðinu. Samkvæmt 5. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar telst framboð gilt ef það berst kosninga- stjórn fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð þar um tillaga af 5 fulltrúum hið minnsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Frambjóðandi skal gefa kost á sér með skriflegri yfirlýsingu. Tilkynning um framboð berist stjórn fulltrúa ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Val- höll við Háaleitisbraut. Stjórnin. SORPKASSAR ISTANBÚL SANNKALLAÐ ÆVINTÝRl Ferðaskrifstofurnar SAGA, ALÍS og SAS bjóða þér að slást í för þeirra mörgu sem á þessum tíma árs streyma til ISTANBÚL. Bláa moskan, Grand bazaar, Topkapi höllin, Gullna hornið og Bosporus eru nöfn, sem flestir hafa aðeins kynnst í bókum. Nú gefst tækifæri til þess að koma með og upplifa undur þessarar dásamlegu borgar. Síðast en ekkí síst er ISTANBÚL ein fremsta verslunarborg Evrópu í dag. Hér er fjöldi verslana með það besta er býðst í fatnaði frá stórborgum Evrópu, eins og Róm, París, London o.fl., og á viðráðanlegu verði. Vegna mikillar eftirspurnar bjóðum við margar nýjar hópferðir. 7 DAGA HOPFERÐIR frákr. 42>300y BROTTFARARDAGAR: INNIFALIÐ ER: Flug - gisting - morgunverður - akst- ur til og frá flugvelli, ein heilsdags kynnisferð um Istanbul með hádegis- verði og tvær hálfdags ferðir. 26. nóv.- 3. des -12 sæti laus 3. des.- 9. des. -10 sæti laus 10. des.-16. des. - 14 sæti laus 28.jan,- 3.feb.-laussæti 4. feb.-10. feb. - laus sæti 18. feb.-24, feb. - laus sæti 11. mars-17. mars - laus sæti EINNIG 7 DAGA EINSTAKLINGSFERÐIR frákr. 39«400y“ BROTTFÖR ALLA SUNNUDAGA (flug - gisting - akstur - morgun- verður) Æ |C nERCMSKMRSTOMN Bæjarhrauni 10, sími 652266 sími 622211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.