Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 10

Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 Guðmundur R. Guðmunds son, fv. slökkviliðsstj. Á morgun, 13. nóvember, verður vinur minn Guðmundur Ragnar sjötíu ára og er það með ólíkindum hvað hann ber aldurinn vel. Hann er jafnan eldhress í anda og gengur með brennandi áhuga að öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur eins og hann væri tvítugur. Hann fæddist í Reykjavík 1919, sonur hjónanna Guðmundar Jóns- sonar verkstjóra og konu hans, Sesselju Stefánsdóttur. Hann missti föður sinn þegar hann var 9 ára og fór þá í fóstur til móðurbróður síns, séra Sigurðar Stefánssonar að Möðruvöllum í Hörgárdal og var hann þar fram yfir fermingu. Þá kom hann aftur til Reykjavíkur og gerðist sendisveinn hjá Olafi Hall- dórssyni & Karlstad í Gai'ðastræti til 15 ára aldurs. Hann fór þá að vinna við höfnina við uppskipun og annað sem til féll en þá voru erfiðir tímar í Reykjavík, atvinnuleysi mikið og kaupið lítið. Vann svo í sænsk-íslenska frysti- húsinu til átján ára aldurs og var þá ráðinn í innheimtustarf hjá Reykjavíkurborg. Pétur Halldórs- son var þá borgarstjóri en Bjarni Benediktsson tók við starfi hans ári eftir að Guðmundur byijaði að rukka fyrir borgina. Kaupið var kr. 270 á mánuði og þótti sæmilegt en hækkaði á 5 árum í kr. 310 á mán- uði. Þegar Guðmundur var búinn að vera eitt og hálft ár í starfi þá kallar Bjarni á hann inn á skrifstof- una og tilkynnir honum að hann fái frá þeim degi fullt kaup. Hann ætti það skilið þar sem hann rukk- aði meira en allir hinir rukkararnir til samans. , Guðmundur gekk í varaslökkvi- liðið um þessar mundir en er svo ráðinn í slökkvilið Reykjavíkur 1940 og 1946 varaslökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli og ári seinna slökkviliðsstjóri og hefur verið þár þangað til í sumar að hann lét af störfum eftir 43 ára starf á Reykjavíkurflugvelli. Var hann kvaddu\' með mikilli viðhöfn af flug- málastjóra og slökkviliðsmönnum sem margir höfðu unnið með honum í áratugi. Guðmundur kvæntist Elínu Guð- mundsdóttur 9. febrúar árið 1945 og eignuðust þau 8 börn sem öll eru á lífi en hann eignaðist áður Rut kennara, sem gift er Bjarna Ansnes, skólastjóra á Flúðum. Börn Elínar og Guðmundar eru: Birna gift í Bandaríkjunum, Stefanía gift Georg Halldórssyni trésmið, Elín Edda gift Þorsteini Þorsteinssyni, skólastj., María, fulltrúi, gift Jó- hanni H. Jónssyni, framkvstj. flug- mála, Ivar, endurskoðandi, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur, Gunn- BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG H HEKLAHF ? Laugavegi 170-174 Simi 695500 VERÐ FRA KR. 873.000 laugur, flugumfei'ðarstjóri, kvænt- ur Ingu Ingólfsdóttur, Auður, flug- freyja, gift Gunnlaugi K. Jónssyni, lögr.fltr., Björn, tölvufræðingur, býr með Lenu Líndal Baldvinsdóttur sem er nemi í lyfjafræði. Barna- börnin eru orðin 14. Elín hefur búið manni sínum fal- legt og gott heimili og hafa þau átt einstöku barnaláni að fagna enda er hún bæði skapgóð, vinnu- söm og ósérhlífin. Guðmundur hefur ekki notið langrar skólagöngu fyrir utan það sem tengist flugmálum og slökkvi- liðsmálum. Hann var við nám í Bandaríkjunum hjá flugmálastjórn Bandaríkjanna og í Ansul Training School í Wisconsin og í Fire Service Training School á v^um flugmála- stjórnarinnar í Bretlandi, auk þess hefur hann farið margar náms- og kynnisferðir á vegum íslensku flug- málastjórnarinnar. ■ Hann var varamaður í Flugráði frá 1964 til 1988 og formaður Starfsmannafélags flugmálastarfs- manna 1969-73. Árum saman fór hann um landið og gerði flugvelli sem flestir eru í notkun núna og voru tækin valtari og vörubíll. Eg hygg að enginn hefði leikið þetta eftir enda maðurinn harðduglegur, ósérhlífinn og útsjónarsamur. WordPerfect II. Útg.5.0. 22.-24. nóv. kl. 13-17 (Orðsnilld) fyrir lengra komna. Kafað enn dýpra í ritvinnsluna WordPerfect, t.d. er farið í samsteypur, teiknun, reikning, textadálka, fjölva, kaflaham o.s.frv. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. A TH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sfna til þátttöku. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. Guðmundui' Ragnar hefur tekið mikinn þátt í ýmsum félagsmála- störfum. Þar ber hæst störf hans í áratugi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ilann var formaður Málfundafél. Óðins 1968-70 og stofnairdi og for- maður . Byggingasamvinnufélags verkamanna og sjómanna 1969- 1973, sem byggði marga tugi íbúða fyrir fátækt verkafólk. Hánn er félagsmaður í Krummaklúbbnum og hefui' verið þar formaðui'. Hann hefur verið í stjórn Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur og árnefndar- formaður Gljúfurár leng'i. Hann hefur verið sæmdur þjónustuorðum frá Danadrottningu, Svíakonungi og Finnlandsforseta. Ég hef átt því láni að fagna að vera veiðifélagi Guðmundar árum saman bæði í laxveiði, íjúpu og skaki svo og ferðafélagi, bæði í ferðum hér á landi og erlendis og mér hefur líkað það stórvel. Guð- mundur er lúsfiskinn og harður veiðimaður bæði á fisk og fugl og á hann fáa sér líka í laxveiði nema ef vera skyldi Þórarin og Eyþór en þeir eru manna veiðnastir. Fyrir mörgum árum áttum við saman jeppa sem við nefndum „Við- reisn“ því hann var eiginlega byggður upp frá grunni úr hræi af bíl. Á honum fórum við marga vet- ur og veiddum minka við Gljúfurá en þá fór Gljúfurá upp í tæpa 700 laxa. Margar sögur mætti segja úr þessum ferðum okkar eins og þegar við misstum jeppánn niður um ís á Langavatni. Við vorum í fjóra tíma að ná honum upp og höfðum bara stuðaratjakk og járnkarl en frostið var 12 stig. Þá voru sumir orðnir kaldir. Svo er vinnan við veiðihúsið kapítuli út af fyrir sig. Ég vil á þessum merku tímamót- um færa Elínu og Guðmundi þakk- ir fyrir margar ánægjustundir og höfðinglegar móttökur á heimili þeirra hjóna og samverustundir á ferðalögum og óska þess að heil- brigði og hamingja verði fylgifiskur þeirra á ókomnum árum. Bændavinafélag Reykjavíkur hyllir varaformann sinn á þessum tímamótum. Guðjón Sverrir Sigurðsson & Ármúla 29 simar 38640 - 686100 Þ. ÞORGRÍMSSON & GO Armstrong LDFTAPLDTUR KORkQPLAST GÓLFFLÍSAR ^fÁRMAPLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL Ævintýraleg jólainnkaup ílstanbul Istanbui státar af vöruúrvali sem gefur stórborgum Vesturlanda ekkert eftir. Þar finnuröu öll helstu tískuvörumerkin og annaö sem þú færð á Vesturlönd- um, en á mun lægra veröi, og Istanbul býöur ótal margt fleira sem ekki fæst annars staöar. Ef þú ætlar aö gefa jólagjafir, sem koma skemmtilega á óvart, faröu þá til Istanbul og gerðu ævintýraleg og ódýr jólainnkaup. Útsýn, Úrval og SAS bjóöa þér ódýrar ferðir til Istanbul með viðkomu í Kaupmannahöfn. Lagt er af stað á sunnudegi, gist eina nótt í Kaupmannahöfn og síðan fimm nætur á Kilim hótelinu i Istanbul fyrir aðeins 38.550 kr. á manninn í tvíbýli. Gerðu óvenjuleg og ódýr jólainnkaup í ár og komdu til Istanbul með okkur. M/SAS • ÚRVAL/ÚTSÝN Pósthússtræti 13, s: 26900 Austurstræti 17. s: 26611 Álfabakka 16, s: 603060

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.