Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 C 13 voru oft að segja við mig hér fyrr á árum: „Af hveiju ert þú að þess- ari kennslu. Þú átt bara að gefa þig að útskurði á þessum listmun- um, en ekki að sóa þínum tíma og hæfileikum í annað.“ Þetta eru auðvitað rök, svo langt sem þau ná, en ég hef aftur á móti sagt að ég ætli aldrei að láta þetta verða mér að oki. Ég ætla að gera þetta á þann máta að mér þyki gaman að því. Það er það sem ég geri enn í dag, meira að segja nú þegar ég er hættur að vera í föstu starfi, eins og ég hef alla tíð verið, þar til ég komst á aldur. Útskurðurinn er mér eiginlega sem sparivinna. Ég fer suður í Lón og endurbyggi gamla kirkju, vinn í moldarvérkum og alls konar erfiðisvinnu, en hverf svo að útskurðinum svona spari. Að útskurðinum vil ég bara vinna þegar ég er upplagður og get gert það eins vel og ég hef hæfileika til. Það kemur að vísu fyrir að ég Það er ekki svo lítið af tólum og tækjum sem útskurðarmeistari á borð við Halldór á Miðhúsum þarf að hafa í kring um sig á verkstæðinu. Hér er Halldór með trafakeflið góða, sem hann var í þann mund að reka smiðshöggið á, þegar blaðamann Morgun- blaðsins bar að garði. tek að mér eitthvert verk, sem þarf að vinnast fyrir ákveðinn tíma. Þá verður maður nánast að vera að, þar til verkinu er lokið. En það er neyðarbrauð því svona vinnu á maður ekki að vinna langa daga. Helst vil ég vinna að skurðinum fyrri part dags og aldrei skyldi maður vinna að skurðinum þegar maður er þreyttur. Þessi vinna krefst mikillar einbeitingar og mað- ur verður að hafa sig allan við, til þess að ekkert fari úrskeiðis.“ Trafakefli gefið sem tryggðapantur — Þetta fagra trafakefli, sem þú ert nú að vinna, hvað getur þú sagt mér um það? V X Það er nauðsynlegt að vera bæði vel upplagður og hafa einbeitinguna í lagi, þegar verið er við útskurð. Halldór er hér að vinna að útskurði á askloki. „Trafakefli var mikið notað hér áður fyrr og var smíðað í þeim til- gangi að slétta klúta eða höfuð- búnað kvenna, sem einnig gekk undir nafninu traf. Það má kannski segja að þetta sé einskonar forveri gömlu þvottarullunnar. Þessi trafa- kefli voru alla jafna skreytt eftir því sem menn höfðu getu og kunn- áttu til og merkt þeim eigenda sem eignaðist keflið, en það voru ævin- lega konur. Þau voru síðan gjarnan gefin konum sem tryggðapantur. Það er sú sögn um þetta, sem ég ætla að sé rétt, að ef kona þáði trafakefli af karlmanni, þá jafngilti það jáyrði og var einskonar trúlof- unarstaðfesta." — Heldur þú kannski að Öræf- ingar hafi þetta í huga, þegar þeir biðja þig að skera út trafakefli, sem þeir hyggjast gefa Vigdísi forseta, þegar hún sækir þá heim? Halldór verður nú kímileitur mjög og íbygginn á svip: „Ekkert vil ég svara fyrir þá, en tryggða- pantur, jafnvel þó hann sé gefinn í því augnamiði að fá jáyrði konu til hjúskapar, getur líka verið sprottinn af sömu rót, enda þótt ekki sé um hjúskaparósk að ræða. Tryggðapantur er sannarlega vott- orð um að sá sem gefur vill sýna viðtakandanum hinn mesta kær- leika.“ — En fyrirmyndin að þessu trafakefli, hvaðan færð þú hana? „Þetta kefli sem ég hef valið til viðmiðunar er svo gamalt að það er frá árinu 1710. Þetta kefli er í eigu Þjóðminjasafnsins og ég valdi það vegna þess að mér finnst það nett og fallegt og vel viðeigandi að nota það sem fyrirmynd." Halldór hefur grafið hendingu úr ljóði eftir Einar Benediktsson á eina hlið keflisins: „Það er eitt sem oss bindur ad elska voi-t land / fyrir ofan allt stríð .fyrir bandan þess sand / með þess hlutverk í höndunum fáu. Þá hefur Halldór skorið út með rúnaletri, alveg eins og á fyrirmynd- inni ártalið í ár, jafnframt því sem hann hefur skorið út með rúnaletri hveijir eru gefendurnir, þar sem stendur kveðja frá Öræfingum. Nafn forsetans, Vigdís Finnboga- dóttir, er aftur skorið út með við- hafnarlegu höfðaletri, en Halldór segir að höfðaletur hafi þróast í gegnum aldirnar fyrst og fremst meðal þeirra sem skáru i tré. „Þetta var leturgerð sem var fallegri og viðhafnarlegri en venjulegt letur,“ segir Halldór. Tel mig alltaf geta gert betur — Halldór, áttu í minningunni einhveija muni sem þú hefur skorið út og eru þér kærari en aðrir? „Nei, það held ég ekki. Ég hef aldrei orðið var við að mér þætti erfitt að láta frá mér einhvern grip, þegar ég hef lokið útskurði. Miklu fremur hef ég alltaf orðið feginn þegar þeir fóru. Það er kannski vegna þess, að mér finnst í hvert einasta skipti sem ég geri einhvern hlut, jafnvel þótt þér finnist hann allgóður og.frambærilegur að nokk- uð skorti á að svo sé. Þá verð ég gjarnan feginn að hann fari. Sjálfur er ég ánægður með þetta, því ég heid að svo lengi sem maður er ekki hæstánægður með eigin verk, þá sé einhver von um að manni fari fram og geri betur næst. Stund- um er ég all sáttur við hlutinn, en oftar finnst mér sem mér hafi ekki lukkast nógu vel.“ — Þú hlýtur nú að vera hæst- ánægður með þetta listafagra trafakefli, sem forsetinn á að fá? Hlýtt bros breiðist um andlit Halldórs: „Það er mismunandi hvað ég er sæll að vinna fyrir fólk. Fyrir mér er það dálítið atriði, því þegar ég geri einhvern svona hlut, þá fer ekki hjá því að eitthvað af sjálfum mér fer með honum. Mér er ekkert sama um hvert ég læt einhvern hluta af sjálfum mér. Auðvitað þyk- ir mér ágætt að vinna fyrir þennan aðilá, því ég hef mætur á þessari konu og vil gjarnan gefa henni eitt- hvað af sjálfum mér.“ — Ilefur það þá einhvern tíma komið fyrir að þú hafir verið beðinn um að vinna verk fyrir einhvern sem þú vildir ekki að eignaðist hlut af sjálfum þér og þú þess vegna neitað að taka að þér verkið? Halldór svarar af alvöru, en þó er kímnin aldrei langt undan: „Ég hef aldrei neitað, en stundum hef ég kannski ekki haft tíma tii þess að taka að mér verkið! Afköstin hjá okkur eru ekkert voðalega mikil, en störf okkar mið- ast fyrst og fremst við það að þjóna þeim sem vilja gefa vinum sínum og gleðja. Það er óskaplega skemmtileg og gefandi vinna að eiga að vinna hluti sem eiga að gleðja aðra. Þetta gerir það auðvit- að að verkum að maður leggur sig eins mikið fram og mögulegt er, til þess að árangurinn verði sem best- ur.“ Ég hef nú tafið Halldór um nokkra stund, frá því að leggja síðustu hönd á trafakeflið fagra. Við svo búið má ekki sitja lengur, þar sem Halldóri er það kappsmál að sá hluti af honum, sem í fram- tíðinni verður í vörslu forseta Is- lands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, verði sem best úr garði gerður. Reyndar efa ég ekki að hlýja Hall- dórs og alúð, sem beinlínis ljómar af verkum hans, ásamt listrænni fegurð á eftir að ylja forsetanum, sem og öðrum sem fá notið verka Halldórs. mém Minni Gífurlegum fjármunum er árlega variö í endurbætur og viðgerðir, því skulum við nýta okkur ónegldu hjólbarðana og haga akstri eftir aðstæðum. GATNAMÁLASTJORINN í REYKJAVÍK „LAUN Launabókhald ^; 22.-24. nóv. kl.9-13 Farið verður í uppbyggingu launaforritsins LAUN frá Rafreikni/EJS og raunhæf verkefni gerð í sambandi við vinnslu launa. ATH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur I Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. f Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.