Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLAR
SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER 1989
Sovét ljósvakans
■ Verksvið útvarpsráðs hefur gjörbreyst á síðustu árum
■ Getur útvarpsráð ráðið því sem það vill?
■ Vöxtur og viðgangur Ríkisútvarps getur ráðist af því hvernig
stjórnmálaflokkum tekst til með val fulltrúa sinna
HELGIN er á næsta leiti. Það
er föstudagnr og klukkan er
nærri ellefu að morgni. A jarð-
hæð í umdeildu húsi við Efsta-
leiti I í Reykjavík safhast saman
hópur karla og kvenna, sjaldn-
ast fleiri en tólf. Umræðuefiiið
er Ríkisútvarpið — útvarp og
sjónvarp. Akvarðanir sem tekn-
ar eru varða dagskrár og ráðn-
ingar starfsmanna dagskrár hjá
ríkisQölmiðlunum. Höfúðdrætt-
ir dagskránna eru dregnir.
Sumir sjást vel — aðrir illa,
rétt eins og gengur. Völdu dag-
skrárefhi liðinnar viku eru
gefnar umsagnir eða einkunnir.
A borðum er kaffí og staðgott
méðlæti — jafhvel kaldur mat-
ur.
Sjö fundarmanna fara með
völdin og þeir eru kjörnir af
Alþingi samkvæmt tillögum
sfjórnmálaflokkanna. Þeir
skipa hið eiginlega útvarpsráð
sem er án efa eitt af stormasöm-
ustu ráðum sem starfa á vegum
hins opinbera. Sjaldnast er deilt
um tilverurétt ráðsins heldur
miklu frekar um hlutverk þess.
Allir þeirra sem Ieitað var til
vegna þessarar greinar voru
hiklaust þeirrar skoðunar að
eðlilegt og rétt væri að al-
mannavaldið hefði yfirstjóm á
fyrirtækinu þar eð það væri í
eigu ríkis — sameign þjóðarinn-
ar.
S^yrinn uhi úívarpsráð hefur
ávallt staðið tím hlutverk þess.
Úlfaþyturinn um Ingimar Ingimars-
son og fæmi hans sem þingfréttarit-
ara snerist m.a. um það hvort út-
varpsráð'ætti að skipta sér af málum
af því tagi. Boga Ágústssyni, frétta-
stjóra Sjónvarps, þykir bókun Magn-
úsar Erlendssonar og Rúnar S. Birg-
issonar þar sem honum er hálfpart-
inn sagt fyrir verkum, alls ekki við
hæfi. „Það er ekki í anda útvarps-
laga að útvarpsráð skipti sér af verk-
stjórn á einstökum deildum Ríkisút-
varpsins," segir Bogi. Hann telur
hins vegar tilmæli meirihluta út-
varpsráðs til fréttastjóra um að hafa
tvo þingfréttaritara sjálfsögð og eðli-
Lög og reglu-
gerðir um Ríkisút- DJ||7C17|I|
varpið kveða ekki ******** **
skýrt á um hlut:
verk útvarpsráðs. í
lögum segir að
Kári
Jónasson
— „ Við getum ekki hagað ferð
okkar eftir því hvernig vindar
blása niðri á Alþingi eða hvaða
einstaklingar sitjá þennan eða
hinn útvarpsráðsfundinn ...“
Bogi
Ágústsson
— „Það er ekki í anda útvarps-
laga að útvarpsráð skipti sér
af verkstjóm á einstökum
deildum Ríkisútvarpsins ...“
eftir Ásgeir Fribgeirsson
Útvarpsráð á fundi — „Hlutverk þess er ákaflega hipsumhaps og mörk dagskrárvalds þess enn ókannað
land.“ Við borðið -sitja Magdalena Schram, Guðni Guðmundsson, Markús Á. Einarsson, Inga Jóna Þórðardótt-
ir, Haraldur Blöndal, Gerður Steinþórsdóttir og Bríet Héðinsdóttir.
viðtali við Markús Örn, útvarps-
stjóra, að starfsfólk fari með alls
konar mál framhjá yfirmönnum
sínum og beint til útvarpsráðs. „Þeir
sem gagnrýna útvarpsráð hvað
mest einn daginn geta leitað undir
verndarvæng þess þann næsta,“
segir hann. Fyrir þessu em oft
gamlar hefðir frá þeim árum að
útvarpsráð réð nákvæmlega öllu og
þá sköpuðust tengsl og venjur sem
enn setja svip sinn á samskipti ráðs-
ins og starfsmanna.
Á Ingu Jónu er það að skilja að
skipulag Ríkisútvarpsins sé ekki
ennþá með þeim hætti að sjónarmið
starfsfólks njóti sín þannig að sam-
an fari áhrif, ábyrgð og skyldur.
Hún telur að ein af leiðunum til
þess að ná því marki sé að tryggja
deildarstjóra í sessi. Þar með sé
þeim gert kleift að bregðast skjótt
við og geta gefið starfsmönnum
deilda aukið frelsi til athafna. Inga
Jóna vill ekki nefna nein dæmi en
ekki er óeðlilegt að benda á Rás 2
í þessum efnum þar sem hún virð-
ist hafa talsvert meira sjálfræði en
ýmsar aðrar einingar innan stofn-
unarinnar. Líklegt er að hún hafi
það vegna þess að yfírmanni henn-
ar, Stefáni Jóni Hafstein, er treyst
jafnt af útvarpsráðsfólki sem og
undir- og yfirmönnum hans. Einnig
getur það svo sem verið að sjálfræð-
ið stafi af þeirri menningarlegu
afstöðu útvarpsráðsfólks að dæg-
urpípið og poppið sé ekki eins
merkilegt og annað og þarfnast því
síður hinnar leiðandi handar ráðs-
ákvarðanir ráðsins varðandi dagskrá
séu endanlegar. Því má spyija hvað
hefði gerst ef meirihluti ráðsins hefði
verið þeim Magnúsi og Rúnari S.
sammála. Hefði það getað ráðið því
hveijir væru þingfréttaritarar Sjón-
varps?
Hér verður flallað um hlutverk
útvarpsráðs og ágreiningsefni varð-
andi völd þess.
Á útvarpsráð að
stjórna dagskrá?
Flestir árekstrar sem verða á milli
útvarpsráðs og starfsfólks Ríkisút-
varpsins verða vegna þess að starfs-
fólki finnst útvarpsráð fara um of
inn á sitt verksvið. Samkvæmt lög-
um og reglugerð á útvarpsráð að
ákveða dagskrá í aðalatriðum án
þess þó að það sé skilgreint frekar
en kemur fram i 8. gr. reglugerðar
um Ríkisútvarp.
Inga Jóna Þórðardóttir, formaður
ráðsins, telur að ráðið eigi að ráða
heildarsvip dagskrár, svokallaðri
rammadagskrá þar sem tekið er
fram hvers konar þættir eigi að vera
og þá hvenær. Þar með falli það
undir verksvið þess að ákveða hlut-
fall tónlistar og talaðs máls eins og
kveðið er á um í reglugerð. Það
ákvæði, sem og mest öll 8. greinin,
er hins vegar þyrnir í augum hins
kunna útvarpsmanns, Ævars Kjart-
anssonar. Honum finnst það fárán-
legt að einhver sveit pólitíkusa geti
ráðið jafn miklu um dagskrárnar og
henni sýndist. Hann telur eðlilegra
að fagleg sjónarmið starfsfólks ráði
ferðinni. Guðni Guðmundsson, rekt-
or og ú.tvarpsráðsmaður, lítur á ráð-
ið sem einskonar
dagskrárstjóm eða
„redaksjón" eins
og hann orðar það
sjálfur. Honum
finnst eðlilegt að
útvarpsráðsmenn,
sem fulltrúar almennings, hafi um.
það að segja hvenær fréttir væru
og hvort eða hvenær jafn gagnmerk
fyrirbæri og „Um daginn og veginn"
væru. Útvarpsstjóri, Markús Örn
Antonsson, er þeirrar skoðunar að
sjónarmið útvarpsráðsmanna og
raddir almennings sem berast út-
varpsráðsmönnum til eýrna eigi að
geta haft jákvæð áhrif á dagskrá
og dagskrárgerð jafnhliða faglegum
sjónarmiðum þeirra sem vinna við
gerð dagskránna.
Allir virðast á einu máli um að
afskipti útvarpsráðs af umsjónar-
mönnum einstakra þátta og inni-
haldi þeirra væru nú mun minni en
á árum áður og að því beri að fagna.
Kári Jónasson, fréttastjóri hljóð-
varps, segir t.d. frá því að fyrir
fimmtán ámm hafi útvarpsráð falið
honum að vinna tiltekinn sjónvarps-
þátt. Honum var um leið sagt hven-
ær þátturinn ætti að vera og merki-
legt nokk, hveijir ættu að vera við-
mælendur hans. Útvarpsráð tekur
ekki lengur ákvarðanir af þessu tagi
og er einkum tvennt sem veldur því.
í fyrsta lagi var lögum breytt 1985
og í öðru lagi þá er það yflrlýst
stefna núverandi formanns ráðsins,
Ingu Jónu, að ráðið fyalli ekki fyrir-
fram um hvemig taka eigi á ein-
hveiju viðfangsefni heldur leggi að-
aláherslu á mótun rammadagskrár.
Með þessu móti á útvarpsráð ekki
að vera ritskoðunaraðili en hins veg-
ar er gert ráð fyrir því að það gæti
stöðvað útsendingu þáttar telji það
að hann eigi ekki erindi til almenn-
ings. Dagskrárfólk á því að hfa
svigrúm að ákveðnu marki.
Afskipta- og ritskoðunarhyggja í
útvarpsráði, sem einnig mætti kalla
forsjárhyggju, virðist ekki vera háð
neinum fokkspólitískum þáttum.
Sjáífstæðismenn vilja ekkert frekar
skipta sér af dagskrármálum en
kratar, framsóknarmenn eða al-
þýðubandalagsmenn og eftir því var
tekið þegar Kvennalistinn komst til
áhrifa að fulltrúar hans ætluðu að
setja mark sitt á dagskrár stöðvanna
þriggja.
Er starfsfólki Ríkis-
útvarps treystandi?
Kunnur stjórnmálamaður sem
eitt sinn átti sæti í útvarpsráði seg-
ir að hvað sem segja megi um út-
varpsráð þá sé það ekki verra en
starfsmenn stofnunarinnar. Núver-
andi formaður útvarpsráðs, Inga
Jóna, er þeirrar skoðunar að áhrif
starfsfólks á dagskrá tryggi alls
ekki að fagleg sjónarmið njóti sín,
því hugmyndir þess séu eklri alltaf
byggðar á faglegum forsendum. í
því sambandi bendir hún á að oft
geti starfsfólk ekki komið sér sam-
an um hlutina og leiti til útvarps-
ráðs um úrskurð. Inga Jóna stað-
festir einnig það sem kom fram í
ms.
Er gagnrýni útvarpsráðs
á dagskrá marktæk?
„Útvarpsráð beitir ekki valdi,“
segir Guðni Guðmundsson, vara-
maður í útvarpsráði í um átta ár
eða þar til fyrir tveimur árum þeg-
ar hann varð aðalmaður. „Það beit-
ir gagnrýni." Guðni telur gagnrýni
ráðsins á dagskrá, sem þegar hefur
verið send út, vera mikilvægasta
hlutverk þess. Hann segir að með
þeim hætti fái rödd almennings
vettvang sem máli skiptir.
Einkunnir útvarpsráðs og mat á
einstökum þáttum hefur ekki mikil
áhrif á dagskrárgerðarfólk eftir því
sem næst verður komist. Ævar
Kjartansson telur umsagnir ráðsins
broslegar og hann segist ekki hafa
orðið var við, að þær hafi mikil
áhrif eða skipti einhveiju máli.
Kári Jónasson segir að þær séu
alltof tilviljanakenndar til þess að
hægt sé að taka á þeim mark.
Hann bendir á að eigi mistök af
einhveiju tagi sér stað á fimmtu-
degi væri miklu líklegra að athuga-
semd kæmi fram í útvarpsráði, en
ef þau hefðu verið gerð fyrr í vik-
unni, því að fundir ráðsins væru á
föstudögum. Hann segir að það sé
erfitt fyrir starfsfólk að fara eftir
því sem fram komi í útvarpsráði
því þar séu bæði miklar breytingar
á skipan frá kjörtímabili til
kjörtímabils og þar að auki sé meiri-
hlutamyndun í ráðinu breytileg.
Kári bendir á að þegar kosið var í
ráðið var annar stjórnarmeirihluti á
þingi en nú er. Sú ankannalega
staða er uppi núna að formaður
ráðsins er svarinn andstæðingur
stjórnarstefnu menntamálaráð-
herra og vegna samvinnu við fu.ll-
trúakjör á sínum tíma er stjórnar-
sinninn og Borgaraflokksmaðurinn
Rúnar S. Birgisson ýmist varamað-
ur stjórnarandstæðingsins og
Kvennalistakonunnar Magdalenu
Schram eða alþýðubandalagskon-
unnar og stjórnarsinnans Bríetar
Héðinsdóttur. Kári bendir einnig á
að meirihlutamyndanir í útvarps-
ráði væru oft á mismunandi for-
sendum. Stundum séu íhaldsöfl
gegn breytingaöflum, konur gegn
körlum og hægri gegn vinstri. Hann
segir að það sé ekki nokkur leið
að taka mið af meirihlutaskoðunum
þess. „Við verðum að sigla áfram
okkar leið,“ segir hann. „Við getum
ekki hagað ferð okkar eftir því
hvernig vindar blása niðri á Alþingi
eða hvaða einstaklingar sitja þenn-
an eða hinn útvarpsráðsfundinn."
Flestir virðast sammála um að
það sé eðlilegt að útvarpsráð fjalli
að einhveiju leyti um útsenda dag-
skrá þó svo þeir sömu geri sér fulla
grein fyrir því að enginn ráðsmaður
getur fylgst með nema broti af því
sem sent er út og því verði umsagn-
ir þeirra ávallt ómarkvissar. í drög-
um að frumvarpi að nýjum útvarps-
lögum sem nefnd á vegum núver-
andi menntamálaráðherra vann
undir forystu Ögmundar Jónasson-
ar, formanns BSRB og fyrrverandi
formanns í Starfsmannafélagi
ríkisútvarpsmanna, er einmitt þetta
gagniýnishlutverk sett í öndvegi
hjá dagskrárráði því sem sam-
Ur fundargerðum útvarpsráðs
■ „Lýst er ánægju með dægur-
málaútvarpið á Rás 2, Stefán
Jón Hafstein væri nánast orð-
inn heimilisvinur lands-
manna." (17.8. 1989.)
■ „Nokkrar umræður urðu um
Meinhornið og Þjóðarsálina í
dægurmálaútvarpi. Umsjón-
armenn þess hefðu staðið sig
með prýði en gæta þyrfti þess
að hlustcndur fengju ekki of
hranalega afgreiðslu ef þeim
yrði á að hringja og ræða já-
kvæða hluti í Meinhorni.“
(19.5. 1989.)
■ „Fram kom að óánægja væri
með hve íþróttafrcttamenn
væru offt hlutdrægir í lýsing-
um sínum.“ (31. 3. 1989.)
I „Gerð var athugasemd við
þá smekklcysu að hclga
síðasta menningarþáttinn Já
allan útgáfúfélaginu Smekk-
leysu og við fyrri bíómyndina
sl. laugardagskvöld, Korsíku-
bræðurna, sem hefði verið
hræðilega vitlaus.“ (10.3.
1989.)
I „Nokkuð var rætt uni málfar
fréttamannu og athugascmd
var gerð við það að sjónvarps-
starfsmenn virtust eiga eríítt
með að biðjast afsökunar á
mistökum sínum.“ (9.6.1989.)