Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 19

Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 C 19 Úr útvarpslögum frá 1985 ■ „Útvarpsráð skipa sjö menn. Skulu þeir ... kosnir hlut- fallskosningu á Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar.14 (Úr 19. gr. útvarpslaga.) ■ „Útvarpsráð tekur ákvarðan- ir um hvcrsu útvarpsefni skuli haga í höfúðdráttum innan marka flárhagsáætlun- ar.“ (Úr 20 gr. útvarpslaga.) ■ „ ... Það ákveður hvert vera skuli í megindráttum idutfall tónlistar og talaðs máls svo og hlutur fræðslu-, mcnning- ar-, og frétta- og skemmtiefn- is í þeim dagskrám sem Ríkisútvarpið sendh' út ...“ (Úr 8. gr. reglugerðar um Ríkisútvarpið.) ■ „Ríkisútvarpið skal leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningar- arfleið. Ríkisútvarpið skal halda > heiðri lýði-æðislegar grund- valiarreglur og mannréttindi og Érelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlut- drægni i frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Rikisútvarpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mis- munandi skoðanir ... Útvarpsefhi skal miða við fjölbreytni íslensks þjóðlífs. ..(Úr 15. gr. útvarpslaga.) ■ „Ráðið setur reglur, eins og þurfa þykir, til gæslu þess að fylgt sé ákvæðum 15. gr. Ákvarðanir útvarpsráðs um útvarpsefni eru endanlegar. Útvarpsstjóri getur þó stöðv- að gerð þegar samþykkts dagskrárefnis þyki sýnt að það reynist fjárliagslega of- viða.“ (20. gr. útvarpslaga.) ■ „Útvarpsráð getur ennfrem- ur ákveðið að Ríkisútvarpið ráðist í gerð tiltekinna teg- unda eða flokka dagskrárefn- is sem fallnir þykja tU að ná fram markmiðum 15. gi'. út- varpslaga ...“ (Úr 8. gr. reglugerðar um Ríkisútvarp- ið.) ■ „Dagskrá Ríkisútvarpsins skal lögð fyrir útvarpsráð t.il kynningar áður en hún kem- ur til framkvæmda." (Úr 8. gr. reglugerðar um Rikisút- varp.) ■ „Starfsmenn Ríkisútvarps, aðrir en framkvæmdastjórar, skulu ráðnir af útvarpsstjóra, þó að ferignum tillögum út- varpsráðs ef um starfsfólk dagskrár er að ræða ...“ (Úr 21. gr. útvarpslaga frá 1985.) Samkvæmt 10. gr. reglugerð- ar um Ríkisútvarpið er einungis lalað um fastráðið starfsfólk dagskrár. kvæmt nefndartillögum á að leysa útvarpsráð af hólmi. Það virðist því vera almenn samstaða um að opin- berir aðilar sinni þessu hlutverki en hins vegar virðist enginn hafa hugmyndir um hvernig hægt sé að koma því við svo vel fari. Á útvarpsráð að ráða og reka? Nýju lögin og reglugerðirnar frá 1985 gera ráð fyrir því að útvarps- ráð sé umsagnaraðili um ráðningu framkvæmdastjóra, deildarstjóra og annarra fastráðinna starfs- manna dagskrár. Guðna Guð- mundssyni, sem annars hefur mjög gaman af því að sitja í útvarps- ráði, þykir ráðningamálin sem koma á borð ráðsins leiðinleg og kveðst hann vilja vera laus við allt það þras. Markús Örn fagnar þeirri breytingu sem orðið hefur frá því þegar hann hóf störf hjá Sjónvarp- inu fyrir rúmum tuttugu árum en þá skipti útvarpsráð sér m.a. af ráðningu dyravarða. Kári Jónasson, fréttastjóri, kveð- ur það vera óþolandi ósamræmi að einungis ráðningar fréttamanna þurfi að hljóta blessun útvarpsráðs, fyrir því hefur skapast hefð en lög og reglugerðir þar að lútandi eru óafgerandi. Hann bendir á að í dag- skrárþætti á Rás 2 ynnu menn, sem útvarpsráð kæmi hvergi nærri, að sömu málum — væru að ræða við sömu menn um sömu málefni, og fréttamenn sem sigtaðir væru í gegnum ráðið. Kári segir að þetta geri honum erfiðara fyrir við að ráða besta fólkið hveiju sinni. Inga Jóna er um margt sammála Kára. Sjálf segist hún vilja vinna að því að kveðið verði skýrar á í reglugerð um að útvarpsráð hafi einungis umsögn um ráðningu fram- kvæmda- og deildarstjóra og þar með yrði endi bundinn á afskipti ráðsins af ráðningu fréttamanna. Eins og flestir vita er það út- varpsstjóri sem ræður í stöður yfir- manna. Eftir að hafa gengið illilega gegn vilja ráðsins við ráðningu á umdeildum fréttastjóra Sjónvarps, sem hann síðar varð að reka, hefur útvarpsstjóri lýst því yfir að æski- legt væri að sem víðtækust sam- staða næðist um ráðningu yfir- manna dagskrárdeilda. Það er því óhætt að segja að hlutverk útvarpsráðs varðandi ráðningar starfsmanna sé að falla í fastar skorður og í heild virðist það vera að taka á sig mynd yfir- stjórnar sem metur mikilvægi þess að starfsmenn og starfseiningar fái skilgreint sjálfræði og fái að ráða sínum málum í friði. Hlutverk ráðsins er háð duttlungum fúll- trúa flokkanna Lög og reglugerðir um útvarps- ráð eru mjög óljós og óafgerandi. Ráðið er hvorki yfirstjórn né dag- skrárstjórn. Það skiptir sér af því hver sé umsjónarmaður morgun- þáttar á Rás 1 en kom á sínum tíma ekki nærri ákvörðuninni um að ýta Rás 2 úr vör. Það hringlaði með fréttatíma Sjónvarps en tók ekki ákvörðun um að heíja tilraunir með svæðisútvarp. Hlutverk ráðsins getur því orðið ákaflega hipsumhaps og, eins og Bogi Ágústsson segir, eru mörk dagskrárvalds þess enn ókannað land. Þó svo núverandi formaður sé að reyna að gera ráðið að eins konar yfirstjóm og alla stjórnun straumlínulagaðri, og hafi til þess stuðning margra yfirmanna stofn- unarinnar, þá getur eftirmaður formanns tekið allt annan pól í hæðina. Duttlungar einstakra út- varpsráðsmanna geta haft varanleg áhrif á starf dagskrárgerðarfólks og ákvarðanir meirihlutans geta í raun orðið það sértækar að ráðið öðlist mjög mikið vald, allt að al- ræði því á einum stað í útvarpslög- um segir að ákvarðanir ráðsins varðandi dagskrá séu endanlegar. Hvergi er þess hins vegar getið hvers konar ákvarðanir þarna sé um að ræða. Samkvæmt þessu þá getur útvarpsráð ráðið lagavali næturútvarps, hafi það á því áhuga. Þótt hlutverk útvarpsráðsins hafi gjörbreyst á síðustu árum er það deginum ljósara að á sviði ríkis- fjölmiðlunar getur útvarpsráð leikið það hlutverk sem það telur henta sér. Þrátt fyrir perestrojku að frum- kvæði þeirra sem nú fara með völd þá getur öðruvísi skipað sovét ljós- vakans gripið til ofstjórnar og al- ræðisvalds. -i. ogHamborg’ á einstöku tilboðsverði hjá Veröld og Pólaris í nóvember og desember Nú bætum við Hamborg við í tilboðið okkar. Við höfum nú fengið viðbótargistingu á gististöðum okkar í Amsterdam í nóvember og desember og bjóðum nú nýtt hótel í Hamborg, Hótel Graf Moltke, á ótrúlegu verði. Amsterdam Ein af fjórum vinsælustu ferðamanna- borgum Evrópu, kölluð Feneyjar norðurs- ins og valkostirnir endalausir. Glæsileg verslunarhverfi, fjölskrúðugt listalíf og veitingahús frá öllum heimshornum. nmmtisuiii Austurstræti 17, sími 622200 Hamborg Hér gefst einstakt tækifæri til að versla í mörgum bestu verslunarhúsum Evr- ópu á frábæru verði. Að auki er Ham- borg stórfalleg borg með óteljandi möguleika fyrir forvitna ferðalanga, sem vilja njóta þess besta í mat, drykk og skemmtun. og Kirkjutorgi 4, Sími 622011

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.