Morgunblaðið - 12.11.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989
C 21
I
m
1
i
|
ann eftir því sem á tamninguna
leið. Þetta var oft mikið þolin-
mæðisverk, en skilaði venjulega
góðum árangri.
Guðni Magnússon og Rósa "Andr-
ésdóttir voru gefin saman í hjóna-
band 26. maí 1917. Rósa var dóttir
Andrésar Andréssonar hreppstjóra
í Hemlu og konu hans, Hólmfríðar
Magnúsdóttur. Guðni og Rósa voru
fyrsta búskaparár sitt í hús-
mennsku að Miðkoti í V-Landeyjum
en fluttu þaðan að Uxahrygg á
Rangárvöllum og bjuggu þar í 6
ár. Arið 1924 fluttu þau að Hólmum
í A-Landeyjum og bjuggu þar
næstu 36 árin, eða til 1960 er þau
létu jörð og bú í hendur uppeldis-
dóttur sinnar, Gerðar Elimarsdótt-
ur, og manns hennar, Kristjáns
Ágústssonar.
I grein, sem Magnús Finnboga-
son skrifaði við fráfall Guðna í
Hólmum 28. september 1978, segir
maðal annars: „Guðni var bóndi af
lífi og sál, átti ávallt góðan og gagn-
saman búpening, gætti vel alls þes's
er honum var til trúað. Hann hófst
úr örbirgð til efna af eigin dugnaði
og hagsýni, var ávallt veitandi en
ekki þiggjandi síns samfélags.
Heimili Guðna og Rósu var þeim
og mörgum öðrum sérstakur griða-
og menningarstaður. Og bar heimil-
ið vott um listrænt handbragð
Rósu ... Það fór ekki hjá því að
Guðni veldist í forystusveit sinnar
sveitar. Hann var í hreppsnefnd,
skattanefnd og forðagæslumaður
um mörg ár, auk fleiri starfa sem
hann tók að sér fyrir sveit sína. í
þessum störfum komu fram hans
sterkustu eðlisþættir, greind, trú-
mennska ásamt góðum vilja til að
láta gott af sér leiða.
Guðni og Rósa eignuðust fjögur
börn: Jón bóndi í Götu, Hvolhreppi,
Andrés stórkaupmaður í Reykjavík,
Kristrún húsfrú í Reykjavík,
Magnea Guðbjörg ijósmóðir, búsett
í Svíþjóð. Auk þess ólu þau upp
Gerði Elimarsdóttur sem missti
móður sína er hún var á fyrsta ári-.
Fjöldi annarra barna átti gott at-
hvarf um lengri eða skemmri tíma
hjá Rósu og Guðna í Hólmum.
í grein sem skrifuð var um Guðna
í Hólmum sjötugan segir að hann
hafi aldrei talað mikið um æsku
sína og hvarflar þá að greinar-
höfundi að líklega hafi Guðni enga
æsku átt í þeim skilningi sem venju-
lega er lagt í það orð og segir þar
ennfremur að ef til vill hafi það
verið vegna þess hve smái hann
var sjálfur að smælingjar leituðu
jafnan skjóls hjá honum. Guðni í
Hólmum var sérlega barngóður
maður.
Guðni lést í september 1978 en
Rósa í janúar 1983.
A.G.
ViÖ flytjum
BjóÖum því
30-40%
afslátt af öllum vörum verslunarinnar.
Skólavörðustíg 5.
ORIENT armbandsúrin eru falleg
og stílhrein.
Ef þú gerir kröfur um gæði.
veldu þá ORIENT! “
Við bjóðum
ORIENT
armbandsúrin
í miklu úrvali:
JON&OSKAR, GUÐMUNDUR B. HANNAH,
úro- og skartgripoverslun, úrsmiður,
Laugavegi 70, sími 24910 Laugavegi 55, sími 23710
GILBERT 0. GUDJONSSON,
úrsmiður,
Laugavegi 62, sími 14100
*SÍ<}|ið!"31ÍÍÍ&£jl2!á21&!l£
Margrit Strassburger les úr
„GOETHES BRIEFWECHSEL MIT EINEM KINDE
- Bréfaskipti Goethes við barn -
og Thomas Böttger leikur „Bagatellen“
eftir Ludwig van Beethoven
mónudaginn 13. nóvember 1989 kl. 20.30.
N0RRÆNA HÚSIÐ
ALLIR VELKOMNIR
GOETHE-INSTITUT
19.g.9
I gegnum árin hefur jólaskeiðin frá
GUÐLAUGI glatt hugi og hjörtu safnara
jafnt íem fagurkera. Silfurjólaskeiðin
1989 er nú komin í verslun okkar. Að
þessu sinni, fagurlega skreytt með mynd
af Hólum í Hjaltadal, því fræga setri ís-
lenskrar kirkjusögu.
FAGUR SAFNGRIPUR
GUÐLAUGUR A. MAGNÚSS0N
SKARTGRIPAVERSLUN
LAUGAVEGI 22a SÍMI: 15272
.ir i. é. x í.
. í, 4: Laí h Lí Í« ts ife íá s li ík ði &
1
Íífiislkiíiii
í'iíkiíkikííi kÍ%h&kílklthí i tt i k I & k t L&r2»sl&2si,-i