Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 28

Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 28
28 C o MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER 1989 „ þ&gar 'eg sa-gbi cÁ Z sih>num <4 useq 6 ötti écj vi<5 eftir skattlogm'ngtj.! " TM Reg. U.S. Pat Oft.—alt rights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate Þegar ég fer hingað veðja ég alltaf við konuna mína um að ég verði kominn heim fyrir miðnætti. Að vinna veðmál er það besta sem hún veit ... Ég er þér þakklát fýrir að stökkva kattaskröttunum á braut... . eeru að /zfa. þ/G?" Nú er tími éndurskins- merkjanna í skammdeginu eykst til muna hætta á slysum á gangandi vegfar- endum. Ástæðan er m.a. sú, að ökumenn koma ekki auga á þá fyrr en um seinan. Til að koma í veg fyrir slík slys skipta endurskinsmerki sköpum. Sé vegfarandi dökkklæddur og án end- urskinsmerkja sjá bílstjórar hann ekki fyrr en í 20 til 30 metra fjar- lægð. Hafi hann hins vegar end- urskinsmerki glampar á merkin allt að fimm sinnum fyrr. Þeir sem þurfa að vera á ferð- inni utanhúss í skammdeginu ættu ekki að hugsa sig tvisvar um, held- ur verða sér úti um endurskins- merki. Þau fást í apótekum um land allt og einnig í mörgum öðrum verslunum. Foreldrar eru beðnir að huga sérstaklega að þessum málum, svo og kennarar og fóstrur. Kennarar ættu t.d. að setja sem algjört skil- yrði að hver einasti nemandi sé með endurskinsrperki. Þeim fer ijölgandi sem skokka sér til heilsubótar. Þeir eru oft á ferðinni á og við miklar umferðar- götur. Fyrir þá getur skipt miklu máli að hafa endurskinsmerki. Til eru sérstök skokkbelti og einnig er hægt að setja- endurskinsborða á viðeigandi fatnað. Umferðarráð hvetur skokkara til að vera ekki á ferðinni á miklum umferðargötum, því þannig valda þeir hættu og geta truflað bílaumferð. Umferðarráð hvetur alla lands- menn til að verða sér úti um end- urskinsmerki nú í vetrarbyijun. Þau eru ódýrt, einfalt og þægilegt ör- yggistæki í umferðinni. Umferðarráð Á FÖRIMUM VEGI „Þið íslendingar eruð ekki sjómenn, heldur sjóræningjar helvítin ykkar“ Morgunblaðið/Þorkell Lóðsarnir (f.v.) Lúðvík Lúðvíksson, Halldór Valdimarsson og Sigurð- ur Þorgrímsson skoða sjókort af hafnarsvæðinu í Reykjavík. Hrein afturför að kalla lóðs skipa- þj ónustuvarðslj óra MIKIÐ og merkilegt mannlíf er við höfnina í Reykjavík þótt daglega fari flestir borgarbúar á mis við það. Þar starfa margir menn og ólíkir, e.k. þverskurður af þjóðfélaginu. Þar eru lóðsarnir í lykil- hlutverki. Þeir sem vísa skipunum síðasta spölinn til hafhar og aftur út í öruggan sjó þegar þau hafa lestað eða losað. Hafnsögumennirnir, eða lóðsinn, hafa eins og margir aðrir orð- ið fyrir barðinu ,á þeirri óþurftar áráttu sem hefur verið fólgin í því að heilu starfsstéttirnar hafa verið nefndar upp. Jafnvel stéttir eins og lóðsarar sem eiga sér mörghundruð ára sögu. „Nú kallar kerfið okkur varðstjóra í skipaþjónustu og yfir- lóðsinn skipaþjónustustjóra. Með gömlu nöfnunum vissu allir við hvað var átt en nú gætu menn haldið áð við ynnum í einhveiju kaupfé- lagi. Þetta er hrein afturför," sögðu Lúðvík Lúðvíksson og Halldór Valdimarsson, sem voru á hafn- söguvaktinni á fimmtudag. Þeir eru öfundsverðir af starfsað- stöðu sinni uppi á fimmtu hæð í Hafnarhúsinu. Þaðan er óborgan- legt útsýni yfir hafnarsvæðið og umgjörð þess, sem ijallahringurinn frá Snæfellsjökli í Hengil. Lúðvík sagði eina góða tengdum jöklinum. „Ég var að lóðsa ítalskt skip út og hann blasti við í allri sinni tign. Bað ég skipstjórann að giska á fjar- lægðina í jökulinn. 10-20 sjómílur, sagði hann og trúði mér ekki þegar ég sagði þær vera nær 80. Fór hann inn í kortaklefa til að sjá hvort ég væri að ljúga að sér. Þaðan kom hann að vörmu spori. Opnaði veð- 'uanka og bauð skipveijum að veðja á lengdina í jökulinn. Þeir skutu allir á 10-12 mílur og töpuðu því Víkverji skrifar Yíkveiji vék á sl. sumri að þeirri staðreynd hve lífeyrissjóðimir eru máttvana (nema e.t.v. ríkis- tryggðir sjóðir) þegar kemur að lífeyrisgreiðslum, þótt eignir sjóð- anna skipti tugum milljarða króna — og að opinberir aðilar bítist um það fé. Eigendur sjóðanna — lífeyris- þegamir — helðu lítið af þeim fjár- munum að segja. Lífeyrissjóðakerfíð hefur af og til komið til umræðu á Alþingi — og flestir virst sammála um að það sé meingallað, en samt hefur ekkert gerst og allt hjakkað í sama farinu. Engu er líkara en ráðamenn á hvetj- um tíma sjái ofsjónum við að almenn- ingur fái sjálfur að ráðstafa þessari eign sinni. xxx ú hefur verið lögð fram á Al- þingi þingsályktunartillaga þess efnis að skipuð verði nefnd er fái það hlutverk að móta reglur um eigin eftirlaunasjóði landsmanna og gera tillögur um hvernig hægt væri að gera upp réttindi launþega í núver- andi lífeyrissjóðum. Fyrsti flutnings- maður er Guðni Ágústsson. í greinargerð með tillögunni er viðruð sú hugmynd að við upphaf ævistarfs eignist hver einstaklingur eigin eftirlaunareikning í umsjón banka, tiyggingarfélags eða þeirra aðila sem til þess hafa hlotið tilskilin leyfi, og fylgir eftirlaunareikningur- inn viðkomandi einstaklingi út starfs- ævina. Greiðsla í sjóðinn yrði með sama hætti og nú er til lífeyrissjóð- anna. xxx Eftirlaunasjóðirnir yrðu að sjálf- sögðu verðtryggðir og einstakl- ingamir fengju með reglubundnum hætti yfirlit um greiðslur í sjóð sinn og eignastöðu. Staðan yrði því skýr og auðskilin. Yrði það mikil breyting frá því sem nú er þar sem lífeyris- þegar skilja alls ekki þá fjárþröng sem lífeyrissjóðimir em í þegar kem- ur að lífeyrisgreiðslum. Finnst þeim sú fjárþröng skjóta nokkuð skökku við þá milljarða króna, sem þeir em færii' um að lána í opinber sjóða- kerfi eða festa í fasteignum. Eigandi eftirlaunasjóðs gæti farið að fá greiðslu úr honum við 65-70 ára aldur og yrði hann endurgreiddur að fullu á t.d. 20 ámm. Þær greiðsl- ur yi-ðu miklum mun hærri en lífeyr- issjóðimir gi'eiða nú og skattfijálsar þar sem búið er að skattleggja pen- ingana sem vinnulaun. Við andlát er sjóðurinn eign eftirlifandi maka eða erfðafé aðstandenda, en samkvæmt núverandi kerfí em aðeins greiddar makabætur. Þegar svo maki fellur frá rennur allur sparnaður viðkom- andi einstaklings til lífeyrissjóðanna sjálfra. x x x Igreinargerð með þingsályktunar- tillögunni er einnig bent á að það fyrirkomulag sem þar er lagt til myndi styrkja stöðu banka og pen- ingastofnana og getu til stóraukinnar þjónustu bæði við einstaklinga og atvinnulífið, og að allur sparnaður eftirlaunasjóðanna yrði varðveittur í heimabyggð hvers og eins gagnstætt þvi sem nú er hjá mörgum lifeyris- sjóðum á landsbyggðinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort einhver hreyfing kemst á málið með þessari tillögu — en fyrri reynsla hvetur ekki til bjartsýni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.