Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 30
1 r«* » . , ..■ }. ,T .. ,r/. , f4‘3|ii ?»«* 30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 ÆSKUMYNDIN... ER AF HANS KRISTNIE YJÓLFSSYNI Hansi varoger alveg„spes(í HANS KRISTINN.Eyjólfsson þekkja flestir Reykvíkingar, að minnsta kosti í sjón. Ekki er víst að margir komi nafninu fyrir sig, en þegar Hansi bakari er nefndur til sögunnar taka væntanlega fleiri við sér. Eldri borgarar muna að líkindum eftir Hansa sem kökugerðar- manni, en á því sviði var hann alger listamað- ur. Hinir yngri þekkja hann hins vegar frekar sem dyravörð stjórnarráðsins, en þar tekur Hans á móti gestum og gangandi og sér til þess að allt gangi eftir settum reglum. Hans Kristinn Eyjólfsson fædd- ist í Bjarneyjum á Breiðafirði hinn 15. október, 1904 og er hann því nýorðinn 85 ára gamall. Hann var hins vegar ekki nema nokkurra vikna gamall þegar hann fór ásamt fóstru sinni, Margréti Magnúsdótt- ur til Isafjarðar þar sem hann dvald- ist til fjögurra ára aldurs. Þá fóru þau til Reykjavíkur og vinir og ættingjai1 Hans segja það hafa ver- ið eitt helsta gæfuspor ævi hans. - Hann og fóstra hans bjuggu á heimili dóttur Margrétar og eigin- manns hennar, hjónanna Sveins Hjartarsonar og Steinunnar Sigurð- ardóttur, en þau gengu honum í foreldrastað. Heimilið var á Bræðraborgarstíg 1, en í sama húsi rak Sveinn Sveinsbakárí. Steinunn Sveinsdóttir var ein uppeldissystra Hansa og man hún glöggt eftir uppvaxtarárum þeirra. „Hansi var frá upphafi eins og maður á honum að venjast: kurteis, j*samviskusamur, lítillátur og fyrst og fremst góður drengur. Hann var og er alveg „spes“ eins og sagt er,“ segír Steinunn. Hún Segir það vissulega sett sitt mark á þau systkinin að heimilið var stórt eins og þá tíðkast. „Við vorum aldrei fæn-i en 13-14 við matarborðið og eins og nærri má geta gekk á ýmsu, en Hansi var alltaf samur við sig. Eg man ekki eftir neinum uppátækjum hjá hon- um, eins oft er hjá krökkum á þess- Hansi 6 ára. Hér heldur hann um axlir Kristjönu Snæland, systur Steinunnar Sigurð- ardóttur. um aldri.“ Steinunn ítrekar sam- viskusemi Hansa, en hann bytjaði 13 ára gatnall að vinna í bakaríinu. „Síðan fór hann til Kaupmanna- hafnar og lærði þar kökugerð og útskrifaðist með hæstu einkunn og fékk verðlaun fyrir sveinsstykkið. Hann var alger listamaður á því sviði, enda leggur hann alúð í öll sín verk.“ Eftir að Hans kom heim hóf hann kökugerð hér og gekk skömmu síðar að eiga Ólöfu Jóns- dóttur. Þegar Steinunn er spurð um fyrstu minninguna um Hansa svar- ar hún því til að það sé líklega þegar verið var að baða þau tvö saman í stórum bala á miðju gólfinu á Bræðraborgarstígnum. „Þannig gekk það í þá daga.“ Þeir sem þekkja til Hans ber saman um að hann hafi frá upp- hafi verið það, sem stundum er nefnt „gentleman", það hafi hann hvergi lært. ÚR MYNDAS AFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Svipbrigði söngkonunttar Bandaríska blökkusöngkonan Ella Fitzgerald kom til Islands um miðjan sjöunda áratuginn og bræddi hjörtu djass- áhugamanna með söng sínum í Háskólabíói, enda samdóma álit manna að fáar söng- konur hafi haft tærnar þar sem hún hafði hæl- ana á þessu sviði. Blaðamaður Morgun- blaðsins tók viðtal við Ellu á hót- elsvítunni á Sögu og var Ólafur K. Magnússon með í för og tók þá meðfylgjandi myndir. Söngkonan var ekkeit sérlega vel fyrir kölluð og færðist undan því að ræða við blaðamenn. Hún kvaðst hafa kvef- ast í íslandsferðinni, enda var kalt í veðri. Auk þess kvartaði hún undan því að sjón og heyrn væru farin að dofna, en sem kunnugt er var hún nánast blind síðustu æviár sín. í samtalinu við blaða- manninn flutti Ella mál sitt með tilþrifamiklum svipbrigðum og handapati svo sem sjá íná á mynd- unum. STARFID VALGERÐUR BENEDIKTSDÓTTIR, PÍANÓPÚSSARI BÓIiIN PLATAN Á NÁTTBORDINU Á FÓNINUM MYNDIN ÍTÆKINU Valgerður Benediktsdóttir Ber hag píanóa fyrir brjósti „PÍANÓPÚSSARI VERÐURað hafa til að bera samviskuscmi og hjartahlýju. Auk þess er æskilegt að hann geti leikið einfóldustu lög af fingrum fram,“ sagði Valgerður > Benediktsdóttir, sem hefur nú á annað ár haft píanópússun að aðal- starfi fyrir utan nám. Valgerður hefur mörg undanfarin ár stundað nám í píanóleik við Tónlistarskóla Kópavogs og er nú á 7. stigi. Hún lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla íslands sl. vor og er - vfélagi í Dómkórnum. „Ræstingakon- urnar í skólanum hafa átt að sjá um að halda píanóunum hreinum. Mér fannst þær ekki bera neina virðingu fyrir þessum fögru gripum svo að stjórn skólans fól mér starfann, sem ég auðvitað tek há-alvarlega.“ Valgerður vildi ekki ræða ná- kvæmlega hinar leyndu formúlur, sem hún notaði við hreinsun píanóa og fíygla — sagði þær vera einskon- ar atvinnuleyndarmál. „Ég ber hag allra píanóa fyrir bijósti. Þetta eru falleg hljóðfæri. Ég þarf auðvitað að vinna fyrir mér eins og annað fólk, en lít frekar á pússunina sem hug- sjónastarf," sagði Valgerður. ÞETTA SÖGDU PAU ÞÁ . . . Bryndís Schram, eigin- kona utanrikis- ráðherra hins isienska lýð- veidis. Nú eru hæg heimatökin Eg hef stundum beðið um meiri reisn af hálfu for- ystumanna þjóðarinnar í sam- skiptum við erlend ríki. Nýja Alþýðubandalagsblaðið 1. árg. 4.tbl. maí, 1967. i l g M Elísabet Þorkels- dóttir nemi Eg er þessa stundina að lesa bókina „Setið á svikráðum" eftir Caroline Burnes. Bókin er í Rauðu seríunni og slíkar bókmennt- ir dreifa huganum og hjálpa til við að losna við áhyggjur. Annars les ég yfirleitt miklu þyngri bókmennt- ir, aðallega bækur um önnur lönd, trúarbrögð og lifnaðarhætti annars staðar. * Eg hlusta á allskonar tónlist, eiginlega allt nema óperur. Ég kaupi samt lítið af hljómplötum. Svo skipti ég á milli útvarpsstöðv- anna eftir því hvað mér finnst skemmtilegt hveiju sinni. Nýjustu popplögin finnst mér a!lt of keimlík. Þau eru öll eins. íris Huld Sigur- björnsdótt- ir fiskvinnslu- mær og fóstra Siðast las ég unglingabókina „Gauragangur" eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sú lesning var að vísu fyrit' skólann, en bókin var engu að síður góð og mjög áhugaverð. Hún er um 16 ára strák. Ég les mikið og yfirleitt allar tegundir bókmennta nema ástarsögur. A Eg hlusta aðallega á popptónlist á tólftommum. Ég kaupi ekki mikið af plötum sjálf. Kærastinn minn sér um þau innkaup og fæ ég þá auðvitað að hlusta líka. Af útvarpsstöðvunum finnst mér tón- listin á Stjörnunni best. Sigurgeir Sigmunds- son nemi og hljómlistar- maður Sem stendur er ég með tvö tón- listarmyndbönd í láni frá vini mínum, annað með Van Halen og hitt með Johnny Winter. Aftur á móti þegar kemur að bíómyndum, vil ég helst horfa á gömlu Ham- mer-myndböndin ef hægt er að fá þau einhvers staðar. Þetta eru góð- ar hrollvekjur, sem fyrirtæki eitt sérhæfði sig í i\m tíma. Guðmundur Björn Jón- assonnemi Eg horfi á allar góðar myndir og síðast horfði ég á spennu- mynd, sem ég man ekki lengur hvað heitir. Ég horfi oft á mynd- bönd hjá vini mínum, en það er mjög sveiflubundið hversu mikið ég horfi á myndbönd yfirleitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.