Morgunblaðið - 12.11.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989
C 31
SÍMTALID...
ER VJÐ KRISTJAN FR. GUÐMUNDSSONLEIÐBEINANDA
Hljóður hugur
50166
Halló.
- Jú, gott kvöld, er Kristján
Guðmundsson við?
Þetta er hann.
- Komdu sæll, Kristín Maija
Baldursdóttir heiti ég, blaðamað-
ur á Morgunblaðinu.
Komdu sæl.
- Þú munt kenna almenna hug-
rækt og hugleiðingu, er það ekki?
Jú, rétt er það.
— Geturðu nokkuð sagt mér í
stuttu máli um hvað þetta snýst?
Jú, með hugrækt reynum við
að ná valdi yfir athyglinni og
ákveðnar æfingar eru gerðar til
að kyrra hugann, því hann er nú
alltaf á hlaupum hjá svona venju-
legu fólki.
Ef þú horfír til dæmis á lítið
fjallavatn í stormi þá er það á
hreyfingu, gárast og verður
kannski mórautt, og þannig er
hugurinn svona vanalega. Síðan
kemur logn, vatnið verður spegil-
slétt, þú sérð jafnvel til botns og
getur speglað þig í því. Ef við
hugsum okkur vatnið sem vitund
mannsins þá getur hann horft á
sína eigin vitund og fylgst með
og náð valdi yfír „sjálfínu“.
Þetta er ansi gott dæmi, en
ast í eigin vitundarlífí. Lífíð er
búið að róta upp í okkur og við
erum því oft á valdi ómeðvitaðra
svarana.
— En eru það ekki tilfinning-
arnar sem stjórna okkur?
Það eru svaranir getum við
sagt. Jú, jú, það eni bæði tilfinn-
ingar, minnið, ímyndunin, þetta
eru allt þættir í vitundinni.
— Getur þá nokkur stjórnað
huganum í raun og veru?
Með því að kyrra svona hugann
eins og við tölum um, þá verða
öll áhrif og truflanir á vitundarlíf-
ið minna.
— Hefurðu séð árangur hjá
fólki sem stundar þetta?
Já, já.
— Tekur það ekki langan tíma?
Námskeiðið sem ég er með,
svona fyrsta skrefið, eru 12 stund-
ir þrisvar í viku, og á þessum tíma
á fólk að geta öðlast þennan hljóða
huga, eins og það hefur verið
kallað. En fyrst og fremst byggist
þetta á því hvað hver einstakur
leggur sig fram. Þetta er dálítil
sjálfsrannsókn sem hver og einn
verður að gefa sig í.
— Hvað ert þú búinn að stunda
hugrækt lengi?
I tuttugu ár.
— Hefur þetta g-ert þig að betri
á hveiju byggir þú kennslu þína?
Ég byggi hana á þeimaðferðum ipanni Kristján?
sem Sigvaldi Ja, hvort ég er
betri maður veit ég
nú ekki’_________
— En líður þér
betur en áður?
Já, já, og þetta
hefur gefið mér
mikið eins og öll-
um sem hafa lagt
stund á hugrækt.
— Þetta er at-
hyglisvert, því er
ekki að neita. En
ég þakka þér fyrir
Hjálmarsson þró-
aði upp úr aust-
rænum jógafræð-
um og kristnu
bænalífi.
— Og hvaða
ávinning hefur
fólk af því að
leggja stund á
hugrækt?
Með því að ná
valdi á huganum
minnkar stressið
og við verðum
svona eðlilegri og
betur vakandi fyrir
því sem er að ger-
spjallið og vertu
blessaður.
— Jú, þakka þér
sömuleiðis.
*
Arið 1976 vakti ungur Islend-
ingur athygli hér á landi vegna
þess að hann var kominn heim frá
Bandaríkjunum með loftbelg í far-
teskinu. Sumrinu varði hann til
þess að fljúga hér og þar um landið:
yfir Reykjavík, Rauðhettumótinu
við Úlfljótsvatn, Sandgerði og
fjölda annarra staða.
Holberg segir loftbelgjaævintýri
sitt eiginlega hafa hafist með gos-
inu í Heimaey. Þá kynntist hann
vísindamönnum frá New Mexico
Tech-skólanum, sem hingað komu
vegna gossins, en þeir buðu nokkr-
um ungum íslendingum að koma
til náms þar vestra. Holberg var
einn þeirra, sem fóru, og þar vakn-
aði áhugi hans af alvöru, enda er
veðurfar í Nýju-Mexíkó hið ákjós-
anlegasta fyrir loftbelgjaflug og
fáir staðir í heiminum vinsælli til
slíks.
Árið 1976 keypti hann sér loft-
bélg og þá um sumarið kom hann
með belginn heim, sem var skráður
hér sem TF-HOT. Holberg flaug
mikið hér heima það sumarið, um
15 sinnum telur hann, og vakti flug
hans mikla athygli. I ársbyijun
1977 var belgnum lagt og hér er
hann enn þrátt fyrir að ekki hafí
honum verið flogið síðan.
Holberg segist enn hafa flug-
bakteríuna í sér, en bæði segist
hann verið upptekinn við margt
annað og eins sé þetta meira fyrir-
tæki en margur kynni að halda.
„Þetta er ekki svo dýrt — ég held
að belgurinn kosti um eina milljón
— en þetta er frekt á mannafla,
því þarf að vera eins og 5-10 manna
gengi í kring um þetta." Holberg
segir þetta vera einu helstu ástæð-
^una fyrir því að þetta gekk ekki
þá og þrátt fyrir að e.t.v. myndi
Holberg Másson á kafi í tölvum.
honum veitast auðveldara að finna
áhugamenn með sér nú, þá er
hægara sagt en gert að byija aftur.
En hvað aðhefst Holberg nú?
„Ég er allur á kafi í tölvum,“
segir hann. Hann segir þann áhuga
reyndar líka hafa fæðst vestur í
Nýju-Mexíkó, en það hafí ekki ver-
ið fyrr en árið 1980, sem hann
aðhafðist eitthvað í því. „Þá var ég
í öldungadeild Menntaskólans í
Hamrahlíð og fór að læra Basic-
forritun. Allt frá því hef ég haft
tölvun að aðalatvinnu."
Holberg vann hjá RARIK fram
til 1985 og rak svo ítölu, tölvuþjón-
ustu, sem vann að fyrstu tölvuteng-
ingu fyrirtækja hér á landi og hafði
mikið að gera í þeim málum.
„Um síðustu áramót stofnaði ég
HVAR
ERU ÞAU
NÚ?
HOLBERG MÁSSON
LOFTBEL GSFL UGMAÐ UR
Úr lofibelg á
kafí tölvur
ísnet ásamt SKÝRR, Flugleiðum
og Verslunarbankanum, en til-
gangurinn með því fyrirtæki var
að reyna að koma upp meiri tölvus-
amskiptum fyrirtækja en verið
hafði. Ég dró mig hins vegar út
úr því máli í sumar, þar sem mér
þótti framtíðarstefnan ekki nógu
skýrt afmörkuð. Það er erfítt að
vera að standa í brautryðjenda-
starfí þegar samstarfsaðilarnir eru
ekki á eitt sáttir um hvernig skuli
staðið að málum.“
Auk þess sem Holberg hefur
atvinnu af tölvum er hann líka
starfandi á þeim vettvangi í fag-
samtökum. Eg er í EDI- félaginu,
sem er félagsskapur þeirra sem
starfa að EDI- tölvugagnasam-
skiptum fyrirtækja og stofnana, en
markmiðið með slíkum samskiptum
er að tölvukerfi viðskiptaaðila geti
„talað" saman og skipst á stöðluð-
um viðskiptaskjölum í stað þess að
um endalaust pappírsflóð milli fyr-
irtækjanna sé að ræða. Með þeim
hætti er vonast til þess að hin
pappírslausa skrifstofa geti ein-
hverntíman orðið að veruleika. Þá
er Holberg í ICEPRO-samtökun-
um. sem fjalla um aukna hagnýt-
ingu tölvusamskipta ekki síst í al-
þjóðaviðskiptum.
„Síðustu þijú árin hef ég svo
verið formaður fagdeildar félags
DEC-notenda í Evrópu, DECUS,
en í því eru um 45.000 félagar, sem
gerir félagið að fjölmennustu sam-
tökum í heimi á þessu sviði. Þetta
er það starf, sem tekur mestan
frítíma minn. Ég fer a.m.k. sex
sinnum á ári á ráðstefnur eða fundi
vegna formennskunnar, sem getur
vitaskuld verið mjög gaman, en
stundum vill það líka vera voða
lýjandi."
Holberg er spurður hvað sé hæft
í því að hann hafí unnið þann stóra
í happþrættinu skömmu eftir að
hann beinlínutengdist háskólatölv-
unni.
Holberg hlær við og svarar: „Tja,
konan mín var svo heppin að vinna
stærsta vinninginn í Happdrætti
háskólans fyrir fjórum árum eða
svo og það er dagsatt að ég var
þá nýbúinn að tengjast háskólatölv-
unni. Að vísu hafði happdrættið
haft vit á því að kaupa sér eigin
tölvu skömmu áður, þannig að ég
græddi lítið á tengingunni sem
slíkri. En sagan er góð,“ segir
Holberg og kímir.
En hvað er framundan hjá loft-
belgsflugmanninum og tölvumann-
inum Holberg Mássyni?
„Ég er nú svona að velta fram-
tíðinni fyrir mér og á meðan er ég
í einstökum verkefnum við netteng-
ingu fyrirtækja og fleira. Ég á
ekki von á öðru en ég verði á svip-
uðum slóðum næstu árum, en hlut-
irnir gerast bara svo hratt í þessum
bransa að það er erfítt að spá langt
fram í tímann. Þessa dagana halda
mörg fyrirtæki að sér höndum
vegna efnahagsörðugleika og við
Holberg á loftbelgnum TF-HOT
undan Eiðisgranda sumarið
1976.
íslendingar höfum verið svolítið
eftir á, en ég hugsa að það fari
nú að breytast. Framtíðin er björt."