Morgunblaðið - 16.11.1989, Side 1

Morgunblaðið - 16.11.1989, Side 1
 fktaOpifiiItibiftUÞ PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 ' BLAÐ FRAMKVÆMDIR NESJAVALLAVEITU Á LOKASTIGI Um 20% viðbót við jarðhita- afl Hitaveitu Reykjavíkur Möguleiki á hag- kvæmu raf- orkuveri ■ Fyrst var landið keypt. ■ Síðan varjarðfræði þess könnuð. ■ Næst var hannað og skipulagt. ■ Núna standa fram- kvæmdir yfir - og eru raunar langt komnar. ■ Bráðum verður veit- an prófuð. ■ Kemur ekki alltaf nóg heitt vatn úr krananum? Eru íbúðir borgarinnar ekki nógu vei kynt- ar? Eru ekki sund- laugar í Reykjavík? Er þetta ekki sæmi- lega ódýrt? Líklega svörum við þessum spurningum jákvætt og teljum það svo sjálfsagt að það þarfhist engrar um- hugsunar. En á bak við þetta er meira en sýnist. itaveita Reykjavíkur stendur fyrir framkvæmd- unum á Nesja- völlum í Grafn- ingi sem miða að því að tryggja Reykvíkingum viðbótar- varma næstu árim.Frá vordögum árið 1987 hafa framkvæmdir staðið linnulítið og hefur Árni Gunnarsson yfirverkfræðingur hjá Hitaveitunni yfirstjórn þeirra með höndum. Árni fylgdi Morgunblaðsmönnum um Nesjavelli bjartan haustdag nýverið og sagði frá gangi mála. Landið Nesjavellir, sem eru hluti af Hengilssvæðinu, er eitt stærsta há- hitasvæði landsins. Jarðhitasvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru lághita- svæði þar sem hiti er undir 150 gráðum og vatnið notað beint til húshitunar og þvotta. Á háhita- svæðum er vatnið mun heitara - frá 200 og upp í 400 gráður - og það er ríkt af gasi og steintegundum. Þess vegna verður það ekki notað beint heldur er varminn nýtilegur til að hita upp ferskt vatn til hús- hitunar. Á Nesjavöllum er sem sagt virkjuð gufa til að hita kalt vatn eða grunnvatn sem síðan er flutt til notenda í Reykjavík. Þetta virðist auðleyst mál en það þarf líka að virkja ýmsa tækni- og verkkunnáttu til þess að gera þetta mögulegt. -Það var mikil framsýni hjá þá- verandi hitay.eitustjóra, Jóhannesi Zoega, að stuðla að því að land Nesjafalla skyldi keypt þegar árið 1964, segir Árni. -Kaupin voru umdeild á sínum tíma og það er kannski fyrst núna sem allir hljóta að sannfærast um að hér var rétt á málum haldið. Hitaveita Reykjavíkur þarf alltaf að skipu- leggja vatnsöflun sina langt fram í tímann því jarðhitinn á hverju svæði dugar ekki í það óendanlega. Hér á Nesjavöllum er sem sagt verið að reisa virkjun sem fullbúin á að gefa að minnsta kosti 300 megawött af varmaafli (MWv). í fyrsta áfanga verða virkjuð 100 MWv með mögu- leika á að nýta 100 MWv til við- bótar án þess að reisa nema lítið eitt af nýjum mannvirkjum - aðeins þarf að bæta við tækjabúnaði. Til samanburðar má nefna að í Reykjavík er virkjað afl jarðhita- svæðanna nú um 500 MWv auk 100 MWv sem við höfum til viðbótar i olíukyndistöð. Mesta álag í kulda- köstum á veturna er talið geta orð- ið um 600 MWv. Hitaveitan þjónar um 130 þúsund manna byggð í Reykjavík og nágrannasveitarfélög- um. Með tilkomu Nesjavallaveitu eykst jarðhitaaflið um 20%. Með því að keyra hana sem grunnafl skap- ast langþráður möguleiki á því að hvíla hin þrautpíndu lághitasvæð í Reykjavík. Rannsóknir Árni segir að eiginlegar rann- sóknir og boranir hafi byijað árið 1965 þegar hafist var handa við borun á fimm holum og unnið við það næstu sex árin Eftir nokkurt hlé hófust boranir á Nesjavöllum aftur árið 1982 og þá voru boraðar 13 holur fram til ársins 1987. Hrá- varmaafl þeirra er um 750MWv og geta þau því knúið varmaorkuver af stærðinni 375 MWv. -Með þessum borunum var verið að leggja áherslu á frekari könnun á útbreiðslu jarðhitans og um leið fór fram ítarleg rannsókn á jarð- hitakerfinu á Nesjavöllum. Notaðar voru tiltækar aðferðir jarðfræði, járðefnafræði og jarðeðlisfræði og síðan voru gögnin skoðuð og túlkuð saman. Sjóðandi vökvi streymir und- an Hengli fram Nesjavalladal og er hann sums staðar nærri yfirborði en annars staðar neðan 1000 metra. Dýpsta holan er rúmlega 2000 metr- ar. Þegar fyrstu niðurstöður lágu fyrir var ljóst að hér myndi vera hagkvæmur virkjunarkostur fyrir Hitaveituna. Hér er gífurleg orka fyrir hendi sem aðallega verður not- uð til að hita vatnið sem leitt er tit Reykjavíkur. Einnig nýtum við hana fyrir litla rafstöð, 0,3 MWr sem gangsett var árið 1980 þegar rann- sóknir í tilraunastöð okkar hér hóf- ust af fullum krafti. Síðan hefur hún séð allri starfseminni hér fyrir ra- forku og þannig höfum við verið sjálfum okkur nóg og ekki háð að- keyptri raforku. Arni segir að ekki verði um frek- ari raforkuframleiðslu að ræða í fyrsta áfanga. En með tilkomu ann- ars áfanga verður sett upp 8 MWr gufuaftsstöð til að futlnægja ra- forkuþörf sjálfrar virkjunarinnar. Verði til dæmis af áformum um stór- iðju er mögulegt að framleiða umtal- svert rafmagn og selja samtals 35 MWr í tveimur fyrstu áföngum virkjunarinnar. Hér er um mjög hagkvæma raforkuframleiðslu að ræða. . Auk rannsókna á sjálfu jarðhita- svæðinu hafa líffræðingar rannsak- að náið lífríkið við útstreymisstaði I affallsvatns virkjunarinnar. Er búið að kortleggja það og eftir þessar grunnrannsóknir má síðan fylgjast með hugsanlegum áhrifum Nesja- vallavirkjunar. Allt bendir til þess að þau áhrif verði ekki neikvæð. Hönnun Eftir rannsóknatímabilið var komið að þönnun Nesjavallavirkjun- ar og er Ámi spurður hvernig stað- ið hafi verið að henni: -Starfsmenn Hitaveitunnar hafa haft yfirumsjón með hönnun og uppbyggingu virkjunarinnar. Ráðnir voru fænistu ráðgjafar til verksins en þeir eru: Verkfræðistofa Guð- mundar og Kristjáns, VGK, sem var falið að hanna það sem laut að véla- kosti og annast heildarsamræmingu verkþátta. Fjarhitun annaðist jarð- vinnu og byggingarnar sem teiknað- ar eru af Jósef Reynis arkitekt, Rafteikning annaðist þátt raf- magnsverkfræðinnar, Rafhönnun allan rafeindaþáttinn og Reynir Vit- hjálmsson hefur skipulagt allt útlit svæðisins. Hönnuðir hafa síðan hver á sínu sviði annast framkvæmdaeft- irlit undir yfirstjórn VGK, sem Eg- ill Jónsson staðarverkfræðingur hef- ur annast. Auk þessara aðila höfum við leitað til fjölda ráðgjafa á hinum ýmsu sviðum við úrlausn verkefna en oft langt mál yrði að telja þá alla upp hér. Mannvirkin á Nesjavöllum eru stöðvarhús sem hýsir vélakost og stjórnstöð, skiljustöð og ýmis konar tengibúnaður og tagnir frá bor- holum og siðan er sjálf aðveituæðin til Reykjavikur. Vinnslurásin geng- ur þannig fyrir sig (sjá skýringar- myndina): Gufa er. teidd frá borholum að skiljustöð. Þar eru gufa og vatn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.