Morgunblaðið - 16.11.1989, Page 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989
Borga foreldri með börn
ekki nóg í ríkiskassann?“
„Einstæðir foreldrar fá meira til sín frá ríkinu en þeir
greiða í skatt,“ segir flármálaráðherra
eftir Kristínu
Jónsdóttur
Örlögin höguðu því svo í sumar
að ég hafði töluverð samskipti við
útlendinga sem gistu okkar fallega
land. í samtölum okkar barst talið
iðulega að því hversu hér væru sterk
tengsl á milli fólks. Allir virtust
þekkja alla, gestrisni íslendinga væri
viðbrugðið og ef einhver vandræði
kæmu upp gengi maður undir manns
hönd til að bjarga málum. Full þjóð-
arstolts samþykkjum við iðulega
þessa ytri ímynd og jafnvel kemur
það fyrir í hita umræðunnar að mað-
ur trúir þeirri glansmynd sem blasir
við þeim sem ekki vita betur.
Full af stolti tíundum víð að íslend-
ingar séu einna tekjuhæsta þjóð í
heimi, hér fyrirfinnist varla atvinnu-
leysi, aliir séu læsir og flestir geti
vitnað í hetjur gullaldarinnar þegar
við á. Hvergi í heiminum sé eins
mikið um einstæða foreldra, þeir sitji
við sama borð og aðrir og fordóma-
leysi ríki. Allt er þetta satt og rétt
svo langt sem það nær. Én þótt ytri
ásýnd sé fögur eru innviðimir að
verða feysknir og fúnir.
Einstæðum foreldrum beitt
fyrir vagninn
Búum við jafn vel að þegnunum
og við viljum vera láta? Tilefni þess-
arar greinar eru einstæðir foreldrar.
Hugtakið einstætt foreldri hefur
fengið á sig heldur neikvæðan hljóm
sem á ekkert skylt við það gjöfula
hiutverk að eiga böm og fá að vera
samvistum við þau.
Mjög oft er þessum hópi beitt fyr-
ir vagninn þegar sækja á félagsleg
réttindi fyrir heildina eða veija áunn-
in. í stað þess að segja að við viljum
ekki að eitthvað sé frá okkur tekið
hljómar gjaman: „En slík skerðing
mun koma afar illa við einstæða for-
eldra.“ Raunveruleg merking er að
enginn vill taka á sig nokkra skerð-
ingu hvorki hjón né aðrir.
Pólitíkusar nota gjaman þennan
hóp til að sýna göfuglyndi sitt þegar
við á. Þeir muna eftir honum þegar
það hentar pólitískri umræðu að veita
fé í félagslega geirann og sýna ör-
læti meðan verið er að herða ólina
annars staðar. Þeir láta svo hátt á
slíkum stundum að margir sem ekki
vita betur trúa því að foreldri með
böm sé umbunað umfram aðra hópa.
Fjármálaráðherra notaði jafnvel
þennan hóp til að réttlæta láglauna-
stefnu sína á frægum fundi með
kennurum í vor. Mun sjaldnar heyr-
ist sú krafa að þessi hópur skuli sitja
við sama borð og hjónafólk hvað
varðar persónuafslátt, húsnæðis-
bætur, eignaskatt, afborgun af
námslánum o.fl.
Er það satt
fjármálaráðherra
Ástæða þess að mælirinn fylltist
hjá mér og ég tek mér penna f hönd
er bein lína til íjármálaráðherra hjá
þjóðarsálarmönnum í júní. Þó að
langt sé um liðið em ummæli hans
svo sláandi að ekki er hægt áð láta
hjá líða að svara þeim.
í þáttinn hringdi kona vegna per-
sónuafsláttar hjóna. Hún spurði
hvers vegna ekki væri hægt að líta
á foreldri með böm sem fjölskyldu
sem gæti nýtt sér persónuafslátt á
sama hátt og hjón geta.
Ólafur svaraði því til að hann hefði
undir höndum tölur sem sýndu að:
„Einstæðir foreldrar í heild fái meira
til sín í ýmsar greiðslur frá ríkinu
en þeir borgi í skatt sem heild. Þ.e.
að þeir skattar sem ríkið fái séu
lægri en þær sérstöku greiðslu,
bamabætur og annað, sem einstæðir
foreldrar fái til sín.“
Konan benti fjármálaráðherra á
að hjón hafi skattfijálsar tekjur upp
að 96 þús. kr., einstætt foreldri upp
að 47 þús. kr. Allar tekjur þar fyrir
ofan séu að fullu skattlagðar. Hún
benti einnig á þá staðreynd að það
muni aðeins 2 til 3 þús. kr. á mán-
uði á bamabótum einstæðra foreldra
og hjóna eða fólks í sambúð.
Heldur finnst mér lítið leggjast
fyrir kappa sem kennir sig við jafn-
rétti og félagshyggju ef hann ætlar
að leggja öll mannleg verðmæti á
vogarskálar debets og kredits. Hann
lítur greinilega ekki svo á að skatt-
heimta sé tæki til tekjujöfnunar þ.e.
leið til að bæta hag hinna verst
settu, heldur eigi skattgreiðendur að
fá sama hlutfall og þeir leggja inn.
Er sósíalistaforinginn að segja með
þessu að þeir sem em betur launaðir
og borgi þar af leiðandi hærri skatta
eigi að fá meira úr sameiginlegum
sjóðum?
Það virðist minna áhyggjuefni að
það skuli einmitt vera þessi hópur
sem hefur lægstu tekjumar.
Vandamálið er ekki hve þessi hóp-
ur fær mikið af almannafé heldur
sú staðreynd að fyrirvinnan er ein.
Einnig sú staðreynd að í þessum
hópi em aðallega konur eða um 87%.
Þetta minnir okkur einnig á að með-
alatvinnutekjur kvenna í fullu starfi
em um 60% af meðaltekjum karla.
Kvennalistinn vill hækka
lágmarkslaun
Kvennalistakonum hefur oft verið
núið því um nasir að hafa ekki viljað
axla ábyrgð og fara í stjórn eftir
kosningarnar 1987 og i stjómar-
kreppunni haustið 1988. í bæði skipt-
in strönduðu samningaumleitanir
m.a. á því að hinir flokkamir vildu
ekki samþykkja að það mætti ekki
greiða laun undir ákv. lágmarki og
þar með hækka laun kvenna sem er
stærsti láglaunahópurinn.
Ef við lítum nánar á debet/kredit-
kenningu fjármálaráðherra vekur
hún mun fleiri spurningar en hún
svarar. Er hún til að slá ryki í augu
fólks og telja því trú um örlæti ríkis-
ins við þennan hóp? Eða er hún sett
fram sem undanfari enn frekari
skerðingar á tekjumöguleikum þessa
hóps? Hvaða forsendur gefur Ólafur
sér þegar hann slær fram svona full-
yrðingu?
Mér finnst að við eigum fullan
rétt á að vita hvetjar þær era. Einn-
ig hvort það eigi að taka fleiri þjóð-
félagshópa út úr s.s. atvinnurekend-
ur og ellilífeyrisþega og leggja þá
undir sömu mælistiku. Síðast en ekki
síst væri gaman að vita hvað fjár-
málaráðherra ætlar að gera við þessa
„hræðilegu" niðurstöðu.
Persónuafsláttur hjóna
hærri en barnabætur og
mæðralaun með tveim
börnum
Ég vil gjarnan fá að vita hvort
fjármálaráðherra hefur eftirfarandi
staðreyndir í huga þegar hann gefur
sér að einstæðir foreldrar séu meiri
baggi á ríkiskassanum en aðrir þjóð-
félagshópar.
1. Ef annað hjóna nýtir ekki sinn
persónuafslátt að fullu getur maki
nýtt sér hann allt að 80%. Á ári
geta þetta orðið kr. 186.629.
Slíkan persónuafslátt getur for-
eldri með skattskyldan ungling
ekki nýtt sér þótt allir viti sem
vilja að unglingar í skóla eru oft
íjárhagslega þungur baggi á heim-
ilum. Persónuafsláttur ásamt
barnabótum hjóna með tvö börn
yngri en 7 ára getur orðið kr.
292.269 á ári en barnabætur og
mæðralaun foreldris með tvö börn
kr. 292.228.
2. Fýrir árið 1982 voru reglur um
afborganir af námslánum á þann
veg að ef bæði hjónin hafa tekið
námslán helmingast afborgun af
hvoru Iáni fyrir sig. Það er að hjón
sem tóku lán fyrir 1982 borga af
því eins og um eitt lán sé að ræða.
3. í þriðja lagi má nefna hús-
næðisbætur. Þær eru greiddar til
þeirra sem era að kaupa eða eign-
ast íbúð ( fyrsta sinn. Þær eru
greiddar í sex ár og eru 51.590
fyrir foreldri en hjón fá helmingi
hærri bætur.
4. Þjóðarbókhlaðan er eitt af þeim
menningarmannvirkjum. sem brýn
þörf er á að ljúka hið fyrsta. Til
að svo geti orðið hefur verið ákveð-
ið að leggja svo kallaðan Þjóðar-
bókhlöðuskatt upp á 0,25% á
Kristín Jónsdóttir
„Heldur fínnst mér lítið
leggjast fyrir kappa
sem kennir sig við jafíi-
rétti og félagshyggju
ef hann ætlar að leggja
öll mannleg verðmæti á
vogarskálar debets og
kredits.“
eignafólk. Það er allt gott um
þennan skatt að segja nema hvað
mismuninn er hér sem annars
staðar. Þessi skattur er lagður á
hjón undir 67 ára sem eiga eignir
yfir 8,5 millj. en aðra sem eiga
eign yfir 4,25 millj. kr.
5. Þekktasta dæmið og það sem
hefur valdið mestu fjaðrafoki er
hækkun eignarskatts. í vetur
hækkaði álagningarhlutfall eign-
arskattsstofns úr 0,95% í 1,2% af
skuldlausri eign foreldris yfir 2,5
millj. og hjóna yfir 5 millj. Áf
skuldlausri eign einstaklinga yfir
7 millj. kr. og hjóna yfir 14 millj.
greiðist 2,7%. Með þessum reglum
verða til tvö skattþrep. Bæði þrep-
in eru hærri fyrir hjón en einstakl-
inga með böm. Neðra þrepið er
þannig að hjón geta átt skuldlausa
eign upp að 5,0 millj. kr. án þess
að greiða eignarskatt en einstakl-
ingur upp að 2,5 millj. kr.. Þetta
þýðir að þegar hjón byija að greiða
eignarskatt er þegar búið að
leggja 30 þús. kr. á einstakling.
Við efra þrepið hjá hjónum sem
er við 14 millj. kr. er einstaklingur-
inn búinn að greiða 105 þús. kr.
í viðbót áður en lagt er á hjón.
Fyrir utan þessa mismunun á hjón-
um og foreldri með börn vekur
furðu hvað þakið er lágt. Ný fjög-
urra herbergja íbúð í verkamanna-
bústöðum í Reykjavík kostar um
6 millj. Stærstur hluti þeirra sem
fá úthlutað era einstæðir foreldr-
ar. Þetta fólk þarf því að byija
að borga eignarskatt þegar það
er búið að eignast rúmlega 40%
af íbúðinni sinni.
Borgið eignarskatt
eða seljið!
Fáar breytingar á hagsmunamál-
um einstaklinga hafa vakið jafn sterk
viðbrögð og þessar breytingar á eign-
arskatti. Fjármálaráðherra hefur far-
ið hamföram við að veija þennan
gjörning. Hann hefur hvað eftir ann-
að lýst yfir að andófið sé pólitískt
fjaðrafok. Því til sönnunar fullyrðir
hann að forsvarsmenn þeirra sem
mótlmæt hafa ekknaskattinum séu
sjálfstæðiskonur.
Málgagn ráðherrans, Þjóðviljinn,
hefur heldur ekki legið á liði sínu
við að ausa andófið auri og slíta úr
samhengi eins og eftirfarandi klausa
sem birtist á þjóðhátíðardaginn ber
með sér:
„íhaldið lætur ekkert tækifæri
ónotað til að koma höggi á ríkis-
stjórnina . .. Það nýjasta í þeim efn-
um var þegar einhver stórskrítnasti
mótmælafundur gegn meintum
hækkuðum eignaskatti var haldinn á
Hótel Borg í vikunni. Þar var saman
kominn fríður flokkur ekkna og ekkla
sem varla gat hreyft sig fyrir skart-
gripaglingri, rándýram fötum og úti
fyrir var hver glæsikerran á fætur
annarri. Hópurinn, sem var kominn
þó nokkuð til ára sinna, á það sam-
merkt að búa í íburðarmiklum og
ailt of stóram skuldlausum einbýlis-
húsum ... Af viðbrögðum almenn-
ings að dæma eftir fundinn mega
fundarboðendur prísa sig sæla ef
ekki kemur fram krafa um að eignar-
skatturinn verði hækkaður til
muna...“
Er hægt að leggjast lægra í for-
dómum, þröngsýni og auvirðilegum
málflutningi?
Eitt af því sem þetta fólk má sitja
undir er að það skuli selja hafi það
ekki efni á að borga hærri eingar-
skatt. Fyrir flestum er dagsskipun
um að selja eign sína við fráfall
maka þvílík móðgun og skilnings-
leysi á mannlífinu að ótrálegt má
teljast. Hvenær ef ekki við slíkar
aðstæður er þörfin mest fyrir að
halda öllu í fyrra horfi, sjá til þess
að allt ytra umhverfi bama — ef þau
era til staðar — sé-óbreytt? Áfallið
er nóg samt. Við skulum ekki gleyma
því að fyrir þessu fólki sem öðram
er eignin ekki bara eign, hún er heim-
ili þeirra.
Breyting knúin fram í
þinglok af
stjórnarandstöðunni
Fjármálaráðherra hreykir sér nú
margítrekað af því að á síðustu dög-
um þingsins hafi hann samþykkt lög
(helst má skilja að þau hafa verið
lögð fram fyrir framkvæði hans) sem
ganga í þá átt að fimm árum eftir
fráfall maka verði álögur eignar-
skatts þær sömu og hjá hjónum sitji
viðkomandi í óskiptu búi. Hið sanna
er að þessi breyting var knúin fram
í þinglok af stjórnarandstöðunni og
gekk ekki eins langt og hún hefði
óskað. Enda fæ ég ekki séð hvemig
eftirlifandi maki á fremur að geta
greitt eignaskatt sex áram eftir frá-
fall maka en fímm.
Eins og sjá má af framansögðu
er hjónafólki á ýmsum sviðum umb-
unað umfram foreldri með börn.
Enda í fullu samræmi við þá skoðun
fjármálaráðherra að þeir sem borga
meira eigi að fá meira. En þá skal
hann líka kalla hlutina sínum réttu
nöfnum og láta ekki að því liggja í
hinu orðinu að greiðslur úr sameigin-
legum sjóðum eigi að vera jöfnunar-
tæki.
Hugtakið einstætt foreldri hefur í
umræðunni fengið heldur neikvæða
ímynd. Hún minnir helst á það niður-
lægjandi hlutskipti sem sveitarómag-
ar bjuggu við hér áður fyrr, þ.e. að
þeir séu á framfæri hins opinbera.
Þessi ímynd hefur skapast ekki síst
fyrir þá sök að pólitíkusar era sífellt
að halda því á lofti að þeir beri hag
þessa fólks fyrir bijósti og umbuni
því í samræmi við það.
Þá — sem tráa því enn að foreldri
án maka njóti hlunninda umfram
aðra hjá ríkinu — skora ég á að
kynna sér málin betur, ekki síst fjár-
málaráðherra.
Höfundur er námstjðri í
tölvufræðum ogfutttrúi
Kvennaiista í
Húsnæðismálastjórn.
Brids_____________
ArnórRagnarsson
Bridsdeild
Barðstrendingafélagsins
Hafin er hraðsveitakeppni með þátt-
töku 11 sveita.
Staðan eftir fyrsta kvöldið:
ReynirHólm 617
Rafn Kristjánsson 585
Lilja Halldórsdóttir 571
Loftur Pétursson 555
Spilað er í Ármúla 40 á miðvikudög-
um kl. 19,30.
Tafl- og bridsklúbburinn
(TBK)
Lokið er tveimur kvöldum af þremur í barometerkeppni félagsins og er staða
efstu para nú þessi: Höskuldur Gunnarsson —
Lárus Pétursson 44
Friðjón Margeirsson — Ingimundur Guðmundsson Bernharður Guðmundsson — 13
Ingólfur Böðvarsson 12
Spilað er á fimmtudögum í sal iðnað-
armanna í Skipholti 70. Spilamennska
hefst kl. 19,30.
SIEMENS
Mjó
en
dugleg!
Uppþvottavél
mm
• Breidd: 45 sm.
• 6 þvottakerfi.
• Fjórföld vöm gegn
vatnsleka.
• Hljóðlát og vandvirk.
• Hentar vel þar sem
' fáir eru í heimili eða
þrengsli mikil í eldhúsi. j
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 28300