Morgunblaðið - 16.11.1989, Síða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989
.RDASKRIFSTOFAN
UTILIF
SKYNDIHAPPDRÆTTI DVALARHEIMIUS
ALDRAÐRA SJÚMANNA
TOYOTA COROLLA TWINCAM LIFTBACK 1990
FERÐAVINNINGAR FRÁ SÖGU
SUNBEAM GASGRILL
HJÖLABRETTI ♦
ELITE MYNDAVÉLAR
LLOYD SPORT VASAÚTVÖRP
COCA COLA '/i LÍTRI
Sverrir Tryggvason aíhendir Jó-
hanni Árnasyni, forstöðumanni
Sunnuhliðar, gjöf Eldeyjar.
■ KIWANJSKL ÚBB URINN
Eldey í Kópavogi afhenti fyrir
skömmu Hjúrkunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi peningagjöf.
Gjöfin, sem var kr. 424.605, er
ætluð til kaupa á þremur sjúkra-
rúmum og þremur náttborðum.
Peninganna aflaði Eldey með sölu
kerta og útgáfu auglýsingablaðs.
■ UNGMENNAFÉLAGIÐ Mý-
vetningur ætlar að minnast 80 ára
afmælis félagsins með samkomu í
Skjólbrekku laugardaginn 18. nóv-
ember. í tilefni þessara tímamóta
býður félagið öllum Mývetningum,
svo og brottfluttum félögum, til
þessa afmælisfagnaðar. Þar verður
meðal annars rakin saga félagsins
frá upphafi, sýndir stuttir leik-
þættir, söngur, ávörp og fleira og
sjálfsagt margar ræður fluttar.
Laugardaginn 2. desember verður
sérstök barnasamkoma í Skjói-
brekku. __
■ ÁGÚST Petersen verður átt-
ræður um þessar mundir og af því
tilefni verður haldin sérstök af-
mælissýning í Nýhöfn. Sýningin,
sem opnar á laugardaginn, hefur
hlotið yfirskqftina Flýttu þér hægt
og eru á henni landslagsmálverk
og mannamyndir. Málverkin eru öll
máluð með olíu og flest unnin á sl.
tíu árum. Sýningin er opin frá kl.
10-18 virka daga og frá kl. 14-18
um helgar.
I ÍSLENSKIR nemar í fata-
hönnun taka þátt í norrænu fata-
hönnunarkeppninni sem fram fer í
Helsinki í Finnlandi 29. janúar
1990. íslensk dómnefnd, sem skip-
uð er Ornu Kristjánsdóttur og
Evu Vilhelmsdóttur, fatahönnuð-
um og Henrik Árnasyni, auglýs-
ingahönnuði, velur fjóra keppendur
fyrir íslands hönd. í fyrra sigraði
Guðrun Hrund Sigurðardóttir,
nemi við Köbenhavns Mode- og
Designskole. Sigurvegar í norrænu
keppninni fær í verðlaun um 75.000
ísl. kr. Stigahæsti keppandinn frá
hveiju landi tekur þátt í keppni í
Royal Albert Hall í London þar
sem 100 nemar í fatahönnum
keppa.
Jón Rafn hcfur sent frá sér sína
fyrstu stóru hljómplötu.
■ JÓN Ríifn sendi nýlega frá sér
sína fyrstu stóru hljómplötu, Lög
fyrir þig. Jón semur öll lögin og
leikur á hljóðfæri í sumum þeirra.
Honum til aðstoðar á plötunni eru
m.a. Rúnar Júlíusso, Björn Thor-
oddsen og Pétur Hjaltested.
■ LJÓÐA TÓNLEIKAR verða
haldnir í Gerðubergi mánudaginn
20. nóvember og hefjast kl. 20.30.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
mezzósópran, syngur á tónleikun-
um við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar, sönglög eftir Sig-
valda Kaldalóns, R. Schumann,
F., Poulenc, R. Hahn og X. Mont-
salvage. Þýðingu flestra ljóðanna
annaðist Reynir Axelsson og er
sýningarskrá innifalin í miðaverði.