Morgunblaðið - 16.11.1989, Síða 9

Morgunblaðið - 16.11.1989, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 C 9 Fjölnota vörusýningarhöll eftir Jón Hjaltalín Magnússon Fjölnota vörusýningarhús í Laug- ardal sem mundi nýtast fyrir al- þjóðlegar vörusýningar, ráðstefnur og íþróttamót kostar um 470 millj- ónir króna. Nú er rúmt ár síðan þing Alþjóða handknattleikssambandsins haldið í Seoul fól íslandi að haida 14. A-heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik árið 1995. Forsenda fyrir þessari ákvörðun þingsins í Seoul var að fyrir lá yfirlýsing frá ríkis- stjórn íslands þess efnis að fyrir- hugað væri að byggja fjölnota vöru- sýninga-, ráðstefnu- og íþróttahús fyrir um 7.000 áhorfendur, sem yrði tilbúið í tæka tíð fyrir sjálfa keppnina. Sérstök undirbúningsnefnd hefur starfað á vegum HSÍ að skipulagn- ingu keppninnar árið 1995 og er ráðgert að hefja opinbera sam- keppni um merki heimsmeistara- keppninnar núna í nóvember næst- komandi. Því markmiðið er að nýta þessa keppni hér á íslandi sem best til landkynningar fram yfir sjálfa keppnina, um þjóð okkar og land, menningu og atvinnulíf, útflutn- ingsvörur og ferðaþjónustu. Nokkrar umræður hafa verið í fjölmiðlum um byggingu fýrir- hugaðrar fjölnota vörusýningar- hallar, sem háttvirtur menntamála- ráðherra staðfesti við heimkomu landsliðsins frá heimsmeistara- keppninni í Frakklandi í vor, að hann mundi beita sér fyrir að yrði byggð og staðfesti loforð fyrri ríkis- stjórna Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar um stuðning við að halda keppnina á íslandi og Jón Hjaltalín Magnússon „Áætlaður líftími fjöl- nota sýningarhúsa er um 100 ár með hefð- bundnu viðhaldi. Því má leika sér að áætla gjaldeyristekjur af þessu húsi á þeim tíma.“ eflingu ferðaþjónustunnai'. Ein- hvers misskilnings virðist gæta í þessari umijöllun um fyrirhugaða byggingu þessarar fjölnota vöru- sýningarhallar, þegar talað er um „einhveija handboltahöll fyrir þessa einu heimsmeistarakeppni sem muni kosta um 1 milljarð króna“. Stjórn HSÍ vill því upplýsa um, að í ársbyrjun 1988 var gerð laus- leg kostnaðaráætlun um byggingu á hagkvæmu 8.000 fm fjölnota sýn- ingarhúsi sem tæki um 7.000 Bókaútgáfan Bjartur: Tvær þýddar skáldsögur TVÆR þýddar skáldsögur koma út í haust hjá bókaútgáfúnni Bjarti. Önnur er eftir Patrick Siiskind og hin eftir Fay Weldon. Bók Patricks Súskind heitir Dúf- an og fjallar hún um vaktmanninn Jonathan Noel sem einsetur sér að lifa fábreyttu lífi i risherbergi í París vegna þess að mönnunum er ekki treystandi. En þrengingum hans er ekki lokið. Hafliði Amgrí- msson þýddi bókina. í Sveitasælu, eftir Fay Weldon, segir frá Natalíu sem þarf að standa á eigin fótum eftir að eiginmaðurinn iætur sig hverfa með fegurðar- drottningu staðarins. Það er Guð- rún Tulinius sem þýddi þessa sögu. manns í sæti. Kostnaðaráætlun þessi var miðuð við „staðlaðan byggingarkostnað menntamála- ráðuneytisins um byggingu skólaíþróttahúsa", sem þá var um 40.000 kr. á fermetra eða um 320 milljónir fyrir 8.000 fm hús. Fram- reiknað til dagsins í dag, þá er þessi byggingarkostnaður um 460 millj- ónir króna. HSÍ hefur nýlega verið kynnt kostnaðaráætlun virts íslensks verktakafyrirtækis í byggingu 8.000 fm fjölnota sýningarhúss sem tæki um 7.000 áhorfendur í sæti. Kostnaðaráætlunin hljóðar uppá 470 milljónir króna. Þess skal getið að af þessum 470 milljón króna byggingarkostnaði eru um 90 millj- ónir króna greiðslur á söluskatti og tollum í ríkissjóð, fyrir utan launa- skatt þeirra sem að byggingunni starfa. Þessi byggingarkostnaður er einnig í samræmi við byggingu 2.500 fm íþróttahúss í Kaplakrika í Hafnarfirði, sem tekur um 2.500 áhorfendur í sæti. Byggingarkostn- aður þessa húss er um 150 milljón- ir króna, eða um 60.000 krónur á fermetra. Miðað við þessar tölur, þá mundi 8.000 fermetra fjölnota hús'kosta um 480 milljónir. Þá eru þessar kostnaðaráætlanir i fullu samræmi við byggingar- kostnað á mótsvarandi fjölnota sýn- ingarhúsum í Finnlandi og Noregi. Undirbúningsnefnd HSÍ hefur verið í sambandi við aðila á sviði ferðaþjónustu og áætlar að þetta nýja fjölnota sýningarhús, sem nota má til alþjóðlegra vörusýninga, ráð- stefna, popptónleika og íþróttamóta muni draga hingað til lands minnst 5 þúsund erlenda ferðamenn á ári. Aætlaðar gjaldeyristekjur af þeim eru um 400 milljónir króna á ári. Á tíu árum er því gert ráð fyrir um 4 miiljarða króna gjaldeyrirstekjum af því að reisa þetta fjölnota sýning- arhús. Þess skal getið að áætlaðar gjaldeyristekjur af heimsmeistara- keppninni í handknattleik á íslandi árið 1995 eru um 300 milljónir krópa. Áætlaður iíftími fjölnota sýning- arhúsa er um 100 ár með hefð- bundnu viðhaldi. Því má leika sér að áætla gjaldeyristekjur af þessu húsi á þeim tíma. Bestu kveðjur, Jón Hjaltalín Magnússon. Höfundur er formaður Handknattleikssambands íslands. Ódýr eldavéi! HN 26020 • Breidd50sm • Geymsluskúffa. • 2 hraðsuðuhellur og 2 venjulegar hellur. • Venjulegt hitun m. yfir- og undirhita. • Glóðarsteiking. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Sími 32075 Barnabasl Það gæti hent þig Ein fyndnasta og áhrifamesta gamanmynd seinni tíma. Skopleg innsýn í daglegt líf stórfjölskyldu. Runa af leikurum og leikstjórinn er Ron Howard, sem gerði „Splash“, „Willow“ og „Cocoon“. Sýnd í A-sal kl. 5,7.30 og 10 Fnimsýnd ú sama tíma am alla Evrápu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.