Morgunblaðið - 16.11.1989, Síða 16
Í6 C
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÚR 16. NÓVEMBER 1989
NCB/1AI1I1
y
Með
morgunkaf&nu
Auðvitað er það kjaftæði
eitt að ég sé einhver
milli...
HÖGNI HREKKVlSI
,','pADVBRPUR. ALLIAFMÓG/E.SIN&
pEGAK HANN HLEVPIR pESSO/VI KETTI UT/
Skilaði veskinu efltir tíu mánuði
Til Velvakanda.
I fyrravetur, milli jóla og nýárs,
fór dóttir mín á menntaskólaball
sem haldið var á veitingastaðnum
Broadway. Á heimleiðinni, þegar
hún ætlaði að fara að borga sinn
hlut í leigubílnum, var hún ekki
með seðlaveskið sitt. Hún hafði
skilið það eftir í kápuvasanum í
fatageymslunni og nú voru vasarnir
tómir.
Strax daginn eftir hringdi hún í
Broadway og spurði hvort veskið
hefði fundist en var tjáð að svo
væri ekki. Nokkrum dögum síðar
hringdi hún aftur en fékk sama
svarið: ekkert veski.
Nú leið veturinn, vorið og sumar-
ið og kominn var fimmtudagurinn
2. nóvember. Þá var hringt frá lög-
reglunni og sagt að dóttir niín ætti
þar seðlaveski. Hun fór um hæl
niður á lögreglustöð og viti menn,
þar var komið rauða seðlaveskið
sem horfið hafði í Broadway í fyrra-
vetur. Og þar var næstum allt á
sínum stað: skólaskírteinið með
mynd og heimilisfangi eiganda,
fleiri skilríki, myndir af erlendum
vinum, og húslykillinn. Það eina
sem vantaði voru peningarnir,
nokkur hundruð krónur, og nær
ónotað strætómiðakort.
Þegar hún sagði lögreglumannin-
um að hún hefði hringt tvisvar í
Broadway í fyrra og spurt um vesk-
ið, árangurslaust, sagði hann að
fleiri hefðu sömu sögu að segja, og
það ekki aðeins frá Broadway, því
til væru staðir sem væru enn verri
með þetta og skiluðu eftir mörg ár
eða aldrei. Hann benti henni á poka
sem var nýkominn ofan úr Broad-
way, með vettlingum, veskjum og
öðrum óskilamunum sem virtust
hafa verið lengi þar. Sagðist hann
nú vera að hringja í eigendur seðla-
veskjanna, sem yfirleitt væri auð-
velt að finna, því í veskjunum væru
ökuskírteini og önnur skilríki,
greiðslukort o.fl. Sagðist hann ekki
sjá annað en að starfsfólki veitinga-
hússins stæði hjartanlega á sama
um hvort þessir hlutir kæmust til
eigenda eftir dúk og disk — eða
alls ekki. Það virtist ofverk þeirra
að hafa samband við eigendur og
líklega væri miklu auðveldara að
svara nei þegar hringt væri og spurt
heldur en að fara að leita. Oskila-
munum væri safnað saman í poka,
oft stóra ruslapoka, og þegar þeir
væru orðnir fullir væri þeim skilað
til lögreglunnar.
Þegar veskið hvarf fékk dóttir
mín auðvitað rækilega að heyra hve
heimskulegt væri að skilja seðla-
veski eftir í fatageymslu, jafnvel
þótt þar ætti að vera gæsla, og hve
óvarlegt væri að hafa húslykilinn
hjá skilríkjum með heimilisfangi.
Þegar nokkur tími leið frá hvarfi
veskisins ákvað fjölskyldan að
skipta um skrár í útidyrum. Það
þurfti að skipta um þijár skrár, því
sami lykill gekk að forstofu, þvotta-
húsi og bílskúr. Rökin voru þessi:
sá sem tekur veski úr vasa, eða
finnur veski sem dottið hefur úr
vasa óg er ekki það heiðarlegur að
hann láti eigandann vita — er hon-
um ekki alveg trúandi til að geyma
lykilinn, fylgjast með ferðum íbú-
anna og læðast inn þegar vel stend-
ur á, viss um að bera úr býtum
meira en nokkur hundruð krónur
og strætómiða?
Það er ekkert grín að vera for-
eldri og vera að reyna að kenna
börnum sínum heiðarleika og skil-
vísi, þegar þau reka sig á jafnyfir-
gengilegt virðingarleysi og lýst er
hér að framan. Og það er heldur
ekkert grín fyrir venjulegt fólk að
fara á einn glæsilegasta skemmti-
stað bæjarins til að njóta þar marg-
auglýstra lystisemda, tapa e.t.v.
skilríkjum eða dýrmætum munum
og komast svo að því að starfsfólki
staðarins stendur alveg hjartanlega
á sama um hvort maður fær þá
aftur eða ekki.
Nú hefur Broadway nýlega skipt
um eigendur en eftir því sem ég
veit best þá rekur fyrrverandi eig-
andi Broadway, Ólafur Laufdal,
fleiri veitingastaði. Mig iangar því
til að spyija hann hvort hann telji
að eigandi veitingahúss beri ein-
hveija ábyrgð á erfiðleikum og
kostnaði sem gestir verða fyrir
vegna kæruleysis starfsfólks? Og
hve mikla áherslu leggur hann á
það í „uppeldi" starfsfólks síns að
það komi fram við gesti af þeim
heiðarleika og skilvísi sem flestu
venjulegu fólki finnst sjálfsögð? Eða
getur verið að í „uppeldinu" sé að-
eins lögð áhersla á skilvísi í aðra
áttina, þ.e. að gengið sé eftir skil-
vísi gestanna svo veitingahúsið fái
sitt?
Þórdís Árnadóttir
Mesti smánarbletturirai
Til Velvakanda.
Talið er að 50 milljónir manna
hafi fallið í seinni heimsstyijöld-
inni. Þar af létu 20 milljónir Rússa
lífið. 6 milljónir gyðinga máttu einn-
ig þola kvalafullan gasdauða í
fangabúðum 1000 ára ríkisins, í
þann tíð. Grimmdin, mannvonskan
og hatrið er einkenndi nefnt tíma-
bil er algert einsdæmi í gervallri
mannkynsögunni. Það er enda eng-
in tilviljun þegar menn segja hisp-
urslaust að stríðið 1939—1945 sé
það skelfilegasta og mannskæðasta
er sögur fara af, hér á jörð, og allt
fyrra hernaðarbrölt ríkja falli ' í
skuggann af því.
Já, sex milljónir gyðinga týndu
lífi á skipulegan hátt í útrýmingar-
búðum nasista. Þangað var konum,
körlum, börnum, sjúkum og öldruð-
um stefnt til að mæta þar dauða
sínum, eins og hveijum öðrum fén-
aði sem leitt er til slátrunar. (Nema
hvað að aðbúnaður fólksins var 100
sinnum lakari en við myndum bjóða
nokkurri skepnu.) Gyðingum skyldi
öllum eytt. En fyrst skyldi smána
þá, þrælka þeim út og svelta.
Að vísu missti draumaríki Hitlers
og kó niður um sig brækurnar áður
en sá áfangi náðist. Vissulega
heppnaðist böðlunum að höggva
risastór skörð í þeirra raðir (gyð-
inga). Við skulum heldur ekki
gleyma að gyðingar áttu ekki í
neinum útistöðum við aðrar þjóðir
á þessum árum. Þess vegna eru
ofsóknirnar gegn þeim (og seinna
útrýmingarherferðin) saklausum
svo mikil hrollvekja í hugum flestra,
sem raun ber vitni og reyndar
óskiljanieg með öllu, ef grannt er
gáð. Eða treystir einhver sér til að
réttlæta eða útskýra þennan ósóma
á trúverðugan máta? Hræddur er
ég um að það dæmi muni seint
ganga upp.
Aðfarir þýskaranna gegn gyð-
ingum er stærsti blettur mannkyns-
sögunnar. Sama hvað hver segir.
Þó er rangt að dæma alla Þjóðveija
sökum helstefnunnar. Því málið ér
auðvitað að þjóðir, sem slíkar, eru
ekki vondar þótt stjórnskipulagið
sé kannski sjúkt og kjánar fari með
völd. Sannleikurinn er sá að örfáir
aðilar í Þýskalandi nasismans réðu
þar Öllu. Nánar tiltekið, einn mað-
ur. Þessa nóta átti skilyrðislaust
að dæma til þyngstu refsingar.
Reyndi varð, því miður, önnur.
Margir SS-kvalarar sluppu með
skrekkinn. Sumir flúðu. Komust
undan með hjálp bandamanna, að
fullyrt er.
Þessar hugleiðingar mínar eru
vegna sýningar myndarinnar
„Morðingjar meðal vor“, er ríkis-
sjónvarpið flutti oss á dögunum.
Búningurinn rakti hluta æviferils
hins mikilfenglega Simons Wiesen-
tals, „mannsins er lifði af“, eins og
hann sjálfur kemst að orði.
Símon þessi hefur komið fleiri
stríðsglæpamönnum nasista undir
lás og slá en nokkur annar maður,
sem kunnugt er. Þess skal að lokum
getið að ég styð ekki ráðstafanir
Israela í dag, gegn aröbum. Harð-
stjóra, hvort sem þeir heita Hitler,
Marcos, Stalín ellegar Shamir, get
ég eigi stutt. Vegna þéss einfald-
lega að undirritaður er maður er
þráir að friður og kærleikur verði
allstaðar innleiddur. En það er ann-
að mál og kemur ofanrituðu efni
ekkert við.
Konráð Friðfinnsson
Víkverji skrifar
Víkveiji hefur oft áður sagt sögur
um baráttu einstaklingsins við
kerfiskarla þessa lands. Þessu stríði
ætlar aldrei að linna. Og það er bar-
ist á mörgum vígstöðvum. En sér-
hver saga kann að koma í veg fyrir
aðra eins, og hér verða því tíndar til
tvær orrustur í húsnæðismálum.
Nýlega frétti Víkveiji af fólki, sem
var að sækja um undanþágu, vegna
persónulegra aðstæðna. Tekið skal
fram, að sámkvæmt lögum átti þetta
fólk rétt á slíkri undanþágu, ef sótt
yrði um. Umsókninni var hafnað.
Hún var ítrekuð með enn fleiri vott-
orðum og fylgiskjölum. Aftur neitun
frá undanþágunefndinni. Engar skýr-
ingar fengust á þessum neitunum.
Enn var skrifað og aftur fundin fleiri
fylgiskjöl.
Og nú leitaði fólkið til sérstaks
erindreka til að fylgja málinu eftir,
þar sem ljóst var að sjálft hafði það
engin áhrif. Og nú fóru hjólin að
snúast. Þegar erindrekinn náði fundi
undanþágunefndarmanna kom í ljós,
að „kerfið" hafði stungið öllum vott-
orðum og fylgiskjölum niður í skúffu
og lagt málið þannig fyrir nefndina,
að nefndarmenn höfðu öngva hug-
mynd um aðstæður umsækjanda.
Þeir komu af ijöllum í sambandi við
grundvallaratriði þess máls, sem þeir
höfðu afgreitt í tvígang.
Þetta fólk hefur nú fengið jákvætt
svar.
XXX
Síðari saga Víkveija dagsins er
um einfættan karl, sem sótti um
fyrirgreiðslu til húsnæðiskerfisins til
þess að skipta um íbúð. Þessi maður
býr á þriðju hæð í stigahúsi. Beiðni
hans var hafnað á þeirri forsendu
að íbúðin, sem hann ætti, væri full-
nægjandi fyrir hann. Punktur og
basta. Ekkert tillit var tekið til fötlun-
ar mannsins eða annarra aðstæðna.
Víkveiji veltir því fyrir sér, hvers
konar manngerð það er, sem afgreið-
ir einstaklinga með þessum hætti.
Og hvemig komust þeir að niður-
stöðu? Reyndu þeir að setja sig í
spor mannsins og skilja aðstöðu
hans? Hoppuðu þeir á öðrum fæti
upp og niður þriggja hæða stiga?
Og hvað oft? Einu sinni? Tvisvar?
Þrisvar?
Og kerfið malar áfram. Þar hafa
menn meira en nóg að gera við að
afgreiða mál... og einstaklinga.
Ráðherra húsnæðismála hefur líka
nóg á sinni könnu. Þar á meðal þessa
þjóna.
Síðast þegar Víkveiji vissi, bjó ein-
fætti maðurinn enn á sama stað.