Morgunblaðið - 16.11.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 16.11.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 G 17- VELUKANDI SVAR/R í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS UUÉOUUUitíUUk Rjúpan ekki friðhelg Til Velvakanda. Það hefur sjaldan brugðist frá því að ég fór að lesa blöð að um leið og ijúpnaveiðitíminn fer í hönd taka að birtast greinar í blöðum eftir hina og þessa sem mótmæla rjúpnaveiðum. Þessu fólki er það sameiginlegt að geta engin rök fært fyrir sínu máli. Hvers vegna ætti ijúpan að vera friðhelg frekar en aðrir fuglar eða dýr sem við höfum til matar? Enginn taiar um friðun kjúklinga eða fjargviðrast yfir að þeim skuli slátrað. Þessir svokölluðu dýravinir snæða.þá sjálf- sagt með bestu lyst. Þetta er tvöfalt siðgæði og ekkert annað. I Biblíunni segir að maðurinn sé herra dýranna og honum er gefið allt vald á þeim. Það er ekki annað en vitleya að íjúpan þjáist þegar hún verður fyrir skoti. Hún stein- drepst og finnur ekkert til. Ég tel veiðar heilsusamlegt sport og ættu veiðimenn ekki að láta einhveija nöldrara eyðileggja fyrir sér ánægjuna. Veiðimaður Málfar fj ölmiðlamanna Til Velvakanda. Nú um stundir virðast menn gera sér grein fyrir að átak þurfi til varðveislu íslenskrar tungu. Málfar fjölmiðlamanna hefur mikil áhrif á daglegt mál hinna, sem hlusta eða lesa. Þar álít ég að þurfi heldur betur að taka til hend- inni, svo oft er þar pottur brotinn. Ég ætla hér að minnast á ýmsa málgalla sem eru daglegt brauð í fjölmiðlum. Ein er málfátæktin. Menn staglast sífellt á sömu orð- unum eins og önnur séu ekki til. Hætta er á að þannig verði orðum útrýmt úr málinu. Sífellt er sagt „að mínu mati“. Orð eins og álit og skoðun heyrast ekki. Mér varð nóg boðið, þegar þingmaður sagði þrisvar sinnum „að mínu mati“ á fimm mínútum. Sú íslenska málvenja, að hafa fornöfn eftirsett, virðist flestum gleymd. Ég legg til að menn setja „matið“ í frysti og fari aftur að segja „álit mitt“ og „skoðun mín“ og láti bakið og stakkinn fara sömu leið, og tjalda aftur einföld- um orðum eins og að hjálpa, styðja og aðstoða, vera fær um, geta, hafa tök á. Myndmál er ágæt til- breyting, en þegar það er ofnotað og látið útrýma algengum orðum er of langt gengið. Þannig er með „græna ljósið“ og „myndina“, sem nýlega kom hingað frá Danmörku þar sem allt er „inde í billedet" Þetta hvort tveggja má nota sem tilbreytingu en ofnotkun þykir mér hvimleið. Ég segði heldur að eitt- hvað sé samfara öðru, að þetta sé einnig til umræðu o.s.frv. Mjög hefur færst í vöxt að nota viðskeytin ,,-lega“ og ,,-legur“ í öllum mögulegum samböndum. í sjónvarpsumræðum um samskipti Vestur- og Austur-Þjóðveija var sagt: „Þetta reyndi mikið á Aust- ur-Þjóðveija tilfinningalega séð“. Þetta þykir mér ömurlegt mál. Eitthvað reyndi mikið á tilfinning- ar þeirra. Sagt var: „Þetta er fjárhagslegt' og atvinnulegt vandamál." Eg segði: „Þetta stefnir atvinnu og fjárhag í vanda.“ Talið var um „kirkjuleg málefni“. Ég segði: „Málefni kirkjunnar." í dagblaði var rætt um „athugun á fylgni við skattalega aðstöðu“. Ég skil þetta sem „athugun á áhrifum mismun- andi skatta“. Þannig mætti lengi telja. Nú tala menn s’ífellt um síðustu viku og síðasta ár. Mér skilst að síðastur í röð merki, að enginn komi á eftir. „Þetta voru síðustu orð hans“. „Síðasti dagur mánað: arins.“ Á íslensku heitir þetta: „í viþunni sem leið“ eða „fyrir viku“. „Árið sem leið“ eða „í fyrra“. Ég heyri iðulega talað um „stóra“ málara og „stóra" rithöfunda. Ég vil aðeins nefna við þá sem eru færari í ensku en íslensku að sami munur er á „stór“ og „mikill“ eins og „big“ og „great“. Mikill maður getur verið lítill en lítill maður getur aldrei verið stór. íþróttir ganga yfirleitt í „hrin- um“. Talað er um jarðskjálftahrin- ur. Þótt mikið gangi stundum á í sumum íþróttum, þætti mér skemmtilegra að tala um „lotur“. Nota reyndar sumir það orðalag. í alvarlegri umræðu um málefni barna þætti mér eiga betur við að tala um „börn, drengi og stúlk- ur“ en „krakka, stráka og stelp- ur“. Það þykir mér ósmekklegt, og hin orðin virðast verið að týn- ast úr máli manna. Ég skora á fjölmiðlamenn að lesa þessar línur og taka þær til athugunar. Þórunn Guðmundsdóttir TONLEIKAR í ÍSLENSKU ÓPERUNNI laugardaginn 18. nóvemberkl. 16.00 Elsa Waage Elsa Waage, kontralt söngkona, syngur verk eftir: Bach, Brahms, Strauss, Bowles, Bizet, Sibelius og Grieg ásamt þekktum íslenskum lögum við undirleik John Walter, píanó, og Malgorzata Kiziemska Slawek, selló. Miðasala í íslensku óperunni milli kl. 16.00 og 19.00 og við innganginn. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisf lokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum ogábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 18. nóvember verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, í borgarráði, formaður skipulagsnefndar, varaformaður stjórnar sjúkrastofnana í Reykjavík og í hafn- arstjórn, og Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar. HmiG VE6GSKÍP riitu iá? vn tim msim mesti úmlii. Jerni: Sívm kr. 98.410,- Viúartegund: MflGHOHY. Breidd: 305 cm hæð 218 cm. Kv ÍV Húsgagna*höllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.