Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 18
-18 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989
n Ultra
Hampers
Stelp
BLEIUR
\ Bókaskatturinn
er hneyksli
Rakadrægur kjarní
aðframan
Rakadrægur kjarní
í miðju
' • '
Stórkostleg nýjung
fyrír lítla
Stráka og Stelpur
Þægilegri - passa betur
en nokkru sinni fyrr.
þó bleian sé vot
eru þau þurr
Eínfutumboð
JÉf
Ameriska
Tunguhál* 11. Símí 82700.
Askriftarsíminn er 83033
eftirÁrna
Sigurjónsson
Bækur hafa um nokkurt skeið
borið hærri söluskatt á íslandi en
dæmi eru til um annars staðar eða
25%. Með skattkerfisbreytingunni
um áramótin er nú ráðgert að ís-
lendingar slái eigið heimsmet og
leggi 26% virðisaukaskatt á þessa
vöru, sem ætla mætti samkvæmt
því að yfirvöld telji allt of ódýra í
landinu.
Ekki fer vel á því að afla íslend-
ingum slíkrar frægðar að endemum
á sjötíu ára rithöfundarafmæli Hall-
dórs Laxness. Menn geta að vísu
glatt sig við að líkur eru á að tón-
listar- og leiklistarstarfsemi muni
ekki bera þennan skattklafa, né
heldur íþróttastarfsemi.
En af þessu tilefni hljóta að
vakna nokkrar áleitnar spurningar:
Hvað réttlætir ijárhagsleg forrétt-
indi leikfimistjóra umfram skáld?
Hvort ætli muni halda nafni þjóðar-
innar lengur á lofti, Egils saga eða ,
blaklið okkar í þriðju deild? Hvort
er líklegra til að duga okkur á
þrengingartímum, íslandsklukkan
eða bronsverðlaun í tugþraut pilta
á Ólympíuleikum smáþjóða?
Enn vakna spurningar: Er niður-
staðan af nálega fjögurra alda
ræðuhöldum um að íslendingar séu
bókmenntaþjóð sú, að skattpína
skuli bækur? Er það niðurstaðan
af málræktarvikunni, af sjálfstæð-
isbaráttunni og af valdatöku Al-
þýðubandalagsins í ráðuneytum
fjár- og menntamála, að íslenskt
ritmál verði að bera meiri álögur
ríkissjóðs en nokkurt annað ritmál
á heimsbyggðinni?
Islenskir lesendur eru ekki kátir
yfir því að þurfa að greiða slíkan
metskatt af lesningu sinni. Heimilin
fagna því ekki að skólabækur telj-
ist meiri munaður en ferðir í leik-
hús eða á völlinn. Höfundar skilja
líklega ekki hvers vegna ríkið fær
mun meira fyrir hvert eintak bókar
en sá sem samdi hana, og greiðir
þó höfundurinn tekjuskatt af rit-
launum sínum. Og þó að flest bóka-
forlög landsins séu án efa rekin af
ítrustu hagsýni, er líklegt að mörg
þeirra standist ekki þá raun sem
hin breytta og aukna skattlagning
mun hafa í för með sér. Menn mega
NÚ GETUR ÞÚ BORGAÐ
- OG
HITAVEITIIREIKNINGINN
MED BOÐGREIÐSLUM SAMKORTS
Hafðu samband við skrifstofur Rafmagnsveitu Reykjavíkur
og Hitaveitu Reykjavíkur.
RAFAAAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT 34 SlMI 68 62 22
HITAVEITA REYKJAVIKUR
GRENSÁSVEGI 1, SÍMI 600100
„Skattkerfisbreyting-
una um áramótin verð-
ur að nota til að létta
þungum álögum af
þeirri menningarstarf-
semi sem stendur Is-
lendingum næst, en það
er bókaútgáfa.“
vera mjög grunnhyggnir, ef þeir
halda að bókaútgáfa í einu af
minnstu málsamfélögum jarðarinn-
ar geti borið meiri skattbyrði en
dæmi eru um í nokkru öðru landi.
Því má bæta við, að ekki er
líklegt að úthlutunarsjóðir í höndum
misviturra ráðamanna geti leyst
þann vanda sem virðisaukaskattur
á bækur skapar.
Ráðamenn: Hafið þið tapað átt-
um? Skattkerfisbreytinguna um
áramótin verður að nota til að létta
þungum álögum af þeirri rnenning-
arstarfsemi sem stendur Islending-
um næst, en það er bókaútgáfa.
Þið getið haft ykkar hentisemi
um landsmálablöðin sem flokkar
ykkar þarfnast. Tónlistarstarfsemi
er líka góðra gjalda verð og íþrótt-
irnar sömuleiðis.
En hvernig verður það skýrt, að
eina íþróttin sem ríkisstjórnin vill
pína með metskatti sínum er skáld-
skaparíþróttin?
Höfundur er ritstjóri og
stundakennari við Háskóla
íslands.
Frainkvæmdastj órn
BHM;
Virðisauka-
skattur verði
ekki á bókum
Á FUNDI í framkvæmdastjórn
Bandalags háskólamanna 31.
október sl. var eftirfarandi álykt-
un samþykkt:
Framkvæmdastjórn Bandalags
háskólamanna skorar á stjórnvöld
að undanskilja bækur virðisauka-
skatti við gildistöku hans um næstu
áramót.
Islensk bókmenning skipar
stærstan sess í menningararfi þjóð-
arinnar. Nú á fjölmiðlaöld er nauð-
synlegt að íslensk bókmenning
dafni, en til þess þarf verð bóka
að Jækka.
í íslenskri menningarumræðu er
fullt samkomulag um að bækur séu
megin forsenda almennrar og sér-
hæfðrar menntunar þjóðarinnar.
Þess vegna er nauðsynlegt að verð-
lagi bóka sé haldið eins Iágu og
-unnt er og hlýtur niðurfelling skatta
að vera raunhæfasta viðurkenning
stjómvalda á því.
Æskan gefiir
út sex bækur
ÆSKAN gefiir út sex bækur í
haust.
Æskan gefur út skáldsöguna
Lífsþræði eftir Sigríði Gunnlaugs-
dóttur, en höfundur hlaut verðlaun
í skáldsagnasamkeppni IOGT fyrir
þessa sögu.
Unglingasagan Unglingar í
frumskógi er eftir Hrafnhildi Val-
garðsdóttur, en það er hennar þriðja
unglingabók.
Arni í Hólminum — engum líkur
nefnist bók sem Eðvarð Ingólfsson
hefur skráð um æviþætti Árna
Helgasonar í Stykkishólmi, fyrrum
póstmeistara og sýsluskrifara.
Frændi Konráðs, föðurbróðir
minn er bók eftir Vilhjálms Hjálm-
arsson fyrrverandi ráðherra sem
þar segir ævisögu Hermanns Vil-
hjálmssonar frá Mjóafirði.