Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 2
2 6 MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. 'DESEMBER 1989 Engínn hemur eldfiallið ■ FORLAGIÐ hefur sent frá sér skáldsöguna Hinsti heimur eftir Austurríkismanninn Christoph Ransmayr. Kristján Árnason þýddi. I kynningu segir m.a. um efnið „Ágústus keisari hefur fellt dóm yfir skáldinu Óvíd og vísað honum brott úr rómverska ríkinu til útlegðar á enda veraldar, í út- kjálkaþorp við Svartahaf. Vinur skáldsins, Kotta, heldur þangað mörgum árum síðar til að fregna um afdrif útlagans. En Óvíd er horfinn. Er hann látinn eða hefur hann endanlega sagt skilið við sam- félag manna?“ Hinsti heimur er 256 blaðsíður. Guðrún Ragnars- dóttir hannaði kápu. Bókin er prent- uð í Danmörku. Forlagið hefur líka sent frá sér skáldsöguna Hneyksli eftir jap- anska rithöfundinn Shusaku Endo. Úlfiir Hjörvar þýddi úr ensku. í kynningu Forlagsins segir m.a.: Skáldsagan segir frá rithöfundinum Súgúró sem nýtur ósvikinnar virð- ingar og vinsælda fyrir skáldskap sinn. Við verðlaunaafhendingu í Tókýó vindur sér að honum drukkin kona og kveðst kannast við hann úr fjölmörgum heimsóknum hans í hverfi klámsýninga og vændishúsa í borginni.Súgóró kannast ekki við neitt, en leitar allra hugsanlegra skýringa. Á hann sér tvífara? Hvergi er svör að finna, en smám saman vakna efasemdir í huga þessa grandvara, kristna manns. Getur verið að þarna sé á ferðinni annar þáttur persónuleika hans sem hann vill ekki við kannast? Hneyksli er 242 blaðsíður og er gefin út bæði í bandi og sem kilja. Ragnheiður Kristjánsdóttir hannaði kápu. Bókin er prentuð í Danmörku. ■ BÓKA ÚTGÁFAN Bjallan gef- ur út bókina Þrumuguðinn Þór, sem er fyrsta bókin í norskum myndskreyttum bókaflokki um æsi. I bókinni segir, eins og nafnið bend- ir til frás Þór, sem var sterkastur Ása. Þorsteinn frá Hamri íslenzk- aði bókina. Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Undir eldfjalli Smásögur Höf: Svava Jakobsdóttir Útg: Forlagið Undir eldfjalli er nýtt smá- sagnasafn eftir Svövu Jakobs- dóttur, sem Forlagið hefur nýlega sent frá sér. í safninu eru sex sögur; „Undir eldfjalli,“ sem segir frá fullorðnum hjónum sem hafa keypt sér jörð við „tærnar“ á Heklu og eru að rækta hana upp, „Endurkoma," sem Segir frá því þegar miðaldra íslensk kona kem- ur í heimsókn til íslands, eftir að hafa búið í Bandaríkjunum í fjör- utíu ár, „Fyrnist yfir allt,“ saga um barn sem flyst milli málsvæða, „Fjörusteinn," sem segir ft-á hug- renningum gamals manns, þegar kona hans er flutt á hjúkrunar- heimili, „Pálmasunnudagsganga," um konu með flís í auga og „Saga bróður míns,“ um konu sem gætti bróður síns. Þótt þessar sögur fjalli um æði ólíka hluti og tákn og minni séu sótt til óskyldra staða, eiga þær engu að síður margt sameiginlegt. I öllum sögunum beitir Svava sál- fræðilegu raunsæi, þar sem við sjáum inn í hugskot aðalpersóna, eða sögumanns. Þær eiga það flestar líka sameiginlegt að allt þetta fólk stendur á tímamótum í lífi sínu, þarf að horfast í augu við sjálft sig, eða löngu liðna at- burði sem hafa haft afgerandi áhrif á líf þess — án þess þó að það hafi nokkurn tímann gert sér grein fyrir því. Tímamótunum má líkja við einhvers konar hamfarir og eru þau undirbyggð með mik- illi spennu, eins konar brenni- stejnsfnyk á undan eldgosi. í fyrstu sögunni, Undir eldfjalli, eru Gerður og Loftur, miðaldra hjón, að rækta upp land í Heklu- hrauni. Þau eru landnemar og strita í sól og heiðríkju í þrjá daga — ölvuð af kyrrðinni og fegurð- inni, en: „Hver slíkur dagur er hinn síðasti. Nauðugur viljugur nærist því fögnuður þessara fögru daga á djúplægum grun um fall- velti lífsins. Á morgun skellur á slagviðri!" Þau hjónin bíða heimsóknar sonar, tengdadóttur og sonarson- ar, frá Austfjörðum, til að sýna þeim landnám sitt og umhyggjuna fyrir því — og eftirvæntingin er mikil. Þegar Svava veltir hér fyrir sér fallvelti lífsins leikur hún sér við hringrás náttúrunnar sem hlið- stæðu við hringrás mannsins, og hringurinn stækkar, uns úr verður jafnvel spurning um vegferð mannsins á jörðinni. Þau Gerður og Loftur hafa lokið við að rækta upp garðinn við hús sitt í Reykjavík — hann stóð i miklum blóma — og þau höfðu líka komið elsta syni sínum til manns — hann er að hefja sitt blómaskeið, sem læknir austur á ijörðum. Og nú eru þau að byrja að rækta upp nýjan garð og litlir græðlingar eru farnir að teygja sig upp úr jörð- Svava Jakobsdóttir. inni, varla sýnilegir fremur en litli sonarsonurinn — sem grípur um fingur ömmu sinnar, þegar hún veltir því fyrir sér afliveiju hún sé að þessu, „ótrúlega föstu taki, af því handarafli sem sagt er að smábörnum sé áskapað og Hún hafði lesið að væri arfur úr bernsku mannkyns i frumskógun- um.“ En af hveiju eru þau hjónin að byija að rækta nýjan garð? Af hveiju er fólk yfir höfuð að rækta garðinn sinn, hvort sem er í náttú- run’ni — eða einkalífinu, þegar allt- af geta skollið á hamfarir? Hver er tilgangurinn með þessu öllu? í annarri sögunni, Endurkomu, er sagt frá miðaldra konu sem kemur i heimsókn til íslands, eftir að hafa dvalið í Ijörutiu ár í Banda- ríkjunum, eða frá tólf ára aldri. Bandarískur eiginmaður hennar er í för með henni og henni finnst það bæði þægilegt og óþægilegt, aðallega vegna minninganna sem hún á frá ástandsárunum á Is- landi. Hún hefur aldrei rætt þær minningar við neinn, þær liggja grafnar í arfahaug, rétt-eins og gróðurinn í bakgarðinum við fal- lega húsið hennar — þótt fram- garðurinn líti vel út. Það er varla ástæða til að rekja hér fleiri sögur úr bókinni, það yrði hvort eð er aldrei annað en yfirborðsúttekt, þar sem sögur Svövu eru myndaðar úr svo mörg- um lögum, að túlkunarmöguleik- arnir eru endalausir; út frá kvennaminni, fornsagnaminni, goðsagnaminni, Biblíuminni, nátt- úruminni og svo mætti legni telja Að lesa sögur Svövu Jakobs- dóttur er eins og að glíma við 3.000 búta púsluspil. Hvert orð hefur merkingu; er tilvísun út fyr- ir hveija sögu, en þjónar þó mjög ákveðnu hlutverki innan hennar. Stíll Svövu í þessari bók er knapp- ur og hnitmiðaður og yfirborð sagnanna slétt og fellt. En undir niðri krauma tilfinningar — bæld- ar, týndar, gleymdai' - sem eru við það að sprengja sér farveg upp á yfirborðið af krafti eldfjalls. Og eldíjallið hemur enginn. Sögurnar eru líka raunsæislegri á yfirborð- inu en oft áður, án þess að þær tapi dýptinni. Svava hefur löngum verið óbrigðull meistari smásagnanna og svo er enn. Eftir því sem mað- ur les sögurnar oftar opnast m.anni fleiri víddir mannlífsins og vegna þeirra tákna og minna úr bók- menntasögunni, sem Svava notar, verða þær manni endalaus hvatn- ing til að leita út fyrir sögurnar, í önnur bókmenntaverk, og eru því heill bókmenntaskóli út af fyr- ir sig. Robin Canter ogRobyn Koh halda tónleika í Kristskirkju ogLista- safni Sigurjóns VERK FYRJRJ'lANÍl 0(i ASTAROBO Texti: Hávar Sigurjónsson TVEIR GÓÐIR gestir fyrir tón- listarunnendur eru væntanlegir til landsins núna um helgina. Þetta eru þau Robin Canter óbó- leikari og Robyn Koh sembal- og píanóleikari. Þau haldatvenna tónleika hérlendis í næstu viku, í Kristskirkju þriðjudagskvöldið 5. desember og í Listasafni Sigur- jóns föstudagskvöldið 8. desem- ber. Þau koma hingað í boði tón- listarskólanna í Reykjavík, Tón- listarfélags Kristskirkju og Nýja Músíkhópsins. Auk tónleikanna mun Robin Canter halda fyrir- lestur í Tónlistarskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 6. des- ember. Robin Canter er heims- þekktur óbóleikari og hefur jöfnum höndum Iagt fyrir sig verk meist- aranna frá barokktí- manum og nýjar tónsmíðar fyrir óbó. Hann stundaði tónlistarnám sitt við Konunglegu tónlistarakade- míuna í London, undir leiðsögn Ja- nes Craxton og síðar stundaði hann nám hjá Heinz Holliger í Frank- furt. Hann starfaði um hríð sem einleikari við hljómveit Pierre Bo- ulez í París — Ensemble Intercon- temporain — en hefur undanfarin ár ferðast vítt og breitt um heiminn við tónleikahald og komið fram sem einleikari í Japan, Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og víðar. „Á tíma- bili var ég á vegum British Council og hélt fjölda tónleika í Miðausturl- öndum, Austur-Asíu, Afríku og víðar,“ segir Robin Canter í upp- hafi spjalls okkar þegar ég hitti þau Robyn Koh að máli í London á dög- unum. Þau sögðu að efnisskrár tónleik- anna tveggja væru mjög ólíkar, kirkjutónleikamir væru helgaðir barrokktímanum en í Listasafni Siguijóns ætluðu þau að spila verk eftir 19. og 20. aldar tónskáld. Barrokktónleikarnir hefjast með sónötu í F-dúr eftir Hándel, síðan kemur sónata í G-dúr eftir J.C. Bach, einleikssónata I a-moll fyrir sembal og sónata í g-moll eftir C.P.C. Bach, konsert númer 7 eftir Couperin, einleikssónata fyrir sembal eftir Scarlatti og sónata í c-moll eftir Vivaldi. Á þessum tón- leikum mun Robin Canter leika á tvenns konar óbó; barrokkóbó og klassískt óbó sem hann segir að hljómi talsvert ólíkt óbóinu eins og við þekkjum það í dag. „Barrokkóbóið hefur mýkri og dýpri hljóma en nútímaóbóið og klassíska óbóið, sem kom fram nokkm síðar en barrokkóbóið, hefur einnig ólíkan hljóm frá hinum tveimur. Ég hef lagt mig töluvert eftir því að leika þessa tónlist á upprunaleg hljóðfæri og þannig reynt að komast nær kjarna þeirra því tónskáldin skrifuðu með þessi ákveðnu hljóðfæri í huga,“ segir Robin. Hann hefur reyndar gert gott betur en kynna sér óbó síðustu þriggja alda, því á ferðum sínum um heiminn hefur hann sankað að sér blásturshljóðfærum sem líkjast óbóum og þannig reynt að kynnast þróun hljóðfærisins frá gmnni og einnig tónlistarhefðum hinna ýmsu Morgunblaðið/Börkur Robyn Koh semballeikari og Robin Canter óbóleikari með þrjú þeirra óbóhljóðfæra sem hann mun leika á á tónleikunum í Kristskirkju og Listasafni Sigurjóns í næstu viku. þjóða. Fyrirlestur Robins í Tónlist- arskólanum á miðvikudag verður einmitt helgaður sýnikennslu á hin- ar ýmsu gerðir óbóhljóðfæra og blásturstækni við flutning nútíma- tónlistar. „Þó ég hafi lagt mikla stund á ílutning eldri óbótónlistar hef ég einnig mikla ánægju af að flytja nýja tónlist og geri töluvert af því að fá tónskáld til að skrifa verk fyrir mig,“ segir hann. Sembal- og píanóleikarinn Robyn Koh ætti að vera íslenskum tónlist- arunnendum að góðu kunn en hún dvaldist á íslandi síðastliðinn vetur og sumar við kennslu og tónleika- hald. Robyn er fædd í Malaysíu en fluttist til Englands árið 1976 þar sem hún lagði stund á píanó- og semballeik við tónlistarakademíuna í London og Royal Northern College of Music í Manchester. Hún hefur komið fram sem einleikari í Eng- landi, Frakklandi og Sovétríkjunum og heima á íslandi lék hún m.a. á háskólatónleikum sl. vetur og á Skálholtstónleikum á liðnu sumri, Robyn leikur á sembal á barrokk- tónleikunum en á píanó á tónleikun- um í Listasafni Siguijóns. Efnisskrá þeirra tónleika gæti varla verið ólík- ari hinni fyrri; verk eftir Englend-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.