Morgunblaðið - 02.12.1989, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989
B 3
ir-rr-—. ■ :. j. , ■ i /, > :;, ( <. j - r, - j
um bókarinnar og sem leitar á
hann eftir að drukkna stúlkan
umkomulausa verður á vegi hans.
Samt getur verið að þetta sé
allt öðruvísi; kannski er það þögli
sjómaðurinn eða bridsspilarinn
sem segir innskotskaflana. Marg-
ræðni textans gerir söguna meira
spennandi en beinn og breiður
söguþráðurinn. Höfundur gefur
lesandanum ýmsa möguleika svo
okkur er í sjálfsvald sett hvaða
ályktanir verða ofan á.
Meginstyrkur fyrri hluta
Náttvígs liggur í þessu að mínum
dómi. Það er í fyrri hlutanum mik-
il og fijó hugvitssemi og sú hug-
arglíma sem lesandinn verður að
heyja hvort sem honum líkar betur
eða verr til að takist að flétta
þræðina saman. En þegar allt
kemur til alls getur verið að það
skipti heldur ekki meginmáli,
hvort fléttan tekst. Það er gefinn
kostur á fleiri eneinni lausn, niður-
stöðu eða hvað við viljum kalla
það.
Persónur fyrri nóttina tengjast
beint eða óbeint inn í 'seinni hlu-
tann sem við fyrstu sýn verður
aðgengilegri aflestrar og atburða-
rásin klárari hvað sem hugleift-
urs/tímaköflunum líður. En innan
tíðar rennur upp fyrir lesandnum
að víða er orpið og hvemig sviþ-
myndir og atburðir og persónur
hinnar fyrri nætur bindast því sem
gerist þegar bílstjóranum er rænt
og þrír kónar ráðast inn á gömul
hjón og beita þau ofbeldi og ræna
fémætu.
Texti höfundar er kröftugur og
djúpur. Sagan gerir kröfu til les-
anda, óhjákvæmilegt er að hafa
einbeitinguna í lagi. Stundum virð-
ist niðurstaðan liggja ljós fyrir en
þá kemur upp úr kafinu að það
sem maður hélt að væri, er ein-
hvers staðar handan orða sem
ekki hafa enn verið sögð.
Það er ekki ástæða til að krefj-
ast allra svara. Kannski er kjami
málsins og styrkur bókarinnar að
sagan heldur áfram. Inn í vitund-
ina og vex þar.
Manneskjur
tveggja nótta
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Thor Vilhjálmsson: Náttvíg
Útg. Mál og menning 1989
Mér þykir kynningin á bók
Thors nokkuð misvísandi. Víst má
til sanns vegar færa að leigubíl-
stjóri sé að segja frá tveim nóttum
í lífi sínu, sú fyrri geymir víg, hin
seinni árás. Á margan hátt er er-
fitt að rekja söguþráðinn svo að
gagn sé að enda er sagan langtum
flóknari en svo að ég fallist á að
afgreiða hana sem eins konar list-
fenga spennufrásögn.
Við getum skimað eftir plottinu
og við finnum það. Samt er plot-
tið ekki meginatriðið heldur mann-
eskjur þessara nótta, umhverfið
og andrúmið, hugsanir sagðar og
ósagðar. Seilst til að velta fyrir
sér tímanum, tímanum sem er lið-
inn versus tíma sem er — var eða
verður kannski einhverntíma.
Framvindan er hæg í fyrstu,
frásögnin seinlesin og útheimtir
fyllstu einbeitingu. Smám saman
verður niðurinn áleitnari og kveð-
andi hennar voldugri. Upp frá því
hefur sagan tekið völdin. Þá er
gaman.
Leigubílstjórinn sem er leiddur
fram sem sögumaður er að íhuga
liðna atburði í upphafi bókarinnar.
Hann situr á vínstað. Alls konar
menn eru á ferð í nóttinni og hafa
misjafnlega mikið vægi. Allir eru
leitandi í beinum eða óbeinum
skilningi. Kannski ekki með á
hreinu að hveiju leitin beinist.
Allir hafa á einn eða annan hátt
villst af vegi, alla dreymir kannski
um annan heim — ekki endilega
Thor Vilhjálmsson
betri en öðruvísi en sá heimur sem
þeir hafast við í. Sjómennsku hafa
sumir karlanna stundað og höf-
undur hefur sjómannslífslýsingar
áreynslulaust á valdi sínu.
Lífsmagn fyrri hlutans liggur ekki
síst þar, auðugu orðafari Thors
og þeirri dul sem hann magnar
upp; hver er að riija upp og hveij-
ir eru þeir sem eru á ferð um til-
veru eða tímahringinn. Hring ang-
andi af sjávarseltu, svikum, dauða,
einlægni.
Leigubílstjórinn hefur verið til
sjós á árum áður, hann á ófullgert
handrit einhvers staðar í fórum
sínum. Líklega er það hann sem
lifði ástarævintýrið í innskotsköfl-
Skírnir er ekki
bara fyrir grúskara
I FLOÐINU
„SKÍRNIR á að vera vandað-
asta tímarit á íslandi," er haft
eftir Vilhjálmi Árnasyni i
Morgunblaðinu 22. nóvember
sl., en hann er annar ritstjóra
Skírnis (útg. Hið íslenska bók-
menntafélag), hinn er Ástráð-
ur Eysteinsson. Sá siðarnefhdi
minnist á þann vanda Skímis
að sumir virðast sjá hann fyrir
sér sem „forneskjulegt,
þunglamalegt og leiðinlegt
rit“.
Skírnir er sem kunnugt er
elsta tímarit sem gefíð er út
á Norðurlöndum. Efni hans hefur
löngum verið í nokkuð föstum
skorðum, en þó ekki alltaf. Með
árgangi 1989 (163. ár) verður
augljós sú stefna að gera Skírni
bókmenntalegri, „menningar-
saga í víðum skilningi" er engu
að síður stefna ritstjóranna.
Oft hefur verið fundið áð því
að ritdómar séu af skornum
skammti í íslenskum tímaritum,
eru þó tímaritin einmitt kjörinn
vettvangur fyrir viðamiklar
greinar um bækur og bókmennt-
ir. Umsagnir í blöðum eru ýmissa
hluta vegna, m.a. til þess að of-
bjóða ekki lesendum, í styttra
lagi, en ekki er þar með sagt að
blöðin birti ekki langar greinar
um bókmenntir. Ekkert mælir á
móti því að dagblöðin sinni sliku,
að minnsta kosti öðru hveiju.
Vilhjálmur Árnason gi-einir frá
því í ritstjórnarspjalli í vorhefti
Skímis að þátturinn Ritdómar sé
lagður niður í tímaritinu, en í
staðinn komi Gréinar um bækur.
Þetta er að hans dómi stefnu-
Dreyting því ekki á að leita leng-
ur eftir hefðbundnum ritdómum
heldur greinum þar sem á að
rúmast „sem fjölbreytilegust
bókaumræða“.
Hið þekkta sænska bók-
menntatímarit, BLM, birtir
aragrúa af ritdómum, en fyrir
nokkrum árum var tekinn upp
sá siður að láta ýmsa höfunda
semja sérstakar greinar um verk
sem hvað mesta athygli vekja og
eru þessar greinar oft líkari yfir-
litsgreinum en umsögnum. Grein
Þóris Óskarssonar Tíminn og
veröldin í tveimur nýjum ljóða-
bókum (ijallar um Útlínur bakvið
minnið eftir Sigfús Daðason og
Lágt muldur þrumunnar eftir
Hannes Sigfússon) í vorhefti er
grein af þessu tagi. Sama má
segja um grein Skúla Sigurðs-
sonar Þar sem heimspeki, menn-
ingarsaga og vísindi mætast (um
Heimsmynd á hverfanda hveli
eftir Þorstein Vilhjálmsson) í
hausthefti.
Annars má með fullum rétti
halda því fram að greinar í Skírni
sem flokkast undir Ritgerðir eigi
margar hveijar heima í Greinum
um bókmenntir og er það vel.
Skáld Skírnis er ekki ómerkur
þáttur þótt yfirleitt ráði hefð-
bundið bókmenntamat þar ferð-
inni. Ég vil þó ekki láta ógetið
þýðingar Sverris Hólmarssonar á
Peter Quince við píanóið eftir
Bandaríkjamanninn Wallace
Stevens, en hann er nær óþekkt-
ur hér á landi þótt áhrif hans
hafi verið mikil í enskumælandi
heimi og víðar.
Þeir sem vilja sem mesta bók-
menntaumíjöllun í Skirni verða
ekki fyrir vonbrigðum að þessu
sinni. J.H.
ingana Walmisley og Vaughan Vill-
iams, Svisslendinginn Holliger, Jap-
anann Shinohara, ítalana Berio og
Pasculli og loks Frakkann Poulenc.
Sannarlega alþjóðleg blanda þar
sem tvö verkanna, eftir Holliger og
Berio, eru einleiksverk fyrir óbó.
„Þetta eru mjög sérstök verk þar
sem hljómasamsetningin er mjög
ólík því sem við eigum að venjast
fyrir óbó. Verkið eftir Holliger
hljómar reyndar alls ekki eins og
leikið sé á óbó. Það verk er reyndar
ágætt dæmi um þá blásturstækni
sem ég minntist á áður; það krefst
þess að öndun sé stöðug — nokkurs
konar hringrás — þannig að aldrei
þurfi að myndast tónbil til að anda,“
sagði Robin og vonandi hefur undir-
ritaður skilið þetta rétt en ef ekki
þá er hægast að hlýða á fyrirlestur
Robins þar sem hann mun leiða
áheyrendur í allan sannleika um
þetta atriði.
Verkið eftir Vaughan Williams —
Studies in English Folksongs for
Oboe d’amore and Piano — sagði
Robin að væri tækifæri til að leika
á fjórða óbóið sem hann hefur í
farteskinu til íslands. „Já, ástaróbó
er bein þýðing á heiti þessa hljóð-
færis og einfaldast að lýsa því sem
venjulegu óbói með belg á endanum,
en hljómurinn er talsvert ólíkur og
alveg sérstaklega fallegur."
Robyn Koh yfirgaf Island fyrir
' aðeins rúmum mánuði og tónleik-
arnir núna gætu því sem best talist
síðbúnir kveðjutónleikar. „Þessir
tónleikar eru búnir að vera á pijón-
unum nokkuð lengi og við Robin
höfum verið að æfa efnisskrána
undanfarnar vikur,“ sagði hún.
1 „Annars hef ég notað tímann til
að hvíla mig og ná áttum eftir ls-
landsdvölina sem var heilmikil
reynsla. ísland er erfitt land að búa
á en þar býr mikið af góðu fólki.
Ég eignaðist fjölmarga vini þar og
hlakka til að hitta þá aftur.“
Hveijir endast lengst?
Aratugur umsáturs
Terry Hands, leikhússtjóri
Konunglega Shakespeare-leik-
hússins, sagði nýverið upp stöðu
sinni frá og með áramótunum
1990-1991. I viðtali við blaðið
The Sunday Correspondent á
dögunum var Hands ómyrkur í
máli um ástand leiklistar í Bret-
landi og ástæður sínar fyrir
uppsögninni.
Hands segir: „Níundi áratugur-
inn hefur verið ógvekjandi þar sem
umsátursástand hefur ríkt og báð-
ir aðilar beðið þess að hinn gæfist
upp. Allt fór þetta þó vel af stað
með nýrri ríkisstjórn og nýju listar-
áði (Arts Council). En 1985-1986
virtust málin fara úr skorðum,
þegar dró úr ríkisframlögum og
leikhúsin þurftu að leita til einka-
aðila. Nú er svo komið að ijárskort-
ur háir ekki einasta leikhúsunum
heldur er einnig farið að bera á
skorti á hæfum mannafla.“ Skýr-'
ingin er sú að leikarar í þeim
gæðaflokki sem Shakespeare-leik-
húsið sækist eftir leita eftir tæki-
færum innan kvikmynda og sjón-
varps, beggja vegna Atlantshafs-
ins þar sem laun bjóðast mun
betri. „Miðaverð í leikhús hefur
hækkað svo færri hafa ráð á því
að sækja leikhús; afleiðingin hefur
orðið sú að leikhúsin eru tregari
til að taka áhættu, þau tryggja sig
og verða miðaldra í hugsunar-
hætti. Að lifa af er eina hugsunin
sem kemst að. Níundi áratugurinn
hefur nýtt upp alla orkuna í leik-
húsunum án þess að fá nýja nær-
ingu.“
Þegar Hands rifyar upp stærstu
Terry Hands
augnablikin á breskum leiksviðum
undangenginn áratug verður fátt
um svör. Hann segir leikara sem
staðið hafa upp úr vera Derek
Jacobi og Anthony Sher og nefnir
sýningu Peter Brooks Mahabhar-
ata og Makbeth í leikstjórn Adrian
Noble en bætir því við að stærsti
sigur Konunglega Shakespeare-
leikhússins á áratugnum hafi verið
Vesalingarnir; „Það er ekki aðeins
kaldhæðnislegt, heldur sýnir það
áratuginn í hnotskurn.“ Vesaling-
arnir voru frumsýndir 1985 og
ganga enn í London fyrir fullu húsi.
Terry Hands er svo sannarlega
innanhússmaður Shakespeare-
leikhússins. Hann kom til starfa
þar árið 1966 og starfaði sem að-
stoðarleikstjóri og leikstjóri allt til
ársins 1980 er hann var skipaður
leikhússtjóri við hlið Trevors
Nunns. Nunn sagði af sér árið
1986 og síðan hefur Hands haldið
einn um stjórnvölinn. Leikstjórnar-
verkefni hans eru orðin fjölmörg
en stærsti sigur hans á þessum
áratug er óumdeilanlega Cyrano
de Bergerac með Derek Jacobi í
titilhlutverkinu. Hann nefnir þijú
áföll sem mest hafa skaðað Kon-
unglega Shakespeare-leikhúsið á
áratugnum; hið fyrsta var árið
1986 er ferðamenn frá Banda-
ríkjunum héldu sig heima eftir
árekstrana við Lýbíu. „Við upp-
götvuðum hversu gjörsamlega háð
leikhúsið var dollurunum sem
ferðamennirnir færðu í kassann.
Sama ár réðist stórblaðið Sunday
Times á Trevor Nunn og sakaði
hann um misnota aðstöðu sína við
leikhúsið og safna auði á kostnað
þess. Nunn sagði af sér í kjölfar
þessa en almenningur var á móti
okkur eftir þetta og sú skoðun
varð ríkjandi að við værum einung-
is að reka leikhúsið til að maka
eigin krók. Eftir að Nunn hvarf
frá byijaði ég að átta mig á því
hvert stefndi og hve illa var komið
fyrir leikhúsinu." Þriðja ástæðan
fyrir slæmu gengi leikhússins var
söngleikurinn Carrie sem Hands
leikstýrði sjálfur á síðasta ári. Sýn-
ingin kolféll og leikhúsið tapaði 7
milljónum dollara á þvi ævintýri.
Hands segir að þrátt fyrir að illa
hafi verið staðið að sýningunni að
mörgu leyti af leikhússins hálfu
hafi viðbrögð gagnrýnenda komið
sér á óvart. „Viðbrögðin voru ótrú-
lega harkaleg og fjölmiðlarnir bók-
staflega veltu sér upp úr þessu.
Það hefði mátt halda að við hefðum
brennt leikhúsbygginguna í Strat-
ford til kaldra kola“.
Hands segir þó persónulegar
ástæður ráða mestu um uppsögn
sína; „ég er orðinn ijörutíu og átta
ára og eftir tvö misheppnuð hjóna-
bönd - sem vinnan hefur að miklu
leyti átt sök á - finnst mér kominn
tími til að snúa við blaðinu." Hann
segist hóflega bjartsýnn á framtíð
leikhússins í Stratford (og Barbic-
an í London). „Ef reglubundnum
niðurskurði á fjárframlögum til
okkar verður haldið áfram blasir
ekkert annað við en endanlegt
skipbrot leikhússins. Það er versti
möguleikinn en hann er raunveru-
legur og ef það gerist fellur leik-
list í Bretlandi,. því Konunglega
Shakespeare-leikhúsið hefur verið
sú fyrirmynd sem litið er upp til
innanlands sem utan.“ Bjartsýni
og dirfska eru þó sterkari þættir
í stjóra Hands en uppgjöf og svart-
sýni og fyrsta stórsýning Sha-
kespeareleikhússins eftir áramótin
— í upphafi nýs áratugar — verður
leikgerð eftir skáldssögu Anthony
Burgess, A Clockwork Orange.
„Þetta er áhættuverkefni en við
verðum að taka áhættu, jafnvel
þó allur umheimurinn segi hið
gagnstæða. A Clockwork Orange
heillaði mig vegna þess að verkið
Qallar um ofbeldi, ofbeldi meðal
ungmenna sem yfirvöld reyna að
kæfa með ennþá meira ofbeldi.
Þetta er staðreynd sem við búum
við í dag og einungis með því að
horfast í aúgu við fjendur okkar
sigrumst við á þeim.“ Hvort Clock-
work Orange verður til þess að
ijúfa umsátursástandið er erfitt
að spá fyrir um, en þó er líklegra
að stóri bróðir verði að láta undan
síga ef leikhúsið á að komast út
úr þeirri kreppu sem nú ríkir lista-
heiminum á Bretlandseyjum.
Hávar Sigurjónsson