Morgunblaðið - 02.12.1989, Side 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989
Að flýta sér hægt
________Myndlist_______________
BragiÁsgeirsson
Málarinn Ágúst Petersen er átta-
tíu ára um þessar mundir og í því
tilefni hefur listhúsið Nýhöfn sett
upp eins konar afmælissýningu.
Sýningin er atls ekki hugsuð sem
yfirlitssýning heldur hefur það verið
tínt til, sem náðist í með handhægu
móti.
Ágúst Petersen hóf seint að fást
við málaralist á fullu og var orðinn
53 ára, er hann lagði frá sér máln-
ingarrúlluna og helgaði sig listgyðj-
unni óskiptur, en húsamálun hafði
verið lífsstarf hans fram að því.
Hafði komið sér upp húsi á Skeggja-
götunni, þar sem hann býr enn og
hefur vinnustofu í kjallaranum.
Hann hafði annars numið teikn-
ingu hjá Birni Björnssyni á árunum
1930-31, stundað nám í Myndlistar-
skóla Reykjavíkur 1946-53, þar
sem enginn annar en núlistamaður-
inn Þorvaldur Skúlason var aðal-
kennari hans. Árið 1955 fór Ágúst
svo í námsferð til Frakklands og
Bretlands. Þar með er allur hans
námsferill upptalinn og aldrei var
hann í neinum samfelldum dagskóla
eins og t.d. MHÍ.
Ekki eru sýnileg nein áhrif frá
lærimeistaranum í málverkum
Ágústs nema ef vera má að þurrka
í burt allan óþarfa á myndfletinum
— tappa hann fullkomlega af öllum
krúsidúllum, ef svo má komast að
orði.
Hins vegar hefur Ágúst leitað í
smiðju þeirra landslagsmálara, sem
hafa forgrunninn, og þá sjálfa jörð-
ina eða hafið sem frumlag, en him-
ininn að baki sem andlag, það er
að segja, að 80-90% myndarinnar
er forgrunnur, þar sem ýmislegt er
á seyði, en í bakgrunninum er mjó
ræma, er markar himinhvelfínguna.
En það er fyrst og fremst einfald-
leikinn, sem er ríkjandi í myndum
listamannsins og þessi einfaldleiki
birtist okkur í formi móðukenndrar
dýptar, sem á stundum ekkert ann-
að sker en einn lítill og umkomu-
laus fugl, er klýfur himinloftið, en
er í smæð sinni og umkomuleysi
mikilvægur þáttur myndheildarinn-
ar og ber hana í raun uppi. Hér er
myndin „Kvöld við hafið“ (I) gott
dæmi.
Það er á stundum með ólíkindum,
hve fuglinn gegnir miklu hlutverki
í málverkunum miðað við það, að
hér er í raun einungis um að ræða
örlitla klessu með svip af fugli,
þótt engum geti blandast hugur um,
hvað hún eigi að tákna. Hér er
satt að segja kominn veigurinn í
allri 'samanlagðri myndbygging-
unni, sá hlekkur er tengir hana
saman um leið og málverkið öðlast
meiri huglægar víddir.
Þetta er nú einmitt aðal góðs
málara, að hafa tilfinningu fyrir
slíkum stórvægilegum smáatriðum,
sem eins og varðar heimsendi að
ekki gleymist og séu að auki hár-
rétt staðsett.
Það er í slíkum myndum yfirskil-
vitlegrar hnitmiðunar, að listamað-
urinn Ágúst Petersen nær að sýna
sínar bestu hliðar sem og í hinum
einföldustu landslagsmyndum. En
haldi hann sér nákvæmt við útlínur
landslagsins, þá er eins og honum
daprist listræna flugið, því að fyrir
honum er það lífsnauðsynlegt að
færa hlutina í stílinn, svo sem inn-
blásturinn býður í það og það sinnið.
Þó er einn þáttur listar hans enn
óupptalinn og það eru andlitsmynd-
irnar, en hér er hann alveg sér á
báti í íslenskri myndlist fyrir
ísmeygilega oggræskulausa kímni.
Og þar hefur hann bókstaflega
færst í aukana hin síðari ár, svo
sem myndirnar af Svölu Árnadótt-
ur, nr. 20 og 26, sýna glögglega,
en þær eru báðar frá þessu ári og
má vísa til enn fleiri mynda frá
seinni árum en þessar tvær eru
sérstaklega ferskar og lifandi.
Þessar myndir sýna svo _ ekki
verður um villst að málarinn Ágúst
Petersen er enn í fullu fjöri og
gæti enn átt eftir að koma á óvart
á næstu árum.
Listhúsið Nýhöfn hefur drjúgan
sóma af að hafa gert þessa sýningu
að veruleika og þar með ræktað
skyldur, sem ætla mætti að stæðu
nær verkahring opinberra aðila.
Það fær enginn af Ágústi Peter-
sen tekið, að hann hefur lætt inn
sérstökum tóni í íslenska myndlist,
sem er hans eigin, þrátt fyrir öll
utanaðkomandi áhrif.
Björgvin Björgvinsson
skrifar
frá Helsinki:
Fyrir 50 árum var haldin myndlist-
arsýning í Listasafni Helsinkiborg-
ar (Helsingin Taidehalli) sem vakti
mikla athygli þar í borg. Sú sýning
samanstóð af franskri samtíðarlist
„Contemporary French
paintings". Valin verk unnin af
meisturum Parísar-skólans „París
School", verk eftir Picasso,
Braque, Bonnart, Léger, Matisse
og Rouault, fylltu sýningarsali
Listasafns Helsinkiborgar.
Þegar sýningin var haldin í janúar
1939 var Finnland ennþá tiltölu-
lega einangrað land, þannig að
mikilvægi þessa meiriháttar list-
viðburðar hefur vafalaust farið
framhjá Qölmörgum listunnend-
um. Oheppilegir atburðir í heim-
spólitíkinni drógu einnig úr áhrifa-
mætti sýningarinnar. Engu að
síður er sýningin enn í dag talin
ein sú merkilegasta sem haldin
hefur verið í Finnlandi fyrr og
síðar, og er orðin að einskonar
helgisögu í fínnskum listaheimi.
Nú hálfri öld síðar er sett upp
sýning á sama stað í Helsinki í
Listasafhi Helsinkiborgar sem
neftiist: „Nútíma meistarar ’89“.
(„Modern Masters ’89“). Þangað
hafa aðstandendur sýningarinnar
safhað að sér myndverkum eftir
listamenn sem hæst bera í nútíma-
listinni í dag. Enginn vafi er á því
að á sýningunni 1939 voru lista-
menn sem voru stærstu nöfnin í
nútímalist þess tíma.
Enginn vafi er á því að
þessi sýning vekur verð-
skuldaða athygli. Finn-
land er ekki lengur það
einangraða land sem það
var, og nú er tiltölulega einfalt mál
fyrir listunnendur alls staðar að nálg-
ast sýningu sem þessa.
Sýningin „Nútíma meistarar ’89“
samanstendur af 26 listamönnum
sem eru á aldrinum 45—85 ára.
Myndverkin eru öll tiltölulega nýleg,
en nokkur verk eru þó frá árunum
upp úr 1960. í þessari grein er ætlun-
in að kynna fimm listamenn sem
tóku þátt í sýningunni í Listasafni
Helsinkiborgar. Þeir eru: Cristo, Jim
Dine, Frank Stella, David Hockney
og Antoni Tapies.
Christo:
„Christo fæddist í Gabrovo í Búlg-
aríu 1935. Hann stundaði nám við
„The Fine Arts Academy” í Sofíu frá
1952—1956, þá bjó hann í París frá
1958—1964, þangað til hann flutti
til New York, þar sem hann býr
ennþá.” Það eru ekki nein smáverk
sem Christo hefur fengist við í gegn-
um árin. Helst er hann frægur fyrir
náttúruverk sem geta verið skil-
greind sem sem jarðlist með ólíkum
„elimentum” inn í náttúruna. Pökk-
unarverk hans eru víðfræg þar sem
hann tekur fyrir ákveðið þema í
náttúrunni og hreinlega pakkar við-
fangsefninu inn. Má þar nefna hæð-
ir og hóla sem hann hefur strengt
risadúka yfir, sem hann bindur niður
með snæri eða þvottasnúrum. Á
sama hátt hefur hann meðhöndlað
heilu byggingarnar. Efnið sem hann
notar er aðalega dúkur, pappír, plast
o.fl. Christo gerði sitt fyrsta pökkun-
arverk 1958. Hann byrjaði á því að
pakka inn mjög hversdagslegum
hlutum, eins og flöskum, húsgögn-
um, bílum o.fl.
Christo velur viðfangsefnið hveiju
sinni með mikilli nákvæmni, því út-
koma verkanna byggist á útlínum
þess sem pakkað er inn. Snærið og
þvottasnúrurnar sem hann notar til
að strekkja niður dúkinn, eða það
cfni sem hann notar hveiju sinni,
gegnir veigamiklu hlutverki, sem
Alþjóðleg myndlistar-
sýning26 nútimalista-
manna íListasafni
Helsinkiborgar
Christo: „Teikning í tveimur hlut-
um", 1987—88. Blönduð tækni.
teikning í viðfangsefninu. Með fjöl-
mörgum hnútum sem hann bindur á
ákveðinn hátt á snúrurnar nær hann
fram vissum grafískum áhrifum.
Meðhöndlun Christos á hinum ýmsu
hlutum verður að eins konar leyndar-
dómsfullri ráðgátu, þar sem listin
tengist bæði borgarumhverfi og nátt-
úru.
Á sýningunni í Listasafni Helsinki-
borgar sýnir listamaðurinn m.a.
skissur af verkum sem hann setti
upp í Kaliforníu og Tókýó. „Á síðasta
ári hannaði Christo verk samsett úr
1.500 regnhlífum sem settar voru
upp samtímis í Kaliforníu og norður
af Tókýó. Kaliforníu-regnhlífamar
voru gular og þökktu 16 km svæði
og þær japönsku bláar og þöktu 18
km. Hver regnhlíf var 8,69 m í þver-
mál. Hugmyndafræðin í þessum
verkum er sú sama og í pökkunar-
verkunum, að setja ólík „eliment” út
í náttúruna. í þessu tilfelli að stækka
upp hversdagslegan hlut eins og
regnhlíf, og raða upp fjölmörgum
slíkum regnhlífum, þannig að úr
verði myndverk í beinum tengslum
við umhverfið.
Christo hefur skapað sérkennilega
og vekjandi list, en um leið fallega
liststefnu. Verkin geta verið einskon-
ar „concept” af nútíðinni lýst á
„súrrealískan" hátt. Með listaverkum
sínum hefur Christo gefið hinu hvers-
dagslega í umhverfinu ný sjónarhom
og vakið upp fjölmargar spurningar.
Jim Dine:
„Hann fæddist í Cincinmati (Ohio,
USA) 1935. Dine stundaði nám við
„University of Cincinmati” og „Ohio
University" 1953—57). Hann flutti
til New York 1958, og býr nú í New
YorkTig London.” Dine er venjulega
talinn til popplistamanna. Hann varð
popplistamaður í New York samtímis
Claes Oldenburg og Frank Stella.
Saman prófuðu þeir svokallaðan
„Neo-Dadaisma“, þar sem þeir not:
uðu sérstaka „Collage” tækni. I
fyrstu „collage” myndum sínum not-
aði hann ýmislegt tilbúið efni, svo
sem föt og verkfæri. Sum viðfangs-
efna sinna vann hann í ótrúlegum
stærðareiningum.
Á sýningunni „Nútíma meistarar
’89“ sýnir hann tvær bláar Venusar-
styttur gerðar úr bronsi árið 1987,
sem hann nefnir „Columbía fljótið".
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989
B 7
Sigmar Polke: „Keðjuber”, 1989.
Blönduð tækni, 300x225 cm.
Frank Stella: „Enter Ahab; To him
stúbb“, 1987. Blönduð tækni, 455,5-
x407m,7xl46,5 cm.
Hijúft yfirborð styttanna er eins
blátt seigfljótandi brons. Nafn ver-
kanna gefur augljóslega til kynna
táknmynd þeirra sem er straumur
„Columbía fljótsins”. Stytturnar
settu skemmtilegan svip á hluta sýn-
ingarrýmsins í Listasafni Helsinki-
borgar, þar sem þær stóðu eins og
háreistir minnisvarðar um liðna tíð.
(210 og 240 sm). Bak við stytturnar
hengu tvö kröftug og litsterk olíu-
málverk listamannsins frá árunum
1986—1988. Jim Dine sagði í viðtali
árið 1964: „Ég skil ekki hvers vegna
allt þarf að vera nýtt. Það er einhver
sú mest eyðileggjandi afstaða. Þú
getur ekki unnið árangursríka mynd
án hinna gömlu gæða fegurðarinnar.
Dine hefur einnig sagt: „Ég hef
áhuga á vandamálum, ekki lausn-
inni“. I hans huga er vandamálið að
sjá, þegar búið er til myndverk. „Án
þess að vera með skilyrði fyrir því
að lausn á vandamáli komi á silfur-
bakka.“
Frank Stella:
Á síðasta ári var haldin sýning
10 amerískra nútímalistamanna í
Sara Hilden listasafninu í Tampere.
Þeirra á meðal var Frank Stella sem
nú er einnig þátttakandi á sýning-
unni „Nútíma meistarar ’89“, í Lista-
safni Ilelsinkiborgar. Það er enginn
tilviljun að Frank Stella kemur svo
oft við sögu á stórum alþjóðlegum
sýningum. Eins og á sýningunni í
Tampere sýnir Stella stór og efnis-
mikil verk unnin með blandaðri
tækni,/ þar sem hann teiknar og
málar á kröftugan hátt á tré og ál-
plötur sem sniðnar hafa verið í hin
margvíslegustu form. Myndverkin
verða að blöndu af málverki og
skúlptúr, eða öllu heldur að risastór-
um lágmyndum, t.d. myndverk sem
hann nefnir: „Pequod hittir ósnortna
mey“. Nöfnin á málverkum Stclla
David Hockney: „Tristan og Isolde IX“, 1987. Akríl á striga, 120x90 cm.
/
/
Jim Dine: „Columbía-fljótið”, 1987.
Bronsstyttur, „Venus“, 210 cm,
„Venus“, 240 cm.
þykja oft athyglisverð. „Nýlega var
hann spurður að því hvort hann fyndi
upp nöfnin, áður eða eftir að mynd-
verkunum lyki“? Hann svaraði á eft-
irfarandi hátt: „Ég á nafnabanka,
ég fer í bankann og sé hvaða nafn
ég á að taka út.“ „Frank Stella er
fæddur 1936 í Malden (Massach-
usetts, USA). Stella stundaði nám í
„Phillips Academy í Andover”,
1950—54, þá byrjaði hann nám í
„Princeton University", þar sem
hann tók þátt í Leo Castelli galleríi,
og var boðið að sýna í Nútímalista-
safni New York-borgar „Sixteen
Americans”. Frank Stella sagði um
málverk sín árið 1964: „Allt sem ég
vil að fólk fái út úr málverkunum,
og allt sem ég fæ út úr þeim er sú
staðreynd, að það sem þú sérð er
öll hugmyndin án nokkurs rugl-
ings . . . Það sem þú sérð er það
sem þú sérð.“ Þessi hugmyndafræði
Stella frá árinu 1964 er vafalaust
enn í fullu gildi, þó svo að myndverk-
in sjálf hafi tekið miklum breytingum
í gegnum árin.
David Hockney:
Hockney hefur verið talinn dæmi
um breskan „popp“-listamann, en í
víðara samhengi má segja að mörg
verka hans hafi klassísk einkenni. Á
sjötta áratugnum innihéldu málverk
hans einskonar sjálfsævisögu, sem
sýndu heimili hans og vinnustofu,
og það fólk er sótti hann heim. Ein-
kennandi fyrir málverk hans á sýn-
ingunni í Listasafni Helsinkiborgar
eru hreinir og tærir litir, sbr. mynd
sem hann nefnir „Og tveir hundar”
frá 1988. Engu er sleppt í málverk-
inu sem sýnir stofu og allt sem þar
er: húsgögnin, pianóið, heimilis-
hundana, myndirnar á veggjunum
o.fl. Hinsvegar málar Hockney
myndverkið „Tristan og Isolde IX“
frá 1987 í grófari dráttum og gefur
hugmyndaflugi áhorfandans lausan
tauminn. Maður og kona, þar sem
augnaráð, dálítið af nöktu holdi,
vínglas o.fl. gefur vissar vísbending-
ar, en síðast en ekki síst litasamsetn-
ingin, hreinir og sterkir litir, þar sem
það á við. Ef til vill kemur þetta
málverk heim og saman við lýsingu
á öðrum mannamyndum Hockneys:
Myndir hans sýna uppgerð fólksins,
án nokkrar umsagnar. Þær innihalda
einnig napurt háð sem beinist að
Claes Oldenburg/ Coosje Van
Bruggen: „Fyrirmynd af húsbolta”
1985. Blönduð tækni, þvermál: 110
cm.
falskri og yfirborðskenndri munaðar-
leit nútíma þjóðfélags.
David Hockney er „fæddur 1937
í Bradford (Yorkshire, England).
Hann nam við Bradford School of
Art, 1953—1957 og Royal College
of Árt, 1959-1962“. Hockney býr og
starfar nú í Los Angeles. Síðustu
verk hans hafa beinst að blandaðri
tækni, eða svokölluðu ljósmynda
„Collages”.
Antoni Tapies:
Tapies, sem er spænskur, er að
mestu leyti sjálfmenntaður listamað-
ur, sem hefur aðeins tveggja mánaða
listnám að baki í „Nolsac Academy
of Drawning”, 1944. „Hann fæddist
1923 í Barcelona (Spáni) og stund-
aði laganám við Barcelona University
1943—1946. Hann var meðlimur
„Neo-Realistci Dan al Set“ hópsins
1948-1951“. „Tapies er þekktur sem
málari, höggmynda- og grafíklista-
maður. Persónulegur stíll hans byrj-
aði að koma í ljós fyrr en árið 1953.
Fyrri verk hans voru gamansamar
„collages” myndir, sem sýndu áhrif
frá Miro og Klee. Hann er sagður
hafa „týpíska spænska" ást á skáld-
skap, sem talið er að hafi blásið í
verk hans yfirborðsfegurð, dularfullu
og drungalegu andrúmslofti." Hinn
vandasami litaskali Tapes er mjög
spænskur: „Hann er sagður nota
svarta litinn hans Goya, og gráu og
hvítu liti Velasques". Á sýningunni
„Nútíma meistarar ’89“, sýndi An-
toni Tapes tvö verk. Myndverk frá
árinu 1988, sem unnið er með bland-
aðri tækni á stora tréplötu (250x600
sm) og nefnist „Stór röndótt
Diptych" ásamt ferhyrndum
keramikskúlptúr (90x95x98 sm) frá
1988, sem nefnist „Teningur".
Á sýningu „Nútíma meistarar ’89“
í Listasafni Helsinkiborgar, tóku eft-
irfarandi listamenn þátt í sýning-
unni, auk þeirra fimm sem fjallað
hefur verið um í þessari grein: Pierre
Aechinsky, Carl Andre, Francis Bac-
on, Georg Baselitz, Eduardo Chillida,
Jasper Johns, Donald Judd, Anselm
Kiefer, Per Kirkneby, Willem De
Kooning, Sol Lewitt, Roy Lichten-
stein, Markus Lúpertz, Claes Olden-
burg, Coosje Van Bruggen, Sigmar
Polke, Arnulf Rainer, Robert Rausc-
henberg, James Rosenquist, Niki De
Saint Phalle og Jean Tinguely.
Skáldsaga eftir
Einar Heimisson
Vaka-Helgafell hefur gefið út
skáldsöguna Götuvísa gyðingsins,
eftir Einar Heimisson. Þetta er
fyrsta bók Einars, sem er 22 ára
að aldri og stundar sagnfræðinám
í Þýskalandi.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Götuvísa gyðingsins er söguleg
skáldsaga en á sér skýrar hliðstæður
á raunverulegum atburðum sem
urðu á Islandi og í Þýskalandi á
íjórða tug þessarar aldar. Einar
Heimisson byggir sögu sína á traust-
um heimildum og samtölum við fólk
sem hann tók mið af er hann skóp
aðalpersónur bókarinnar. Hann hef-
ur kynnt sér sérstaklega málefni
þýskra gyðinga sem flúðu undan
ofsóknum nasista hingað til lands,
skrifað tímaritsgreinar um efnið og
gert heimildarmynd sem sýnd var í
sjónvarpinu og vakti feikna athygli
og umræður.
I skáldsögunni tekst Einari að
færa lesandann enn nær þessum
atburðum og því varnarlausa fólki
sem taldi umburðarlyndið hér á Ís-
landi meira en víðast annars staðar.
En raunin varð önnur.“
Einar Heimisson
Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist
prentvinnslu en GBB-auglýsinga-
þjónustan og Brian Pilkington gerðu
kápu. Bókin er 168 blaðsíður.
Skáldsaga eftir
Kristján Kristjánsson
Hjá Almenna bókafélaginu er
komin út bókin Minningar elds,
fyrsta skáldsaga Kristjáns Krist-
jánssonar sem áður hefúr sent frá
sér tvær ljóðabækur: Dagskrá
kvöldsins og Svartlist.
I kynningu AB segir m.a.: „Minn-
iiigar elds segja frá sérkennilegri
vináttu tveggja manna, Axels og
Orra. í sögunni rifja þeir upp ýmis
atvik frá þeim 23 árum sem vinátta
þeirra hefur staðið - atvik sem öll
tengjast á einn eða annan hátt þeim
voveiflega atburði sem hvað mest
hefur mótað lífshlaup þeirra.”
Kristján Kristjánsson er 29 ára
að aldri og búsettur á Akranesi.
Minningar elds er 204 blaðsíður að
stærð. Mynd á kápu er eftir Aðal-
stein Svan Sigfússon. Úrvinnslu
disklinga, umbrot, filmuvinnu og
prentun annaðist Prentstofa G.
Kristján Kristjánsson
Benediktssonar. Bókin var bundin í
Arnarfelli hf.
Ævar Kvaran
Baldur Hermannsson
Ævars saga Kvarans
Skráð af Baldri Hermannssyni
HJA ERNl og Orlygi er komin
út Ævars saga Kvarans skráð af
Baldri Herniannssyni.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Ævar segir frá bernsku sinni í
Bergstaðastræti, knattspymuferli,
ástum og æskudögum, frama full-
orðinsáranna, kjarnmiklu fólki,
fyrsta miðilsfundinum, kynnum af
Hafsteini miðli, lækningum að hand-
an og hvernig það vildi til að hann
ákvað í broddi lífsins að helga líf
sitt öðrum.
í sögu hans stíga ljóslifandi fram
á sviðið frægir leikarar og lista-
menn, þjóðkunnir stórbokkar og
stjórnmálamenn, gleðimenn og góð-
ar konur, undirheimafólk og smæl-
ingjar þjóðfélagsins.
Saga Ævars er lýsing aldarfars-
ins, örlagaþættir úr lífi hans sjálfs
og samferðafólksins, þar sem mann-
legar ástríður, ágirnd, valdafíkn og
þorstinn eftir frægð og metorðum
eiga í eijífri baráttu um sálina við
göfuglyndi og góðfýsi, bræðraþel og
umhyggju fyrir öðrum."
Ævars saga Kvarans er prentuð
í Prentstofu G. Benediktssonar en
bundin hjá Arnarfelli hf. Kápugerð
annaðist Sigurþór Jakobsson.