Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÐESEMBER 1989 B 11 etta ljóð, Nostalgía, er að finna í nýrri ljóðabók Ingibjargar Haraldsdótt- ur, sem hún kallar „Nú eru aðrir tímar“. Þennan trega sem minnst er á í ljóðinu er að finna í fleiri ljóðum Ingibjargar, en er hún bitur vegna drauma sem ekki rættust? „Nei, ég er alls ekki bitur. En ég held það komi fyrir alla þegar þeir eldast að minnast drauma sinna frá því þeir voru ungir og ætluðu sér að afreka svo margt. Kannski eru þetta vonbrigði, en þegar maður eldist breytist viðhorfið og maður sér að hlutirnir eru ekki eins og maður hélt að þeir væru. Ég er samt ekki að segja að ég horfi til fortíðarinnar með eftirsjá.“ Fortíðin virðist þó Ingibjörgu hugleiknari en framtíðin og flest ljóðin lýsa inn á við eða til_ baka. Ekki til framtíðarinnar. „Ég bjó erlendis í mörg ár, bæði í Moskvu og á Kúbu, og það er eins og þess- ir tímar hafi komið til mín aftur," segir Ingibjörg, en hún kom heim árið 1976. „Égyrki ekki um staðina sjálfa heldur gamlar tilfinningar sem hafa verið að skjótast upp á yfirborðið. En ég veit ekki hvað hefur vakið þær upp.“ Ingibjörg lærði kvikmyndaleik- stjórn í Moskvu og vann í leikhúsi á Havana, en hefur annars aldrei starfað við kvikmyndir. Ég spyr hana hvort það hafi kannski verið draumur sem aldrei rættist að fá að starfa við kvikmyndir. „Nei, ég get ekki sagt það. Mig langaði bara til að læra þetta, en ímyndaði mér aldrei í alvöru að ég myndi vinna við það. Og af því ég fór til Kúbu eftir að ég lauk námi, þar sem ég bjó í sex ár og kom aldrei nálægt kvikmyndum allan þann tíma, fannst mér of langt um liðið þegar ég flutti heim. Ég hef aftur á móti getað notað ýmislegt úr náminu óbeint. Eins og tungumálið við þýðingar og í leik- húsinu á Kúbu. Svo skrifaði ég um kvikmyndir í Þjóðviljann í mörg ár. Ritstörf af ýmsu tagi eiga líka bet- ur við mig held ég.“ Það gætir einsemdar í mörgum ljóðanna. Tengist hún aldrinum? „Þessa einsemdartilfinningu er líka að finna í hinum bókunum mínum," segir Ingibjörg, en hún hefur áður gefið út tvær ljóðabæk- ur, „Þangað vil ég fljúga“ sem kom út 1974 og „Orðspor daganna" 1983. „Ég held þessi tilfinning komi ekkert meira fram í þessari bók, en til dæmis þeirri fyrstu. En þegar ég gaf hana út bjó ég í útlöndum og það gætti mikillar heimþrár í ljóðunum. Einsemdin tengist því ekki árunum sem færast yfir. Annars er ljóð ekki fullbúið fyrr en lesandinn er búinn að taka það inn í sig. Og það sem hann fær út úr ljóðinu við lestur þess getur ver- ið allt annað en það sem ég er að hugsa um þegar ég skrifa það. Það gerir þó ekkert til, því mér finnst gaman þegar fólk tekur ljóðin til sín og finnst ég vera að yrkja um þeirra tilfinningar. Jafnvel þó þær séu allt aðrar en mínar.“ Hvenær byijaðirðu að skrifa ljóð? „Fyrsta ljóðið mitt birtist þegar ég var í menntaskóla, en ég var búin að fást við að skrifa frá því ég var krakki. Þetta er eitthvað sem maður ræður ekki við heldur kemur og maður verður að fá útrás fyrir. Ég sest ekki niður við að skrifa klukkan níu á morgnana. Þetta er eitthvað sem er að veltast inni í mér lengi og brýst síðan út allt í einu. Þegar ég veit hvað það er er þetta heilmikil vinna. Stundum verður ljóðið allt öðruvísi á endan- um en það var fyrst. Og stundum verð ég hissa þegar ég sé hvað býr í ljóðinu. En það verða mikil afföll. Mörg þeirra standa .ekki undir sér þegar ég fer að vinna við þau og lenda bara í ruslakörfunni. Þetta er heilmikið puð.“ Þú segist hafa byijað að yrkja þegar þú varst krakki. Hvað fékk þig til að byija? „Ætli það hafi ekki verið um- hverfið. Pabbi var hagmæltur og bjó oft til vísur, meðal annars um okkur krakkana. Ég var líka óskap- legxir bókaormur og alin upp í mik- illi virðingu fyrir bókmenntum. Bækur voru eitthvað sem skipti máli í lífinu.“ Hver er ástæðan fyrir því að þú hefur ekki gefið út fleiri bækur? „Ég hef hreinlega ekki gefíð mér nógu mikinn tíma fyrir ljóðin. Er ekki nógu „pródúktíf". Eins og ég sagði áðan þá birtust ljóð eftir mig á meðan ég var í menntaskóla, en þegar ég kom til Moskvu hætti ég að yrkja. Ég veit ekki af hveiju. Þetta var auðvitað allt annar heimur og mikil upplifun. Ætli tíminn hafi ekki allur farið í að læra nýtt tungumál, 'kynnast nýju fólki og vera í skólanum. Ég hef líklega ekki ráðið við að yrkja líka. En á meðan ég var á Kúbu kom þessi þörf aftur.“ Rœtt vió Ingibjörgu Haraldsdóttur sem nýverid sendi frá sér Ijódabókina „Nú eru aörir tímar“ Sólarsaga um við þau. Eina leiðin sem hún kann til að sýna ungum frænda sínum væntumþykju er að fleka hann í bólinu. Það sem gerist á næstu lífsárum Isbjargar er í eðlilegu samhengi við þann næringarskort á tilfinn- ingum sem hún hefur mátt búa við; þegar maðurinn sem heldur henni uppi fer að þjaka hana og þrúga af því að honum er kannski farið að þykja vænt um hana á hún ekkert svar annað en drepa hann. Samt býr í ísbjörgu heit löngun til að geta sýnt ást og hlýju en bernskan tók góðvilja hennar kverkataki og það mar máist ekki af svo auðveldlega. Með því að fá að rekja sögu sína hefur kannski verið linað á því heljartaki. Samt er óvíst hvort hún bjargast. Það eru myrkir hljómar í sögu Vigdísar Grímsdóttur, hún er margt í senn nærgöngul og fjálg, einföld og tær. ísbjörg er alla sög- una í ákveðinni Qarlægð frá le- sandanum líkt og ósýnilegur vegg- ur umljúki hana og aðeins stöku sinnum sem ísbjörgu tekst að teygja sig yfir múrinn — þegar stúlkan á ströndinni nær að gera í hann glufur. Þrátt fyrir þennan óáþreifan- lega vegg, þrátt fyrir hve ísbjörg reynir að beita Isbjörgu grimmd, er mikil fegurð í þessari sögu. Stíllinn er meðvitaðri en í fyrri bókum Vigdísar, persónum er hvergi hlíft og lesanda^ekki held- ur. Segja má að söguþráðurinn hefði í höndum miðlungshöfundar getað orðið ofhlaðinn af vandamál- um og harmi. Vigdís reynir á þan- þol allra skilningarvita okkar í sögu ísbjargar og skilur lesandann eftir í miskunnarlausri óvissu. í óvissu sem er full af grimmd og fegurð. Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Andrés Indriðason. Kápa: Jean Posocco. Prentun: Oddi hf. Útgefandi: Mál og nienning. Fjórtán ára snáði, Þorsteinn Karlsson, er kominn á sólarströnd. Ekki til þess að grilla kroppinn og lepja kók, aðeins, heldur með byrð- ar skyldunnar á herðum. Já, hvað gera ekki unglingar fyrir foreldra sína, er þeir hafa fundið taktstig aftur? Barnagæzla? Ekkert mál. Greiðsla hálfs fargjalds? Ekki held- ur. Jafnvel loforð um að sólskinið eitt skuli stjórna hugsun og athöfn, er fúslega veitt. Og nú sat hann þarna suður á Spáni, og ævintýrin láta ekki standa á sér, hrannast að honum, eins og öldur að strönd, svo að hann fær aldrei tíma til að ijúka við að skrifa á kortið til vinar, eins og hann hafði þó lofað og reyndi sannarlega. En Andrés er ekki höf- undur, sem leyfir sögupersónum sínum neitt hangs, rekur þær mis- kunnarlaust áfram. Já, hann leikur sér að því að draga upp myndir af snáðanum, þar sem hann er að fást við lífið, stundum svo grátbrosleg- ar, að lesandinn heldur um mag- ann, til þess að hemja hláturkramp- ann; stundum á yztu nöfn, svo að hárin rísa. Meistaralega sögð saga, svo fáir munu geta Iagt hana frá sér, fyrr en hún er öll. Margt verður Þor- steinn að þola af systkinum sínum, Andrés Indriðason svo jafnvel líður yfir konur, sem þekkja ekki í sundur þekjuliti og blóð. Stelpugopi, Helga Jökulsdótt- ir, flögrar um sviðið, gerir ekki, fyrr en í lokin, greinarmun á hetj- unni Þorsteini og einhveijum leður- klæddum gúmmískalla. Þó er hún þátttakandi í dáðum landa síns, er þau bjarga „Rauðmaga11 sem fellur af vindsæng, eða leysa kennarann Skarphéðinn Njálsson undan grun, sem enginn kunni ráð við, nema Þorsteinn. Stíll Andrésar er frábær, hnit- miðaður, skýr, kíminn. Hveijum sem er, æsku eða fullorðnum, holl lesning. Spennandi bók, sem marg- an mun gleða. Allur frágangur út- gáfunni til mikils sóma. Bók um Davíð Oddsson TÁKN liefur gefíð út bókina Davíð líf og saga efl.ir Eirík Jóns- son. I bókinni segir Eiríkur af Davíð Oddssyni, borgarstjóra og er bókin þannig kynnt á kápu: „Hann yfir- gaf Reykjavík í faðmi móður sinnar aðeins tveggja mánaða gamall og hélt austur á Selfoss til afa og ömmu. Hann sneri aftur nokkrum mánuðum síðar, hófst ungur að árum til æðstu valda í höfuðborg- inni og haslaði sér völl sem eipn áhrifamesti stjórnmálamaður ís- lendinga á síðari tímum. Lífssaga Davíðs Oddssonar er um margt einstök. Hún er saga um son einstæðrar móður; læknisson, sem ætlaði að verða leikari; lögfræðing, sem varð stjórnmálamaður og síðast en ekki síst: Saga um lista- mann. Höfundur bókarinnar um Davíð Oddsson er landsþekktur blaða- og fréttamaður. Eiríkur Jónsson sýnir hér á sér nýja og áður óþekkta hlið, er hann ijallar á ákveðinn en var- færnislegan hátt um lífshlaup Davíðs Oddssonar frá fæðingu og Eiríkur Jónsson fram til dagsins í dag. Höfundi hefur tekist að skrá bók, sem er án hliðstæðu í röð íslenskra ævi- sagna.“ Bókin er 190 blaðsíður og unnin í Prentsmiðju Árna Vaidimarssonar ^ Ævintýri eftir Olaf Gunnarsson BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefúr sent frá sér bókina Fallegi flug- hvalurinn eftir Ólaf Gunnarsson rithöfúnd. Bókin er myndskreytt af bandarísku listakonunni Joan Sandin. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Þetta er sagan um litla hvalinn sem uppgötvaði einn góðan veður- dag sér til mikillar furðu að hann gat flogið um allan heim. Og þegar sóiinni ofbauð vonska heimsins og ákvað að hætta að skína, þá flaug litli flughvalurinn upp til hennar og bað hana að miskunna sig yfir mennina og byija aftur að skína. Það gerði hún en með einu skilyrði. Þetta gullfallega ævintýri ferðast víða um þessar mundir, rétt eins og litli flughvalurinn, því sagan kemur samtímis út á íslensku, dönsku, norsku og sænsku.“ Fallegi flughvalurinn er 32 blað- síður. Bókin er prentuð í Portúgal og gefin út í samvinnu við Carlsen forlag í Kaupmannahöfn. Kvæði eftir Þorgeir Þorgeirsson LESHÚS hefúr gefíð út bókina 70 kvæði efLir Þorgeir Þorgeirs- son. Efni bókarinnar er frá árunum 1958 - 88 og skiptist í 7 kafla: rím, hálfrím, bar 8, lauslega þýtt, núíta- söngva, 13 janúardaga 73 og. eybúasögu. í þessum köflum eru hátt í 70 ljóð. Á bókarkápu segir m.a.:„Þorgeir yrkár einvörðungu þegar ljóðin koma til hans og í því formi sem kvæðin sjálf velja sér þá og þá þetta er væntanlega skýringin á því hversu sundurleit kvæðin verða bæði að formi og efnisvaii - enda til orðin á 30 árum - engu síður en hinu sem glöggir menn sjá: að þrátt fyrir alt er persónulegur gegn- umgangandi tónn í öllum þessum sundurleitu kvæðum og því hafa þau verið sett hér á eina bók.“ Bókin er 110 blaðsíður. Stensill prentaði. Þorgeir Þorgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.