Morgunblaðið - 10.12.1989, Side 1

Morgunblaðið - 10.12.1989, Side 1
112 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 ># A Morgunblaðið/Ól.K.M. KVOLDSTEMMNING VIÐ GROTTU 283. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Oþefur og ang- an í óperunni GESTIR Ensku óperunnar í London nutu þess nýlega að heyra og sjá óperu Pro- kofjevs, „Hugfanginn af þrem glóaldin- um“. Auk þessa gátu þeir fullkomnað skemmtunina með því að anda öðru hveiju að sér ilmi eða daun, eftir því sem hæfði því er var að gerast á sviðinu. Við hvert sæti var komið fyrir spjaldi með sex reit- um og átti að skafa af þeim i réttri röð í hvert sinn sem kórinn, er einnig hélt á spjöldum, gaf áhorfendum merki. Óperan fjallar um álfa og prins í leit að ástmey sinni, sem falin er í glóaldini, og gefst kostur á „framandi ilmi“ auk ávaxtaang- anar en einnig lyktar af rotnandi kjöti er hirðmatsveinar sjást við iðju sína. Lykt, sem sögð er líkjast „blöndu af fuleggja- stækju og illum mannaþef', gýs upp er drísildjöfullinn Farfarello birtist. Hann á að vera orðlagður fyrir andremmu og búkþef úr öðrum líkamshluta og olli þessi reitur nokkrum vandræðum í fyrstu þar sem hann yfirgnæfði alla aðra þegar hon- um hafði verið gefinn laus taumurinn. Fylgishrun í Norður-Kóreu Fundur leiðtoga aðildarríkja Evrópubandalagsins: Samningum við EFTA-ríkin verði lokið fyrir árslok 1990 Strassborg. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGAR Evrópubandalagsins (EB) samþykktu á fiindi sinum sem lauk í Strass- borg í gær að stefnt skuli að því að Ijúka samningaviðræðum Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA) og EB fyrir lok næsta árs. Leiðtogarnir samþykktu jafhfraint yfirlýsingu uin lágmarks félagslegt öryggi innan EB og að stefnt skyldi að sameigin- legu gjaldmiðilssvæði innan bandalagsins. Ilokayfirlýsingu fundarins fagna leiðtog- arnir þeim árangri sem náðst hefur í könnunarviðræðum EFTA og EB og leggja áherslu á að væntanlegir samningar tryggi ákjósanlegt jafnvægi milli skyldna og rétt- inda beggja jafnframt því að i engu verði hallað á sjálfsákvörðunarrétt þeirra. ítrekað er að ríkjum sem standa utan EB verði boðin aðild að Umhverfismálaskrifstofu Evrópu, sem áformað er að koma á fót. Vikið er að málefnum þýsku ríkjanna tveggja í lokayfirlýsingu leiðtoganna og segir þar að virða beri sjálfsákvörðunarrétt íbúanna en með ákveðnum skilyrðum. í sér- stökum kafla um samskipti EB við Austur- Evrópu lýsa leiðtogarnir yfir vilja sínum til að koma á fót banka er hafi það hlutverk að hvetja til fjárfestinga þar og efla fjár- málastarfsemi. Evrópubankanum verður stjórnað sameiginlega af fulltrúum EB og Austur-Evrópulandanna en gert er ráð fyrir að bandalagslöndin eigi meira en helminginn af hlutafé bankans. Leiðtogarnir hvetja til samninga við Aust- ur-Þýskaland á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið m.a. við Ungveija og Sovétmenn. Talið er brýnt að opna fleiri leiðir til samstarfs og samskipta við ríki í Austur- og Mið-Evrópu og sérstak- lega hvatt til þess að Sovétríkin fái sem fyrst áheyrnaraðild að GATT, hinu almenna samkomulagi um tolla og viðskipti. Fagnað er þeim árangri sem náðst hefur í undirbúningi innri markaðar EB og hvatt er til þess að sem fyrst verði tryggt að landa- mæri á milli EB-ríkjanna verði í raun felld niður í árslok 1992. Svo sem oft áður lenti Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, í minnihluta á fundinum. Yfirlýsingin um félagsleg réttindi og sérstaka ráðstefnu um breytingar á Rómarsáttmáianum var samþykkt gegn atkvæði hennar. VINDAR glasnost eru nú teknir að leika um N- Kóreu þar sem hinn ást- sæli og alvitri leiðtogi, Kim II Sung, stjórnar draumaríki alþýðunnar. Fram til þessa hefur þátt- taka í kosningum þar í landi jafhan verið 100% og vitaskuld hafa öll at- kvæðin fallið eina stjórnmálaflokki lands- ins í skaut. Á þessu hefur nú orðið breyt- ing. Nýverið fóru fram bæjarsljórnakosn- ingar í N-Kóreu og vakti það eðlilega heimsathygli er tilkynnt var að þátttakan hefði einungis verið 99,73%. Þessi niður- læging á sér þó eðlilegar skýringar. Að sögn stjórnvalda stafaði þessi dræma þátt- taka af því að óvenjumargir N-Kóreubúar voru staddir erlendis á kjördag og menn geta síðan velt því fyrir sér hvernig þeir hefðu varið atkvæði sínu. Endurtekið efini FRÖNSKU skáldkonunni Regine Deforges hefúr verið gert að greiða rúm- ar 20 millj. ísl. kr. í skaða- bætur fyrir ritstuld. Dóm- stóll í París úrskurðaði nýverið að fyrstu 200 blaðsíðurnar í bók hennar „Stúlkan á bláa hjólinu", sem komið hefur út á íslensku ásamt fleiri bókuin höfundar, hefðu verið „fengnar að láni“ úr skáldsögu Margaret Mitchell „Á hverfanda hveli“. Eins og magnadur 20 draumur Jan Hartman rcebir um kvikmynd- un Njálu VARAFLUGVOLLUR AISLANDI I LAUSU L0FTI ðanguis §Ijor!nn gengur lau§ Jakob Jakobsson í samtali um leitina að lífsbjörg íslensku þjóðar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.