Morgunblaðið - 10.12.1989, Síða 30
30.
Grýlusaga
Grýlutrú er ekki horfin á ís-
landi. Að minnsta kosti var
hún það ekki þegar ég var strák-
ur inni í Bústaðahverfi. Þar
voiu sagðar sögur á kvöldin af
geggjuðum kon-
um í skúrum
sem eltu krakka
til þess að beija
þá með nagla-
spítum. Þar bjó
líka grýla í húsi
við sparkvöll
hverfisins. Það
orð fór af henni
að hún skæri sundur alla bolta
sem lentu inni í garðinum. Hún
hataði fótbolta. Sagnir hermdu
að einu sinni hefði bolti brotið
hjá henni glerið í stofuglugg-
anum. Ekki var vitað hvaða
spjöllum öðrum þessi sending
olli, því strákahópurinn
tvfstraðist á augabragði og var
horfinn eins og þarna hefði
aldrei verið leikinn fótbolti. Eft-
ir þetta lét grýlan setja aðra rim-
lagirðingu ofan á þá sem fyrir
var og þrefaldan vöndul af
gaddavír þar á. Allt kom þó fyr-
ir ekki. Strákar héldu áfram í
fótbolta og þar sem í okkar hópi
voru fjölmargir sparkharðir
lentu skotin stundum inni í
þessum ógnvænlega garði. Ég
sé grýluna fyrir mér þar sem
hún kemur æðandi út í garð,
mfcð' brugðið saxið og boltinn í
háu grasi á miðjum blettinum.
Stubbi er að vega sig upp yfir
tveggja metra háa girðinguna
og rétt nær að Iáta sig detta aft-
ur inn á sparkvöllinn og bjarg-
ast þar með naumlega frá
óhugnanlegum örlögum. Hann
reif að vísu buxurnar sínar á
gaddavírnum en slapp úr bráð-
um lífsháska. Boltinn var auð-
vitað glataður og í minningunni
finnst mér eins og kellingin
hafi glott af ánægju þegar hún
brá á hann saxinu og fleygði
honum svo fyrirlitlega í grasið
þar sem lágu hræ af fjórum eða
fimm bræðrum hans.
Félagar í knattspyrnufélag-
intrSókn, sem þarna stundaði
æfingar, urðu hér eftir að láta
vera að sparka háum boltum í
norðaustur. Við létum samt
ekki deigan síga og spörkuðum
grimmt frá morgni til kvölds.
En Adam var ekki lengi i
Paradís. Einn bjartan vormorg-
uninn, þegar við ætluðum að
taka upp spark þar sem frá var
horfið kvöldið áður, var komið
babb í bátinn. Óvinaher allra
barna í Reykjavík, bæjarvinnu-
mennirnir, voru komnir á stað-
inn. í þetta sinn var það ekki
til þess að rífa kofana okkar eða
drepa dúfurnar. Nei, nú tóku
þeir fótboltamörkin og til-
kynntu að þessi háskalegi leik-
ur væri bannaður á þessum
velli héðan i frá. Við notuðum
þá bara úlpurnar okkar, steina
eða spítur fyrir mörk og spörk-
uðum áfram. Bæjaryfirvöld sáu
að við svo búið mátti ekki
standa. Til þess að koma í veg
fyrir hinn hættulega fótbolta
gripu þau til þess ráðs að leggja
þykkt lag af brunagjalli yfir all-
an völlinn. Breitt var yfir raun-
verulegan tilgang hryðjuverks-
ins með því að setja upp tvö
körfuboltamörk þarna. Körfu-
bolti var óþekkt íþrótt í Bú-
siaðahverfi. Enginn átti bolta,
enginn kunni reglurnar og við
vorum líka allir of lágvaxnir.
Brunagjallið batt þvi endahnút-
inn á frægðarferil íþróttafélags-
ins Sóknar. Áður en hann
hófst. Þegar ég lít til baka verð-
ur mér ljóst, að ekki einungis
voru giýlur til í Bústaðahverfi.
Þær voru lika áhrifamiklar i
pólitík.
eftír Sigurð G.
Tómasson
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRb I UIUI StjNy^D^Gyjt ^flffSEMBER 1989
1 SElFOSS
folayeisla
1 heita
Pottiiium
péte
ONN,
Aísfe Sundh
j 7 Selfoss hélri,, .dhallar
■ desernber • u s,n Htlu iól
P°ttunum. fíin‘num af heitu
kakó Var borfð ^ökPr 0o-
$6177 flaut » . &&I7] a
brnSðu sn*tt ,
"’eðiætid
auSína til
V} ve>slunni.
*§"• JólJS.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Signrður Guðmundsson ásamt nemunum sem mættu í hefilbekkjarmótið.
SELFOSS
36 nemar á hefilbekkiamótið
Selfossi. Qj
NEMAR SIGURÐAR Guðmundssonar húsasmíðameistara og for-
stjóra SG-einingahúsa á Selfossi blésu nýlega til samkomu með meist-
ara sinum. Sigurður hefur tekið 36 nema á 25 árum sem mun vera
mesti fjöldi nema hjá einum meistara á Suðurlandi.
Samkoman fékk heitið hefil-
bekkjarmótið enda hefilbekkur
sem bar uppi veisluborðið. Fyrsti
nemi Sigurðar í húsasmíði, Júiíus
Sigurbjörnsson, afhenti Sigurði
snoturt líkan af hefilbekk sem
minningarvott um samkomuna.
Það voru 26 nemar sem sáu sér
fært að mæta á hefilbekkjarmótið.
í þeim hópi var eina konan sem
lokið hefur námi í húsasmíði, Sigríð-
ur Runólfsdóttir.
Sigurður Guðmundsson hóf sjálf-
stæðan atvinnurekstur í byggingar-
iðnaði árið 1950 og á næsta ári
verður fyrirtækið því 40 ára. Frá
1965 hefur fyrirtækið framleitt ein-
ingahús. Nú starfar fyrirtækið SG-
einingahús í 3.000 fermetra hús-
næði og rekur, auk einingahúsa-
framleiðslunnar, myndarlega bygg-
ingavöruverslun.
- Sig. Jóns.
Lilja M. Sig-
urvinsdóttir
með Júmba
og Bangsa.
Fjölskyldan í jólabókaflóðinu: Unnur Þora, Elísabet,
Hrafti, Ulugi og Jóhanna.
Fjölskyldan
í j ólabókaflóðinu
ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem fimm meðlimir sömu
fjölskyldu gefa út fimm bækur á sama árinu. En eigikona
og Qögrur börn Jökuls heitins Jakobssonar hafa gjört slíkt
í ár og því má segja að þessi fjölskylda sé nú djúpt í kafi
jólabókaflóðsins.
Börnin fjögur eru þau
systkini Elisabet, Illugi og
Hrafn og hálfsystir þeirra,
Unnur Þóra Jökulsdóttir. Sú
fimmta í hópnum er Jóhanna
Kristjónsdóttir móðir hinna
þriggja fyrstnefndu. Bók Jó-
hönnu er Dulmál Dódófuglsins
og hefur að geyma ferðaminn-
ingar hennar frá fjarlægum
löndum.
Elísabet gaf út ljóðabókina
Dans í lokuðu herbergi fyrr í
ár en hún á einnig hlut að
nýrri bók frá Almenna bókafé-
iaginu sem hefur að geyma
verk nokkurra ungskálda.
Illugi skrifar bókina Meist-
arar skákborðsins og er þar
um að ræða umfjöllun um
stórmeistara okkar íslendinga
í skák. Hrafn skrifar, ásamt
Bjarna Guðmarssyni, bókina
Ástandið en eins og titillinn
gefur til kynna fjallar bókin
um samskipti erlendra her-
manna við íslenskar yngis-
meyjar og aðrar á stríðsárun-
um. Unnur Þóra skrifar, ásamt
eiginmanni sínum, Þorbirni
Magnússyni, bókina I kjölfar
kríunnar og er þar um að
ræða frásögn þeirra af ævin-
týraferð um heimshöfip á skú-
tunni Kríunni.