Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 -4 Virðisaukaskattur Bankaábyrgð hvergi erlendis — segir formaður Félags íslenskra iðnrekenda Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda, segir að krafa um almenna bankaábyrgð vegna greiðslu virðisauka- skattsins sé séríslenskt fyrirbrigði og hvergi þekkt í samkeppni- slöndunum þar sem virðisaukaskattur væri við Iýði. A fundi í Félagi íslenskra iðnrekenda sl. þriðjudag var sem kunnugt er samþykkt að skora á fjármálaráðherra að aftiema kröfu um banka- ábyrgð vegna greiðslufrests á virðisaukaskatti í tolli. „Eitt meginmarkmið virðisauka- skatts er að jafna samkeppnis- stöðu íslensks iðnaðar gagnvart erlendum keppinautum að því er varðar almenna óbeina skatt- heimtu,“ sagði Víglundur. „Með kröfunni um bankaábyrgð verður þessu markmiði ekki náð. I Evrópu er almennt ekki gerð krafa um slíka ábyrgð og Island sker sig algerlega úr að því er þetta varð- ar, einmitt þegar unnið er að því að samræma starfsskilyrði fyrir- tækja í Evrópu. Mér finnst því undarlegt að íslenskir ráðamenn skuli ferðast um Evrópu og boða frelsi í þessum efnum meðan þeir herða á höftunum hér heima.“ í ályktun fundarins sem nærri eitt hundrað félagsmenn FÍI sóttu, segir að krafan um bankaábyrgð valdi iðnfyrirtækjum verulegum kostnaði og skerði möguleika fyr- irtækjanna til eðlilegrar lántöku vegna rekstrar. Víglundur Þor- steinsson, formaður FÍI, sagði að krafan um bankaábyrgð í reglu- gerð íjármálaráðuneytisins ylli iðnfyrirtækjum miklum erfiðleik- um því bankar myndu líta á þess- ar ábyrgðir sem hluta af fyrir- greiðslu til fyrirtækjanna og þar með skerða möguleika þeirra til frekari lántöku. Fram kom einnig á fundinum að kostnaður vegna skammtíma- ábyrgðar gæti numið 1,75% og um 1% fyrir langtímaábyrgð sem myndi íþyngja mjög þeim fyrir- tækjum sem flyttu inn allt að 50% hráefnis til framleiðslu sinnar. Bankar Nýtt afgreiðslukeríi hjá íslandsbanka Á síðasta ári hófst uppsetning á nýju afgreiðslukeríí hjá Iðnaðarbank- anum sem fyrirhugað er að koma fyrir í útibúum Islandsbanka. Kerfið hefur þegar verið tekið í notkun í tveimur útibúum bankans við Dalbraut og Réttarholtsveg í Reykjavík. Það er ólíkt öðrum bankaafgreiðslukerfúm hér á landi þar sem við það eru tengdar einmenningstölvur í nærneti með NOVELL SFT stýrikerfi samkvæmt úpplýsingum tæknideildar Islandsbanka. í nýja kerfinu fer fram umtals- verður hluti svokallaðrar bak- vinnslu. Þar er notast við forrita-3 safn frá IBM er nefnist FBSS (Fin- ancial Branch System Services) til að stýra sérhæfðum jaðartækjum gjaldkera (prentara, segulræmu og stafalesara) svo og tölvusamskipt- um við beinlínukerfi Reiknistofu bankanna. FBSS veitir ennfremur gjaldkerum og öðrum starfsmönn- um greiðan aðgang að upplýsinga- kerfi Reiknistofunnar auk þess sem möguleiki er á samskiptum við allar helstu tegundir miðlungs- og meg- intölvukerfa í framtíðinni. Smíði kerfísins önnuðust tölvu- fræðingarnir ívar Arnar Arnarsson og Þorleifur Bjarnason hjá tækni- deild íslandsbanka en fjöldi starfs- manna úr ýmsum deildum veitti aðstoð. Gert er ráð fyrir að þegar greitt hefur verið úr helstu málum vegna sameiningarinnar verði hafín uppsetning í fieiri útibúum en sam- kvæmt áætlun á kerfið að vera komið í notkun í u.þ.b. 20 útibúm og afgreiðslustöðum víðs vegar um land um næstuJLramót. Þá verður áfram unnið að þróun kerfisins og lögð áhersla á hagræðingu í störf- um og vinnulagi almennra starfs- manna annarra en gjaldkera. NYTT SKIP — Þetta er stórflutningaskipið Black Sea sem Nesskip mun eignast með samningum þeim um kaup á hollenska út- gerðarfélaginu sem nú eru á lokastigi. Nesskip kaupir hol- lenska kaupskipaútgerð Fær stórflutningaskip með í kaupunum NESSKIP er um þessar mundir að ganga frá kaupum á útgerðarfé- laginu Rederij Black Sea B/V, sem hefúr bækistöðvar í Gröningen í Hollandi og gerir út kaupskipið Black Sea, sem Nesskip eignast með þessum kaupum. Að sögn Guðmundar Ásgeirssonar í Nesskip er tilgangurinn með kaupum á fyrirtækinu ekki hvað síst sá að skapa útgerðinni fótfestu innan Evrópubandalagsins fyrir fram- kvæmd innri markaðarins 1992 með tilliti til þeirra breytinga sem það kann að hafa fyrir kaupskipaútgerðina. Með þessum kaupum fær Nes- skip þannig skrifstofuaðstöðu í Hoilandi í félagi við fleiri aðila. Kaupskipið Black Sea er stórflutn- ingaskip, smíðað í Svíþjóð 1978 og sérstakiega hannað til siglinga í ís samkvæmt ströngustu sænsks/finnskum stöðlum, enda hefur það einkum verið í siglingum á norðlægari slóðum. Burðargeta þess er 6400 tonn. Skipið er búið bógskrúfu, ásrafal við aðalvéi og lestar boxlaga. Aðalvél var end- urnýjuð 1988. Á skipinu eru 9 manna áhöfn, fimm Hoilendingar og 4 Austurlandabúar. Nesskip átti fyrir tvö sérhönnuð fjórdekkja pailaskip, sem eru í förum með saltskip fyrir Sölusam- band ísl. fiskframleiðenda undir heitinu Bacaloa Islandia Line en skipin heita Hvítanes og ísnes. Félagið er einnig með sex skip í stórflutningum, þ.e. Black Sea, Akranes, Hvalnes, Sandnes, Salt- nes og Selnes. Nesskip flutti á síðasta ári alls 968 þúsund tonn af vörum, þar af 531 þúsund tonn milli hafna erlendis. Upplýsingatækni Hewlett Packard hreppti korta upplýsingakerfí borgarinnar BORGARYFIRVÖLD hafa nú gengið frá vali á hugbúnaði og vélbún- aði fyrir kortaupplýsingakerfi það, sem borgarráð samþykkti í sum- ar að skyldi komið á fót. Hugbúnaðurinn sem fyrir valinu varð heit- ir Arc/Info frá bandaríska fyrirtækinu ESRI í Kaliforníu en á fiindi borgarráðs sl. þriðjudag var ákveðið að keyptar 8 Unix-vinnustöðv- ar frá Hewlett Packard á íslandi af gerðinni HP 9000/345. Fjárfest- ingu í tölvubúnaðinum má áætlað á bilinu 20-30 milljónir króna en við hugbúnaðinn í fyrsta áfanga um 10 miiljónir. Þá er eftir innsetn- ing gagna sem er mjög umfangsmikið og kostnaðarsamt verkeftii, en borgin hyggst verja alls á annað hundrað milljónum í upplýsinga- kerfið. Upplýsingakerfið er í reynd sam- starfsverkefni milli tæknistofnana borgarinnar og Pósts og síma, sem mun einnig kaupa 2 vinnustöðvar til viðbótar vegna verkefnisins. Stofnanirnar verða tengdar saman í tölvunet og á hverri stofnun verða ein eða fleiri öflugar tölvur, sem hafa munu að geyma grunnkort borgarinnar og öll lagnakerfí ásamt miklum upplýsingum um þessar lagnir. Upplýsingar um allar lagnir Samkvæmt upplýsingum Heiðars Þ. Hallgrímssonar, verkfræðings hjá embætti borgarverkfræðing þá mun verða hægt að kalla fram kort af tilteknum stað í borginni í hvaða mælikvarða sem er, allt niður í til- teknar lóðir, hús eða hluta úr götu. Einnig verður hægt að velja allar þær lagnir í jörð og loftlínur á þess- um stað sem menn hafa áhuga á. Er stefnt að því að fyrsta áfanga þessa kerfis verði lokið á miðju ári 1992 og eiga þá tæknideildir borg- arverkfræðings í Skúlatúni 2, þar með taldar stofnanir gatnamála- stjóra,, umferðadeild o.fl., svo og Borgarskipulagið í Borgartúni 3 að vera orðnar tengdar við Hitaveitu, Rafmagnsveitu, Vatnsveitu og Póst og síma. Munu þá menn í þessum stofnunum geta hvenær sem er fengið nýjustu upplýsingar um lagnakerfi veitustofnánanna og Póst og síma, auk ítariegra upplýs- ingar um eigið kerfí, svo og nýjustu útgáfur grunnkorta, mæliblaða, hæðarblaða en einnig götuleyfí og aðrar mikilvægar upplýsingar vegna framkvæmda. Kortaupplýsingakerfín eða Ge- ographical Information System — GIS eins og kerfin nefiiast á ensku verða tengd öflugum venslagagna- grunnum, sem geyma hvers kyns upplýsingar í formi texta og talna. Mynda má tengsl milli hinna ýmsu myndhluta kortsins og þeirra upp- lýsinga sem geymdar eru í gagna- grunnum, t.d. upplýsingar um ein- stakar lagnir, lóðir eða hús sem unnt verður að tengja við myndina á skjánum en einnig geta stofnan- irnar geymt þar margvíslegar aðrar upplýsingar á borð við fram- kvæmdaáform yfírstandandi árs eða næsta árs. Þannig gætu starfs- menn auðveldalega haft glögga yfírsýn yfir það hvað framkvæmdir eru í gangi á hverjum stað eða eru að fara að hefjast. Hug- og vélbúnaður valinn Eftir samþykkt borgarráðs í sumar var ákveðið að gefa þeim tölvufyrirtækjum sem kynnt höfðu á undanförnum árum ýmis kor- taupplýsingakerfi og kortateikni- kerfi kosta á að taka þátt í verð- könnun á hug- og vélbúnaði fyrir kortaupplýsingakerfi auk þess að svara ýmsum tæknilegum spurn- ingum um búnaðinn. Samkvæmt upplýsingum Heiðars tóks síðan við 2ja mánaða skoðunartímabil, þar sem nefnd skipuð fulltrúum stofn- ananna og 2 ráðgjöfum átti fundi með söluaðilum og kynnti sér slík kerfi í nágrannalöndunum auk þess sem fram fóru prófanir. Að tillögu nefndarinnar samþykkti Innkaupa- stofnun borgarinnar í nóvember sl. kaup á Arc/Info hugbúnaðinum en þetta kerfi kom fyrst fram árið 1981 og hefur síðan breiðst hratt út. Það er fáanlegt á flesta gerðir vinnustöðva og smækkuð útgáfa fæst á einkatölvur. Var því í fram- haldinu ákveðið að efna til opins útboðs á vélbúnaði fyrir þetta kerfi á vinnustöðvar með Unix fjölnot- endastýrikerfi. Tilboð voru opnuð hinn 20. desember sl. og í byijun janúar skilaði verkefnisnefnd áliti þar sem lagt var til að keyptur yrði Hewlett Packard búnaður. Sam- þykkti Innkaupastofnun þessa til- lögu á fundi sl. mánudag og borgar- ráð degi síðar. Samkvæmt þessu kaupir borgin 8 vinnustöðvar af gerðinni HP 900/345. Afl þeirra allra er 12 Mips en ein vinnustöðin verður með 990 MB diski og 16 MB vinnslu- minni en fjórar aðrar verða með sama vinnsluminni en 660 MB diski og loks þijár með 8 MB minni en 330 MB diski. Hverri vinnustöð fylgir 19 tommu hágæða litaskjár með fullkomnu gluggakerfi en punktaþéttleiki skjásins er 1280x1024. Einnig fylgja segul- bandsstöðvar til afritatöku. Auk HP á íslandi buðu KÓS/Digital, IBM, Magnús/Sun og A. Karls- son/Intergraph. „HP á Islandi hefur sérhæft á vinnustöðva- og Unix- sviðinu, og selt mörg slík hér á landi,“ segir Frosti Bergsson, fram- kvæmdastjóri HP á íslandi. „Þessi gerð af vélum sem borgin og Póst- ur og sími völdu er alveg ný af nálinni og var kynnt núna í byijun janúar. Hún byggir á Motorola 68030 örgjörvanum, er 50 mega- riða en það má auðveldiega stækka hana umtalsvert með því að setja í vélina Motorola 68040 örgjörvann þegar hann kemur á markað. Enn er þess að geta að með kaupum Hewlett Packard á Apollo-tölvufyr- irtækinu er HP orðinn stærsti fram- leiðandi vinnustöðva í heiminum með um 30% af markaðinum. .“ Tilraunainnsetning á gögnum í kerfið mun hefjast strax um næstu mánaðamót, samkvæmt upplýsing- um Heiðars Þ. Hallgrímssonar, og þá verður einnig hafist handa við hönnun gagnagrunna. Tvö nám- skeið í notkun Arc/Info eru síðan fyrirhuguð í apríl og maí en eftir það hefst innsetning gagna fyrir alvöru. Talsvert af gögnum er þó til nú þegar í tölvutæku formi. Þeg- ar byijunaráfanga er lokið um mitt ár 1992 á kerfið að vera komið í fulla notkun hjá þehn stofnunum sem að því standa. í framhaldinu- er gert ráð fyrir að aðrar borgarsto- fanir tengist kerfinu á næstu 2-3 árum þar á eftir en þó er talið líklegt að Reykjavíkurhöfn komi inn í verk- efnið áður en byijunaráfanganum lýkur. í öðrum áfanganum gætu komið til álita stofananir á borð við byggingarfulltrúa, byggingadeild, garðyrkjudeild, hreinsunardeild, strætisvagnana o.fl. Ekki er heldur talið ólíklegt að ýmsir aðrir opin- berir aðilar munu vilja tengast kerf- inu, svo sem lögregla og ýmis ná- grannasveitarfélög en einnig arki- tekta- og verkfræðistofur, fast- eignasölur ofl. Loks er talið líklegt að almenningur muni á seinni stig- um fá aðgang að kortaupplýsinga- kerfinu með hjálp einkatölva og mótalds í heimahúsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.