Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 NÁMSKEIЗ Með lög- um um verðbréfamiðlun og verð- bréfasjóði voru settar nýjar reglur um starfsemi verðbréfafyrir- tækja, meðal annars um skilyrði til þess að hljóta leyfi til verð- bréfamiðlunar. Áður hafði þetta leyfi verið háð því að menn hefðu lokið viðurkenndum prófum í til- teknum háskólagreinum. Nú er eitt af skilyrðum til þess að hljóta löggilt leyfi til verðbréfamiðlunar að viðkomandi hafi setið nám- skeið og tekið próf samkvæmt þeim kröfum sem kveður á um í reglugerð. Fyrsta námskeiðið hófst síðastliðinn fimmtudag í Bankamannaskólanum þar sem þessi mynd er tekin en lokapróf verða síðan haldin í janúar á næsta ári. Morgunblaðið/Emilía V, Allir þeir, sem greitthafa laun á árinu 1989, skulu skila launamiðum vegna greiddra launa á þar tilgerðum eyðu- blöðum til skattstjóra. Frestur til að skila launamiðum rennur út 22. janúar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Kynning ■ STJÓRNUNARFÉLAG ís- lands og Vinnuveitendasam- band Islands bjóða til kynningar á nýjung til greiningar ársreikn- inga. Greining ársreikninga er hugbúnaður fyrir tölvur sem Olaf- ur B. Birgisson rekstrar- og hag- verkfræðingur hjá Vinnuveiten- dasambandi íslands hefur stað- fært. Hugbúnaðurinn er stjórnun- ar- og upplýsingatæki, sem getur á grundvelli tiltölulega afmark- aðra gagna greint fjárhagslega sögu fyrirtækisins og sett hana fram á skilmerkilegan hátt, segir í frétt frá fyrirtækjunum. Enn- fremur geti forritið sagt fyrir um skammtímaáhrif af ýmsum rekstrar- og stjórnunarlegum að- gerðum. Forritið styðst við árs- reikninga síðustu þijú árin ásamt fjárhagsáætlun fyrir núverandi eða næsta ár. Hugbúnaðurinn er ætlaður öllum þeim sem á ein- hvern hátt fást við fjármálastjórn fyrirtækja og er hægt að sýna niðurstöður með aðstoð mynd- varpa og „PC Flat Screen“ með útprentunum af þeim gröfum sem greiningin skilar eða með því að prenta út yfirlit. Kynningin fer fram á Hótel Loftleiðum þriðju- daginn 23. janúar kl. 13-14 í ráðstefnusalnum Nesi. Lausnin fyrir lagerinn STAKAR HILLUR EÐA HEIL HILLUKERFI Lagerinn þarf að vera rétt skipulagðurtil að rétt nýting náist fram. Kynntu þér möguleikana sem við bjóðum. LAGERKERFIFYRIR VÖRUBRETTI Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöruvagna. STÁLHILLUR FYRIR SMÆRRIEININGAR UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN BÍLDSHÖFDA 16SÍMI6724 44 TELEFAX6725 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.