Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
Fyrirtæki
Siemens kaupir
meiiihliita íNixdorf
Bylting í evrópskum tölvuiðnaði
VESTUR-þýzka stórfyrirtækið Siemens hefur fest kaup á meirihluta-
eigfn í tölvufyrirtækinu Nixdorf Computer. Verður tölvu- og hug-
búnaðardeild Siemens sameinuð Nixdorf í nýju fyrirtæki, Siemens-
Nixdorf Informationssysteme. Nýja fyrirtækið verður hið stærsta
sinnar tegundar í Evrópu með um 7 milljarða dollara ársveltu, og
því töluvert stærra en til dæmis Olivetti á Ítalíu, Groupe Bull í
Frakklandi eða Intemational Computers í Bretlandi.
Nixdorf hefur átt við mikinn tap-
rekstur að stríða undanfarin tvö ár.
Engu að síður hefur orðrómi um
hugsanlega sölu eða sameiningu
jafnan verið neitað. Það kom því
nokkuð á óvart þegar tilkynnt var
að Siemens hefði keypt 51% hlut í
Nixdorf fyrir tæpum hálfum mán-
uði, og ætti væntanlega eftir að
eignast stærri hlut í félaginu. Hjá
hvorugu fyrirtækjanna hefur nokk-
uð verið látið uppi um kaupverðið,
en sennilegt er talið að það liggi á
bilinu 450-600 miiljónir marka
(16,2-21,6 milljarðar króna). Að-
eins bandaríska fyrirtækið Inter-
national Business Machines (IBM)
verður með stærri markaðshlutdeild
í Evrópu eftir þennan samruna,
enda stærsti tölvuframleiðandi
heims.
Áætlað er að hlutdeild Siemens
á markaðnum í Vestur-Þýzkalandi
fyrir stærri tölvubúnað sé um 20%,
á móti 70% hlut IBM. Á markaðin-
um fyrir smærri tölvur er hlutur
Siemens hinsvegar aðeins um 7%,
en hlutur Nixdorf um 25%.
Stjörnuhrap
Heinz Nixdorf stofnaði tölvufyr-
irtækið sem bar nafn hans árið
1954, og á fyrrihluta níunda ára-
tugarins var talað um Nixdorf
Computers sem fyrirmynd þess
hvernig smærri fyrirtæki gæti stað-
ið á eigin fótum í samkeppni við
risa á borð við Siemens og IBM.
Stofnandinn andaðist árið 1986, en
árið eftir skilaði reksturinn 264
milljóna marka hagnaði (ísl.kr. 9,5
milljörðum), sem var 19% aukning
frá árinu áður. Nýi forstjórinn,
Klaus Luft, talaði þá um að mögu-
leikar væru á að tvöfalda veltu fyr-
irtækisins á fimm ára fresti.
Luft reyndist of bjartsýnn. Þegar
ljóst var orðið árið 1987 að erfið-
leikar væru framundan vegna auk-
innar samkeppni og lækkandi verðs
á tölvum, ákvað Luft engu að síður
að ráða^ nærri 4.000 nýja starfs-
menn. Árið 1988 skilaði Nixdorf
aðeins 26 milljón marka hagnaði,
og á fyrstu níú mánuðum ársins
1989 nam hallinn á rekstrinum 465
milljónum marka (um 16,7 milljörð-
um króna). Var bá áætlað að heild-
Norrœnir markaðsdagar
í Stokkhólmi
:s®
Stokkhólmur verður í sínum fegursta vetrarskrúða þegar öllum þeim sem
fóst við kynningar-, útgáfu- eða sölustarf gefst tœkifœri til að kynnast þar
nýjum straumum og stefnum í markaðsmálum. Hér er átt við hina Norrœnu
markaðsdaga sem póststjórnir á ölium Norðurlöndum beita sér fyrir 1. og 2.
febrúar 1990.
Eru íslendingar eftirbátar grannþjóða sinna hvað varðar markpóst
(direct mail) og aðrar aðferðir við beina markaðssetningu? Svar við þessari
og öðrum brennandi spurningum fœst á sýningu og námstefnu í Stokkhólmi.
Þar kynna meira en 65 viðurkenndir aðilar nýjar hugmyndir um beina
markaðssetningu og greina frá framvindu mála víða um lönd á því sviði.
Á sýningunni verða sýnd verk þeirra sem hafa komist í úrslit í samkeppn-
inni um Gullstimpilinn, virtustu verðlaun á Norðurlöndum á sviði beinnar
markaðssetningar. Verða þessi verðlaum veitt við hátíðlega athöfn 1 .febrúar.
Á sýningunni verða einnig kynntar þœr aðferðir sem hafa reynst grann-
þjóðum okkar vel við beina markaðssetningu.
Á námsstefnunni verður meðal annars fjallað um beina markaðs-
setningu í sjónvarpi, árangursríkar auglýsingaherferðir og texta í auglýsingum.
Þrautreynt auglýsinga- og markaðsfólk mun miðla þáttakendum af reynslu
sinni og þekkingu.
Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá Markaðsdeild eða Póstmáladeild
Pósts og síma í síma 91-2 60 00.
Heildartekjur tíu efstu tölvufyrirtækjanna
í milljörðum dollara
artapið á árinu yrði á bilinu 600-
1.000 milljónir marka.
Þrátt fyrir bágt gengi brást Luft
ekki bjartsýnin. Á blaðamannafundi
í nóvember, sem haldinn var í
Berlín, hélt Luft því fastlega fram
að unnt yrði að reka Nixdorf án
halla árið 1990. Skömmu síðar lét
Luft af embætti og við stjóminni
tók Horst Nasko, sem á heiðurinn
af samningnum við Siemens.
Framtíðin
Framtíð Nixdorf virðist nú
tryggð, þótt talið sé að þar verði
að fækka starfsfólki. Alls störfuðu
um 30 þúsund manns hjá Nixdorf,
og má reikna með að fækkað verði
um allt að 6.000 manns. Siemens-
Nixdorf fyrirtækið nýja ætti að
reynast sterkt á markaðnum með
áætlaða ársveltu upp á um 12 millj-
arða marka. Framleiðsla fyrirtækj-
anna tveggja tengist vel saman.
Styrkur Siemens liggur í stærri
tölvubúnaði frá Fujitsu í Japan og
eigin megintölvum, en Siemens hef-
ur lítið látið til sín taka á markaðn-
um fyrir einkatölvur og smærri
tölvubúnað. Þar kemur Nixdorf vel
inn í dæmið með gott úrval af viður-
kenndum tölvum.
En megin styrkur nýja fyrirtæk-
isins liggur í þeim fjölda hæfra
sérfræðinga á sviði hugbúnaðar
sem þar starfa nú. Sumir sem til
þekkja hafa haldið því fram að það
hefði verið hagkvæmt fyrir Siemens
að hlaupa undir bagga með Nixdorf
fyrir það eitt að fá að njóta starfs-
krafta þeirra 4.000 sérfræðinga á
sviði hugbúnaðar sem hjá Nixdorf
störfuðu.
Aukin samvinna
Eftir er að koma í ljós hvort
samruni Siemens-Nixdorf á eftir
að verða fordæmi fyrir aðra tölvu-
framleiðendur í Evrópu. Því hefur
áður verið spáð að innan fárra ára
standi aðeins örfá stórfyrirtæki eft-
ir á markaðnum. En svo þarf ekki
að fara. Nú er talið öllu líklegra
að fyrirtækin sem fyrir eru á mark-
aðnum — svo sem Olivetti, Bull, ICL
ofl. — auki samvinnuna sín í milli
og vinni að sameiginlegri markaðs-
setningu.
Heimild: Financial Times.
Flug
Air France stærsta
flugfélag í Evrópu
FRANSKA flugfélagið Air France hefúr ákveðið að kaupa flugfélag-
ið UTA, eina stóra flugfélagið í einkaeigu í Frakklandi, og verður
Air France þá eftir sameininguna stærsta flugfélag í Evrópu.
Air France, sem er í ríkiseigu að
mestu, kaupir 54,58% í UTA fyrir
rúmlega 40 milljarða ísl. kr. og er
seljandinn franska eignahaldsfélag-
ið Chargeurs, sem á 82% hlutafjár-
ins. Þá eignast Air France einnig
Air Inter, sem hefur næstum því
einkaleyfi á innanlandsflugi í
Frakkiandi, en það er nú að 35,8%
í eigu UTÁ og að 37% í eigu Air
France.
Búist er við, að framkvæmda-
stjórn Evrópubandalagsins muni
ekki lítast allt of vel á þessi kaup
enda vilja menn þar á bæ koma í
veg fyrir, að evrópskur flugrekstur
verði á of fárra höndum. Er haft
eftir háttsettum embættismanni
EB, að bandalagið hyggist beita
valdi sínu til að koma í veg fyrir
sameiningu fyrirtækja sé talið, að
samkeppnin líði fyrir hana.
UTA á nú tiltölulega fáar f lugvél-
ar eða aðeins 19 en á í pöntun 12
Airbus a-340 og 12 Boeing 767.
Air France á 113 flugvélar og 12,
sem eru í eigu dótturfélagsins Air
Charter. Það á 60 vélar í pöntun
og er að huga að öðrum 52.
Evrópubandalagið
Meira en helmingur nauðsyn-
legra samþykkta afgreiddur
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
RÁÐHERRAR Evrópubandalagsins (EB) hafa nú þegar afgreitt 142
tillögur lrá framkvæmdastjórninni varðandi innri markað EB en sam-
kvæmt hvítbók bandalagsins um undirbúning EB-markaðarins þarf að
afgreiða 279 tillögur um skipulag hans og samræmingar af ýmsum toga.
Framkvæmdastjórn EB hefur
lagt fyrir ráðherraráðið 261 tillögu
þannig að einungis 18 tillögur eru
óafgreiddar af hennar hálfu. Ráð-
herraráðið hefur 139 tillögur til
umfjöllunar um þessar mundir en
nokkrar tafir hafa orðið m.a. vegna
kosninga til Evrópuþingsins á
síðasta ári. Þingið er umsagnaraðili
um margar tillagnanna.
Frá gildistöku evrópsku einingar-
laganna hefur afgreiðslutími til-
lagna í ráðherraráðinu styst að mun
og að jafnaði líða 15 mánuðir frá
því að tillaga er lögð fram þar til
hún er afgreidd. Sömu sögu er hins
vegar ekki að segja um staðfestingu
aðildarríkjanna á samþykktum ráð-
herranna. Samkvæmt ákvæðum
einingarlaganna áttu aðildarríkin
þegar að hafa staðfest og tekið inn
í eigin lög og reglur 88 samþykktir
fyrir lok síðasta árs en þá höfðu
einungis 14 samþykktir verið stað-
festar í aðildarríkjunum öllum.