Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 12
T£
098i nAir/.
?!3/jaXTJDHO/
|Wtr0iW!nIWíiMSi
VIÐSKIFTIAIVINNUIIF
Hraðrétta veitingastaóur
íhjartaboigarinnar
áhomi ^
Tryggvagötu og Pósthússtrætis
Sí'mi 16480
FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 1990
Iðnaður
Nýtt stórveldi á
lyftumarkaðniun
Svissneskt alþjóðafyrirtæki með helm-
ings eignaraðild
HÉÐINN hf. og Björgvin Kristófersson hf. hafa ásamt svissneska
fyrirtækinu Schindler lifts stofinað fyrirtækið Héðinn Schindler
lyftur hf. Bæði innlendu fyrirtækin hafa um árabil ve;rið umsvifa-
mikil á lyftumarkaðnum og hefur Héðinn Schindler lyftur yfirtek-
ið viðskiptasambönd og þjónustusamninga þeirra. Samanlögð
markaðshlutdeild Héðins og Björgvins Kristóferssonar var áður
65% og er gert ráð fyrir að hið nýstoftiaða fyrirtæki haldi þeirri
hlutdeild. Schindler lifts á um helming hlutaflár í hinu nýstofhaða
fyrirtæki en heildarhlutafé að ijárhæð 25 milljónir króna hefur
verið greitt. Gert er ráð fyrir að veltan á fyrsta starfsárinu verði
um 90 milljónir króna.
Að sögn Guðmundar Sveinsson-
ar, stjórnarformanns Héðins
Schindler lyfta varð ljóst eftir
könnunarviðræður í sumar og
haust að stofnun fyrirtækisins
hefði í för með sér mikla hagræð-
ingu fyrir alla aðila.
Björgvin Kristófersson hf. hefur
haft umboð fyrir Schindler frá
árinu 1963 og annast sölu og uþp-
setningu á víralyftum fyrir há-
hýsi. Þessar lyftur eru hannaðar
og smíðaðar hjá verksmiðjum
Schindler í Sviss og Þýskalandi.
Héðinn hefur selt lyftur frá
ýmsum framleiðendum frá árinu
1945 en árið 1977 hófst upp-
bygging sjálfstæðrar lyftudeildar
innan fyrirtæksins. Sú uppbygg-
ing var í samvinnu við sænska
vökvalyftuframleiðandann DEVE
sem framleiðir bæði drif og stjórn-
búnað. Héðinn hefur framleitt
lyftuklefa, burðarramma, hurðir
og annað sem smíða þarf sérstak-
smíði á öllum lyftum í Kringlunni
og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Schindler er annar af tveimur
stærstu lyftuframleiðendum heims
með ársveltu sem er um 3,7 millj-
arðar svissneskra franka (148
milljarðar ísl. kr.). Starfsemi fyrir-
tækisins fer fram í 110 þjóðlönd-
um og starfsmenn eru samtals 110
þúsund talsins að meðtöldum
starfsmönnum dótturfyrirtækja.
Nýverið vígði Schindler tvær nýjar
verksmiðjur í Kína og á síðasta
ári yfírtók fyrirtækið alla lyftu-
starfsemi Westinghouse í Banda-
ríkjunum.
Verkeftii fyrir 40 m.kr.
framundan
Starfsemi Héðins Schindler
lyfta er hafin og hefur þegar ver-
ið gengið frá samningum um verk-
efni fyrir um 40 milljónir króna.
lega. Þannig var t.d. staðið að
LYFTOR — Reiknað er með að fyrirtækið Héðinn Schindler lyftur hf. sem stofnað var um áramót hafi
um 65% markaðshlutdeild á lyftumarkaðnurm Svissneska stórfyrirtækið Schindler á tæpan helming hlutafjár
á móti Héðni hf. og Björgvin Kristóferssyni. Á myndinni eru forráðamenn og starfsmenn hins nýja fyrirtæk-
is þeir (f.v.)Guðmundur Sveinsson, stjórnarformaður, Jón Þorkelsson, Eyjólfur Ingimarsson og Björgvin
Kristófersson, framkvæmdastjóri.
Til að auka hagkvæmni í rekstrin-
um hefur verið gerður samningur
við Héðinn um að annast allt skrif-
stofuhald að sögn Guðm'undar.
„Kostirnir við samstarfíð koma
einkum fram í þeirri breidd sem
þessir þrír aðilar skapa,“ segir
hann. „Björgvin Kristófersson og
Héðinn hafa sameiginlega gífur-
lega sterka stöðu á heimamark-
aði, og Schindler býr yfir mikilli
þekkingu og sterkri stöðu á al-
þjóðamarkaði. Sú reynsla sem
Héðinn býr yfir í sérsmíði færist
inn í nýja fyrirtækið þannig að
styrkur þess verður mikill.“
Guðmundur segir það sennilega
einsdæmi hér á landi að fyrirtæki
sé byggt upp á þennan máta. Það
sé athyglisvert í því krepputali sem
einkenni allan rekstur hér á landi
nú að svissneskt stórfyrirtæki sjái
fyrir sér svo arðvænlega rekstrar-
einingu hér, að það sæki á um að
fá að vera þátttakandi. Ljóst sé
að uppbygging síðari ára hafi skil-
að sér hjá Björgvin Kristóferssyni
og Héðni.
Framkvæmdastjóri Héðins
Schindler lyfta hf. er Björgvin
Kristófersson en aðrir starfsmenn
verða hinir sömu og áður störfuðu
hjá Björgvin og lyftudeild Héðins.
VERSLUNAR
INNRÉTTINGAR
Sérsmíðum allar innréttingar úr
System standex álprófílum.
Selt í metratali:
Álprófílar, álrör, álskúffur, államir,
flatál, álrennibrautir.
OtP&.GJ
• Faxafeni 12 • Sfmi 38000 •
Laxeldi
Brýnt að hefja kynbætur
á eldislaxi
- segir Vigfús Jóhannsson fiskifræðingur
AÆTLAÐ útflutningsverðmæti á
þeim eitt þúsund tonnum af eldis-
laxi sem flutt voru út á síðasta
ári er 340-350 milljónir kr. Er það
lítið meira en útflutningsverðmæ-
tið árið áður, er það var 300 millj-
ónir. í byrjun síðasta árs reiknuðu
fiskeldismenn og Veiðimálastofn-
un með því að framleiðslan yrði
3.500 til 4.000 tonn og að lax að
verðmæti 750-800 milljónir yrði
fluttur úr landi. Til samanburðar
má geta þess að útflutningsverð-
mæti lagmetis var 1,3 milljarður
kr. á síðasta ári. I byijun síðasta
árs áætlaði Veiðimálastofnun að
framleiðslugeta eldisstöðvanna
væri 7.600 tonn á ári og að hún
yrði komin í 11 þúsund tonn í lok
ársins.
Vigfús Jóhannsson, deildarstjóri
fiskeldisdeildar Veiðimálastofnunar,
nefndi nokkur atriði þegar hann var
spurður um skýringar á minni fram-
leiðslu en reiknað var með.
Framleiðsluspár eru mikið miðaðar
við fjölda ásettra seiða. Sagði Vigfús
að enn virtust vera mikil vandræði
með gæði seiða, út úr þeim kæmi
Vigfus Jóhannsson
mun minni framleiðsla en búast
mætti við. Stöðvarnar nýttu ekki sem
skyldi þá þekkingu sem fyrir hendi
væri í landinu og slæm ytri skilyrði
fiskeldisins skapaði vandræði sem
hefði áhrif á eldið meðal annars á
þann hátt að vegna peningaleysis
væri ekki hægt að gefa fiskinum
fóðrið á réttum tíma. Mikið hefði
verið um tjón í kvíaeldi og meira af
fiski færi til vinnslu innanlands en
áður. Síðast en ekki síst vildi Vigfús
nefna það að eldisfiskurinn skilaði
ekki því sem gengið hefði verið út
frá vegna þess að ekki væru notaðir
kynbættir eldisstofnar. Það lýsti sér
meðal annars í því að laxinn yrði
kynþroska of fljótt og hætti að vaxa.
Vigfús sagði að í mörgum tilvikum
hefði eldið tekið lengri tíma en menn
ætluðu. Þá hefði lágt verð og útlit
fyrir hækkandi leitt til þess að ein-
hveijir fiskeldismenn hefðu frestað
slátrun fram yfir áramót og kæmi
hluti af áætlaðri framleiðslu fram í
ár.
„Það er eitt brýnasta verkefnið í
fiskeldinu núna að hefja kynbætur
á eldisstofnum,“ sagði Vigfús. Hann
sagði að í Kollafirði væru stundaðar
tilraunir með kynbætur á hafbeitar-
laxi og þar væri hægt að bæta á
hagkvæman hátt við hluta af nauð-
synlegum tilraunum með eldisstofna.
Sagði hann að þessi mál væru nú í
athugun hjá fiskeldismönnum.