Morgunblaðið - 18.01.1990, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
-f
6 B
Þjónusta
Endurskoðendur koma
fram í sviðsljósið
Breytt hlutverk löggiltra endurskoðenda og gagnrýni á störf þeirra hefur beint
athygli viðskiptalífsins að þessari annars hógværu stétt
HIN árlega vertíð löggiltra endurskoðenda er nýhafin. Á næstu mánuð-
um fer fram árlegt uppgjör fyrirtækja jafhframt því sem reikningar
þeirra eru í mörgum tilvikum endurskoðaðir. Hjá sumum endurskoð-
endum hefur aukið vinnuálag teygst lengra yfir árið þar sem nokkur
breyting hefur orðið á hlutverki þeirra á seinni árum. Löggiltir endur-
skoðendur hafa í vaxandi mæli tekið að sér ráðgjafarstörf og eigin-
lega endurskoðun í stað þess að sinna eingöngu reiknings- og skatt-
skilum. í byrjum þessa árs biðu þeirra t.d. verkefni við að leiðbeina
fyrirtækjum vegna upptöku virðisaukaskatts. Störf endurskoðenda
hafa meðal annars af þessum ástæðum komið meira við sögu í al-
mennri umræðu í þjóðfélaginu en einnig hefur borið meira á gagnrýni
á störf þeirra að undanförnu en áður.
Á allra síðustu árum hafa endur-
skoðendur aukið við verksvið sitt
með því að taka að sér ráðgjafar-
störf, áætlanagerð, verkefni við fjár-
mál o. fl. Þeir veita ráðgjöf varðandi
skattamál, útreikning á viðskiptavild
og aðstoða við mat eða eigenda-
skipti á fyrirtækjum. Endurskoðun
á ársreikningum fyrirtækja hefur
einnig verið að aukast. Með henni
fá fyrirtæki staðfestingu á þvi' að
hægt sé að treysta á þær upplýsing-
ar sem þar eru til staðar til notkun-
ar fyrir viðkomandi fyrirtæki í sam-
skiptum sínum við hluthafa, fjár-
festa, Iánardrottna eða aðra. Þessi
þáttur hefur vaxið bæði vegna þess
að markaðurinn sjálfur hefur kallað
eftir þessarri rannsóknarvinnu og
eins vegna þess að skilningur for-
ráðamanna fyrirtækja hefur aukist
á því að slík rannsókn á ársreikning-
um hafi gildi fyrir þá sjálfa. Hlut-
verk endurskoðenda hefur þannig í
mörgum tilvikum þróast úr því að
vera nánast aðalbókari fyrirtækja í
að vera sérfræðingur utan þeirra.
Eftirspurn frá öðrum aðilum á borð
við sveitarfélög hefur og áukist.
Þróunin hefur verið tiltölulega hröð
á síðustu árum í þessa átt meðal
annars vegna þess að innan lána-
stofnana og fjárfestingarlánasjóða
er beitt faglegri vinnubrögðum en
áður. Þeir óska eftir auknum upplýs-
ingum um fjárhag og stöðu fyrir-
tækjanna t.d. bráðabirgðauppgjör-
um. Þessi þróun er raunar svipuð
og þekkist hjá stórum erlendum end-
urskoðunarfyrirtækjum. Þar er end-
urskoðunin stærsti hlutinn af starf-
inu og ráðgjafarstörfin fara stöðugt
vaxandi.
Endurskoðunarfyrirtækin
færri og stærri
Löggiltir endurskoðendur hér á
landi eru 180 talsins samkvæmt
upplýsingum Árna .Tómassonar,
formanns Félags löggiltra endur-
skoðenda. Ekki liggur fyrir nákvæm
tala yfir fjölda endurskoðunarstofa
en alls má finna í símaskránni 67
aðila sem virðast stunda þennan
atvinnurekstur. Eins og víða í at-
vinnulífinu kom til sameiningar end-
urskoðunarstofa á síðasta ári. Undir
lok síðasta árs sameinuðust tvær
endurskoðunarstofur í Reykjavík og
tvær á Akureyri. Markmiðið með að
sameina stofurnar var fyrst og
fremst að ná fram hagræðingu í
rekstri og auka sérhæfingu, jafn-
framt því að gera fyrirtækin betur
í stakk búin til að eiga samskipti
við erlend endurskoðunarfyrirtæki.
Þannig sameinuðust undir lok
síðasta árs annarsvegar Endurskoð-
un og reikningsskil hf. og Stoð hf.
og hinsvegar Endurskoðun Akureyri
hf. og Fell hf.
Nokkrar af stærri endurskoðunar-
stofunum eru í samstarfi við stór
erlend endurskoðunarfyrirtæki.
Þannig er Endurskoðun hf. aðili að
KPMG, Endurskoðun og reiknings-
skil — Stoð hf. er aðili að Arthur
Young, Endurskoðunarmiðstöðin að
Coopers & Lybrand og Löggiltir
endurskoðendur hf. eru tengdir stofu
sem heitir Horwath International.
Þess má geta að þrjú erlendu fyrir-
tækin sem fyrst voru nefnd eru í
hópi 6 stærstu endurskoðunarfyrir-
tækja í veröldinni. Tengslin felast
m.a. í að hingað berast rit frá er-
lendu fyrirtækjunum og margvísleg
önnur gögn sem víkka sjóndeildar-
hring starfsmanna viðkomandi end-
urskoðunarstofa. Þá gefst stofunum
ennfremur kostur á námskeiðum
erlendis og heimsóknum sérfræð-
inga. Loks eru dæmi um að iðgjald
fyrir starfsábyrgðartryggingu sé
innifalið í þóknun til erlendu fyrir-
tækjanna.
Áritun um góða
reikningsskilavenj u
Löggiltum endurskoðendum ber
að kanna ársreikninga hlutafélaga
og segja álit sitt á honum í endur-
skoðunarskýrslu. Til þessa verks eru
ýmis lög og reglur hafðar til viðmið-
unar auk almennt viðurkenndra
reikningsskilavenja. FLE er aðili að
Alþjóðlegu reikningsskilanefndinni
og Alþjóðlegu endurskoðunarnefnd-
inni. Samkvæmt stofnsamþykktum
þessara samtaka ber aðildarfélögum
að virða reglur samtakanna og vinna
að því að staðlar þeirra nái fram að
ganga í viðkomandi löndum. Nokkur
þjóðlönd hafa ákveðið með lögum
að reglur frá Alþjóðlegu reiknings-
skilanefndinni séu góð reiknings-
skilavenja í viðkomandi landi. Önnur
lönd eins og Bandaríkin hafa látið
einkageiranum eftir að ákveða
staðla en einnig þekkist lagaleg hefð.
Tilgangurinn með stofnun þessarra
alþjóðlegu nefnda var að stuðla að
meira samræmi í reikningagerð fyr-
irtækja í heiminum og í rannsóknar-
aðferðir endurskoðenda. Þörf var
talin á þessu vegna verulegra auk-
inna alþjóðlegra viðskipta. Margt
hefur áunnist í þessum efnum, en
samt er langt í land. Um þessar
mundir beinist umræðan m.a. að
meðferð viðskiptavildar í reiknings-
skilum fyrirtækja, en hún er með
nokkuð ólíkum hætti vestan hafs og
austan.
Á vegum FLE eru starfandi tvær
nefndir sem sinna faglegum verkefn-
um: reikningsskilanefnd og endur-
skoðunarnefnd. Hugmyndin var sú,
að á þessum tveimur mikilvægum
sviðum stæði félagið fyrir gerð leið-
beinandi reglna um hvað fælist í
hugtökunum góð reikningsskila-
venja og góð endurskoðunarvenja.
Endurskoðunarvenjan varðar það
hvernig rannsóknarstörf eru unnin
til staðfestingar á ársreikningum en
reikningsskilavenjan með hvaða
hætti mæld er afkoma og eigið fé
fyrirtækjanna. Auk þess starfar
menntunarnefnd en hún annast m.a.
námskeiðahald á vegum félagsins.
Fram til þessa hafa engar leið-
beinandi regiur um reikningsskil
fyrirtækja verið samþykktar á aðal-
fundi FLE. Á hinn bóginn hafa þær
reikningsskilanefndir sem starfað
hafa undanfarin ár, gefið út álits-
imm\
VERKSTJORN - grunnnámskeið
Námskeiö œtlaö nýjum stjómendum og þeim
sem haffa áhuga á aö bæta námi viö reynslu.
Verkstjórnarfræðslan býöur nú nýtt námskeiö um grundvallar-
atriöi stjórnunar. Markmiö námskeiösins er aö þátttakendur
kynnist og læri aö beita grundvallarþáttum stjórnunar, þáttum
sem eru sameiginlegir öllum stjórnendum, óháö starfsgreinum.
Námskeiðinu er skipt í fimm meginþætti:
- Samvinna og samskipti, þ.e. mannleg samskipti frá sjónarhóli stjórnandans
- Verkstjórn og vinnutækni
- Verkskipulagning og tímastjómun
- Vinnuhagræöing
»,o8— Iðntæknistofnun
Kennt er á löntækmstofnun Islands,
dagana30. jan. - 3. feb. 45 kennslustundir. ©ntæknistofnun íslands
Upplýsingar og skráning í síma 91 -687000 Keidnahoit, 112 Reykjavik
og 91-687440. Simi (9D e® 7000
gerðir eða kynnt hugmyndir sínar
fyrir félagsmönnum, varðandi tiltek-
in mál á sviði reikningsskila án þess
að óska eftir því við aðalfund félags-
ins að hann staðfesti þær. Ástæðan
til þessa er vafalaust sú að reglur
um reikningagerð hafa verið í mótun
á síðustu árum, einkum þær er lúta
að frásögn af áhrifum verðbólgunn-
ar á mælingar á afkomu og stöðu
íyrirtækja. Og af þeim sökum hafa
starfandi nefndir enn sem komið er
ekki óskað eftir formlegri staðfest-
ingu á álitsgerðum sínum þó að á
því kunni að verða breyting á næst-
unni.
Hver á að skilgreina góða
reikningsskilavenju?
Endurskoðendur hafa í auknum
mæli á síðustu árum vikið frá laga-
fyrirmælum vegna þess að fyrir-
mæli um mælingar á afkomu og
efnahag eru talin gölluð og ófull-
komin. Löggjafinn mælir fyrir um
að ársreikningar eigi að vera sam-
kvæmt lögum og góðri reiknings-
skilavenju. Þeirri spurningu hefur
hins vegar verið ósvarað hveijum
beri að skilgreina hvað sé góð reikn-
ingsskilavenja og hvort það eigi að
vera endurskoðendur eða fyrirtækin
sjálf. Stefán Svavarsson, formaður
reikningsskilanefndar FLE og dós-
ent við viðskiptadeild H.í. var spurð-
ur hvort endurskoðendur litu svo á
að það væri þeirra hlutverk að skil-
greina hugtakið. „Við höfum litið
svo á að það væri helst að vænta
tillagna frá endurskoðendum og höf-
um af þeim sökum reynt að koma
einhveiju á framfæri um þetta mál
án þess að það hafi fengið formlega
staðfestingu enn sem komið er. Það
kynni að verða breyting á því. Er-
lendis hefur þetta verið mikið í deigl-
unni og hvernig gerð staðla eigi að
fara fram. í Bandaríkjunum hafa
endurskoðendur séð alfarið um þetta
og þar var það verðbréfanefndin
(SEC) sem samþykkti að þeir sæju
um að skilgreina hvað væri góð
reikningsskilavenja. Síðan var því
breytt árið 1973 þegar stofnuð var
ný nefnd sem skilgreinir hugtakið.
í henni eiga sæti endurskoðendur
auk til dæmis fulltrúa félags fjár-
málastjóra og verðbréfamiðlara. Það
er ekki einkamál endurskoðenda
hvernig reikningar líta út. í rauninni
er það frekar einkamál fyrirtækj-
anna þar sem þau eru formlega
ábyrg fyrir ársreikningunum en end-
urskoðandinn fyrir árituninni. Það
er því auðvitað eðlilegt að það sé
einhver samvinna milli þessara aðila
um það hvernig þessar reglur eigi
að vera. Við í félaginu höfum verið
svolítið tvístígandi út af þessu vegna
þess að umboð okkar til þess að
skipa fyrir hefur ekki verið ljóst og
þess vegna hafa menn verið að velta
því fyrir sér hvort það eigi að fella
einhveija aðra inn í þá umræðu eða
jafnvel að fá heimild í lögum fyrir
löggilta endurskoðendur til að skil-
greina hvað felst í hugtakinu góð
reikningsskilavenj a. “
Hafskipsmál tilefrii
gagnrýni á endurskoðendur
Gagnrýni á störf endurskoðenda
hefur einkum sprottið af Hafskips-
málinu margnefnda þar sem einn
sakborninganna, Ragnar Kjartans-
son, skrifaði skýrslu um mikið
ósamræmi í vinnubrögðum þeirra.
Benti hann á mikið misræmi við
meðferð gengistaps þar sem endur-
skoðendur hefðu ýmist notað gengi
í árslok 1988 eða ársbyijun 1989.
Ennfremur væri ósamræmi milli fyr-
irtækja við endurmat vegna verð-
bólguaðstæðna og a.m.k. 19 mis-
munandi endurmatsaðferðum beitt.
Sérstök athygli var vakin á því að
í ársbyijun 1989 hefði reiknings-
skilanefnd FLE sent félagsmönnum
leiðbeiningar um að taka ætti tillit
til þeirrar gengisfellingar sem varð
í byijun ársins. Þrátt fyrir það hefði
gætt mikils ósamræmis við meðferð
gengistaps hjá endurskoðendum
meðal annars hjá formanni nefndar-
innar. Jafnframt var nefnt sem dæmi
togaraútgerð á Skagaströnd þar sem
endurskoðandi færði skip fyrirtækis-
ins á 90% af vátryggingarverði í
stað afskrifaðs kaupverðs. Tveir al-
þingismenn sáu af tilefni skýrslunn-
ar ástæðu til að leggja fram þings-
ályktunartillögu þar sem ríkisstjórn-
inni er falið að láta fara fram könn-
un á vinnubrögðum löggiltra endur-
skoðenda. Lagt er til að alþingi
álykti að lög og reglur um endur-
skoðun verði endurmetin og endur-
bætt þannig að tryggt verði sam-
ræmi.
4
L