Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 10
oeei HAÚHAL .81 HUOAQUTiAVn ÍIHIMVTA\!T,09Í{(BV GIQAiaMUOÍlOM
MORGÚNBLÁÐÍÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTÚDÁGUR 18/ JANÚAR 1990
ií a
10 B
STJORNUN
Friðrik Friðriksson
Hagnaður og al-
menningshlutafélög
Grein II
I síðari greininni um almenn-
ingshlutafélög verður fjallað um
stöðuna á íslenska hlutabréfamark-
aðnum, sem einkennist af tvennu.
Annars vegar eru hlutabréf nú
þegar mjög vænlegur kostur fyrir
fjárfesta, en á hinn bóginn er um-
fang viðskiptanna lítið.
Þá verður rætt um nauðsynlegar
breytingar sem stjórnvöld þurfa að
beita sér fyrir til þess að leikregl-
urnar á markaðnum auðveldi og
hvetji til viðskipta með hlutabréf.
Að síðustu verður rætt um tilhneig-
ingu í nágrannalöndum okkar í þá
átt að breyta opinberum fyrirtækj-
um í hlutafélög sem síðan eru seld.
í fyrri greininni sem birtist 11.
janúar sl. var rætt um þá stað-
hæfingu að meginvandi atvinnulífs-
ins væri ónógur hagnaður og því
haldið fram að almenningshlutafé-
lög sem búi við aðhald virks hluta-
bréfamarkaðar sé stórvirkasta
tækið til að auka hagnaðarmyndun
í fyrirtækjum.
íslenskur hluta-
bréfamarkaður
Á íslandi starfa einungis um 20
almenningshlutafélög, en þijú
verðbréfafyrirtæki bjóða hlutabréf
þessara fyrirtækja til sölu. Þegar
fjárfest er í hlutabréfum kemur
tvennt til greina. Annaðhvort er
fjárfest í hlutabréfum einstakra
fyrirtækja eða í hlutabréfapotti eins
og t.d. í Hlutabréfasjóðnum hf. í
því tilfelli er fjárfest í hlutabréfum
sjóðsins sjálfs sem ávaxtar síðan
eignir sínar með því að kaupa
skuldabréf og hlutabréf traustra
fyrirtækja. Tilgangurinn með því
að fjárfesta í hlutafjárpotti frekar
en einstöku fyrirtæki er sá að
dréifa áhættunni en öðlast samt
jafna og góða ávöxtun. Fjárfesting
í hlutabréfum einstakra fyrirtækja
krefst jafnan meiri sérþekkingar
en í öðrum tegundum íjárfestinga,
þar sem álitaefnin eru einfaldlega
fleiri og upplýsingaleitin flóknari.
Verðbréfafyrirtækin og aðrir sjálf-
stæðir aðilar munu því gegna mjög
mikilvægu ráðgjafahlutverki eftir'
því sem markaðurinn þróast. Sam-
hliða aukast kröfurnar um upplýs-
ingagjöf fyrirtækjanna, en upplýs-
ingar um fyrirtækin og greining á
þeim leiða til mats á verðmæti sem
endurspeglast í söluverði hlutabréf-
anna.
Úr upplýsingunum eru síðan
unnar lykiltölur fyrirtækjanna og
vísitala fyrir hlutabréfamarkaðinn
í heild, sem kallast hlutabréfavísi-
tala HMARKS. Birting þessarar
vísitölu er mikilvægj. skref í að búa
til raunverulegan hlutabréfamark-
að hérlendis. Þekktust sambæri-
legra vísitalna erlendis er Dow Jo-
nes vísitalan sem gildir um banda-
rískan hlutabréfamarkað.
HMARKS-vísitalan er samsett
þannig að hún endurspeglar breyt-
ingar á verði hlutabréfa í nokkrum
leiðandi fyrirtækjum sem skrá sín
hlutabréf á markaðnum. Breyting-
ar á vísitölunni eru taldar gefa
góða mynd af því hvernig heildar-
verðmæti hlutabréfa á markaðnum
breytist. Einstakirjjárfestar bera
gjarnan verðbreytingar á eigin
hlutabréfum eða einstakra fyrir-
tækja saman við þessa vísitölu í
þeim tilgangi að fá upplýsingar um
hvort þeirra hlutabréf hafi hækkað
meira eða minna í verði en „hluta-
bréfamarkaðurinn almennt". Upp-
lýsingar verða síðan grundvöllur
viðskipta með bréfin.
Mjög líklegt verður að teljast að
fleiri innlend fyrirtæki bætist í hóp
almenningshlutafélaga á næstu
misserum, enda vænlegur kostur
til fjármögnunar og til styrktar eig-
infjárstöðunni.
Enn sem komið er gildir það þó
jafnan um þessi fyrirtæki, að fram-
boð hlutabréfa þeirra á markaðnum
er of lítið til að viðskipti með þau
geti skipt sköpum hvað varðar
stefnumörkun og stjórnun, eins og
á virkum hlutabréfamarkaði.
Spyrja má hversu stór getur mark-
aður um hlutabréf orðið á íslandi
þegar fram í sækir. Leiða má rök
að því að 100-200 fyrirtæki, bæði
stór og smá komi vel til greina sem
almenningshlutafélög en stærð fyr-
irtækjanna er ekki aðalatriðið. Úm
gæti verið að ræða fjölskyldufyrir-
tæki, hlutafélög sem nú eru í fárra
höndum, kaupfélög og sambands-
fyrirtæki auk bitastæðra fyrirtækja
í opinberri eigu. Opinberum fyrir-
tækjum má breyta í hlutafélög og
selja almenningi. Þar má nefna
Landsbanka og Búnaðarbanka,
Landsvirkjun, veitustofnanir ríkis
og bæja, Póst og síma, Sements-
og Áburðarverksmiðju, auk eignar-
hluta hins opinbera í stóriðjufyrir-
tækjum og Islenskum aðalverktök-
um. Það má því fullyrða að í fram-
tíðinni getur umtalsverður hluti
sparnaðar landsmanna verið í
hlutabréfum.
Eru hlutabréf arðsöm
fjárfesting?
Markaðurinn er lítill, en að sama
skapi ábatasamur. Gagnstætt því
sem stundum er sagt þá hafa hluta-
bréf verið mjög ábatasamur sparn-
aðarkostur á Islandi um nokkurt
skeið. Þannig hefur vísitala hluta-
bréfa, HMARKS-vísitalan, hækkað
um 300% frá því að hún var fyrst
skráð, 31. desember 1986, á sama
tíma og lánskjaravísitalan hefur
hækkað um 80%. Til dæmis hafa
skuldabréf hækkað talsvert minna
í verði en HMARKS-vísitalan.
Það vill segja, að HMARKS-
vísitalan hefur hækkað um 40%
umfram verðbólgu á ári, á meðan
Spariskírteini ríkissjóðs hafa hækk-
að að meðaltali 9% á ári umfram
verðbólgu. Þeir sem áttu hlutabréf
í almenningshlutafélögum hafa því
hagnast vel á þessum tíma og tals-
vert umfram það sem flestir aðrir
sparnaðarkostir hafa boðið.
Til að fá raunhæfa mynd af sam-
anburði þessara sparnaðarkosta
þarf þó að taka tillit til nokkurra
fleiri þátta. Það sem lækkar ávöxt-
un hlutabréfa er óvissan um sölu-
verð, og íþyngjandi skattalög um
tekju- og eignarskattsskyldu hluta-
bréfa við eignarhald eða sölu.
Á móti er tvennt vantalið í vísi-
tölunni og bætist við ávöxtunina.
í fyrsta lagi, þá er einstaklingum
og hjónum heimilt að draga frá
skattskyldum tekjum kaup í hluta-
bréfum að vissu hámarki sem leið-
ir þar með til lækkunar tekju-
skatts. í öðru lagi kemur greiddur
arður félaganna til hækkunar. á
ávöxtun, en hann er oftast 5-10%
af uppfærðu nafnvirði. Til samans
má því fullyrða, að arðsemi af fjár-
festingum í hlutabréfum hefur ver-
ið og er góður kostur fyrir fjárfesta.
Hverju þarf að breyta? -
Stjórnvöld fyrst
Mikilvægast um þessar mundir
er að stjórnvöld leggi grunninn að
virkum hlutabréfamarkaði. Fyrst
þarf að setja löggjöf um þessi við-
skipti, réttindi og skyldur þeirra
sem á markaðnum starfa og
samtímis þarf að breyta skattalög-
um á þann hátt sem hvetur ein-
staklinga og fyrirtæki enn frekar
til hlutafjárkaupa. Skattlagabreyt-
ingarnar þurfa í senn að taka til
skattlagningar hlutabréfaeignar og
arðs af hlutafé eða sölu þess.
Markmiðið er að hvetja einstakl-
inga, sjóði og fyrirtæki til þátttöku
í atvinnurekstri og auka svigrúm
fyrirtækja til að styrkja eiginfjár-
stöðu sína.
Ekki leikur á því vafi að traustar
reglur um hlutabréfamarkaðinn
munu flýta fyrir þróuninni í átt til
virks markaðar, og þær eru einnig
forsenda þess að erlendir fjárfestar
komi hingað með sparifé.
Ýmislegt hefur sem betur fer
verið að gerast í þessu máli upp á
síðkastið sem eykur mönnum bjart-
sýni. Enskilda-skýrslan frá bresku
ráðgjafarfyrirtæki frá 1988 kom
umræðu um virkan hlutafjármark-
að á nýtt skrið og vitað er að Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra er að
vinna að frumvarpi sem tekur mið
af skýrslunni að ýmsu leyti.
Þá lögðu allir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins sameiginlega fram
frumvarp á haustþinginu í þessum
anda og miðstjórn Framsóknar-
flokksins gerði nýverið samþykkt á
sömu nótum.
Þar með má leiða að því líkur
að á vorþingihu verði samþykkt
frumvarp eða frumvörp sem leggja
í senn varanlegan grunn að virkum
hlutabréfamarkaði og aukinni eftir-
spurn eftir hlutabréfum.
Þrátt fyrir lagasetningu þá er
alveg ljóst að það mun taka tals-
verðan tíma fyrir markaðinn að
þróast. Þar kemur aðallega tvennt
til. í fyrsta lagj er lítil hefð fyrir
hlutabréfaviðskiptum af þessu tagi
og það er skorturá hagnýtri þekk-
ingu um það hvernig svona við-
skipti eru stunduð. En það eru
fleiri en stjórnvöld sem þurfa að
stokka spilin. Ýmsir af stærstu fjár-
festum landsins, s.s. lífeyrissjóði,
eru bundnir af stjórnarsamþykkt-
um sem gera kaup í hlutabréfum
annaðhvort óheimil eða setja þeim
ströng takmörk. Einnig hefur um
helmingur af ráðstöfunarfé sjóð-
anna gengið beint til að íjármagna
húsnæðismálakerfið. Augljóst er
að þessu þarf að breyta til að auð-
velda þátttöku sjóðanna í atvinnu-
uppbyggingu, en þeir munu þegar
fram í sækir verða stór aðili í hlut-
afjárkaupum.
Að lokum verður rætt um breyt-
ingar á opinberum fyrirtækjum.
Spyija má hvers vegna er mikil-
vægt að selja opinber fyrirtæki, en
víða í Evrópu eru ríkisstjórnir með
áætlanir þar um. Stórtækust í þess-
um efnum hefur verið frú Margar-
et Thatcher í Bretlandi, franska
ríkisstjórnin hefur einnig tekið stór
skref og fréttir berast um að
danska stjórnin sé að undirbúa sölu
á allt að 250 opinberum fyrirtækj-
um. Ástæðurnar eru ýmsar:
1) Tilgangurinn með opinberum
fyrirtækjum hefur breyst, mörg
hafa skilað sínu hlutverki og er
ekki lengur þörf. Stundum eru þessi
fyrirtæki jafnvel í samkeppni við
einkafyrirtæki.
2) Álmennt samkomulag er um
að framleiðni sé meiri í einkafyrir-
tækjum, þau skili þannig meiri arði
og ýti frekar undir hagvöxt.
3) Komið er í veg fyrir hugsan-
legan taprekstur þessara fyrir-
tækja í framtíðinni sem skattborg-
ararnir yrðu að fjármagna.
4) Stjórnvöld geta haft það á
stefnuskrá sinni að auka þátttöku
almennings f atvinnulífinu með því
að hvetja til hlutafjáreignar.
5) Hið opinbera aflar ijár með
sölunni til annarra verkefna.
Reynsla Breta af sölu ríkisfyrir-
tækja leiðir tvennt athyglisvert í
ljós. í fyrsta lagi hefur eftirspurnin
eftir eignaraðild að þessum fyrir-
tækjum jafnan verið meiri en ráð
var fyrir gert. í öðru lagi hafa íjár-
festarnir komið nokkuð jöfnum
höndum úr þremur áttum:
— úr hópi einstaklinga
— frá innlendum fyrirtækjum og
stofnunum.
— frá erlendum fyrirtækjum og
stofnunum.
Það hlýtur að vera eftirsóknar-
vert að samsetning kaupenda verði
svipuð hérlendis. í því sambandi
er mikilvægt að skapa forsendur
fyrir alla þessa hópa til að sækja
inn á markaðinn, enda stefnir auk-
inn markaðssamvinna þjóðanna í
þessa átt.
Að því gefnu að reglurnar verði
skynsamlegar munu almennings-
hlutafélög fljótt fara að fínna fyrir
því aðhaldi sem virkur hlutabréfa-
markaður veitir rekstri fyrirtækj-
anna. Þegar sá tími kemur að flest-
ir landsmenn hafa beinan ávinning
af því að fyrirtækin í landinu hagn-
ast er von um betri tíð.
Höfíwdur er hagfræöingur MA,
MBA.
Þjónusta
Hótel Loftleiðir í samstarf
við Teikniþjónustuna
HÓTEL Loftleiðir hyggjast leggja aukna áherslu á ráðsteftiuþjón-
ustu í kjölfar breytinga, sem þar eiga sér nú stað, en hafin er
endurnýjun á 100 hótelherbergjum, sem áætlað er að verði lokið
fyrir 1. mars nk. Einn þáttur ráðstefnuþjónustunnar er samstarf
við Teikniþjónustuna sf., sem sérhæfir sig í gerð og útfærslu skýr-
ingarmynda fyrir fundi, ráðstcfhur og fyrirlestra. Býður Teikni-
þjónustan 15% afslátt í tengslum við ftindahöld á hótelinu.
Nýr þáttur í starfsemi Teikni-
þjónustunnar er upplíming hvers
kyns korta á dúka. Geta kortin
verið af öllum stærðum og gerð-
um, hvort sem er frá viðskiptavin-
um sjálfum eða pöntuð af Teikni-
þjónustunni frá Landmælingum
Islands eða öðrum aðilum. Auð-
velt er að vefja álímdu kortin sam-
an og eru þau því meðfærilegri
en venjuleg kort, ef flytja þarf þau
milli staða.
Einnig býður Teikniþjónustan
upp á myndir sem tengjast íslensk-
um málefnum, sem hægt er að
nota til kynningar á landi og þjóð.
Eru myndirnar á skyggnum eða
glærum fyrir myndvarpa.
Þá stendur yfir á vegum Hótels
Loftleiða skoðanakönnun meðal
viðskiptavina hótelsins til að koma
sem best til móts við kröfur þeirra
í sambandi við ráðstefnuhald, að
sögn Hannesar Hilmarssonar sölu-
og markaðsstjóra.