Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANUAR 1990 C 7 Gerir orðið okkur að mönn- um - eða gjörðir okkar? Árni Pétur Guðjónsson í hlutverki Begga og Þröstur Leó Gunnars- son sem AIli _________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi í Borgarleikhúsinu lýjöt eftir Ólaf Ilauk Símonarson Leikmynd og búningar: Messí- ana Tómasdóttir Lýsing: Egjll Örn Árnason Leikhljóð: Ólafúr Örn Thorodds- en Leikstjóri: Sigrún Valbergsdótt- ir Nýtt íslenskt verk í Borgarleik- húsi vekur umsvifalaust forvitni og eftirvæntingu. Ungir leikarar að stíga sín fyrstu skref og gera það svo að til sóma er. Og í félagsskap reyndari leikara í fremstu röð. Efn- ið er einnig hnýsilegt; samfélag vinnustaðarins, í þessu tilfelli kjöt- búð, innan um lifandi kjöt og dautt, samskipti fólksins klukk- utímum saman daginn út og inn. Átök þeirra inná við og út á við, ástin, lífið, háskinn og dauðinn. Gamalkunnugt efni sem lifnar og blómstrar í hvert sinn ef tökin eru listræn, ef nóg er að segja og ef það er sagt vel, ef textinn er mark- viss og þjónar tilgangi, ef persónur sviðsins kalla á samsvörun og skírskotun til þeirra sem sitja á áhorfendabekkjunum. Til þess er vitanlega ekki nóg að hafa fullt af dauðu og lifandi kjöti. Ógnunin og sársaukinn þurfa að komast til skila. Hvort sem er um að ræða í lífsreynslusögum úr bernskunni eða vangaveltum um hvort mennirnir séu innst inni góð- ir — rétt eins og Anna Frank orð- aði það. Það dugar ekki ef það vantar sannfærandi forsendur. Ólafur Haukur Símonarson hef- ur skrifað ýmis athyglisverð leik- verk, en hér fannst mér sem eitt- hvað færi úrskeiðis. Fyrri þættirnir tveir eru um margt vel gerðir, fólk- ið er leitt fram og við kynnumst því smám saman og byggð er upp atburðarás. Áhugi er vakinn. Seinni hluti verksins er einkenni- lega sundurlaus og vinnubrögð óö- guð, allt að því hirðuleysisleg stundum. Eftir langan og erfiðan vinnudag hafa allir í kjötbúðinni drifið sig á ball nema Salvör því sonur hennar bannar henni að koma með. Áfram er haldið með brennivínsdrykkju, stefið um harm bemskúnnar er leikið margsinnis, en tilbrigðin eru eintóna, sneydd háska, hvað svo sem fer fram á sviðinu. Alli opnar hug sinn fyrir Möllu af því hún bjó líka í bragga. Og ólétta kærastan og mamman og Matti og Beggi eru uppi að borða skinku og drekka kaffi í rólegheitunum. Svo vill Alli vera með Möllu og hún vill það ekki. Og eins og hendi sé veifað kemur langþjáða fólkið á vettvang, slær Alla niður og dembir honum inn í frystiklefann. Þá kemur Magni á vettvang. Hann er líka vondur og er raunar faðir Alla þó pilturinn hafi aldrei haft græna glóru um það. Faðirinn rogast út úr klefanum með son sinn. Fer að því búnu. Móðir og sonur eru eftir. Það getur verið að Alli lifi en hvaða von á hann lengur. Og það sem meira er mér var bara nokk sama. Það kann að hljóma mótsagna- kennt; en vegna þess hve frammi- staða leikara og leikstjóra er góð undirstrikast vankantar leikritsins. í sjálfu sér er þetta ekki jafn fjarri lagi sem ætla mætti: væri ekki slíkt einvalalið leikara mundi hugur dreifast ögn við að velta fyrir sér framgöngu þeirra. En framsögn er skýr og afgerandi, blæbrigðarík og aldrei leitað til öfga. Staðsetn- ingar langoftast vel unnar og svip- brigði eðlileg og óþvinguð. Hanna María Karlsdóttir á fal- legan leik sem móðirin, sem- ein- lægt hrasaði á yngri árum en var kannski bara lífsglöð og langaði að skemmta sér. Nú hefur sektar- kenndin gagnvart syninum dregið úr henni máttinn, hún er naumast nema skuggi af manneskju. Sjálfs- virðing hennar er fyrir löngu farin veg allrar veraldar og þrælsleg framkoma sonarins frá því hann komst til ára hefur skilið eftir ör á sál hennar. Einstöku sinnum reynir hún að rísa upp en er jaf- nótt lamin niður aftur. Hanna María dró þessa konu af nærfærni og tókst að forðast ýmsar aúm- ingjagangsgryfjurnar sem textinn gæti gefið tilefni til. Þröstur Leó Gunnarsson er ekki öfundsverður af því að leika Alla. Hann var litli drengurinn sem lá einn og yfirgef- inn í fúlum bragganum. Óttinn hefur breyst í fyrirlitningu á móð- urinni, öll hans beiskja beinist að henni. Samt getur hann sennilega ekki slitið sig frá henni eins og móðirin segir í lokaþættinum. Umburðarlyndi gagnvart breyskri móður virðist hann aldrei hafa haft. Viðbrögðin eru að beita öllu til að ná sér niður á henni, hún liggur svo vel við höggi. Ekki stórmann- legt það, en kannski mannlegt. Samband móður og sonar er auð- vitað fýsilegt rannsóknar- efni.Ást/hatursamband þeirra mæðgina hér verður með holum hljóm. Það er gárað við yfirborð og beitt klisjusálfræði sem nær ekki að sýna sársauka þeirra. Alli er of einlit manneskja, hann vekur ekki áhuga, sögur hans og spaklegt orðfæri við furðulegustu kringum- stæður, líkingar hans lotlegar. Hvað er til dæmis fyndið/vitiegt/ír- ónískt/grátbroslegt við eftirfar- andi:„ Það eiga að vera rækjur í rækjusalati, er það skilið! Fjórar rækjur! Og þær eiga ekki að vera sokknar niður á botn einsog kjafta- sögur síðan í gær, þær eiga að synda ofaná jukkinu eins og hórur í líkfylgd." Leikur Árna Péturs Guðjónsson- ar í hlutverki afgreiðslumannsins Begga og tryggs vinar Alla, þó hann geri sér að sumu leyti ljóst hversu svikull hann er, var einlæg- ur og sannur. Framsögnina sem truflaði leikarann stundum hefur leikstjórinn náð að hefla og pússa svo að er til fyrirmyndar. Svip- brigði og hreyfingar Árna Péturs voru virktavel unnar. Elva Ósk Ólafsdóttir er töffstelpan Malla sem er alin upp við ámóta aðstæð- ur og Alli og var auk þess barin eins og harðfiskur. Þetta er annað hlutverk hennar eftir Leiklistar- skólann og glæsilegt debút. Elva gerir Möllu sannfærandi; hún hefur mátt þola sitt lítið af hveiju. Hún er létt á bárunni og kannski ekki ábyggileg en hún hefur ekki beðið þetta voðatjón á sálinni eða altjent leyst þau mál á sinn hátt. Elva var eins og fiskur í vatni á sviðinu og sama mátti segja um nýliðann Stef- án Jónsson sem ég man eftir úr menntaskólaleikjum en hefur lokið námi erlendis. Hann er hinn spræki Matti sem kemur um stund í heim kjötbúðarinnar, áttar sig svo sem ekki meira en svo á öllum þessum harmi. Frammistaða sem lofar ljómandi góðu. Ragnheiður Arnar- dóttir er Marta sem elskar Alla af frumstæðri einlægni. Hún er kauðaleg en væn og öll af vilja gerð að þóknast Alla og vinna ást hans og langar að skilja hann en fær fyrir skæting og niðurlægingu. Ragnheiður nær góðum tökum á persónunni, hreyfingar hennar hæfilega brussulegar. Tilsvörin sem Mörtu eru lögð í munn gefa að öðru leyti ekki kost á tilþrifum. Þorsteinn Gunnarsson er í vand- ræðalegu hlutverki Magna sem á búðir út um allt, hefur haldið Sal- vöru uppi árum saman, á að vera groddamenni en návist/fjarvist hans sem einhvers konar ógnvalds kemst ekki í gegn. Það segir sig sjálft af því sem ég hef hér rætt um leikarana að ég er vel sátt við vinnu leikstjór- ans, Sigrúnar Valbergsdóttur. Á hinn bóginn fannst mér leikmynd Messíönu Tómasdóttur flækja mál- ið. í fyrsta lagi var of mikil víðátta í leikmyndinni. Það var engu líkara en við værum stödd í meiri háttar kjötvinnslustöð. Stiginn fyrir miðju sviði upp i myrkrið „gefur þannig til kynna einangrun sviðsins og tímaleysi atburðanna. í stiganum standa persónur og hlusta og horfa á það sem gerist fyrir neðan þar á meðal ýmislegt sem þeim er ekki ætlað að vera vitni að, sem eykur ákveðnum háska við atburðarásina. Upp og niður stigann ganga per- sónur svo á ögurstundum leikrits- ins og verða skóhljóð þeirra til að auka á spennuna." Þessi orð eru höfð eftir Messíönu tii skýringar á stiganum, en fá varla staðist vegna breiddarinnar í leikmyndinni enda er hún býsna raunsæisleg að öðru leyti og mikið í hana lagt. Því sting- ur stiginn meira í augu en ella að mínum dómi. Mér fannst lýsing vera prýðilegt verk og í sumum atriða, svo sem lokaatriðinu, ná fram áhrifum. Þetta verk hefði- þurft meiri sinnu af hálfu höfundar, skarpari sjálfsgagnrýni á hveiju er ofaukið, hvenær þarf að þjappa og þétta. Samt — einhvers staðar bak við orðin og alltaf öðru hvetju hefur áhorfandi á tilfinningu að þetta hefði getað orðið gott leikverk. Fyrri hlutinn gefur um það fyrir- heit eins og ég nefndi. Fyrirheit sem síðan fóru of oft fyrir lítið. Til Búdapest fyrir aðeins 27.460,- Til Istanbul fyrir aðeins QÍoo* Til Rómar fyrir aðeins Í30J20r Til Kairó fyrir aðeins 35.390^ Til Vínar fyrir aðeins Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína S4S Laugavegi 3, sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.