Morgunblaðið - 28.01.1990, Page 11

Morgunblaðið - 28.01.1990, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 C 11 UMHVERFISMÁL/Emm vió „stikk fri“? Mengun láðs og lagar STUNDUM er því haldið fram að mengun andrúmsloftsins komi okkur íslendingum ekkert við — loftið hér sé svo hreint vegna þess að hér blási mikið og sjórinn sé hreinn vegna þess að við búum úti í miðju Atlants- hafi norðanverðu. Slíkar lúllyrð- ingar eru auðvitað tóm blekking. Enginn mannlegur máttur getur hindrað það að mengað loft úr öðrum heimshlutum berist hing- að til íslands. Vindarnir sjá um það. Og enginn getur spomað við því að óhreinn og mengaður sjór berist á fiskimið okkar og að ströndinni. Þessi mál eru aldrei einkamál þjóða. Hér dugar ekkert nema alþjóðlegt samstarf ef vel á eftir Huldu Valtýsdóttur að takast. Enn em margir þeirrar skoðunar að lega landsins svo nálægt heims- skautasvæðinu tryggi hreint og ómengað umhverfi. Þetta er líka mikill misskilningur. Samkvæmt nýjustu rannsóknum sem hafa 'far- ið fram á svæðinu umhverfis Norð- urpólinn er ástandið vægast sagt ískyggilegt. Norðurheimskautaförum verður nú mjög tíðrætt um að hin skæra birta þar norðurfrá sé úr sögunni. Nú sé umhverfið hulið gráleitu mistri sem berst frá iðnaðarhéruð- um á norðurhvelinu. Sovéskir vísindamenn hafa rannsakað jarð- veginn ofan á freðmýrunum á Kola- skaga þar sem skógardauði hefur verið- gífurlegur undanfarin ár. Þeir segja að þetta þunna jarðveg- slag sé ekki bara mengað heldur mettað af hættulegum efnasam- böndum. Enda þótt ráðstafanir hafi verið gerðar til að hefta frekari mengun víða um lönd ertalið að 100 milljón- ir tonna af brennisteinstvíildi fari árlega út í andrúmsloftið frá iðnað- arhéruðum Sovétríkjanna, Mið- Evrópu og Norður-Ameríku. Til að menn skilji betur hve mikið magn er um að ræða má benda á að það jafnast á við að hvert einasta mannsbam í Sovétríkjunum, Aust- ur og Vestur-Evrópu, Kanada, Skandinavíu og Bandaríkjunum dreifi sóti út í andrúmsloftið úr tveggja punda poka hvern einasta dag ævi sinnar. Við þetta bætast svo tugmilljónir tonna af köfnunar- efnissamböndum sem sleppt er út í andrúmsloftið frá Sovétríkjunum og Mið-Evrópu. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á vegum NASA og veður- rannsóknastöðvar í Bretlandi sýna að klórildi í háloftunúm við heims- skautið er 50 sinnum meira en ætlað var en það er m.a. talið or- saka eyðingu ozon-lagsins. Við þetta bætist loks að koltvíild- ið í andrúmsloftinu eykst um 1% árlega og veðurfar hlýnar meira nú en nokkru sinni á síðustu 120.000 árum. Við rannsóknir hefur einnig komið í ljós að áhrifa þessarrar mengunar verður vart í æ ríkara mæli hjá íbúum á þessum norðlægu slóðum. Efnaúrgangurinn frá iðn- ríkjunum berst með loftstraumum norður á bóginn og fellur þar til jarðar með snjókomu. Snjórinn bráðnar á sumrin og rennur til sjáv- ar. Þar með blandast þessi úr- gangs- og eiturefni í örverur og skeldýr sem eru undirstaða fæðu- búskaparins. íbúamir nærast fyrst og fremst á fiski, hval og selkjöti og verða því fórnarlömb mengunar- innar. Nú er svo komið að þessi hættulegu efni hafa fundist í ríkum mæli í bijóstamjólk grænlenskra mæðra. Þetta veldur heilbrigðis- yfirvöldum í Kanada t.d. miklum áhyggjum eins og gefur að skilja. En fátt er til ráða. Svo gæti farið að íbúamir þurfi að gerbreyta mataræði sínu og temja sér að- fluttar fæðutegundir, kjúklinga, hamborgara og kók. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Veiðimennska leggst af en hún hefur verið undir- staða mannlífs á þessum slóðum. Að vísu hefur ungbamadauði minnkað með nýtískulegri aðbún- aði. En annað böl hefur komið í staðinn — áfengisböl er hvergi meira á byggðu bóli en þar. Vélsleðar hafa verið vel þegnir fararskjótar en era hinir mestu vandræðagripir þegar til lengdar lætur. Allir geta ekið þeim út og suður en þeir era dýrir í rekstri og bila fljótt. Þá eru þeir bara skildir eftir á víðavangi. Þeir geta líka kostað mannslíf ef bilunin verður fjarri öllum mannabyggðum. Hundasleðarnir vora miklu öragg- ari farartæki en nú kann varla nokkur maður að temja hundaeyki fyrir sleða. Sömu sögu er að segja frá Sama-byggðum í norðanverðri Skandinavíu. Vélsleðar eru valdir umfram uppranalegan ferðamáta, þrátt fyrir gífurlegan kostnað og loftmengun sem þeim fylgir. Olíuvinnslan á þessum slóðum er svo hörmungarsaga fyrir sig að því er öryggismál varðar og er skemmst að minnast Exxon-Vald- es-slyssins við Alaska á síðasta ári. Ef olíuleki kæmi í leiðslur neðan- sjávar í september þegar ísinn hef- ur lagst yfir hafflötinn er útilokað að stöðva hann fyrr en í júní næsta vor þegar ísinn bráðnar. Olían mundi þá setjast á neðra borð íssins og breiðast út með honum yfir ógnarvíddir. Og eðli málsins sam- kvæmt mundi olían vera enn á þessum slóðum 10 áram síðar. Olíufélögin hafa ekki gert neinar ráðstafanir varðandi slík slys — segjast bara mundu kveikja í olí- unni á haffletinum þegar þar að kæmi. Þá væri olíumengaða svæðið hins vegar orðið svo víðáttumikið að slíkt væri ómögulegt. Og ef af yrði væri gífurlegu magni af kol- vatnsefnum þar með hleypt út í andrúmsloftið við heimskautið. Við sem teljum okkur trú um að allt sé með felldu í þessum heimshluta ættum að kynna okkur málin betur. Til dæmis verða menn að gera sér ljóst að enginn er „stikk frí“ að því er umhverfisvernd varð- ar og að ekki verður snúið til betri vegar nema með alþjóðlegri sam- vinnu. Það gildir um íslendinga sem aðra. Þ.ÞORCRlMSSON&CO QQB3QD0B. gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 ) Þ. ÞQRGRÍMSSON & CO 3»« MiiiiMiiit WFSlmim ■ imi inmi mii IFÍIflSU* HHITÉUI UUUtll - Ifctt Infclelttla. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 ARMA PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 'S* í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI A.HANSEN • VEITINGAHÚSIÐ í FIRÐINUM • A.HANSEN • RÓMAÐ FYRIR VEITINGAR * Veitingahúsið í Firðinum ... nœr en þig grunar! febrúar og mars bjóðum við spennandi máltíð á aðeins 795 kr. Val eftir vild. Forréttur • Súpa dagsins. • Reyktur lax með eggjahrœru. Aðalréttur • Omeletta með þremur mismunandi fyllingum. • Pasta Fortelini með sveppum, skinku og fleski. • Soðinn saltfiskur með spínatsósu. • Vínarsnitsel með pönnusteiktum kartöflum. Kaffi HELGARTILBOÐ • Reykþurrkuð gœsabringa með Waldorfsalati. • Kjötseyði „Julienne“. • Sítrónu sorbet. • Turnbauti með sveppum og bakaðri kartöflu. • ís „Melba“. Verð samtals 2.450 kr. í dag er ekki meira mál að skella sér suður í Fjörð í A.HANSEN úr miðbæ Reykjavíkur en upp í Breiðholt eða Árbæ. ALHLIÐA VEITINGAHÚS í rúmgóðum og vinalegum veitingasal á neðri hæð leggjum við metnað okkar í lipra og þægilega þjónustu á öllum veitingum. í nýjum sérréttaseðli er að finna ótal spennandi og girnilega rétti. SÉRÁPARTl Salirnir á efri hæðinni eru tilvaldir fyrir smærri og stærri kaffi- og matarfundi, hádegisklíkur í leit að næði og árshátíðir klúbba og félaga AHANSEN Vesturgötu4 (gegnt Strandgötu) s. 651130 FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI Nú þegar fermingarnar nálgast, er rétt að hafa í huga fjölbreytta veislu- þjónustu okkar í húsinu og utan þess. í DAGSINS ÖNN Það er heitt á könnunni allan daginn og kakóið okkar yljar ekki síður en kaffið. LÍF OG FJÖR „Pobbinn" á efri hæðinni er vinsæll samkomustaður á hverju kvöldi. Frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds er sprelllifandi tónlist og stemningin ólýsanleg! A.HANSEN • NQTALEGT UMHVERFI • A.HANSEN » ALHLIÐA VEITINGAHÚS • A.HANSEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.