Morgunblaðið - 28.01.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 28.01.1990, Síða 17
Stuart færði sér þessa fordóma í nyt þegar hann sagði að svartur maður hefði ráðist á þau hjónin. Stuart-málið uppspretta totryggni Málið leysti mikla ólgu úr læð- ingi. Fréttaskýrandi hjá vikuritinu The Boston Phoenix gekk svo langt að segja að ástandið í Boston vegna Stuart-málsins væri svipað og það var í Bandaríkjunum þegar Nixon varð að segja af sér vegna Water- gate. Fjölmiðlar í Boston hafa einnig verið gagnrýndir fyrir fréttaflutning um Stuart-málið. Þeir gleyptu við sögu Charles Stuarts og því hefur verið haldið fram að þeir hafi kynt undir óttanum og offorsinu sem greip um sig eftir að morðin voru framin. Gagnrýnin kemur úr ýmsum áttum. Leiðtogar svertingja, dómstólar, fræðimenn og aðrir blaðamenn hafa verið harðorðir. Fjölmiðlar vændir um offors Dagblöðin sökuðu lögreglu um að hafa leitt sig á villigötur. Til dæmis hafi lögregla sagt að tveir menn lægju undir sterkum grun án þess að hafa haft nokkrar sannanir því til stuðnings þegar allt kom til alls. Blaðamenn viðurkenna að hafa vitað að orðrómur var á kreiki um að Charles Stuart segði ósatt nánast frá upphafi. Sár hans hafi hins vegar verið þess eðlis að ástæðulaust hafi verið að rengja hann. Auk þess sé Gróa á Leiti ætíð mikilvirk þegar stórmál af þessu tagi komi upp og ógerlegt að elta hvern orðróm. Sú afsökun dugar skammt þegar litið er á viðbrögð fjölmiðla þegar Stuart stökk fram af brúnni. Þá kepptust dagblöð, útvarp og sjónvarp við að upplýsa málið, oft meira af kappi en forsjá. Hver einasti orðróm- ur komst á prent án þess að heimild- armanna væri getið. Lois A. Elisa, forvígismaður sam- takanna NAACP (Þjóðarsamtaka um framgang litaðra manna), sagði að fjölmiðlar hefðu ekki viljað rengjæ sögu Stuarts af ótta við reiði hvítra manna í Boston. Samkeppnin milli fjölmiðla í borginni sé slík að enginn hafi þorað að taka áhættuna. Þetta er í samræmi við þá speki að vissu- lega vilji fjölmiðlar vera á undan með fréttina, en þó ekki það langt á undan á enginn fylgi á eftir. Aðrir segja að fjölmiðlar viti ein- faldlega ekki hvað fram fari 1 lág- stéttarhvefum borgarinnar. Bill Kovac, stjórnandi Niemann-stofnun- arinnar við Harvard-háskóla, sagði að blaðamenn væru háskólamennt- aðir og byggju í betri hverfum. Þeir fjölluðu ekki um hverfi á borð vð Misson Hill og þegar á þyi-fti að haida yrðu þeir að treysta á upplýs- ingar frá lögreglu. Blaðamenn gætu ekki sótt upplýsingar til íbúanna sjálfra vegna sambandsleysis. Víst er að kynþáttafordómar komu fram í viðbrögðum almennings, fjöl- miðla og yfirvalda í Stuart-málinu. Því hefur hins vegar verið neitað að blaðamenn hafi vísvitandi notað málið til að sleppa beislinu fram af kynþáttafordómum sínum. Allt slíkt hafi verið ómeðvitað. Stuart-málið haft að féþúfu Búast má við því að á næstunni komi út bækur og bíómyndir um Stuart-málið og því er ekki að neita að málið allt er reyfarakennt. Charl- es Stuart hafði ekki fyrr stokkið fram af Tobin-brúnni en bókaforlög reyndu að ná í blaðamenn til að skrifa um málið og öfugt. Einn útgef- andi kvaðst hafa lesið sextán drög að bæði kvikmyndahandritum og bókum um málið. Þegar sérstætt sakamál af þessu tagi er annars vegar má einu gilda um stíl, dýpt og innsæi. Hraðinn skiptir öllu. Truman Capote var sex ár að skrifa Með köldu blóði, sem fjallar um morð á fjölskyldu í Kans- as. Norman Mailer varði mörgum árum í að skrifa bók sína Söng böð- ulsins um morðingjann Gary Gil- more, sem krafðist þess að dauða- refsingu sinni yrði fullnægt. Nú er ekki verið að bíða þess að öll kurl komi til grafar. Fyrsta bók- in, Morð í Boston, verður komin í bókaverslanir í mars. Sjónvarpstöðin CBS hyggst sýna leikna sjónvarps- mynd um málið á þessu ári. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANUAR 1990 C 17 VEGGTENNIS Skemmtileg íbrfitt sem allir hafa gaman af. — v ATH! Skólaafsláttur á tímabilinu 13.15-17.00 alla virka daga 9.30-16.00 laugardaga. Aðeins 250 kr. á mann SÓLEYJAR Engjateigi 1 Símar 687701 og 687801 VIÐSKIPTATÆKNI Aukín samkeppní í verslun og víð- skiptum kallar á sérhæft nám í hernaðarlist viðskíptanna. Raunhæf dæmi krufin tíl mergjar, faríð yfir grunnatriði og nýjar baráttuaðferðír í stjórnun og stefnumótun , fjármálum og markaðsmálum. 92 tímar. Skráning hafín í síma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTIST! UársnyrLislofan n 4lAD-KJALlÁQMy Öll almenn hársnyrtiþjónusta. Dömu-, herra- og barnaklippingar, permanent, litanir, strípulitanir, lagningar, blástur, djúpnæringar o.fl. Eingöngu unnið úr 1. flokks efnum. Svava Jáhannesdsttlr, hárgreiðslumeistari, Skólabraut 5. Sími 61 1940. Fótaadgerda- og snyrtistofan LIPURTÁ Skólabraut 5, 170 Seltjarnarnesi, s. 612131. Andlitsmeðferðir: Hrukkur, bólur o.fl. Ge/Otétic Brjóstameðferðir: Styrking, minnkun 7 og stækkun. Likamsmeðferðir, cellulite, styrking o.fl. Einnig fótaaðgerðir og öll almenn snyrting. t Þórhalla Ágústsdðttir, "^FÍSF sn^rtl" °9 ^ótasérfræðingur. Irene ofnæmisprófaðar gervineglur, mjög vandaðar og eðlilegar. Fallegar neglur án fyrirhafnar. Gyða Einarsdðttir. N', Höfdinglegt hádegi á Hótel Holti Ljúffengt oghétt Næstu vikurnar býður Hótel Holt gestum sínum upp á sérstakan matseðil í hádeginu, þar sem léttleikinn og hollustan eru í fyrirrúmi. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur að vild, með gæði og góða þjónustu að leiðarljósi sem fyrr. Forréttir Hreindýrapáte Rækjur og reyktur lax í ostasósu Gæs og avocado í pastasalati Rjómasúpa með fersku grænmeti Fitusnautt pastasalat með jógúrtsósu Aðalréttir Marineraðar grísasneiðar Grillað heilagfiski Heitt sjávarsalat í pastahreiðri Hreindýrasmásteik í púrtvínssósu Steikt karfaflök með spínatsósu Eftirréttir Heitt epli með vanillusósu Sítrónubollur með hunangi Forréttur, aðalréttur og eftirréttur kr. 995 Hafðu það fyrsta flokks - það kostar ekki meira.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.