Morgunblaðið - 28.01.1990, Page 22

Morgunblaðið - 28.01.1990, Page 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MEIMIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 Kvikmyndaklúbbur íslands: Forvitnilegar og fjöl- breytilegar myndir ÞRIÐJA sýningartímabil Kvikmyndaklúbbs ís- lands er hafið með sýn- ingum í janúar á tveimur myndum gríska leikstjór- ans Theo Angelopoulos en Landslag í þoku er önnurþeirra, Felixverð- launamyndin sl. ár. Dagskráin í febrúar, mars, apríl og maí er óneitanlega gimileg. Boðið verður uppá verk leikstjóra úr ólíkum áttum og af ólík- um sviðum, allt frá sænska leikstjóranum Victor Sjöström til bandaríska B- kóngsins, Rogers Cormans og frá Antonioni Andy Warhol. febrúar verða Mauritz Stiller- myndir. Agúrkuskrímsli í gamalli Cormanmynd Fjársjóður herra Ame (1919), byggð á sögu Selmu Lagerlöf og Saga Gunnars Hede (1923), einnig eftir Lagerlöf. Þá verður á dagskrá Stormurinn (1927) eftir Victor Sjöström, gerð í Bandaríkjunum á hápunkti þöglu myndanna méð Lilian Gish í aðalhlutverki. Lokamynd mánaðarins verður Byssuóð (Gun Crazy, 1949) eftir Joseph H. Lew- is, verðugur fulltrúi film noir stefnunnar í Banda- ríkjunum. Mars er mjög blandaður mánuður. Hann hefst á Trompi í bakhöndinni (Ace in the Hole, 1951) eftir Billy Wilder, síðan kemur Konan á ströndinni (The Woman Leikstjórarnir Victor Sjöström og MauritZyStiller með Gretu Garbo. ity>t wm on the Beach, 1946) eftir Jean Renoir gerð í Banda- ríkjunum, Fjalla-Eyvindur (1917) eftir Sjöström, Orf- eus (1950) eftir Jean Coc- teau og Sólmyrkvi (1962) eftir Antonioni. Rússneskar myndir ein- kenna aprílsýningarnar í bland við Fellini en mynd hans Kvennabærinn (1980) verður sýnd með Solaris (1972) eftir Tarkovskí, Que viva Mexico (1931-32) eftir Eisenstein og Komið og sjá- ið (1985) eftir Elem Klimov. Loks er maí bandarískur mánuður og byrjar á Fran- kenstein (1973) Andy War- hols en síðan verða sýndar myndirnar Pytturinn og pendúllinn (The Pit and the Pendulum, 1961) og Gríma rauða dauðans (The Masque of the Red Death, 1964) eftir Roger Corman. í lok tímabilsins verður reynt að sýna Rokk í Reykjavík en eftir er að ná samkomulagi um það. Sýningar Kvikmynda- klúbbs Islands fara fram í Regnboganum og eru orð- inn fastur liður í bíótilver- unni hér og er ástæða til að hvetja allt áhugafólk um kvikmyndir til að kynna sér þær. Prentuð dagskrá klúbbs- ins er stútfull af upplýsing- um um leikstjóra, tímabil og myndirnar sem sýndar verða. ■ VEGNA listans yfir tíu mestsóttu myndir síðasta árs sem birtist á kvikmyndasíðu fyrir viku er rétt að .taka fram að aðsóknartölurnar fyrir útlensku myndirnar náðu aðeins yfir Reykjavík en voru ekki á landsvísu eins og Magnús. Má reikna með að Regnmaðurinn og • Ja- mes Bond hafi farið uppí 50.000 eftir því sem Ámi Samúelsson bíóstjóri í Bíó- höllinni segir og því sigrað Magnús, sem er þá í þriðja sæti en hafði þó Batman undir og fleiri góða. 0 DIE Hard II er komin vel á veg með Bruce Willis í aðalhlutverki löggunnar eins og síðast. Enn er hann að fást við hryðju- verkamenn en í þetta sinn í ■ kunnuglegra umhverfi, Friðsöm stund; Turner og Douglas komin í háttinn. Illvígar hjónaerjur AÐSÓKNARMESTA myndin í Bandaríkjunum um jólin var svarta kómedían Rósastríðið („War of the Roses“) með Michael Douglas, Kathleen Turner og Danny De Vito í aðalhlutverkum en Danny er einnig leiksjóri. Rósastríðið er gerð eftir skáldsögu Warren Adl- ers en í myndinni leika Dou- glas og Turner hjón sem eiga við vægast sagt hrikalega hjónabandsörðugleika að stríða. Þau voi-u framúrskar- andi par, urðu ástfangin þeg- ar hann var úrvals laganemi í Harvard og hún fimleika- stjarna háskólanna. Þau gift- ast, eignast böm og fallegt hús í frjðsælu úthverfi og ■ BANDARÍSKI leikar- inn John Voight mun vera á leið til landsins í boði Bíó- hallarinnar með mynd sína „Etemity“ í farteskinu. Vo- ight hefur ekki leikið síðan í „Runaway Train“ en í nýju myndinni er hann nk. Highlandertýpa og ferðast úr-nútíðinni í fortíðina. Ef af verður kemur leikarinn í lok mars. vinnualkinn Oliver (Douglas) veit ekki betur en allt sé í lukkunnar velstandi þar til einn daginn þegar hann kem- ur heim að Barbara (Turner) tilkynnir að hún vilji skilja. En af hveiju? spyr hann. „Vegna þess að þegar ég horfi á þig borða ... langar mig að beija þig,“ segir hún stuttu áður en hún ræðst á hann. Það er upphafið á heiftar- legum bardaga hinna elsku- legu hjóna þar sem öllum brögðum er beitt og áður en honum líkur hefur siðmenn- ing hjónabandsins verið lögð í rúst ásamt húsinu. Danny De Vito hefur mik- ið verið hrósað fyrir leik- stjómina enda sýndi hann með grínmyndinni Hentu mömmu af lestinni að hann hefur góða tilfinningu fyrir svartri kómedíu. Turner og Douglas hafa rifist heiftar- lega í tveimur öðmm mynd- um, „Romancing the Stone“ og Nílarsteininum, en það vora bamagælur miðað við þessi ósköp. Leikurinn í myndinni mun þó ekki hafa haft nein afgerandi áhrif á áralanga vináttu þeirra. KVIKMY N DIR—- Hvadan kemur húmorinn, Óskar? ÓSKA RSMYND UM VÍKINGALEIÐA STUTTMYND Óskars Jónassonar, Sérsveitin Laugarás- vegi 25, hefúr vakið verðskuldaða athygli og hlotið góða dóma gagnrýnenda fyrir gott kómískt innsæi og örugg tök Óskars á kvikmyndamiðlinum. í upphafí átti aðeins að sýna myndina í vikutíma í Regnboganum en vikurnar eru nú orðnar Qórar og áhorfendur eru orðnir um 1.500 sem er met á stuttmynd. Eg reiknaði aldrei með að hún gengi vel í almenn- ing, hélt að hún væri mest fyrir fólk sem þekkti til henn- ar en hún virðist ná til venju- legra ís- lendinga. Mér finnst það mjög gleðilegt," sagði Oskar í stuttu spjalli. eftir Arnold Myndin, Indriðason sem segir á einstaklega gamansaman hátt frá ungu fólki í heimatil- búinni víkingasveit á mis- heppnaðri æfingu uppi í sveit, er lokaverkefni Óskars við National Film and Television School í Bretlandi og er ko- stuð að tveimur þriðju af skól- anum en afganginn borga Sykurmolarnir, sem Óskar hefur unnið tónlistarmynd- bönd fyrir. SSL 25 var tekin sumarið 1988 á litlu sandrifí sem heitir Akranes í Mýrar- sýslu og kostaði tvær milljón- ir. „Það er mjög ódýrt. Það fær enginn kaup sem vinnur við hana,“ segir Óskar og bætir við að myndin eigi enn eftir að fara fyrir skólann. Hann hefur sent inn umsókn til Kvikmyndasjóðs vegna bíó- myndar sem hann langar að gera í fullri lengd um skemmtanalífið í Reykjavík. Óskar hefur sterka tilfinn- ingu fyrir hinu myndræna og sagt hefur verið í tengslum við stuttmyndina að hann boði eitthvað nýtt í íslenskri kvikmyndagerð með bak- grunn í gerð tónlistarmynd- banda. En er bíómynd og myndband ekki tvennt ólíkt?„í mínu tilfelli er það nokkuð samtvinnað. Ég hef reynt að gera myndbönd sem era svolítið eins og bíómynd- ir, þau eru ekki eins hrað- klippt og önnur og það er ekki eins mikið um endur- tekningar en áhersla lögð á sviðsetningar og senur og eitthvað sem líkist sögu eða tilvitnun í söguform." En hvaðan kernur húmor- inn og hvað vill hann segja með SSL 25? „Hann kemur frá hjart- anu,“ segir Óskar. „Þegar maður skrifar um svona fólk eins og er í víkingasveitinni er ekki hægt að gera það án þess að brosa svolítið. Ég skrifa það sem mér dettur í hug í það og það sinnið án þess að vita nákvæmlega hvað ég er að fara. Ef ég vissi svarjð við svona spumingu þá þyrfti ég ekki að gera bíó- myndina. En eftir á að hyggja fjallar myndin svolítið um uppeldi og kannski hvernig fólk á aldur við krakkana í myndinni veit ekki hvað það vill verða en lætur tilleiðast undir pressu að vera í víkinga- sveit.“ Leikstjórinn, Óskar Jónasson Húmorinn kemur frá hjart- anu. Frá upptöku á SérsveitinniSterk tilfínning fyrir hinu myndræna. ÍBÍÓ Til ykkar sem farið í bíó einu sinni á ári: Það má vera að stundin sé runnin upp þótt fyrsti mánuðurinn sé ekki liðinn. Bekkjarfélagið („Dead Poets Soeiety“), um drengi í bandariskum einkaskóla sem taka höfuðskáld eins og Whitman og Thoreau fram yfir unglingapretti en eru kúgaðir til að hætta því, er ein besta mynd Ástralans Peters Weirs til þessa. Fyrir þá sem vilja full- orðinsástir með hættulegu ívafi í takt við „Fatal Attraction“ er bent á Losta í Laugarásbíói með meyrum og löngunarfull- um A1 Pacino. Sérstök ánægja að sjá hann aftur eftir nokkurt hlé frá kvik- myndunum. Þetta eru bestu mynd- imar í Reykjavík í upphafi árs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.